Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 13

Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 13
B 13 Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum á eftir- farandi hátt. Formaður (plús blaðafulltrúi í viðlögum): Guðni Þorsteinsson (sá eini, sem var fjarverandi á fundinum), vara- formaður: Þórarinn Sófusson ritari: Þórarinn Andrésson, gjaldkeri: Friðþjófur Einarsson, stigaritari: Erla Sigurjónsdóttir og áhaldavörður: Marinó Guð- mundsson. Vertíðin hófst sl. mánudag með eins kvölds tvímenningi. Spilað var í einum 16 para riðli og urðu þessir efstir. Guðni Þorsteinsson — Sigurður B. Þorsteinsson 261 Friðþjófur Einarsson — Þórareinn Sófusson 253 Birgir — Brynjar 251 Jón Andrésson — Stígur Herlufsen 242 Böðvar Magnússon — Stefán Pálsson 227 Meðalskor 210 Nk. mánudag, þ. 23.9. kl. 19.30, verður aftur spilaður einskvölds tvímenningur og eru menn hvatt- ir til að fjölmenna (og veita stjórninni harðari keppni). Þar á eftir verður spilaður fjögurra kvölda aðaltvímenningur, þá þriggja kvölda tölvu-Mitchell og að því búnu hefst sveitakeppnin. Sitthvað er svo í jólapokahorn- inu. Keppnisstjóri til áramóta hef- ur verið ráðinn Ragnar Magnús- son og fékk hann svo gott klapp, að vonir standa til þess, að hann tolli hjá okkur út vertíðina. Spil- að er í félagsmiðstöðinni (íþróttahúsinu) við Strandgötu. Nýir félagar eru ávallt velkomnir í upphafi hverrar keppni. Burt með mánudagsmæðuna, gangið í BH. Tafl- og brids- klúbburinn Vetrarstarf TBK hófst sl. fimmtudag, með þriggja kvelda Barometer-keppni með þátttöku 22ja para. Spilað var eins og venjulega, í Domus Medica. Eftir fyrstu sex umferðirnar er staðan þessi: Þórður Jónsson og Björn Jónsson Jakob Ragnarsson 72 og Jón S. Ingólfsson Jón Þorvarðarson 50 og Þórir Sigursteins Árni Guðmundsson 45 og Margrét Þórðardóttir Rafn Kristjánsson 38 og Bragi Jónsson 36 Keppnisstjóri er Anton arsson. Gunn- önnur umferð verður spiluð nk. fimmtudag og verður þá spil- að í Skipholti 70, uppi. Aðalfundur félagsins var hald- inn í júní sl. og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf, og stjórnarkjör. Fráfarandi for- maður, Tryggvi Gíslason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og er honum þakkað fyrir margra ára vel unnin störf fyrir Tafl- & Bridgeklúbbinn. í stjórn voru kosnir: Formaður er Gísli Þ. Tryggvason, Með- stjórnendur eru Jakob Ragnars- son, Reynir Eiríksson, Anton Gunnarsson, Þorsteinn Krist- jánsson, Gunnlaugur Nielsen og Bragi Jónsson. Bridsfélag Kópavogs Þriðji og síðasti eins-kvölds tvímenningurinn var á dagskrá félagsins sl. fimmtudagskvöld. Ragnar og Sævin héldu upptekn- um hætti: A-riðiII: Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 136 Björn Kristjánsson — Sigurður Gunnlaugsson 123 Sigurður Sigurjónsson — Þorfinnur Karlsson 120 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 B-riðill: Ármann J. Lárusson — Jón Hilmarsson 122 Bernódus Kristinsson — Þórður Björnsson 116 Hrólfur Hjaltason — Björn Halldórsson 115 Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda tvímenningur. Spilað er í Þinghól, Hamraborg. Bridsfélag Reykjavíkur Þokkaleg mæting var í upp- hitunartvímenning BR sl. mið- vikudag, 34 pör og var spilað með „Mictchell" formi. Úrslit: N-S: Bragi Björnsson — Þórður Sigfússon 386 Valgarð Blöndal — Ragnar Magnússon 373 Ágúst Helgason — Gísli Hafliðason 269 A-V: - Jón Baldursson — Guðmundur Baldursson 374 Georg Sverrisson — Ægir Magnússon 358 Magnús olafsson — Jónas P. Erlingsson 356 Meðalskor 312 Nk. miðvikudag hefst hausttví- menningur, tveggja kvölda. Spil- að er í Hreyfilshúsinu. Bridsdeild Víkings Vetrarstarfið hefst mánudaginn 23. september kl. 19.30. Spilað verður í Félagsheimilinu við Hæðargarð og verður reynt að hefja spilamennskuna stundvís- lega. Allir eru velkomnir. Opna Samvinnu ferðamótið Um næstu helgi verður spilað í Gerðubergi í Breiðholti, Opna Samvinnuferða/Landsýn mótið á vegum Bridssambands tslnds. Mótið verður tvímenningur með Mitchell-fyrirkomulagi, þ.e. öll pörin spila í einum riðli. Út- reikningur verður tölvuvæddur, sem þýðir að keppendur geta fengið skor sína nokkrum mín., eftir að lotu lýkur. Spilamennska hefst kl. 13 á laugardeginum, en áríðandi er að keppendur mæti tímanlega til skráningar. Raunar er einnig hægt að láta skrá sig hjá skrifstofu Bridssambands- ins, sími 91-18350, ólafur. Það flýtir fyrir mótinu að skráning hafi farið fram að einhverju leyti áður en spilamennska hefst. Mótið verður spilað í þremur lotum, tvær á laugardeginum og ein á sunnudeginum. Stórglæsi- leg verðlaun verða í boði, spilað verður um gullstig og keppnis- gjaldi verður haldið í lágmarki. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Opið hús Opið hús, bridsstarfsemi þeirra Hermanns og ólafs Lárus- sonar á Borgartúni 18 á laugar- dagseftirmiðdögum, hófst um síðustu helgi. Ágæt aðsókn var, eða 20 pör. Spilaður var Mitchell-tvímenningur, með 3 spilum milli para, alls um 9 umferðir. Efstu skor fengu eftir- taldir spilarar: N/Sáttum: stig Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 283 Rúnar Magnússon — Þorlákur Jónsson 247 Bergþór Bergþórsson — Garðar Garðarsson 236 Bernódus Kristinsson — Þórður Björnsson 235 A/V áttum: Gisli Viglundsson — Þórarinn Árnason 299 Ingólfur Lillendahl — JónBjörnsson 268 Hrannar Þ. Erlingsson — Matthías Þorvaldsson 263 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 220 Vegna óska frá meginþorra keppenda sl. laugardag, hefur verið ákveðið að spilamennska hjá Opnu húsi hefjist í framtíð- inni kl. 13.30 (hálftvö). Það ætti að gefa rýmri tíma fyrir þá sem eiga bágt með að „rjúka“ fyrir kl. 13. Hressingarleikfimi kvenna og karla Haustnámskeið hefjast Kennsla hefst í byrjun október Byrjendur (yngst 5 ára) og framhalds- nemendur. Innritun í síma 72154 Royal Academy of dancing Russian method Kennarar: Sigríöur Ármann Ásta Björnsdóttir hraðlestrarnAmskeið Taktu nú tímann! Ef þér tekst að lesa þennan texta og gera þér fulla grein fyrir innihaldi hans á 14 sekúndum óskum við þér til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir ómakið. Ef ekki, gæti Hraðlestrarskól- inn orðið þér verulega að liði í námi og starfi. Við kennum nýjar aðferðir við lestur, sem geta margfaldað lestrarhraða. Það þarf tæpast að fara mörgum orðum um hagnýti þess fyrir námsmenn, stjórnmála- menn, stjórnendur fyrirtækja, kennara, lög- fræðinga, fjölmiðlamenn og reyndar alla þá 9 sem þurfa að lesa og hafa á reiðum höndum I geysilegt magn upplýsinga og staðreynda. § 6 vikna hraðlestrarnámskeiðin okkar út- 1 heimta talsverða vinnu og ástundun, en þegar upp er staðið getur árangurinn spar- að ómældan tíma og gert mönnum starf eða nám léttara og árangursríkara. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 2. okt. og kostar 3.800 krónur. Upplýsingar og innritun eru í síma 16258 milliklukkan8og 10 á kvöldin. HRAÐLESTRARSKÓLINN - 14 sekúndur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.