Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 35
Sissy Spacek Sally Field Nýjar myndir með haustinu I henni Ameríku er sumartími kvikmyndanna, sem einkennist mest af barna- og unglinga- myndum liðinn og núna með haustinu fara bíóhúsin vestan- hafs aö fyllast af alvarlegri mynd- um fyrir fullorðna. Krakkarnir eru loksins komnir i skóla og full- oröna fólkiö getur aftur farið aö fara í bíó. Eöa eins og einhver sagöi: „Nú taka þær Jessica Lange, Sally Field, Sissy Spacek og Meryl Streep viö.“ Frumsýndar veröa tvær mynd- ir meö Meryl Streep fyrir jólin — kvikmynd gerö eftir leikriti David Hare, Plenty og Out of Africa en í henni leikur hún danska rithöf- undinn Isak Dinesen. Mótleikari hennar í þeirri mynd er Robert Redford. Þá verður frumsýnd myndin Marie meö Spacek í aöalhlut- verki en í myndinni á hún í bar- áttu viö spilltan rikisstjóra Tenn- essee-fylkis. Sally Field leikur i rómantískri ástarmynd sem heitir Murphy's Romance og Lange leikur dreifbýlissöngkonuna Patsy Cline í Sweet Oreams. Aörar myndir sem berast munu í kvikmyndahús vestra meö haustinu eru Mishima: A Life in Four Chapters, sem Paul Schrader geröi um einn frægasta rithöfund Japana; Agnes of God, sem Norman Jewison geröi eftir samnefndu leikriti (þaö var sýnt í lönó á siöasta leikári undir heit- inu Agnes, barn guös); Eleni, sem gerö er eftir sjálfsævisögu Nicholas Gage, sem segir frá því hvernig hann leitaöi uppi fólkiö sem myrti móður hans í grísku borgarastyrjöldinni Fool for Love, gerö eftir leikriti Sam Shepards og loks veröur frum- sýnd nýjasta mynd Steven Spi- elberg The Color Purple, sem hann gerir eftir sögu Alice Walk- er. — ai. MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 Mikhail Baryshnikov og Isabella Rossellini í White Nights. DANSAÐ AUSTUR Viö tökum forskot á sæluna og birtum hér Ijósmynd úr nýrri kvik- mynd, svo nýrri, aö enn er ekki búiö að frumsýna hana. Þaö er White Nights eftir Taylor Hack- ford, sem gerist djarfari í efnisvali meö hverri mynd. Fyrsta mynd hans var An Officer and a Gentle- man, mynd númer tvö var Against All Odds og White Nights hin þriöja. Þaö óvenjulega við mynd- ina er aö aöalleikararnir eru ekki eiginlegir leikarar heldur ballett- dansari og Ijósmyndafyrirsæta: hinn landflótta Rússi Mikhail Baryshnikov og Isabella Rossell- ini, dóttir Ingrid Bergman. míkhail leikur rússneskan ballettdansara sem flýr vestur, en fær ekki aó snúa aftur vestur eftir eina heim- sókn austur. Gregory Hínes (dansarinn í Cotton Club) leikur amerískan steppdansara sem gefst upp á lífinu í Bandaríkjunum og flyst austur yfir. Isabella Ross- ellini leikur konu hins síðar- nefnda. HJÓ Bandaríkin: í minn- ingu James Dean Nú eru liöin 30 ár frá því aö átrúnaö- argoöiö James Dean lést og Warn- er Bros. kvikmyndafyrirtækiö minnist þess meö því aö setja í dreifingu tvær af þremur myndum, sem Dean lék aðalhlutverk í áöur en hann lést í bílslysi 30. september 1955. Myndirnar eru Rebel Without a Cause og East of Eden. Ferill Deans er einhver hinn sérstæðasti sem hægt er aö hugsa sér innan kvikmyndanna. Hann stóö aöeins í rúmlega eitt ár en á þeim tíma lék hann í þeim þremur myndum, sem geröu hann ódauölegan (Giant er sú þriðja). James Dean AUDREY HEPBURN Hepburn í dag. j Bandaríkjunum er unniö aö heimildarmynd um leikstjórann William Wyler (Jezebel, Wuthering Heights, Ben-Hur svo eitthvað sé nefnt). Dóttir hans Cathy gerir myndina og ein af þeim, sem minnist leikstjórans í henni er Audrey Hepburn. Wyler „uppgötvaöi" hana á sín- um tíma og leiöbeindi henni fyrstu skrefin í kvikmyndageröinni. „Ég haföi ekki hugmynd um hvaö kvikmyndatökuvél var," segir Hepburn þegar hún rifjar upp prufutökurnar fyrir aöalhlutverkiö í Roman Holiday en í henni lék hún á móti Gregory Peck. Þaö var hennar fyrsta kvikmynd. „Ég vissi ekki hvaö var aö gerast. Þetta var allt svo nýtt fyrir mér. Ekki vissi ég hver William Wyler var svoleiöis aö ég var ekkert taugaóstyrk en um þeta leyti vann ég aöeins í leikhús- um og kvikmyndaleikur var spenn- andi enda vissi ég ekkert um hvaö hann snérist." Hún var 24 ára og Wyler sagöi kvikmyndatökumanninum aö halda áfram aö taka þegar hún heföi lokiö þvi sem hún átti aö segja i prufutökunni. Hún fór meö línurnar sitjandi uppi í rúmi og þegar hún var búin aö því kallaði einhver „klipp". Hepburn hélt aö prufunni væri lokiö og kastaöi sér aftur í rúmiö, teygöi úr sér og leit á kvikmyndatökuliöiö. „Hvernig var ég?“ spuröi hún. „Var eitthvaö var- iö í þetta?" gráta úr mér hjartaö og hiaupa aft- ur í höllina mína. Ég gat ekki grátiö. Ég hélt ég væri aö gráta og ég lét eins og ég gréti en þaö var alls ekki nógu gott. Þaö komu engin almennileg tár. Aöalatriöiö var tekiö aftur og aftur en aldrei var þaö nógu gott. Wyler gekk til mín og lét öllum ill- um látum. Hann sagöi: „Hvaö held- ur þú aö viö ætlum aö bíöa hérna lengi? I alla nótt? Geturöu ekki grátiö í almáttugs bænum? Þú ættir aö vera farin aö vita um hvaö leikur snýst." Og hann var svo bálreiöur út í mig aö ég fór aö hágráta. Hann tók það upp, hugg- aöi mig aöeins og labbaöi svo í burtu." Hepburn hefur unniö meö mörg- um fleiri kvikmyndaleikstjórum en Wyler. Þaö má nefna Billy Wilder, Fred Zinemann, King Vidor og George Cukor. Hún hefur leikiö á móti mönnum eins og Humphrey Bogart, Gary Cooper, Gregory Peck, Henry Fond, Fred Astaire, Gary Grant, Peter Finch, William Holden, Rex Harrison, Albert Finn- ey, Peter O’Toole og Sean Conn- ery. Síöasta áratuginn hefur hún leikiö í þremur kvikmyndum, sem allar eiga þaö sameiginlegt aö hafa „floppaö" eins og sagt er þegar myndir fá enga aösókn og lélega gagnrýni. Sú síöasta var They All Laughed" eftir Peter Bodgdan- ovich. _ .j Wyler varö mjög hrifinn. „Ég var hræöilega ung. Ég var yngri en flestir 15 ára krakkar andlega. Þannig var ég alin upp.“ Þannig vildi Wyler einmitt hafa hana. Hún fékk auövitaö hlutverkiö í Roman Holiday.„Þaö var atriöi í lok mynd- arinnar þegar ég yfirgef Peck og held áfram aö vera prinsessa og ég átti aö segja bless viö hann og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.