Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Amarflug:
Mikil aukning í
vöruflutningum
VÖRUFLUTNINGAR ArnarHugs
hafa aukist verulega það sem af er
árinu, að þvf er segir f fréttatilkynu-
ingu frá félaginu. Þar kemur m.».
fram að fyrstu níu mánuði ársins
voru flutt samtals um 593 tonn, borið
saman við liðlega 366 tonn á sama
tíma f fyrra. Hlutfallsleg aukning
milli ára er þvf um 62%.
Aukningin i innflutningi ára
er um 52%, eða liðlega 383 tonn,
en var liðlega 252 tonn & sama
tíma í fyrra. Aukningin i út-
flutningi er um 85%, en fyrstu
níu mánuði ársins voru flutt út
tæplega 210 tonn, en rúmlega 113
tonn á sama tima i fyrra. Þá
jukust póstflutningar félagsins
fyrstu níu mánuði ársins um
354%, þegar flutt voru 21.574
kiló, borið saman við 4.750 kíló
á sama tíma í fyrra.
(tJr frétUtilkynningu.)
Fiskmarkaðurinn í Bretlandi:
Eriingur SF með 50
kr. meðalverð á kíló
ERLINGUR SF seldi á mánudag 38
Ie8tir af fiski, þorski, ýsu og kola, í
Hull. Meðalverð á kíló var 55,50
krónur og er það með því hæsta, sem
lengi hefur fengizt á markaðnum í
Bretlandi. Heildarverð var 2.109.700
krónur.
Snorri Sturluson RE seldi sama
dag í Cuxhaven 215.7 lestir, mest
karfa. Heildarverð var 6.438.400
krónur, meðalverð 29,85. Þá seldi
Guðbjörg ÍS 129 lestir í Bremer-
haven, mest karfa. Heildarverð var
3.836.900 krónur, meðalverð 29,75.
Mikið framboð er á fiskmörkuðun-
um í Þýzkalandi um þessar mundir
og hefur það áhrif til lækkunar á
fiskverðið. Alls verða seldar 2.000
lestir af fiski þar í þessari viku.
Meðal annars vegna þess náðist
ekki að selja allan afla Guðbjargar
á þriðjudag, en þá voru eftir um
70 lestir í skipinu. Reiknað var
með að selja þær á miðvikudag.
Eyvindur vopni NS seldi á
mánudag 78,6 lestir af fiski, mest
þorski, i Grimsby. Heildarverð var
3.337.500 krónur, meðalverð 42,45.
Það er nokkru hærra verð, en ís-
lenzku skipin hafa að undanförnu
fengið fyrir afla sinn.
Framboð á fiski fer nú minnk-
andi á fiskmörkuðunum i Bret-
landi og hefur verð á fiskinum
hækkað nokkuð við það að undan-
förnu, en meðalverð á kíló af góð-
um fiski var á tímabili komið niður
undir 30 krónur.
Guðmundur Kristinn SU
kominn með 460 lestir
— afli annarra báta miklum mun minni
INGVI Rafn, skipstjóri á Guðmundi
Kristni SU, er nú kominn með um
460 lestir. Samkvæmt upplýsingum
veiðaeftirlits sjávarútvegsráðuneytis-
ins hafa engir aðrir náð umtalsverð-
um afla frá því veiðar hófust fyrir
um 8 dögum. Leyfilegur kvóti á bát
er 330 lestir, en nótabátum er heim-
ilt að afla sér eins kvóta til viðbótar
og hefur Guðmundur Kristinn því
leyfi til að taka 660 lestir.
Morgunblaðið náði tali af Ingva
Rafni á Fáskrúðsfirði, en hann
leggur upp hjá Pólarsíld þar á
staðnum. Ingvi Rafn sagðist hafa
náð 150 lestum á Bakkaflóa í þess-
um túr. Þar væri mikið af sild, en
hún stæði djúpt. Það gerði gæfu-
muninn, að hann væri með djúpa
nót, 90 faðma, oggóðan mannskap.
Hann hefði komið með síldina inn
á þriðjudag og söltun þegar hafizt.
Sildin væri 88% í stærsta flokki
og um 22% feit. Síldin væri greini-
lega miklu stærri og betri en í
fyrra og væri það góðs viti.
„Við erum búnir að vera að þessu
í 8 daga meira og minna, en hve
Sálarrannsóknarfélag
Hafnarfjarðar:
Vetrarstarf
að hefjast
VETRARSTARF Sálarraniutóknarfé-
lagsins í Hafnarfirði er nú að hefjast
og verður fyrsti fundur félagsins
fimmtudaginn 10. október í Góðtempl-
arahúsinu og hefst klukkan 20.30.
Á dagskrá fundarins er meðal
annars erindi Steingríms St. Th. Sig-
urðssonar rithöfundar og listmálara
og einsöngur Eiríks Hreins Helga-
sonar. Fundir í félaginu i vetur
verða annan fimmtudag hvers mán-
aðar i Góðtemplarahúsinu. Starf-
semin i vetur verður með svipuðum
hætti og undanfarin ðr.
(Úr fréttatilkynningui
lengi við verðum að fylla kvótann
er erfitt að segja til um. í fyrra
tók það okkur 15 daga að ná leyfi-
legu magni, um 730 lestum, en það
er bezt að spá ekkert um ganginn
nú. Við máttum taka þetta meira
í fyrra vegna þess hve léleg síldin
var, en aflamarkið miðast ekki
bara við lestafjölda, heldur einnig
verðmæti. Það er mikill munur á
því hve síldin er miklu betri nú
og því fáum við líklega ekki að
taka meira en 660 lestir," sagði
Ingvi Rafn.
liorgunbUoiö
Haukur „rakari" utan við stofu sína á „Rakarahorninu" í Borgarnesi.
A „Rakarahorninu“
í Borgarnesi
Borgarnesi, 3. október.
GÖMLU göturnar í Borgarnesi bera allar nöfn úr Egilssögu, má þar t.d.
nefna Kveldúlfsgötu, Skallagrímsgötu, Egilsgötu, Böðvarsgötu og Brák-
arbraut. Nafngiftir á torgum og götuhornum eru ekki í eins föstum
skorðum og vilja því breytast eftir því sem tímar líða. Gatnamótin þar sem
mætast Borgarbraut, Brákarbraut og Egilsgata, hafa í daglegu tali verið
nefnd „Rakarahornið" allt frá því að Haukur „rakari" Gíslason opnaði
þar rakarastofu sína árið 1961. Haukur Gíslason er hárskeri og söngkenn-
ari að mennt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum og þar var hann
kenndur við húsið sem hann átti heima í og kallaður Haukur á Hól.
Haukur er Borgnesingum aö
góðu kunnur fyrir fleira en rakst-
ur og hárskurð. Fréttaritari Mbl.
fór í klippingu til Hauks um dag-
inn og barst þá talið fljótiega að
hljóðfæraleik, en Haukur spilaði í
danshljómsveitum til skamms
tíma. Kvaðst Haukur hafa byrjað
að leika í danshljómsveitum
fljótlega eftir að hann fluttist til
Borgarness árið 1961, hefði hann
þá leikiö á kontrabassa, síðan
hefði hann skipt yfir í rafmagns-
bassa þegar fram liðu stundir.
Kvaðst Haukur síðan hafa selt
rafmagnsbassann til Jóhanns
Ásmundssonar sem þá hefði verið
að byrja í hljómlistinni og væri
núna bassaleikari í hljómsveitinni
Mezzoforte. Kvaðst Haukur hafa
spilað síðast fyrir dansi í vor á
dansleik Harmonikufélags Borg-
arfjarðar sem haldinn var í Loga-
landi í Reykholtsdal. Aðspurður
kvaðst Haukur dálítið hafa gert
af því hér á árum áður að troða
upp einn og flytja skemmtiefni á
árshátíðum og þorrablótum, en
hann sé svo að segja hættur því
núna.
Á vegum Ungmennafélagsins
Skallagríms hefur Haukur tekið
þátt í nokkrum leikritum, bæði
sem hljóðfæraleikari og sviðsleik-
ari. Eftirminnilegasta hlutverkið
hans var þegar hann lék í leikriti
Hrafns Gunnlaugssonar „Flug-
urnar í glugganum" árið 1978. í
þessu leikriti lék Haukur á magn-
aðan hátt persónu sem kom inn á
biðstofu og beið þar og vonaði að
röðin kæmi ekki að sér ...
Talið berst að öldungadeild-
inni, en Haukur er núna á fjórða
ári í Öldungadeildinni. Sagðist
Haukur ekki gera mikið með hvað
þetta væri erfitt, því hann hefði
gaman af þessu, „námið kemur í
staðinn fyrir krossgátuna", sagði
hann. Aðspurður kvaðst Haukur
þurfa í vetur að fara tvisvar í viku
út á Akranes vegna námsins. En
hingað til hefði hann getað sótt
námið í grunnskólanum i Borg-
arnesi. Aðspurður kvaðst Haukur
ekki vita hvað hann héldi áfram
lengi í öldungdeiidinni, „þetta
gengur á meðan ég get haft rak-
arastofuna opna á daginn," sagði
hann og þar með var hann búinn
að klippa fréttaritara Morgun-
blaðsins í Borgarnesi.
— TKÞ
Bræla hamlar
loönuveiöum
— Júpiter RE aflahæst-
ur með 8.672 lestir
BRÆLA hefur hamlað loðnuveiöum
undanfarna daga. Engin skip hafa til-
kynnt um afla frá því á sunnudag, en
nokkur voru með slatta á föstu- og
laugardag. Júpíter RE er nú aflahæstur
loðnuskipa með 8.672 lestir.
Eftirtalin skip eru komin með
meira en 5.000 lesta afla. Fjöldi veiði-
ferða innan sviga: Júpiter RE 8.672
lestir (8), Gísli Árni RE 8.358 (13),
Grindvíkingur GK 8.195 (8), örn KE
8.172 (14), Svanur RE 7.876 (11),
Guðrún Þorkelsdóttir SU 7.497 (12),
Súlan EA 6.731 (9), Hrafn GK 6.536
(10) og Hákon ÞH 5.531 lest í 9 veiði-
ferðum. Að meðaltali er aflakvóti
loðnuskipanna um 10.000 lestir mið-
að við leyfilegan heildarafla á vertíð-
inni, 500.000 lestir. Til þessa hafa
um 146.000 lestir veiðzt frá upphafi
vertíðar.
Magnús NK var með 180 lestir á
föstudag og á laugardag tilkynntu
eftirtalin skip um afla: Hilmir SU,
500, Albert GK, 300, Húnaröst ÁR,
350, og Gígja RE100 lestir.
Hörpudiskur og rækjæ
Verð hækkar
um 5 til 15%
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hef-
ur nú ákveðið lágmarksverð á rækju
og hörpudiski upp úr sjó. Verð á rækju
hækkar um 11 til 15% en á hörpudiski
um 5% frá þvi sem áður var. Stafar
mismunur þessi meðal annars af mis-
munandi markaðsverði fyrir þessar
tegundir.
Samkvæmt ákvörðun Verðlags-
ráðs verður verð á stærri flokki
hörpudisks 12,60 krónur á hvert kíló
og 10,25 fyrir kíló af minni flokknum.
Stærðarflokkar á rækju eru 8, en
fyrir stærstu rækjuna skal greiða
26,50 fyrir hvert kíló en 7 krónur
fyrir kílóið af smæstu rækjunni.
Verð þetta skal gilda frá 1. október
síöastliðnum til 31. janúar 1986.
Siglufjörður:
SR hafa tekið
á móti 22 þúsund
tonnum af loðnu
Siglufirði, S. október.
VERKSMIÐJA Sfldarverksmiðja ríkis-
ins á Siglufirði hefur nú tekið við 22
þúsund 588 tonnum af loðnu í 40 lönd-
um. Bræðslan gengur eins og best
verður á kosið, og hefur nýja sjálfvirka
soðstöðin reynst sérstaklega vel.
Tvö mjölskip, Haukur og Svanur
lestuðu um helgina um 1000 tonnum
af mjöli og fer annað skipið á Finn-
land en hitt á England. mj
Kolbrún Jónsdóttir, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna:
Ummæli Kristófers hafa
ekki við rök að styðjast
Sé ekki að til klofnings í þingflokknum þurfi
að koma segir Guðmundur Einarsson
„EF ÞAÐ þarf að kljúfa þingflokkinn til að fá vinnufrið, þá getur það svo
sem gersL Eg sé ekki merki um að til þess þurfi að koma. Þessi ágreiningui
hefur að mínu mati verið meira í orði, en á borði,“ sagði Guðmundur Einars-
son, formaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna, er hann var spurður
hvort skoðanamunur innan samtakanna væri nú kominn á það stig að ekki
yrði komist hjá klofningi þingflokksins.
Kristófer Már Kristinsson, for-
maður landsnefndar bandalagsins,
lét þau ummæli falla hér i blaðinu
i gær, að það væri sín persónulega
skoðun að þeir Guðmundur Ein-
arsson og Stefán Benediktsson
ættu að kljúfa þingflokk banda-
lagsins. Á opnum fundi lands-
nefndarinnar um síðustu helgi
greiddu tveir þingmenn banda-
lagsins, Kolbrún Jónsdóttir og
Kristin Kvaran, atkvæði með
andófsmönnum innan samtak-
anna, sem mjög hafa beint spjót-
um sínum að Kristófer Má, Val-
gerði Bjarnadóttur og þeim Guð-
mundi og Stefáni. Saka leiötogar
andófsmanna, sem stofnað hafa
Félag jafnaðarmanna innan
bandalagsins, fjórmenningana og
samherja þeirra um svik við
grundvallarhugsjónir Bandalags
jafnaðarmanna og „klassíska jafn-
aðarstefnu".
Guðmundur Einarsson kvaðst
sannfærður um að unnt væri að
sætta andstæðurnar innan banda-
lagsins, ef vilji væri fyrir hendi.
Hann sagðist ekki í í vafa um að
þær Kolbrún og Kristín vildu
vinnufrið. „Það hefur ekki annað
komið í ljós,“ sagði hann. Þegar
hann var hins vegar spurður hvort
hugsanlegt væri, að andófsmenn-
irnir ættu frekar heima í Alþýðu-
flokknum eða Alþýðubandalaginu,
en Bandalagi jafnaðarmanna,
svaraði hann: „Það kæmi mér nú
kannski ekki á óvart."
Kolbrún Jónsdóttir, alþingis-
maður, sagði að á fullskipuðum
fundi þingflokksins síðdegis í gær
hefðu allir verið sammála um, að
ummæli Kristófers Más um nauð-
syn þess að kljúfa þingflokkinn
hefðu ekki við rök að styðjast. Hún
sagðist eiga von á því, að samstarf-
ið í þingflokki bandalagsins yrði
með sama hætti og í fyrra.
Kolbrún taldi að ekki væri um
djúpstæðan hugmyndalegan
ágreining að ræða innan banda-
lagsins. „Við erum sammála um
grundvallaratriði, sem er nauðsyn
stjórnkerfisbreytinga, en ég og
fleiri erum þeirfar skoðunar að við
eigum ekki að vera eins og sérvitr-
ingar og tala eingöngu um þessi
mál, heldur einnig þau samfélags-
mál, sem hæst ber hverju sinni,"
sagði Kolbrún.
„Yfirlýsingar Kristófers virka á
mig sem persónulegar frekar en
pólitískar og eru kannski liður i
valdabaráttu," sagði Kolbrún enn-
fremur. Hún kvaðst ekki telja
óeðlilegt miðað við aðstæður að
Kristófer færi fram á yfirlýsingu
um traust eða vantraust á fundi
landsnefndar bandalagsins eftir
tæpan hálfan mánuð, en kvaðst
ekki sjálf vilja kveða upp úr meö
stuðningsyfirlýsingu honum til
handa að sinni. Kvað hún það ekki
við hæfi, þegar hann væri nýbúinn
að lýsa því yfir að nauðsynlegt
væri aö reka hana úr samtökunum.
„Hins vegar finnst mér alveg sjálf-
sagt, að maðurinn sinni for-
mennsku í landsnefndinni fram að
næsta landsfundi," sagði hún.