Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 14
14 B MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1985 jl | KYNÞATTAMISRÉTTIÐI Laun heimsins eru ekki alltaf vanþakklæti Verslunin blómgast sem aldrei fyrr hjá honum Dan Watson MÓTMÆLI: Daglega lífíð þeirra svörtu í Suður-Afríku. ibarnaskápurIB^^BBII Bang! Bang! IManchester á Eng- landi er nú verið að semja um leyfi fyrir nýrri íþróttagrein, sem felst í því að elta uppi og skjóta fólk. Það sama er einnig uppi á teningnum í Birm- ingham og víðar og þeir, sem fyrir þessu framtaki standa, segja, að hér sé ekki aðeins um að ræða bráðskemmtilega dægra- dvöl, heldur einnig rífandi viðskipti. Fyrir rúmar 700 kr. á dag, matur innifalinn, er þátttakendum fengin byssa í hönd, sleppt laus- um í skóglendi og sagt að skirrast ekki við að skjóta næsta mann, sem hann kemst í færi við. Ef hann er eitthvað hikandi verður hann bara skotinn sjálfur. „Skærurnar" eins og þessi „skemmtilegi ævintýraleikur" kallast eru nú þegar stundaðar á tveimur stöðum í Surrey og þar fá þátttakendur búninga i felulitum og skjóta hver á annan með sér- stökum byssum, loftbyssum, sem geta „drepið" á fimmtíu metra færi. Skotin eru hylki með merki- bleki, sem auðveldlega má þvo úr fötunum. „Skærurnar" eru að verða mjög vinsælar í Bretlandi. Kit Peters, einn af eigendum tveggja staða í Oxted og Chelsham, telur, að fyrir lok næsta árs muni rúmlega 60.000 manns af báðum kynjum stunda þær. „Leikurinn snýst um að skjóta eða vera skotinn, um kúreka og indíána eða hvað sem menn kjósa. Viö höfum alls konar búninga í felulitum en þetta er þó enginn hermannaleikur," segir Peters. „Stundum koma til okkar menn, sem taka leikinn mjög alvarlega. Þeir eru mjög smámunasamir með felubúninginn enda er ekkert gaman að vera skotinn og vita ekki einu sinni hvaðan skotið kem- ur. Menn finna líka dálítið fyrir skotinu, svona eins og tennisbolta væri kastað i þá og þó heldur minna.“ í „skærunum" taka yfirleitt þátt tvö gengi, 20 menn í hvoru, og leggur hvor hópur um sig upp frá sínum stöðvum í skóginum. Markmiðið er að hertaka stöðvar óvinagengisins og komast yfir gunnfána þess. — ANDREW MONCUR við aðalgötuna í Port Elizabeth, hafnarborg á Indlandshafsströnd Suður-Afríku. Verslunin er yfir- full af fólki og Watson, geðugur ungur maður og íþróttamannslega vaxinn, segist halda, að veltan hafi meira en tvöfaldast á einum mánuði. Handan götunnar er öðru vísi um að litast. Þar eru gluggatjöldin fyrir í nærri 20 verslunum og við athugun hefur komið í ljós, að í hverri einustu verslun í borginni, nema versluninni hans Watsons, hafa viðskiptin dregist saman um 30—100% frá því um miðjan júlí. Það var þá, í miðjum júli, sem blökkumenn í Austur-Höfðahér- aði tóku að beita viðskiptunum sem vopni í baráttunni gegn að- skilnaðarstefnunni og árangurinn hefur verið stórkostlegur. Við- skiptalífið í Port Elizabeth er lam- að. Blökkumenn hafa þó ekki, þótt þeir hafi uppgötvað þetta öfluga vopn, gerst aðskilnaðarsinnar sjálfir. Þegar ákveðið var að beita viðskiptavopninu hafði skipulags- nefndin samband við Watson og bræður hans fjóra og sagði þeim, að verslanirnar þeirra fjórar yrðu undanþegnar banninu. Var þessi undantekning gerð í virðingar- skyni við þá bræður, sem fyrir níu árum hættu að leika með rúgbý- liði, sem eingöngu var skipað hvít- um mönnum, og fóru að leika fyrir lið blökkumanna í bænum, en allir eru þeir mjög góðir leikmenn. Þeir Watson-bræður fengu að gjalda þessa dýru verði. Þeir voru settir í ævilangt bann hjá rúgbý- sambandinu fyrir hvíta menn og fyrrum vinir þeirra og félagar virtu þá ekki viðlits. Hvítir menn hættu einnig alveg að versla við þá. Þeir voru litnir hornauga af hvítum mönnum en þeim mun meira virtir af blökkufólkinu í Kwazekele, Zwide og New Bright- on, sem leit á þá sem hetjur. Vegna þess, að blökkumenn hættu að versla við aðra hvíta menn en þá Watson-bræður er í meira en nógu að snúast hjá þeim enda kaupa 300.000 blökkumenn allan sinn fatnað í versluninni þeirra. Þessi velgengni þeirra hef- ur hins vegar valdið nýjum ofsóknum á hendur þeim. „Hingað koma stundum nokkur hundruð lögreglumanna, sem standa bara aðgerðalausir í versluninni af þvi þeir vita, að blökkumennirnir koma ekki inn í hana á meðan,“ segir Watson. Yngsti bróðirinn, Dan, er sá þeirra, sem verst varð úti vegna banns rúgbý-sambandsins. Dan var mjög efnilegur leikmaður og í hópi þeirra 30, sem velja átti úr fyrir ferð landsliðsins til Frakk- lands. Landsliðsþjálfarinn sagði Dan, sem þá var 21 ár, að ef hann bara hætti að umgangast blökku- mennina væri hann öruggur með að verða valinn. Dan sagði þjálf- aranum að éta það sem úti frýs, og þar með var lokið draumum hans um mikinn frama í rúgbýleiknum. Dan Watson virðist heldur ólík- legur til að líða pólitískt píslar- vætti, sker sig úr í fáu öðru en því, að hann hefur andstyggð á að- skilnaðarstefnunni. Það getur hann þakkað foreldrum sínum, segir hann. Faðir hans var prestur í hvítasunnusöfnuði og þeim bræðrum var kennt að taka trúna alvarlega, t.d. það boðorð Krists, að menn skuli elska náunga sinn. - ALISTER SPARKS | VENEZUELA Eiginmenn eru víst óvíða eins lausbeislaðir Þegar ungt fólk fellir hugi saman verða afleiðingarnar oftast þær, að það gengur í hjóna- band fyrr eða síðar. Þannig er því þó ekki varið í Venezúela. Frá alda öðli hefur unga fólkið þar í landi gert það sem því lystir án tillits til ríkis og kirkju. Fyrir vikið er í landinu urmull af óskil- getnum börnum og fjölskyldu- bönd eru losaraleg, einkum meðal verkafólks. Rúmlega hálf milljón barna er fædd utan hjónabands og hefur sú staðreynd vakið áhyggjur meðal félagsvísinda- fólks. Maritza Montero þjóðfé- lagsfræðingur sem starfar við Háskólann í Caracas hefur reynt að grafar fyrir um orsakir þessa losarabrags og komizt að raun um að hann eigi rætur að rekja til indíánaflokkanna sem bjuggu í landinu áður en Spánverjar náðu þar völdum. „í Perú og Mexíkó var ákveðin þjóðfélagsgerð við lýði fyrir daga Spánverjanna. í Venezúela voru lifnaðarhættir fólks margbreyti- IANATOLY KORYAGINl Ottast er nú, að sovéski sál- fræðingurinn Anatoly Koryagin sé að dauða kominn 1 fangelsinu í Christopol í Mið— Rússlandi. 1 bréfum frá konu hans og vini, sem tekist hefur að koma til Vesturlanda, segir, að hann sé orðinn svo máttfarinn, að ef hann fái ekki sérstaka læknishjálp, muni hann deyja fljótlega. Dr. Koryagin hefur verið í fangelsi í fjögur ár vegna þess, að hann barðist gegn pólitískri misbeitingu geðlækna en í Sovét- ríkjunum er ekki ótítt, að andófs- menn séu úrskurðaðir geðveikir og lyf neydd ofan í þá á geðsjúkra- húsum. Koryagin er 47 ára gamall, kona hans er einnig læknir og eiga þau saman þrjá drengi. Hann var dæmdur í sjö ára vinnubúða- þrælkun og í fimm ára útlegð innanlands og var dómurinn miklu strangari en aðrir baráttu- menn fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum hafa fengið. Vakti það augljóslega fyrir yfirvöldun- um að þagga niður í öðrum sál- fræðingum og vara þá við með þessari ómannúðlegu refsingu. Koryagin hafði rannsakað 16 andófsmenn, sem höfðu verið úr- skurðaðir geðveikir, og komist að raun um, að sú sjúkdómsgreining var bara tilbúningur. Skýrsla, sem hann gerði um þessar at- huganir sinar, birtist í breska Þeir eru að murka lífið úr manninum læknablaðinu The Lancet og hef- ur nú einnig komið í bókinni „Tortíming líkama og sálar“. Strax eftir að Koryagin var handtekinn var hann beittur andlegum og líkamlegum kúgun- um og loksins barinn og mis- þyrmt. Var tilgangurinn sá að neyða hann til að undirrita yfir- lýsingu um að fyrri fullyrðingar hans um misbeitingu geðlækning- anna væru upplognar en Koryag- in neitaði því staðfastlega. Eng- inn vina Koryagins eða ættingja hefur séð hann síðan í september árið 1983 og í heilt ár fréttist ekkert af honum. í júní sl. fékk kona hans hins vegar bréf frá honum þar sem hann segir frá óskum sínum varðandi uppeldi barnanna en minnist ekkert á sjálfan sig eða lfðan sína. Er ótt- ast, að hann hafi skrifað bréfið með það i huga, að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Bréfið frá konu hans, Galinu, sem býr í borginni Kharkov í Úkraínu, var skrifað í nóvember á síðasta ári en er aðeins nýkomið til Vesturlanda. Þar minnist hún á, að hann hafi reynt að mótmæla meðferðinni með því að neyta KORYAGIN: kuldi, hungur og misþyrmingar hvorki matar né drykkjar í sex mánuði frá því í desember 1982 og segir, að „það var kraftaverk að hann skyldi ekki deyja, líf hans hékk á bláþræði". 1 september árið 1983 var fjölskyldunni leyft að vitja hans. „Þegar ég sá Anatoly fylltist hjarta mitt skelfingu og ótta um líf hans, ást og harmi yfir því að geta ekkert gert. Heimsóknin stóð í tvo tíma og í heila klukkustund mátti ég ekki mæla, svo óglatt varð mér af því, sem ég sá. Sjálfur talaði hann og móðir hans og börnin en ég skildi strax, þótt ekkert væri um það sagt, hvað hafði verið gert við hann. Hann var eins og Medúsa, svo bólginn, að hálsinn var breiðari en andlit- ið, allur einn bjúgur vegna eggja- hvítuskorts. í allan þann tíma, sem hann hefur .verið í fangelsi, hefur skipu- lega verið gengið að því að brjóta hann niður andlega og líkamlega með því að láta hann þjást af kulda, hungri og svipta hann auk þess svefni, með þvi að niðurlægja hann og valda honum andlegum þjáningum, með því að berja hann. Eg á erfitt með og skelfist raunar að ímynda mér hvernig honum líður núna (eftir ný hung- urmótmæli)." í bréfinu frá vini Koryagins, sem var skrifað í júní sl. og barst til Vesturlanda fyrir skömmu, er skorað á lækna um allan heim að koma Koryagin til hjálpar. Höf- undur bréfsins er kunnur vinum Koryagins á Vesturlöndum en vill halda nafni sínu leyndu af ótta við hefndarráðstafanir yfirvalda. Bréfinu lýkur þannig; „Ég beini orðum mínum til lækna um allan heim. Starfsbróðir okkar, dr. Koryagin, er að dauða kominn vegna þess, að hann vill ekki rjúfa Hippokratesareiðinn. Hann og fjölskylda hans þurfa á hjálp ykkar að halda nú, annars kann það að verða um seinan. Ég bið ykkur að gera allt, sem þið getið, til að Anatoly Koryagin og fjöl- skyldu hans verði leyft að flytjast brott frá Sovétríkjunum." — PETER REDDAWAY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.