Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985 Fisk veiðiste fnan og hlutur smábáta — eftir Arthur Bogason Nú þegar þing kemur saman í október leggur sjávarútvegsráð- herra fram drög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða. Þetta eru nýmæli að því leyti að stjórn fiskveiða sl. 2 ár hefur verið í reglugerð og því í höndum ráðu- neytisins að fylgja henni eftir. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvernig til hefur tekist og m.a. deilt um hvort einn maður skuli hafa jafn mikið vald í málinu og sjávarútvegsráðherra hefur. Sjálf- ur virðist hann ekki vera of hrif- inn, úr því hann leggur frumvarp- ið fram til laga. Mikið skil ég hann vel, ekki öfunda ég hann. Þó um ýmislegt hafi verið deilt í stjórnuninni sl. 2 ár er einn mála- flokkur sem hefur hlotið sífellt meiri umfjöllun. Það eru málefni smábátaeigenda. Þegar kvótakerfið var sett á í upphafi voru þeir settir í sameig- inlegan heildarkvóta og skipti þá ekki máli hvaða veiðarfæri þeir notuðu. Strax á fyrsta ári komu í Ijós gífurlegir vankantar á þessu fyrirkomulagi og furðulegustu hlutir fóru að koma í ljós. Þannig kom upp sú staða seinnipart árs- ins ’84 að ljóst var að ekki myndi takast að fiska upp í þann kvóta sem gefinn var í upphafi ársins. Réð þar mestu um lélegur afli bátaflotans. Upphófust þá miklar tilfærslur á milli manna á kvóta en fyrir því var heimild í reglu- gerðinni. Einnig var sú heimild notuð að breyta á milli fiskteg- unda. í sjálfu sér ætla ég ekki að andmæla þessum tilfærslum og tel aö ef á annað borð sé úthlutað heildarkvóta sé vel stætt á því, það er svo aftur annar handleggur að ég tel það algert siðleysi að hægt sé að selja fisk sem er óveiddur. Dæmalausast er þó að sú fisksala kemur ekki til skipta hjá sjómönnum. Nú vildi þannig til að eini flokk- ur útgerðarinnar sem kláraði sinn upphaflega úthlutaða kvóta voru smábátar. Þar sem eigendur þeirra vissu sem var að til var nógur kvóti uggðu þeir ekki að sér. í sakleysi sínu héldu þeir að til- færsla kvóta þeim til handa yrði jafn lítið mál fyrir þá og aðra. En bíðum við, þá kom í Ijós að óveiddi kvótinn skyldi ekki standa öllum til boða. Einu „rökin" sem færð voru fyrir því var að ekki var út- hlutað á hvern einstakan bát og því millifærsla óframkvæmanleg. Þá var spurt, mega smábátaeig- endur þá ekki sækja í þær tegund- ir sem ekki eru undir kvóta rétt eins og aðrir? Ekki aldeilis, og „rökin"? Þau voru að eftirlit með slíku yrði óframkvæmanlegt. Sem sagt, okkur smábátaeigendum var ekki treystandi. Stjórnunarað- gerðir sem þessar þar sem einum leyfist það sem öðrum er bannað er síst af öllu til þess að vekja traust manna, enda held ég að minnstu hafi munað að uppúr syði seinast á árinu '84. Ég spyr: Hvað mælti á móti því að ráðuneytið millifærði brot af þeim kvóta sem til var yfir á smábátaflotann í heild sinni? Var það fiskverndun- arsjónarmiðið sem kvótakerfið á að þjóna? Svari hver fyrir sig. Arið ’85 rann upp. Allt óbreytt. Sömu reglur skyldu notaðar, þrátt fyrir kröftug mótmæli smábáta- eigenda alls staðar af landinu. Nú þegar komið er fram á haustmán- uði er ljóst að í fyrsta lagi eru veiðitakmarkanir enn meiri en áð- ur eða 114 banndagar en í öðru lagi er veiðin orðin mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Marg- ir hafa orðið til að benda á að síst af öllu sé ástæða fyrir okkur að kvarta, við séum komnir nálægt helming framúr þeim kvóta sem okkur var ætlaður I upphafi: Sein- ast á árinu ’84 bentum við smá- bátaeigendur á að viðmiðun sú sem notuð var til útreiknings í kvótanum væri röng. Rækileg staðfesting fékst á því í sjónvarps- og blaðaviðtali við ráðherra fyrir stuttu. Þarf þar varla frekari vitn- anna við. Þegar horft er yfir sl. tvö ár með tilliti til þess hvernig málefni smábátaeigenda hafa þróast er ekki fráleitt að ætla að nú yrði hlutunum komið þannig fyrir að allir sætu við sama borð. Undir- búningsfundur að stofnun lands- samtaka smábátaeigenda lagði fram kröfur þess eðlis og síðan hefur stjórn sú sem þá var kosin lítillega breytt þeim kröfum, þó ekkert í eðli sínu. Við krefjumst þess að handfæra- og línuveiðar verði gefnar frjálsar með tiltölu- lega litlum takmörkunum. Þá spyrja menn: Nú, eiga þá ekki al- veg eins togarar t.d. að krefjast þess sama? Málið er ekki svona einfalt. Við framsetningu frum- varpsins er þess getið að tryggja eigi sem best rekstrargrundvöll útgerðarinnar. í tilfelli togaranna er það gert m.a. með því að skammta þeim fyrirfram ákveðið aflamark þeirra tegunda sem kvótakerfið fjallar um, og er sá kvóti verndaður, frjálsar hendur í öðrum fisktegundum, heimild til millifærslu á fisktegundum hvort sem er innan þess kvóta sem hann sjálfur hefur eða frá öðrum, og frjálsar hendur með þann daga- fjölda sem hann fær úthlutaðan. Einnig er undirmálsfiskur ekki reiknaður og eitt atriði er enn sem hefur lítið verið fjallað um, að klári t.d. viðkomandi skip sinn kvóta er ekkert sem kemur í veg fyrir að viðkomandi menn kaupi sér bát undir 10 brl. (eigi þeir hann ekki fyrir) og hefji veiðar í smábátakvótanum. Það síðast- talda er að mínu mati besta dæm- ið um hvað endar eru lausir í mál- efnum smábátaeigendanna. Að öðru leyti finnst mér framantalið mjög eðlilegt og sýnir að viss sveigjanleiki er innan kerfisins. Það er að vísu svolítið skondið að þegar ráðuneytið gefur upp hve miklum þorskkvóta skuli úthlutað er lítið minnst á hver hugsanlegur afli gæti verið með öllum tilfærsl- um. Enginn af þessum möguleikum hefur staðið smábátunum til boða. Með því kerfi sem hefur verið í gangi hafa þeir einungis haft einn möguleika: Bjargi sér hver sem betur getur meðan kvótinn er ekki búinn. Víst hafa margir hagnast á þessu en ég hygg að þetta hafi vakið mun meiri gremju en gleði. Eftirfarandi er alveg ljóst: Smá- bátar fara ekki á rækju í Dorn- bankann, þeir taka ekki stefnuna til Jan Mayen í loðnu, þeir fara ekki út á 400—500 faðma í grá- lúðu. Þeir fara ekki í Rósagarðinn eða Víkurálinn í karfa ef annað þrýtur, þeir fara ekki á dragnót, og veiða kola, í stuttu máli, þeir skipta ekki um veiðisvæði eða yfir í aðrar fisktegundir eins og að veifa hendi heldur eru bundnir við sína heimaslóð og háðir því í leið- inni hvort sá guli láti yfirleitt sjá sig á heimamiðunum. Því er eini kosturinn fyrir þessa báta að fá að hafa sem mest frjálsar hendur með sóknina, hún skiptir þessa menn mestu máli. Eins og ég heyrði fiski- málastjóra, Þorstein Gíslason, komast svo ágætlega að orði: „Þessir menn fá aldrei stóra kast- ið eða halið, afkoma þeirra byggist fyrst og fremst á þrotlausu streði.“ Þorsteinn veit vel hvað hann segir. Frá upphafi róðra lítilla fiski- báta hefur veðrið og birtan \ Arthur Bogason „Því er eini kosturinn fyrir þessa báta ad fá aö hafa sem mest frjálsar hendur meÖ sóknina, hún skiptir þessa menn mestu máli.“ skammtað þeim sóknina. Eftir samantekt á dagbókum mínum frá árinu ’79 til ’84 reiknast mér til að sóknarskerðingin vegna veðurs sé um 35% en það skal tekið fram að ég stunda einungis handfæraveið- ar. Þetta er meðaltal en stundum er þetta mun verra. Síðustu vertíð reri ég t.d. frá Vestmannaeyjum og var sóknar- skerðingin vegna veðurs hvorki meira né minna en um 50% og með hjálp ráðuneytisins fór þessi tala í um 60%. Það er því ljóst að vel þarf til að takast þá daga sem færir eru eigi að vera grundvöllur til rekstrar. Því bendi ég á: Þær tillögur sem nú liggja fyrir upp á 150 fyrirfram ákveðna banndaga þýðir í raun miðað við 35% viðmiðunina 220—230 daga sem fyrirfram yrðu ónýtir. Eg hefði gaman af að vita hvort ein- hver treystir sér til að reka t.d. togara eftir slíku munstri. Því leggjum við okkar tillögu fram eins og hún ef. Við teljum að hún sé eina færa leiðin til að skapa okkur það öryggi sem við þurfum. Við höfum lagt til að netabátar undir 10 brl. verði settir undir samskonar reglur og sókn- arbátar milli 10—20 brl., þ.e. fái úthlutaðan sama sóknardaga- fjölda og fyrirfram ákveðið þorsk- aflahámark. Þetta finnst mér í raun svo sjálfsagt að mig undrar að þetta skuli ekki hafa farið bein- ustu leið inní frumvarpsdrögin. Þær tillögur sem þar eru hljóða uppá að þeir megi einungis stunda netaveiðar á tímabilinu 10. febr. til 15. maí með í þokkabót 15—20 banndögum þar í. Er þetta að færa hlutina í átt til jafnræðis og setja menn að sama borði? Hvaða rök eru fyrir svona framsetningu? Þau er engin. Ómerkilegur áróður þeirra sem halda því fram að netaveiðar á þessum bátum séu stórhættulegar er hrein móðgun við þá menn sem þessar veiðar stunda. Slys af þeim völdum eru afar fátíð og vísa ég þar beint í skýrslur Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þá hefur vérið sagt að mörg dæmi séu um að þeir komist ekki dögum saman til vitj- unar. Auðvitað eru til dæmi um þetta en þau er ekki einskorðuð við einhverja tonnastærð. Ég vísa þessu því einnig til föðurhúsanna og bendi á matsskýrslur af þessum bátum. Ætli einhverjir myndu ekki roðna við þann samanburð á stærri bátum í samskonar veiði- skap. Það má því öllum vera ljóst af framansögðu að það sem við erum í raun að fara fram á er að sitja við sama borð og aðrir gagnvart afkomu og tilverurétti. Við erum ekki einhver hópur óþekkra frekjupúka sem viljum allt upp í hendurnar heldur stétt manna sem vill geta treyst á þá afkomu sem við byggjum á. En kvótakverfið á ekki aðeins að tryggja afkomu útgerðarinnar sem bezt. f því eiga að vera hvetj- andi þættir í átt til sparnaðar og betri meðferðar á afla og stuðla að atvinnuöryggi. Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að útskýra að engin útgerð í landinu er með hag- stæðara hlutfall milli kostnaðar og öflunar en smábátarnir. Kemur þar margt til: Þeir sækja stutt, nota ódýr veiðarfæri og viðalítil sem í leiðinni þýðir minni við- haldskostnað. Kallast þetta ekki á fínu máli þjóðhagslega hag- kvæmt? Ég hika ekki við að fullyrða að bezti fiskur sem kemur á land er úr smábátunum. Sumir segja þetta þjóðarlygi. Sjálfsagt eru til dæmi um að fiskur sem legið hef- ur lengi á grunnslóð sé með meira af hringormi en góðu hófi gegnir en þetta eru stað- og tímabundin dæmi. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt þess getið að hundruð- um tonna af dragúldnu gúanói hafi verið landað úr trillubátum eins og einn Reykjavíkurtogarinn var að landa um daginn. Um gæði fisksins tala matsskýrslurnar sínu máli. Netabátar á Húsavík sl. vor komu út með vel yfir 90% mat í 1. flokk og víða er matið um 100%. Eigi þessir hvetjandi þættir að vera virkir þá eru tillögur þær sem fyrir liggja algert öfugmæli. Fiskveiðistefnu sem leitast við að skipta sér af hverju handtaki hlýt ég að mótmæla kröftuglega. íslenzkir trillukarlar hafa aldr- ei drepið niður neinn fiskstofn og munu aldrei gera. Þess eiga þeir að fá að njóta. Höfundur er formaður undirbún- ingsnefndar að landssamtökum smíbátaeigenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.