Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 35
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
35
Athugasemd
— frá Jóni Sævari
Þórðarsyni
Athugasenid við greinina: „Jóni
Sx'vari l>órðarayni vikið úr starfi
hjá ÍR“, sem birtist í Morgunblaðinu
ígær.
Það er mín persónulega skoðun
að það mál sem er kveikjan að
umræddri grein hefði átt að leysa
annarsstaðar en í fjölmiðlum. Þar
sem sú leið varð þó fyrir valinu
sé ég mig tilneyddan að skýra
minn málstað og gera nokkrar
athugasemdir.
Sú fullyrðing sem fram kemur
í blaðinu { gær að mér hafi verið
vikið úr starfi hjá ÍR fæst varla
staðist og vil ég rökstyðja það á
eftirfarandi hátt:
1) Þegar þetta er skrifað hefur
mér ekki verið sagt upp störfum
hjá ÍR, hvorki munnlega né skrif-
lega. Það er ekki von, því:
2) Samningur minn við félagið
rann út i ágústlok og þvi varla
hægt að reka mig í október.
Hinu er ekki að neita að ég gaf
Jóhanni Björgvinssyni formanni
frjálsíþróttadeildar, sem verið
hefur góður vinur minn og barist
fyrir minum málstað innan félags-
ins, góð orð um að ég yrði áfram
viðþjálfun í vetur.
Eftir það breyttust aðstæður
þannig innan deildarinnar (sem ég
vil ekki rekja nánar hér) að mér
fannst augljóst að ég gæti ekki
staðið þannig að þjálfuninni sem
ég helst kysi og fengið þann vinnu-
frið sem nauðsynlegur er hverjum
metnaðarfullum þjálfara.
Eg ákvað þvi að starfa ekki
frekar að þjálfun hjá ÍR og til-
kynnti Jóhanni Björgvinssyni það
og sagði honum jafnframt að ég
myndi þjálfa frjálsíþróttalið KR
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Forval fyrir borg-
arstjórnarkosningar
Ein umferð, þátttaka bundin við félagsmenn
ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðhafa
forval innan Alþýðubandalagsins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavik á komandi vori. A fundi í
félagi Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík var samþykkt nýverið að viðhöfð
skuli ein umferð og að þátttaka
verði bundin við félagsmenn ein-
vörðungu. Kosin verður uppstill-
ingarnefnd, scm gera skal tillögur
um frambjóðendur en þess utan
geta fimm félagsmenn í sameiningu
tilnefnt menn til framboðs.
Uppstillingarnefnd hefur ekki
verið kjörin og ekki hefur verið
ákveðið hvenær forvalið fer fram.
Skiptast menn þar í tvo hópa, ann-
ars vegar þá sem vilja hafa forval-
ið fyrir áramót og hins vegar þá
sem vilja hafa það eftir áramótin.
Samstaða er um að einvörðungu
fari fram ein umferð í stað
tveggja eins og áður tíðkaðist.
Reglur hafa verið samþykktar og
eru niðurstöður forvalsins ekki
bindandi.
Afurðalán í þremur
gjaldmiðlum auk SDR
EfTIR næstu mánaðamót geta út-
flytjendur fengið afurða- og rekstr-
arlán í þremur myntum auk SDR,
sératakra dráttarréttinda í reiknings-
mynt, sem er meðaltal nokkurra
helstu gjaldmiðla viðskiptaþjóða
okkar. Þegar nauðsynlegum undir-
búningi fyrir þessa breytingu er lokið
verður hægt að fá afurða- og rekstr-
arlán í dollurum, sterlingspundum
og þýskum mörkum, að þvi er fram
kemur í frcttatilkynningu frá Seðla-
bankanum.
Þessi ákvörðun bankans er tekin
í framhaldi af ósk viðskiptaráð-
herra þar um og eftir viðræður við
fulltrúa útflytjenda og banka.
Kjósi framleiðendur hér eftir að
taka lán í einhverri ofangreindra
mynta geta þeir snúið sér til banka
sins eða sparisjóðs enda sé ráðgert
að hin veðsetta afurð sé seld til
viðkomandi myntsvæðis.
í tilkynningu Seðlabankans seg-
ir: „Vextir afurðalána í hinum nýju
myntum munu verða ákveðnir með
sama hætti og verið hefur um vexti
af SDR-lánum og mun vaxtapró-
senta ráðast af lánskjörum á við-
komandi erlendum lánamörkuð-
um.“
„Hefur ekki verið
talað við okkur“
— segir forstjóri Skallagríms hf. um hugmyndir
Járnblendifélagsins um ferju yfir Hvalfjörð
Jón Sævar Þórðaraon
frá næstu áramótum. Það hvarflaði
aldrei að mér að þjálfa bæði liðin.
Einnig ætlaði ég að biðja Jóhann
afsökunar á að ég skyldi sjá mig
tilneyddan að bregðast honum, en
það komst ekki til skila en gerir
það vonandi hér með.
Ég vil þakka öllum félögum
mínum i IR fyrir samstarfið á
árinu, sérstaklega öllum þeim sem
hringt hafa i mig og veitt mér
andlegan stuðning i þessu leið-
indamáli.
Ég hlakka til að hefja störf fyrir
KR og við sem þar munum vinna
saman að þjálfun og uppbyggingu
deildarinnar vitum að þar er stór-
veldi að rísa sem byggt er á traust-
um grunni og mun veita ÍR og
öðrum félögum verðuga og drengi-
lega keppni strax á næsta ári.
Höfundur er íþróttakennari og
frjílsíþróttaþjílfari.
„Forráóamenn Járnblendifélags-
ins á Grundartanga hafa aldrei
minnst á hugmyndina um ferju frá
Grundartanga í stað Akraborgar við
mig og að við tækjum þann rekstur
á okkur svo að ég hef ekkert um
málið að segja,“ sagði Helgi Ibsen,
forstjóri Skallagríms hf. á Akranesi
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, en fyrirtækið rekur Akra-
borgina.
Uppi eru hugmyndir um ferju-
samgöngur yfir Hvalfjörð hjá
Járnblendifélaginu og sagði fram-
kvæmdastjóri þess, Jón Sigurðs-
son, í samtali við Morgunblaðið 13.
september sl. að hann teldi að
hægt yrði að halda uppi góðri þjón-
HÓPUR manna réðst að lögreglu-
mönnum í Kópavogi og reyndi að
hindra þá í því að færa mann, sem
grunaður var um ölvun við akstur, á
lögreglustöð. Atburðurinn átti sér
stað aðfaranótt sunnudagsins. Múg-
urinn - um 20 manns, þvingaði lög-
reglumennina til þess að sleppa
hinum grunaða og reyndi hann að
komast undan. Lögreglumennirnir
kölluðu á aðstoð og tókst að ná
manninum á ný og færa í lögreglubif-
reið.
ustu með tveimur ferjum og að
rekstur þeirra yrði hagkvæmur.
Hann taldi rétt að útgerðarfélagi
Akrabo^gar yrði gefinn kostur á
að reka ferjurnar því rekstri Akra-
borgar yrði sjálfhætt með tilkomu
þeirra."
„Þetta eru hugdettur hjá Járn-
blendisfélagsmönnum. Ég hef ekki
mótað mér neinar skoðanir um
mál þetta því það hefur einfaldlega
ekki komið upp á borð til mín. Það
eina sem ég hef heyrt uin hugmynd
þessa er viðtalið í Morgunblaðinu
um daginn við framkvæmdastjóra
Járnblendifélagsins," sagði Helgi
Ibsen.
Múgurinn réðst þá að lögreglu-
bifreiðinni og hafði í hótunum og
varð lögreglan að kalla á aðstoð úr
Reykjavík. Lögreglumenn úr
Reykjavík komu á tveimur bifreið-
um og leystist hópurinn upp
skömmu síðar. Lögreglan fór með
hinn grunaða á lögreglustöð, þar
sem rannsókn á meintri ölvun fór
fram. Unnið er að rannsókn máls-
ins. Enginn slasaðist í ryskingun-
um, en föt lögreglumanna rifnuðu.
Kópavogur:
Ráðist á lögregluna
GRANDAGARÐI3, SÍMI29190
Nýjar vörur
Rambo og He-man barna-
jogginggallar
Dömupeysur, dömujogginggallar, T-bolir, herra-
peysur, stuttar joggingbuxur, sokkar, nærföt og
margt fleira á óvenju lágu verði.
vOpiö daglega ffrá kl. 10—19 og laugardag
frá kl. 10—16.
Starfsmannastjórar - stjórnendur fyrirtækja ____
Viðtalstækni og starfslýsingar
Við mannaráðningar ber að veita umsækjendum upplýsingar um starfið og starfsemi fyrirtækis-
ins og jafnframt eru þeir spurðir ýmissa persónuspurninga. Hvorttveggja krefst ákveðinnar
tækni. Á námskeiði sem Stjórnunarfélag íslands heldur verður fjallað um eftirfarandi:
Greining á starfsumsóknum
Undirstöðuatriði í viðtalstækni
Gerð starfslýsinga og kynning á starfslýsingakerfum
Kynning gagna varðandi starfsval og tengsl þeirra við starfslýsingakerfi
Fyrirtækið og starfsmenn þess
Vinnan og einstaklingurinn
Leiðbeinandi: Sölvína Konráðs, M. A. í sálarfræði, með starfsráðgjöf sem sérgrein. Á undanförn-
um árum hefur hún starfað við rannsóknir og ráðgjöf í Bandaríkjunum.
lÁnanaustum 15 • Sími: 6210 66