Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
9
Hjartans þakklæti til barna minna og dóttur-
dætra, sem báru alla umhyggju fyrir 85 ára
afmœli mínu.
Einnig þakka ég vinum mínum fyrir gjafir,
blóm og skeyti og aðra vinsemd.
GuÖs blessun veri meö ykkur öllum.
Gudmunda M. Pálsdóttir,
Hlíf, ísafírði.
Elskulegu œttingjar og aörir vinir sem minnt-
ust mín meö vinsemd á 95 ára afmælisdegi
mínum, 4. október. Bestu þakkir.
Blessunfylgi ykkur.
Þorsteinn Krístleifsson
frá Gullberastöðum.
Konur athugið:
NUDD - NUDD - NUDD
Megrunar- og afslöppunarnudd.
Megrunarnudd, vöðvabólgunudd, partanudd og
afslöppunarnudd.
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma kúrum.
Ljósaíampar
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill.
Opið til kl. 10 öll kvöld.
^Bíiastæði. sími 40609. Nudd- og snyrtistofa
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85, Kópavogi.
ROY AL
SKYNDIBUÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUOA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
Sálfræóistöóin
Námskeið
BÖRN OG SJÁLFSTRAUST
Læröu að þekkja persónuleg viðbrögð þín og kynntu
þér árangursríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi barna.
--------- Efni námskeiðs:--------
• Samskipti fullorðinna — áhrif á börn
• Hver eru æskileg/óæskileg viðbrögð fullorðinna
• Staða barns í fjölskyldu — samband systkina
• Nýjar leiöir: — að minnka árekstra
— að auka samvinnu
— að styrkja sjálfstraust
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Innritun og nánari upplýsingar
í síma Sálfræðistöðvarinnar:
687075 milli kl.10og12 fh.
Breyting séö frá mismun-
andi sjónarhólum
Uppstokkun ríkisstjórnarinnar hefur aö
vonum vakið athygli og umfjöllun, bæöi í
fjölmiðlum og meðal fólks almennt. Sitt sýn-
ist hverjum — eins og gengur. Morgunblaö-
ið vék að þessu máli í forystugrein í gær.
Það gerðu önnur dagblöö jafnframt. Stak-
steinar gefa lesendum sínum í dag kost á aö
kynnast því, hvern veg önnur blöð brugöust
við þessari framvindu í gær.
Hér verður hinsvegar ekki fjallaö um, hve
víðfeðm uppstokkunin verður né hvað af
henni leiðir. Þar um dæmir reynslan, sem er
ólygnust, bezt.
,3<yrkir
stjórnina“
Korystugrein NT í gær
minnir í að framsóknar-
menn og sjálfstsðismenn
hafí verirt sammála um „að
það myndi styrkja stjórn-
ina ef Þorsteinn (innskot
hér formaður Sjálfstæðis-
flokksins) tæki sæti í
henni. Síðar segir:
„Framsóknarmenn vilja
reyna aö ná víðtækum sátt-
um um leiðir sem ná því
markmiði að minnka er-
lendar skuldir án atvinnu-
leysis og minnkunar kaup-
máttar.
Gera þarf áætlun til ein-
hverra ára sem hefur það
að markmiði að ná fram
jöfnuði í viðskiptum og
minnkun erlendra
skulda...
Þjóðarsátt þarf að ná um
leiðir til að skapa festu í
efnahagslífi þjóðarinn-
ar...“
Höfundur leiðarans, sem
cndar öll skrif með hnútu-
kasti í samstarfsflokkinn,
lætur þetta tækifæri ekki
ónotað, fremur en önnur,
ogsegir:
„Þó má telja næsta vist
að þeir (frjálshyggjumenn
Sjálfstæðisfíokksins) vilji
reiða hátt til höggs og
keyra niður kaupmáttinn
enn frekar en nú er
gert... Þá vilja þeir draga
enn frekar úr opinberum
framkvæmdum sem óhjá-
kvæmilega myndi leiða af
sér atvinnuleysi, sérstak-
lega á landsbyggðinni."
„Þetta er
nú aldeilis
byltingin“
Þjóðvilinn heldur sig við
sama heygarðshornið.
Honum líst síður en svo á
þá „byltingu" sem orðin er
(eða verður) í ríkisstjórn-
inni. Þá var nú hin eina og
sanna bylting, sem gerð
var austur í fyrirmyndar-
ríkinu ■ „dentíð" eitthvað
skárri! Orðrétt segir í leið-
ara:
„Þeir höfðu gefíð í skyn
að það yrði eitthvaö aðeins
meira en umtalsverð upp-
stokkun, eiginlega var ekki
að skilja á þeim að þetta
yrði nokkurs konar bylting
á skipan ríkisstjórnarinnar.
Og í raun og veru var
forysta Sjálfstæðisflokks-
ins búin að sýna almenn-
ingi í landinu þann mæli-
stokk sem ætti aö nota á
styrk hennan þ.e. hversu
miklar breytingar yrðu á
ráðberraskipan Sálfstæðis-
fíokksins. Og sjá: þeir
gerðu þær róttæku breyt-
ingar að nú fer einn ráð-
herranna í þriggja mánaða
fríið og ekki er útilokað að
utanríkisráðherran sjái sér
fært að hætta 1. janúar á
næsta ári. Þetta er nú al-
deilis bylting!"
„Byltingin" í ráðherra-
liði Framsóknar (sem ekki
varð) er ekki nefnd á nafn.
Forystugrein Þjóðviljans
hefur yfírskriftina: „Heiö-
ursforseta Nató sparkað."
Og niöurstaða hennar er:
„A hinn bóginn er Geir
sjálfur að vinna sig upp í
álit hjá flokkshollum með-
bræðrum sínum.“
Alþýðuflokk-
urinn álykt-
ar (seint og
um síðir)
Flokksstjórn Alþýðu-
flokksins fundaöi í Borg-
arnesi síðastliðinn sunnu-
dag. Þá var sýnt að upp-
stokkun ríkisstjórnarinnar
var í burðarliðnum.
Flokksstjórnin brá skjótt
og hart við, eins og hennar
var von og vísa, og álykt-
aði, samanber rammafrétt
í Alþýðublaðinu í gær
„Því skorar fíokksstjórn
Alþýðuflokksins á þing-
menn flokksins að flytja
tillögu um vantraust á rík-
isstjómina strax í þingbýrj-
un!“
Ekki var seinna vænna
fyrir þingflokk Alþýðu-
fíokksins að bregða
brandi. Hann gat líka látið
kjurrt liggja. Hvorutveggja
gárar yfirborð þjóðmál-
anna álíka mikið.
Fylgst með
hvað breyt-
ingin boðar
Dagblaðið Vísir (DV)
segir ma. í forystugrein:
„Fylgzt verður grannt
með ferli Imrsteins Páls-
sonar í ríkisstjórninni...
Hún (ríkisstjórnin) byrjaði
vel og lofaði góöu. En allur
dampur er úr stjórnarsigl-
ingunni. Því geta lands-
menn ekki með réttu lagzt
gegn því, að nýtt blóö komi
inn í ríkisstjórnina. Menn
geta ekki andmælt því með
giktum rökum, að sú til-
raun verði gerð að hleypa
nýju lífí í stjórnina með
nýjum mönnum. Þorsteinn
fær ekki öfundsvert hlut-
verk...
Kannski þýðir hert for-
ysta Þorsteins í Sjálfstæð-
isflokknum og tilkoma
hans í ríkisstjórn, að eitt-
hvað, sem sköpum skiptir,
verði gert í þá átt sem
nauðsynlegast en frekari
niðurskurður og minni rík-
isafskipti, fjármagn fari í
arðbær verkefni en ekki
gæhiverkefni fyrirgreiðslu-
pólitíkusa. En þetta getum
við bara vonað. Við vitum
það ekki. Þó verður spenn-
andi að fylgjast með, hvað
breytingin þýðir.“
/Mieley
uppþvottavélar
— hefur þú heyrt
hvað þær eru hljóölátar?
Lnr JÓHANN ÓLAFSSON & C0 .
43 Smtdaborg • 104 Reykiavik • Sfmi 82644 W
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Þessir margeftirspurðu
kuldaskór aftur fáanlegir
Stæröir: 34—46
GEíSiPI