Morgunblaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
25
Ónæmistæring í Stokkhólmi:
Helmingur heróín-
neytenda smitaður
Stokkbólmi. 7. oktober. Fri fréttoritar. MorfnbbMm.
TALIÐ er, að n»rri holmingur heró-
ínneytenda í Stokkhólmi sé smitaður
af alnæmi og virðist því sem sjúk-
dómurinn hafi breiðst miklu örar út
en ráðamenn í heilbrigðiskerfinu
héldu fyrir aðeins einu ári.
Þessar upplýsingar koma fram
hjá opinberri nefnd, sem fjallar
um útbreiðslu og varnir við al-
næmi, en við athuganir á 1000
eiturlyfjaneytendum kom í Ijós,
að 10% þeirra höfðu smitast af
sjúkdómnum. Þegar heróínneyt-
endurnir voru teknir út úr sýndi
það sig, að 40% þeirra voru smit-
aðir. Enn hefur veiran ekki fundist
í blóði heróínsjúklinga utan Stokk-
hólms en þar eru þeir 1000 talsins
a.m.k.
Óttinn við alnæmið virðist vera
að ná miklum tökum á eiturlyfja-
neytendum og fjölgar þeim dag
frá degi, sem biðja um hjálp.
Aðstæður til að hjálpa þeim eru
þó ekki nógu góðar og hefur orðið
að vísa frá um 100 þeirra.
Fram til þessa hafa 18 manns
látist úr alnæmi í Svíþjóð en meðal
þeirra hafa ekki verið neinir eitur-
lyfjaneytendur. Á meginlandinu
verða hins vegar æ fleiri heróín-
neytendur sjúkdómnum að bráð.
Vetrarríki í
N-Vesturríkjum
Bandaríkjanna
Denvrr, ('olorulo. Bondarfkjunum, 8. okt AP.
SNJÓBYLUR gekk yfir norðvestur-
ríki Bandaríkjanna á laugardag. í
Montana lokuðust vegir og voru
skaflar víða á annan metra á dýpt.
Einnig barst snjókoma til fjallahér-
aða Norðaustur-Oregon. Embætt-
ismenn í Norður-Dakota sögðust
óttast, að veðurhamurinn hefði vald-
ið skemmdum á hvcitiuppskerunni.
Djúp lægð olli því, að vetrarrík-
ið barst frá Idaho og Norðaustur-
Oregon suður til norðausturhluta
Nevada-ríkis og til vesturhluta
Norður-Dakota í austri, að sögn
veðurfræðings.
Haft var eftir yfirvöldum í
Montana-riki, að vegna veðursins
hefði orðið að hætta leit að lítilli
flugvél, sem saknað var á föstudag
með fjóra menn innanborðs.
„Það er ekki ótitt, að það snjói
svo snemma hausts í Montana,"
sagði Robert Doherty á veðurstof-
unni í Norður-Dakota, „en það er
óvenjulegt, að snjókomunni fylgi
slíkur veðurhamur svo snemma."
Dó á tindi
Everest
Katmandu, 8. október. AP.
INDVERSKI majórinn K. I.
Kumar beið bana á tindi hæsta
fjalls heims, Everest, á mánu-
dag, að því er embættismenn í
Nepal skýrðu frá í dag.
Kumar var í átta manna
sveit indverskra hermanna,
sem lögðu til atlögu við Ever-
est. Hrasaði hann á suður-
tindi fjallsins og hrapaði til
bana.
Fleiri gyðingar fá að
yfirgefa Sovétríkin
(K-nf, 8. október. AP.
ÞKEFALT fleiri gyðingar fengu að
yfirgefa Sovétríkin í septembermán-
uði en í ágústmánuði eða 93 og 34
þeirra fluttust þegar áfram til ísrael
samkvæmt upplýsingum alþjóðlegr-
ar nefndar, sem fer með málefni
gyðinga.
Aðeins 29 sovéskir gyðingar
fengu að flytjast í burt í ágúst-
mánuði, en 174 í júlí hins vegar,
sem er það mesta sem leyft hefur
verið í tvö og hálft ár. Þessar tölur
eru hins vegar lágar, ef saman-
burður er gerður við síðustu ár
áttunda áratugarins. Árið 1979
fengu 51.300 gyðingar að flytjast
burt frá Sovétríkjunum alls, en
samsvarandi tala var 922 á síðasta
ári.
Flugvél fallhlífar-
stökkvaranna
Brak Cessna 208-flugvélarinnar, sem fórst með 17 mönnum skömmu eftir
flugtak í Georgíuríki í Bandaríkjunum á dögunum. Starfsmaður banda-
rísku flugmálastjórnarinnar kannar flakið. í Ijós hefur komið að hreyfill
flugvélarinnar drap á sér þar sem sykur hafði verið settur f eldsneytis-
geyma bennar. Talið er að kókaínsmyglarar hafi mengað eldsneytið til að
ná sér niðri á eiganda flugvélarinnar. Flaug hann flugvélinni hinsta
flugið, en ásamt honum voru 16 fallhlífarstökkvarar um borð.
Góöan mat þarf að geyma vel. Ef fjölskyldan á frystikistu
getur hún gert hagkvæm matarinnkaup. En það er líka
hagkvæmni að velja Frigor, ekki aðeins vegna hins lága
verðs, heldur einnig þar sem Frigor hefur með áralangri
reynslu hér á landi sýnt og sannað ágæti sitt.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
B 200 B 275 B 380 B 460
Hæð 89 cm 89 cm 89 cm 89 cm
Breidd 73 cm 98 cm 128 cm 150 cm
Dýpt 65 cm 65 cm 65 cm 65 cm
Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu
$ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910~8(266
OCTAVO 09.25