Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Morgunblaðið/RAX
„Fólk hér er mjög jákvæti
Gunnar Valur Sveinsson, formaður skemmtinefndar, lætur gamminn gi
Morgunblaðiö/RAX
„Það er mikill undirbúningur á bak við svona
nokkuð," svaraði hinn ástsæli formaður
skemmtinefndar í Verzló, Gunnar Valur Sveinsson,
en hann ásamt nefnd sinni skipulagði metakvöldið
Með trukki og dýfu. Gunnar er hár maður vexti,
grannur, frekar toginleitur, með fallegt, liðað hár
en augabrúnir rétt eins og gengur og gerist. Hann
ku vera vinmargur enda maðurinn bókstaflega
viðriðinn allt sem hægt er innan skólans. Hann
er í kórnum, í leiklistinni og öllu hinu. En snúum
okkur aftur að spjallinu.
„Það þarf auðvitað að ákveða í hverju á að keppa
og fá keppendur (greinarnar, kaupa vinninga,
gera auglýsingar á veggi svo og
myndabandaauglýsingu og fleira og fleira," sagði
Gunnar Valur.
Var erfitt að fá keppendur?
„Nei. Sem betur fer er fólk hér mjög jákvætt
þegar svona nokkuð er annars vegar. Að vísu keppa
sumir)' fleiri en einni grein, en þú veist hvernig
þetta er, sumir eru fjölhæfari en aðrir."
Láta kennararnir aldrei sjá sig þegar þið skemmtið
ykkur?
„Yfirleitt ekki. Þeir koma þrír eða fjórir þegar
skóla- og félagslífsmálfundurinn er og flestir á
nemendamótið, dimission og á peysufatadaginn."
Hvað er framii ídan í félagslífí Verzlinga?
„Það er íþróttaferð til Vestmannaeyja sem gæti
orðið virkilega fróðle;; og áhugaverð í alla staði.
Þar getum við nefnilegs skoðað uppáhaldsfuglana
okkar, lundana. Nú, nig hefur í mörg ár dreymt
um að sjá bæinn sem C ylfi Ægisson og fleiri hafa
sungið svo fallega um og kannski sprangar maður."
Og fleira?
„Fljótlega er skemmtikvöld. Þá koma nemendur
með frumsamin skemmtiatriði í alls kyns formi
og eru það yfirleitt best sóttu kvöldin yfir veturinn.
Það eru alla jafna um 500 manns sem þá láta sjá
sig. í nóvember er listahátíð á vegum
Listafélagsins og Fríkballið óumdeilanlega fræga
er alveg á næstu grösum. Þetta er svona það
helsta," svaraði Gunnar Valur og bauð kandís.
Hvernig er samstarfi við hina framhaldsskólana
háttað?
„Það er langbest á íþrótta- og mælskusviðinu.
Skólarnir keppa mikið sín á milli í alls kyns
íþróttum og ræðukeppnirnar á milli skólanna eru
mjög ofarlega á blaði yfir vinsælustu atburðina. í
fyrra var reynt að hafa skemmtikvöld skólanna,
þ.e. hver skóli kom með sitt skemmtiatriði. Þetta
var í Háskólabíói og tókst að mig minnir ekkert
ýkja vel. Þess ber nefnilega að gæta að hver skóli
hefur sinn einkahúmor. Það er stórmerkilegt. Það
sem okkur í Verzló finnst drepfyndið fær ekki einn
einasta mann í MR til að brosa. Skrýtið!"
Hvernig gengur þér að samræma nám og félagsstörf?
„Það gengur. Láttu það endilega koma fram að ég
læri heirna."
Hvernig heidurðu að það komi þér til góða í
framtíðinni að hafa verið svo kappsamur í félagslífínu?
„Það er visst álag sem fylgir því að bera ábyrgðina.
Að bera ábyrgð er þroskandi, maður kynnist
fjöldanum öllum af alls kyns fólki og svo framvegis
og svo framvegis og svo framvegis...“
Nú þurfti Gunnar Valur að fara í sérhannaðan
æfingagalla sem hann ætlaði að vera i uppi á sviði
þegar hann stjórnaði kvöldinu Með trukki og dýfu
og lauk þar með spjalli þessu.
Félagslífið í Verzlunarskóla íslands hefur alltaf þótt mjög
gott. Fjölbreytnin verið í fyrirrúmi og ávallt eitthvað um að
vera í hátíðarsalnum, sem enn er aðalmiðstöð hinna ýmsu
fagnaða og atburða. Verzlunarskólinn er við Grundarstíginn
en mun flytja í nýja miðbæinn um áramótin. Víst er að
margir munu sakna gamla skólans en jafnvíst er að enn
aðrir vilja komast í nýtt umhverfi.
Eitt kvöldið sem oftar í síðustu viku gerðu Verzlingar sér
glaðan dag í hátíðarsalnum. Yfirskrift kvöldsins var: „Með
trukki og dýfu“. Að þessu sinni var svokallað metakvöld á
dagskrá. Jafnframt því sem stefnt var að því að slá hin ýmsu
skólamet í hinum ýmsu greinum var þetta undirbúningur
fyrir íþróttaferð Verzlunarskólans til Vestmannaeyja.
Keppnisgreinarnar voru margar hverjar í anda Heimsmeta-
bókarinnar frekar en ólympíuleikanna.
Skemmtinefnd skólans stóð að skipulagningunni og tveir
ungir menn, þeir Gunnar Valur Sveinsson form. skemmti-
nefndar og Atli Atlason trúnaðarmaður sömu nefndar, sáu
um að kynna keppendur og reglur auk þess að skjóta reglu-
lega inn stuttum, en vel æfðum skrýtlum.
Blaðamaður og ljósmyndari voru staðráðnir í að láta þetta
ekki fram hjá sér fara og afraksturinn er hér, svartur á
hvítu.
Sigurvegarinn í sígarettureykingum kláraði tvær
sígarettur á 2.30 mínútum sem er víst héraðsmet.
Hann fagnar hér sigri.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/RAX
Gunnari Val Sveinssyni fórst stjórnin vel úr
hendi. Hér sést hann með skeiðklukku og
hljóðnema að vopni.
gg^jOHOLAFSSON
Með trukki og
Metakvöld í Verzló