Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 26

Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 fclk í fréttum Afríkulag Dana selst eins og heitar lummur IDanmörku kom út hljóm- plata fyrir stuttu til styrktar þjáðum og hungruðum í Afríku. Tuttugu og sex manna söng- hópur kom saman auk hljóm- sveitar og hljóðritaði þetta Afríkulag Dana. Lag og texta gerði 22 ára dönsk stúlka, Nanna Luders. „Platan hefur hlotið mjög góðar undirtektir í Danmörku — hún hefur verið rifin út úr búðunum eins og heitar lumm- ur. Þremur dögum eftir útkomu hennar heyrði ég að 40.000 eintök hefðu selst og er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því. Mér finnst svo sannarlega tími til kominn að við endur- gjöldum eitthvað af því sem við, vesturlandaþjóðir, höfum tekið frá Afríkulöndum," segir Nanna í samtali við danskt tímarit. „í gær heyrði ég nágranna minn sem býr í sama stiga- gangi, raula fyrir munni sér laglínurnar, „Afríka, Afríka... det bli’r bedre dag for dag... “ og finnst mér slíkt bera vott um að fólki líki lagið." Nönnu var boðið að heimsækja Afríku til að litast í kringum sig, en hún afþakkaði og sagði að sér fyndist alls ekki við hæfi að hluti af söfnuninni rynni í að kaupa flugfar handa henni. „Flugfargjaldið hefði kostað um 50.000 krónur, auk þess sem ég þoli ekki meira en 30 gráðu hita.“ Nanna hyggst gefa út sína eigin LP-plötu von bráðar, en hana vantar nafn á eitt af nýju lögunum sínum þar, sem hún samdi sérstaklega fyrir kær- asta sinn. „Ég mun hinsvegar reyna að hugsa um nafnið í fríinu því við erum að fara saman á notalegan stað þar sem við ætlum að liggja í sandinum og njóta sólarinnar," sagði Nanna. Nanna Liiders 50 flug- slys Maðurinn á myndinni hét Louis Bleriot og var franskur. Hann er löngu horfinn til feðra sinna og því ekki mikið í sviðsljósinu lengur. Hann setti heimsmet sem líklega verður aldrei hnekkt. Hann smíðaði nefnilega 10 mismunandi flug- vélar og lenti í um það bil 50 flugslysum áður en honum tókst að fljúga yfir Atlantshafið. Nýjasta tæknin við leit gullskipsins á Skeiðarársandi. Flogið er með leit- artækin, sem era samskonar og not- uð era við olíuleit, í flugdreka þessum er sést á myndinni. „Sumir fara til Spánar fríinu, en við höldum á — segir Kristinn Guðbrandsson einn eigandi Gullskips hf. Het Wapen van Amsterdam, gullskipið fræga frá Hollandi, sem strandaði á Skeið- arársandi áriö 1667 er enn ófundið, en þó hafa menn ekki gefið upp vonina um að finna kaupfarið og eru nú komnir enn einu sinni á sandinn með nýjustu tækni. í Morgunblaðinu fyrir 25 árum birtist frétt þar sem sagt er frá því að leit að skip- inu væri að hefjast. Það var Bergur Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri sem þá fékk tilskilin leyfi og hóf þá fyrst leitina, 293 árum eftir strandið. Fyrir þremur árum stofnaði Bergur fyrirtækið Gullskipið hf. ásamt Kristni Guðbrandssyni hjá Björgun hf. auk annarra. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Kristni í vikunni þar sem verið var að vinna að undir- búningi á Skeiðarársandi. Þeir Bergur voru þar staddir með sex manna leitarlið og hugðust í þetta sinn taka upp fullkomnari tækni við leitina frá því sem verið hafði undanfarin ár. „Leit fer nú fram úr flugvél og notum við olíuleitar- tæki frá Ameríku," sagði Kristinn. „Flogið verður með mælinn yfir leitarsvæðið og mælt verður með átta metra millibili. Tækin mæla frávik frá segulsviðinu, sem sér- stök tölva tekur við og vinnur úr. Nú er ætlunin að leita á svæði sem við höfum aldrei farið inn á áður sökum tækjaskorts, þ.e,. Skeiðar- áin sjálf, eða öllu heldur hluti af henni. Ain þarna er þriggja km. breið og þurfum við því að leita á þriggja ferkílómetra svæði í einu, en áður tókum við fyrir einn fer- kílómetra í einu. Nú erum við einnig með lóran, sem ætti að auðvelda okkur leitina í stað þess að fara hingað og þangað með mælinn eins og gert var.“ Kristinn sagði að allir, sem við þetta ynnu, væru í sjálfboðavinnu. „Við erum að þessu í okkar sum- arfríi. Sumir fara til Spánar, en við kjósum að fara á Skeiðarár- sandinn. Við erum ekkert á því að gefast upp. Sextíu árum var eytt í að finna Titanic svo að það þýðir lítið að gefast upp eftir 25 ára leitarstarf hér.“ Kaupskip þetta var eitt glæsi- legasta skip í kaupskipaflota Hol- lendinga á sínum tíma. Talið er að milli 200 og 300 manns hafi verið um borð, en 60 til 80 manns var bjargað. Talið var að skipið hafi flutt m.a. gull, demanta, pell, J purpura og margt fleira ásamt kryddvöru. Hafi farmurinn verið metinn á 43 tunnur gulls, sem hafi jafngilt 8,6 milljónum króna M á þeirra tíma mælikvarða. Kristinn sagðist ekki gera sér neinar vonir um að græða á farm- inum ef hann raunverulega fynd- i ist. „Ríkið tekur sitt. Við þurfum að greiða 12% fyrir leitarréttinn. Landeigandinn, Skaftafell, tekur 12% og síðan fara sjálfsagt milli 60 og 70% í skatta og aðrar skyld-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.