Morgunblaðið - 22.09.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.09.1985, Qupperneq 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 ast er... ... að færa fórn fyrir hana. TM Rea. U.S. Pat. Otf.—ali rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndlcate Mamma, þetta er vitlaust lagt saman. Væri ég spurð um þig, af einhverjum ókunnugum myndi svarið vera: Hann er eins og hann er, og notar mikið gerduft! HÖGNI HREKKVfSI Landbúnaðurinn byggist á því að bóndinn sé öllum stundum með hugann við sitt starf Bóndi skrifar: Mánudaginn 9. september talaði Bryndís Schram um „daginn og veginn“. Fannst mér erindið svo vel samansett að ég hlustaði með athygli, og lifði mig inn í ferð langt í burtu frá eylandinu okkar. En Bryndís kom aftur heim til okkar kalda lands i þessu erindi sínu. Hún talaði um hin bágu kjör sem þegnar þess eiga við að búa, það er að segja sumir þeirra. Til dæmis bar hún mál í hvað kennarar eru aðþrengdir, ég er ekkert að mót- mæla því, en hún endaði með því að tala um landbúnaðarvörurnar og hvatti fólk til að sýna samstöðu og kaupa þær ekki, til þess að við sem fáumst við að framleiða þær neyddumst til að lækka verðið. Ég spyr sjálfan mig, hvernig stendur á að fólk er svona þenkj- andi? Talandi um að þurfi að hækka laun hjá einum hóp fólks og í næstu andrá að lækka hjá öðrum. Sveitafólkið er ekki öfunds- verðara af sínum kjörum en kenn- arar, það vinnur alla daga ársins líka, alla helgidaga, og ég trúi því ekki að launin séu í samræmi við þá vinnu, í sannleika sagt mjög víða mjög lág. Landbúnaður er sá eini atvinnuvegur hér sem ekki er rekinn og ekki er hægt að reka með því að kaupa tímavinnu við hann. Hann byggist á því að bónd- inn sé allar stundir með huga og hönd í sínu starfi, og það dugi ekki til. Kona hans verður líka að vinna að búinu, og það dugir ekki heldur til. Börnin verða líka að vinna mikið. Ekki fyrir kaupi, eins og kaupstaðarbörnin, aðeins fæði og húsnæði. Samt er einn og einn svoleiðis gerður að hann vill hvergi annars staðar vera en í sveit, jafnvel þó hann þurfi sjálfur, kona hans og börnin að vinna mikið meira en ef hann væri í öðrum störfum. Sumir hafa líka tekið við af for- eldrum sínum vegna þess að þeir tímdu ekki að selja jörðina. Þetta fólk vill eiga góð viðskipti við þá sem kaupa af því vöruna og vissu- lega eigum við að kappkosta að framleiða góða vöru, en við þolum mjög illa þetta sífellda nagg og nöldur sem dynur á okkur. Mjólk og kjöt kosta margar krónur í stórt heimili og það kostar líka margar krónur að framleiða það, hvort sem það er á íslandi eða í öðrum löndum. Þeir sem halda að ódýrara sé Bréfritari segir að bóndinn verði að er vist að kýrnar líða ekkert annað. að flytja þessar vörur inn ættu að hugleiða að víðar en á íslandi er landbúnaður styrktur af hinu op- inbera, og því varla líklegt að aðrar þjóðir vildu greiða niður til lang- frama það sem við borðum. En vel á minnst, við fáum oft framan í okkur að það séu styrkir hafa hugann ætíð við búverkin. Eitt við landbúnaðinn þegar vald- stjórnarmenn beita niðurgreiðsl- um til stjórnar þjóðfélaginu, sem er þó gert i samningum við verka- lýðsfélög en ekki fyrir bændur. Það væri hægt að skrifa langt mál um allar þær ósanngjörnu árásir sem dunið hafa á land- búnaðinum, en hér læt ég þó staðar numið í þetta sinn. Bið aðeins alla vel að njóta þess sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða. Sjónvarpsauglýs- ingar fyrir fífl? M.G. skrifar: Auglýsingar i islenzka sjón- varpinu eiga sér engan líka. Settur er á svið fáránlegur skopleikur, sem líklega á að heita fyndni. Þessi kjánalæti eru jafnt í auglýsingum einkaaðila og opinberra. Út yfir allan þjófabálk tekur, þegar fjár- málaráðuneytið auglýsir skulda- bréf með því að láta fólk fetta sig og bretta, æpa og öskra. Ekki veit ég, hver á sökina, auglýsandinn sjálfur eða auglýs- ingastofan, sem hannar texta og mynd. Búnaðarbankinn sker sig úr með listrænar auglýsingar, vekj- andi og uppbyggilegar. Taka mætti hann til fyrirmyndar. Þessir hringdu . . Hvernig ná skal ósviknum lit úr efnum Björg hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Það var verið að spyrjast fyrir um það hvernig hægt væri að ná ryðblettum úr fötum. Ég er kannski með lausn á því vandamáli, að minnsta kosti má prófa þess- ar aðferðir en þær duga ágæt- lega við að ná ósviknum lit úr efni. Blettinum er dýft á víxl í blöndu af einni matskeið Oxalsýru annarsvegar og hins vegar einum dl af vatni blönd- uðum með Salmíaksspíritus. Blettinum er einnig hægt að ná af með sítrónusýru eða sýrusalti, sem er öruggara. Þá er sett ein teskeið af sýru- salti út í hálfan litra vatns. Blettinum er haldið niðri í upplausninni þangað til hann hverfur. Á eftir er hann skol- aður úr í hreinu vatni og síðan upp úr Salmíaksvatni, og að lokum er hann skolaður upp úr hreinu vatni. Þessar upplýsingar er að fá í bókinni „Þvottur og ræst- ing“ eftir Astrid Stoumann, Halldóra Eggerts þýddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.