Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
19
HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/ásgeir hvítaskáld
í GÓÐU SKAPI
Þetta var rétt eftir hádegi á út-
borgunardegi. Ég sat í þröngum,
gulum pallbíl frá Reykjavíkur-
höfn, sem hafði verið lagt upp á
gangstétt í Vonarstræti og bók-
staflega stóð á tjarnarbakkanum.
Ég var að vinna hjá Bænum.
Karlinn; bryggjusmiðurinn, hafði
lagt bílnum þarna á meðan hann
fór inn í bæ að útrétta. Að eðlisfari
er ég glaðvær, lítið þarf til að koma
mér í gott skap. Og núna sat ég
þarna, hlustaði á kanaútvarpið,
með launaumslagið i vasanum, það
var föstudagur og bliðskaparveður.
Að sjálfsögðu var ég í flipp-fínu
skapi.
Eftir Vonarstræti var bíla-
straumur sem stíflaðist af og til,
bílstjórarnir skimuðu eftir stæði.
Á þessum tíma og á þessum degi
var útilokað að fá bílastæði í
miðbænum. Ég sá á bakhlið Al-
þingishússins þar sem allar
ákvarðanirnar eru teknar, þessar
sem maður skilur ekki. En leikhús
Iðnó blasti við, speglaðist í tjörn-
inni sem var spegilslétt. Veðrið var
afburðagott.
Hauststillurnar voru byrjaðar
en nú var sólskin og hlýtt. Endur
syntu fram og til baka á milli
tveggja staða þar sem þeim var
gefið brauð. Stórir svanir fylgdu í
humátt á eftir. Börn með fullorðn-
um voru að gefa öndunum brauð.
Menntaskólinn var byrjaður;
stúlkur hlupu meðfram tjörninni,
hring eftir hring. Það var gamall
siður nemanna, því áður fyrr og
kannski enn, var enginn leikfimi-
salur sem tilheyrði skólanum.
Ungu stúlkurnar juku enn á góða
skapið.
Maður í brúnum leðurjakka var
á gangi skammt frá. Hann var á
hraðferð, auðsjáanlega stressaður.
Hann hallaðist í beygjum líkt og
kappakstursbíll. Skyndilega tók
hann til fótanna. Sennilega hefur
víxill verið að falla á hann.
Tjörnin var eins og sirkhússpeg-
ill sem lengdi og stytti svanaháls-
ana. Karlinn var búinn að vera í
hálftíma og hann kæmi ekki strax.
Vissi ekki hvað hann var eiginlega
alltaf að gera þarna. Gat verið að
hann færi alltaf inn í Alþingis-
húsið til að rífa kjaft. Já, það gat
verið.
Aftur og aftur, hlupu mennta-
skólastelpurnar framhjá, alveg við
bílinn. Ég hlustaði á músíkina í
útvarpinu, orðinn siginn í sætinu
og sló taktinn með tommustokk.
Mér leiddist en var í dásamlegu
skapi.
Veðrið var svo gott, mikil birta
og stillt, helgi framundan. Og
þetta var miklu betra en að hírast
á einhverjum pramma í trekki
undir þaravaxinni bryggju; standa
við hliðina á bryggjusmið sem
sargaði úrillur í sundur stóra
bjálka með keðjusög og það snjóaði
spæni. Tvær stúlkur nálguðust,
önnur hélt galsalega um axlirnar
á hinni. Báðar voru á stuttbuxum;
fallegir ungir fótleggir. Er þær
skokkuðu hjá kallaði ég út um
gluggann:
„Hvað eruð þið að gera stelpur?"
Þær hægðu á hlaupinu.
„Við erum að sýna okkur," sagði
sú stærri og hljóp afturábak og
sveiflaði fótleggjunum.
Ég var kominn með hendi, höfuð
og öxl út um gluggann. Það sýndist
svo mikill leikur í þeim að ég lifn-
aði enn meir.
„Þið verðið að hlaupa hraðar,"
kallaði ég í glettinni stríðni.
„Æ góði þegiðu," sagði sú litla.
Það var eins og ég fengi kalda
vatnsgusu. Þetta voru mannasiðir
sem maður fékk frá ungri mennta-
skólamey, inn í miðri Reykjavík,
fyrir framan tjörnina. En ef maður
er tilfinninganæmur þá þarf mað-
ur lítið til að tapa góða skapinu.
Brosið hvarf af munni mínum. Ég
fór úr glugganum og skrúfaði rúð-
una upp. Sat beinn í sætinu og var
strax kominn í fýlu. Nú leið mér
hræðilega að vera lokaður einn
inni í þessum andskotans bíl og
bíða, bíða, bíða.
Sundurslitin runa af stelpum
hljóp framhjá í sportgöllum. En ég
þorði ekki að opna gluggann fyrir
mitt litla líf. Ymist sá ég andlit
þeirra eða afturenda. Mér fannst
þær ekki fallegar lengur, mér
fannst þær grimmar og úrillar í
framan. Mér leið illa. Ég sat í
verkamannabíl en þær voru í
menntaskóla, dætur heildsala og
lögfræðinga. En hvað var ég? Það
var ekki nóg að vera glaðvær með
hjartað fullt af draumum. Mér
fannst ég vera óvelkominn í heim-
inn.
Þegar ég hafði setið í fýlunni
nokkra stund varð ég ósáttur við
þetta. Þetta var óréttlátt. Einn
lítill og feitur fýlupoki hafði eyði-
lagt mitt sólskinsskap. Ef maður
lætur leiðindagæsirnar alltaf
kveða sig í kútinn þá endar heim-
urinn í einum alsherjar súrgraut.
Þeir sem að eðlisfari eru glaðir
eiga að lita út frá sér. Því öllum
er ekki gefið glaðlyndi og húmor.
Þetta voru bara menntaskóla-
snobbhænur sem kunnu ekki að
taka glensi. Héldu að verið væri
að reyna við sig ef einhver yrti á
þær. Maður má ekki láta svona
fátækt fólk setja sig út af laginu.
Svo ég skrúfaði rúðuna niður
aftur. Horfði á stúlkurnar um
stund. Brátt sá ég hóp sem nálgað-
ist. Ég stakk höfðinu og öxlinni út
um gluggann. En ég þurfti að ýta
soldið á eftir mér.
Öðruvísi gat ég þó ekki sigrað
þetta. Og hópurinn brunaði fram-
hjá, þær voru, stórar, litlar, feitar
ogmjóar.
„Áfram, áfram, hlaupa, hlaupa,"
sagði ég og reyndi að byggja upp
stríðnis-tón.
Þær svöruðu engu, horfðu bara
á mig með fyrirlitningu. Þær
kunnu ekki að taka djóki. Skortir
ungt fólk glaðværð eða er erfiðara
að brosa þegar maður er nýbyrja' -
ur í menntaskóla.
Mér stóð á sama. Ég hafði sigr-
að. Nú var ég aftur kominn í sól-
skinsskap og sló taktinn með
tommustokknum. Maður á ekki að
láta bæla niður það góða í sér. Því
sumir eru ríkir þó þeir séu fátækir.
Draugar, afturgöngur
og varúlfar
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Montague Summers: The Penguin
Supernatural Omnibus. Being a coll-
ection of stories of „Apparitions,
Witchcraft, Werewolves, Diabolism,
Necromancy, Satanism, Divination,
Sorcery, Goety, Voodoo, Possession,
Occult, Doom and Destiny. Edited
with an Indtroduction, by Montague
Summers. Penguin Books 1984.
Montague Summers var kunnur
fyrir rit sín um leikritagerð á
Englandi eftir valdatöku Stuarta
1660 og fyrir rit sín um galdra og
djöflafræði, en af þeim er kunn-
ast: „History of Witchcraft and
Demonology" 1926. í inngangi að
þessu safni drauga og djöflasagna
rekur hann ýmsar fyrri heimildir
um ýmiskonar hjátrú og dulræn
fyrirbrigði, en hann var á sínum
tíma (1880—1946) meðal fremstu
fræðimanna um þau efni. Sum-
mers taldi sig hafa séð aft-
urgöngur og þóttist fullviss um
tilveru flestra dularfulla fyrir-
brigða, þar á meðal svartagaldurs.
Fjölmargir höfundar hafa krydd-
að sögur sínar með dularfullum
fyrirbrigðum, án þess að trúa
sjálfir á þessi fyrirbrigði, aðrir
hafa trú á þeim og sumir reynslu
af þeim. í bókmenntum fornþjóð-
anna úir og grúir af sögum af
draugum, illum öndum og goðleg-
um verum. Summers nefnir marga
höfunda eldri og yngri í inngang-
inum, sem lýsa afstöðu sinna tíma
til þess sem nú er oft kallað hjátrú
og hindurvitni. Á miðöldum átti
kaþólska kirkjan í stöðugu stríði
gegn hjátrúargutli almúgans, sem
var mestan part á stigi einhvers-
konar hálfsiðunar og var framan
af miðöldum i besta falli hálf-
kristinn. Það voru kirkjuleg yfir-
völd sem reyndu að berjast gegn
magnaðri trú á galdrakuklið og
trú á fáránlegar ímyndanir um
nomareið á kústsköftum og ýmis
konar önnur hindurvitni, sem
mótuðu meðvitundina með alls
konar rugli úr heiðni. Kirkjan við-
urkenndi samt sem áður vissa teg-
und galdurs, hvítagaldur og and-
stæðu hans, sem gat orðið hættu-
legur ef hann var iðkaður af
kunnáttumönnum. Það undarlega
gerðist að magnaðasta galdratrú-
in kemur upp með aukinni skyn-
væðingu á 16. og 17. öld og aukn-
um áhrifum djöflafræðinnar,
einkum í ríkjum mótmælenda.
Trúin á afturgöngur og drauga
magnast jafnframt. Þegar sleppti
hvítagaldri kirkjunnar upphófst
gamalt kukl víða í Vestur-Evrópu
og hér á landi virðist trú á aftur-
göngur hafa aukist. Af Evrópu-
þjóðum virðist sem draugatrú sé
talsvert algeng, einkum meðal
Englendinga og Islendinga, þó
Englendingar virðist ekki vera
komnir á sama stig og íslendingar
að trúa jafnvel á stokka og steina,
eins og kemur fram í einkennilegri
skoðanakönnun hér á landi fyrir
misseri eða svo.
Sálarrannsóknir eru stundaðar
af áhuga í báðum þessum löndum
og með Meyer og Oliver Lodge
náðu þau vísindi miklum áhrifum
á hugi manna hér á landi, upp-
runnin á Englandi. Áhrif illra afla
voru Summers mjög hugstæð og
raunveruleg, hann velur því gjarn-
an sögur þar sem glittir í vald
illra anda á lif mannanna og að sá
óhugnanlegi söfnuður sé alls stað-
ar á sveimi til að spilla sálum
mannanna.
Margar þessar sögur eru magn-
aðar og hrollvekjandi og það má
þakka vali útgefanda, sem hafði
sjálfur reynslu af þessum óhugn-
anlegu fyrirbrigðum.
Óháði söfnuðurinn
Kirkjuskóli — Barnastarf —
Barnamessur
Foreldrar, uppalendur!
Barnastarfiö hefst í kirkjunni, sunnudaginn
13. okt. kl. 10.30 og veröur framvegis á
þessum tíma, annan hvern sunnudag í
vetur.
Efni viö hæfi barna frá 2ja ára aldri til
12 ára verður á boðstólum.
Leyfið börnunum að kynnast kirkjunni
og boðskap hennar. safnaðarprestur
Stjórnendur hugbúnaöarfyrirtækja
tölvufræðingar kerfisfræðingar
Námskeið í
„Verkefnastjórnun
íhönnun hugbúnaðar“
Við hönnun hugbúnaðar sem nota skal til ákveð-
ins verkefnis er grundvallaratriði að gera sér
grein fyrir helstu þáttum. Á námskeiðinu verður
fjallað um eftirfarandi:
• skilgreiningu nauðsynlegra þátta við
uppbyggingu verkefnis
• gerð kostnaðar- og tímaáætlana
• ákvörðun á aðferðum og tækni sem nota skal
við stjórnun verkefnis
• aðferðir sem henta vel við prófanir
og skrásetningu
• skipulegar aðferðir við úrlausnir
• eftirlit með að öllum kröfum verkefnisins
sé fullnægt
Á námskeiðinu verður farið í raunhæf verkefni
og úrlausnir, einnig verða sýndar kvikmyndir um
stjórnun.
Leiðbeinandi: Don J. Wessels, ráðgjafi
og leiðbeinandi margra stærstu og virt-
ustu töivufyrirtækja í Bandaríkjunum og
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 Sími: 6210 66