Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
7
Edward F. Cadman, forseti Rotary International, t?.. afhendir Húnb-
oga I>orsteinssyni, umdæmisstjóra íslenska umdæmisins, Rotary-lykil á
fræóslumóti Rotary í Nashville i Bandaríkjunum sl. vetur. Húnbogi er
félagi í Rotaryklúbbi Borgarness.
Forseti Rotary
heimsækir ísland
UM NÆSTU helgi kemur hingað til lands forseti Rotary International,
bandaríski skurðlæknirinn Edward F. Cadman. Hann kemur hingað
ásamt konu sinni, Mary Jean, I boði íslenska Rotary-umdsmisins.
Cadman er nú á ferðalagi til að
veröld.
í heiminum starfa nú 21.500
Rotary-klúbbar í 159 þjóðlönd-
um, þar af 24 á íslandi með um
940 félaga. Cadman er frá bæn-
um Wenatchee í Washington-
ríki á vesturströnd Bandaríkj-
anna. Þar starfaði hann allan
sinn starfsaldur sem skurðlækn-
ir, en er nú kominn á eftirlaun.
Cadman hefur mikinn áhuga á
þróunarhjálp Rotary-hreyf-
ingarinnar, en hún er nú að
safna 120 milljónum dollara til
kaupa á bóluefni gegn lömunar-
veiki. Rotary ætlar að sjá til
þess að öll börn þróunarheims-
ins verði bólusett gegn lömunar-
veiki fyrir árið 2005, en þá er öld
liðin frá stofnun hreyfingarinn-
heimsækja Rotary-klúbba vítt um
ar. Læknar, sem eru Rotary-fé-
lagar, vinna i sjálfboðaliðavinnu
við að bólusetja börnin gegn
lömunarveikinni.
Meðan Cadman dvelur hér,
heimsækir hann m.a. forseta ís-
lands, Landspítalann og Hita-
veitu Suðurnesja í Svartsengi.
Sunnudaginn 13. október nk. sit-
ur hann sameiginlegan hátíðar-
fund íslenska Rotary-umdæmis-
ins, í hádeginu á Hótel Sögu, í
boði Húnboga Þorsteinssonar,
umdæmisstjóra Rotary hér á
landi, en hann er félagi í Rot-
ary-klúbbi Borgarness.
Rotary-fundurinn á Hótel
Sögu hefst kl. 11.30
(Fréttatilkjiiniiig frí Rotarj)
Listahátfð kvenna:
Tveir erlendir kvik-
myndaleikstjórar gestir
Kvikmyndahatíð kvenna verður
haldin í Stjörnubíói dagana 12.-18.
október og rekur hún endahnútinn
á Listahátíð kvenna. Gestir hátíðar-
inar verða þýski kvikmyndaleikstjór-
inn Margarete von Trotta og franski
kvikmyndaleikstjórinn Agnés Varda,
sem báðar hafa hlotið margs konar
viðurkenningar fyrir kvikmyndir
sínar.
Margarete von Trotta hlaut til
að mynda verðlaunin Gullljónið í
Feneyjum árið 1981 fyrir kvik-
mynd sína „Die bleierne Zeit“, en
sú mynd var sýnd á kvikmyndahá-
tíð Listahátíðar á sínum tíma. Þá
voru Trotta veitt æðstu kvik-
myndaverðlaun Vestur-Þýska-
lands, „Bundesfilmpreis", fyrir
kvikmyndina „Der erste Erwac-
hern der Christra Klages". Sú
mynd verður sýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Stjörnubíói og einnig
önnur kvikmynd Trotta, sem ber
heitið „Heller Wahn“.
Agnés Varda hlaut Gulljónið í
Feneyjum í ár fyrir nýjustu mynd
sína „Sans toit ni lois“, sem vænt-
anlega verður sýnd á kvikmynda-
hátíðinni. Auk hennar verða sýnd-
ar þrjá kvikmyndir eftir Varda,
Þýski kvikmyndaleikstjórinn, Marg-
arete von Trotta er annar gestur
Kvikmyndahátíðar kvenna.
„Réponse de femme", „Daguer-
rotypes" og „Ulysse".
JMfógmiMitfeife
Áskriftarshninn cr 83033
Sinfóníutónleikar á morgun:
Sálumessa Verdis flutt
í þriðja sinn á íslandi
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands
og kór Islensku óperunnar flytja
Requiem, Sálumessu, eftir Verdi á
tónleikum í Háskólabíói á morgun,
10. október, afmælisdegi Verdis.
Einsöngvarar eru Sieglinde Kah-
mann sópran, Jutta Bokor mezzo-
sopran, Dino Di Domenico tenor og
Jón Sigurbjörnsson bassi. Stjórnandi
er Robin Stapleton, en Peter Locke
æfði kórinn. í kórnum eru 75 félagar.
Sieglinde Kahmann hefur sung-
ið mörg stór hlutverk bæði í óper-
um og í konsertuppfærslum á
undanförnum árum. Jón Sigur-
björnsson hefur einnig oft komið
fram í óperusýningum. Hann söng
einsöng í Sálumessu Verdis þegar
hún var frumflutt á íslandi árið
1968 af Söngsveitinni Fílharmóníu
undir stjórn dr. Róberts A. Ottós-
sonar og Sinfóníuhljómsveitinni.
Árið 1976 var Sálumessan aftur
flutt og þá undir stjórn Karsten
Andersen.
ítalinn Dino Di Domenico syng-
ur einsöng í stað Garðars Cortes
sem forfallaðist vegna veikinda.
Dino hefur unnið til ýmissa verð-
launa og sungið hjá óperum i
Parma og Róm. Hann söng nýlega
í Carnegie Hall í New York með
Berlínar Fílharmóníuhljómsveit-
inni. Jutta Bokor frá Úngverja-
landi vann 2. verðlaun í söngvara-
keppninni Singer of the World í
Cardiff í sumar. Nú starfar hún
hjá óperunni í Búdapest, auk þess
sem hún kemur víða fram í Evr-
ópu.
Stjórnandinn Robin Stapleton
hefur áður komið hingað til lands,
er hann stjórnaði hátíðartónleik-
um íslensku óperunnar fyrir
nokkrum árum. Peter Locke sem
æft hefur kórinn undanfarnar
þrjár vikur starfar nú sjálfstætt,
en hann vann áður við óperuna í
Feneyjum.
Giuseppe Verdi fæddist í Ron-
cole á Norður-Ítalíu árið 1813.
Hann var aðeins 10 ára gamall
þegar hann var orðinn aðstoðar-
maður organistans í þorpskirkj-
unni. Eftir Giuseppe Verdi eru
margar frægar óperur svo sem
Rigoletto, La Traviata, Aida,
Grímudansleikurinn o.fl. Hann
samdi Sálumessuna til minningar
um Alessandro Manzoni, þjóðar-
skáld ítala sem lést árið 1873. Hún
var frumflutt ári síðar í Markúsar-
kirkjunni í Mílanó af bestu ein-
söngvurum La Scala óperunnar
ásamt kór og hljómsveit undir
stjórn Verdis sjálfs. Verkið féll
ekki öllum jafn vel í fyrstu. Nú er
það hins vegar talið tónlistarvið-
burður hvar sem það er flutt.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í
kvöld. Þeir verða síðan endurtekn-
ir i Háksólabiói kl. 14.00 á laugar-
daginn kemur.
Ákaflega fallegt verk
segir Jutta Bokor
mezzo-sópran um
Sálumessu Verdis
„ÉG ER ekki sérstaklega mikið fyrir
að taka þátt í keppni, en ég var mjög
inægð með keppnina í CardifT* sagði
Jutta Bokor mezzo-sópran söngkona,
sem syngur einsöng í Sálumessu eftir
Verdi, er blm. Morgunblaðsins hitti
hana eftir æfingu í gær. Eins og
íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna
tók hún þátt í keppninni Singer of
the World sem haldin var í Cardiff
í sumar og hlaut önnur verðlaun.
„Ég var líka mjög ánægð með
verðlaunin. Þau voru góð auglýs-
ing fyrir mig. Ef ég hefði ekki
fengið þau hefði mér t.d. ekki verið
boðið að koma til íslands og svo
til Vínar og London" sagði Jutta
og brosti. „Ég vissi ekkert um
ísland svo ég leitaði til vina minna
og annarra sem ég frétti að hefðu
komið til landsins og fékk ýmsar
upplýsingar hjá þeim, t.d. um hvað
ég þyrfti að taka með mér o.s.frv.
Ég vona að ég fái tækifæri til að
fara í bæinn, skoða söfn o.fl. Ég
fór í gönguferð í gær í yndislega
fallegu veðri“.
„Nú starfa ég við Ríkisóperuna
í Búdapest og það er svo sannar-
Jutta Bokor Morgunbladið/Bjarni
lega nóg að gera hjá mér. Ég syng
annan til þriðja hvern dag. Þó
reyni ég að fara að öllu með gát.
Ég á enn eftir að læra margskonar
tækni og hef ákveðið að leyfa
röddinni að þróast hægt og síg-
andi“.
Hvernig líst þér á að syngja
Sálumessuna?
„Þetta er ákaflega fallegt verk
- og það er erfitt. Á vissum stöðum
minnir það mig á atriði úr óperum,
eins og t.d. Aidu. Það eru miklar
tilfinningar í þessu verki og mér
finnst mjög mikilvægt að koma
þessum tilfinningum til skila til
áheyrendanna" sagði Jutta Bokor
að lokum.
STEFNUMÖRKUN í
ÚTFLUTNINGS-
VERSLUN
Átthagasalur Hótel Sögu
föstudagur 18. október 1985
kl. 13.00—16.30
DAGSKRÁ: '
13.00—13.15 Mæting.
13.15—13.30 Setning.
Ragnar S. Halldórsson form. Vf.
13.30— 14.30 HVERNIG EIGA FYRIRTÆKI OG ÞJÓÐIR AO SKIPU-
LEGGJA ÚTFLUTNING SINN?
Hans Stahle, stjórnarformaöur ALFA-LAVAL, Sænska
útflutningsráösins og varaformaöur Verslunarráösins
IStokkhólmi.
Fyrirspurnir.
14.30— 14.45 Hló.
14.45— 15.45 iSLAND OG ÚTFLUTNINGSMÁLIN.
Fimmstutterlndl:
1) Aö hefja Andrés Sigurösson, frkvstj.
2) Ríkisvaldiö og útflutnlngsmálin —
Friðrik Pálsson, frkvstj.
3) Samskipti útflytjenda og fjölmiöla
Páll Heiöar Jónsson, dagskrárfulltrúi.
4) TengslinviðEBE-framtiðfríverslunar
Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri.
5) Útflutningslán og tryggingar
Þóröur Friöjónsson, hagfræóingur.
6) Útflutningsmiöstöð eöa útflutningsráö.
Þráinn Þorvaldsson, frkvstj.
15.45— 16.30 Fyrirspurnir og umræöur.
16.30 Fundarlok.
Þátttaka ar öllum heimil.
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Vinsamlegaat tilkynnið
þátttöku í síma 83088.