Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
9
Royal
WSTANT PUDWNC
Pms 0*1
Ungir og aldnir njóta þess að borða
köldu Royal búðingana.
Bragðtegundir: —
Súkkulaði, karamellu, vanillu og
jarðarberja.
TS'damallcadutinn.
tettiígðtu 12-18
Mazda 929 Hardtop 1982
Grágrænn, ekinn 41 þús. km. Sjálfskiptur,
vökvastýri, útvarp, segulband. rafm.rúöur.
Verö435þús.
Pontiac Fiero 1984
Rauöur, ©kinn 31 þús. km. Útvarp, segul-
band, læst drif, miöjumótor. Sérlega góöir
aksturseiginleikar. Verö 830 þús.
Subaru 1800(4x4) 1983
Sílfurgrár, ekinn 56 þús. km. Hátt og lágt
drif. Fallegur bíll. Verö 410 þús.
SAAB 900 Turbo 1982
Hvitur. 5 gíra. Ekinn 65 þús. km. Sóltúga o.fl.
Aukahlutir. Verö 580 þús.
Nissan Patrol 1984
Hvitur, ekinn 40 þús. km. Diesel. Vökvastýri,
5 gíra. Verö 900 þús.
Votvo 245 DL Statton 1979
Ekinn 75 þús. km. Sjálfskiptur. Verö 290 þús.
Mezda 8261982
Ekínn 40 þús. km. m/öllu. Verö 330 þús.
Suzuki Bitabox 1981
Ekinn 62 þús. km. Verö 145 þús.
SAAB 99 QL 4ra dyra 1982
Ekinn 39 þús. km. Verö 360 þús.
Mazda 323 3ja dyra 1981
Ekinn 63 þús. km. Verö 215 þús.
Mazda 32313001982
Ekinn 48 þús. km. Sjálfskiptur. Verö 275 þús.
Mercedes Bena 280 SE1982
Ekinn 62 þús. km. m/öllu. Verö 1300 þús.
Fiat Uno 45S 1984
Ekinn 24 þús. km. Verö 240 þús.
Mazda 929 Saloon 1983
Sjálfskiptur m/öllu. Verö 410 þús.
Toyota Carina díael 1984
Ekinn 36 þús. km. Verö 500 þús.
Mazda RX1979
Úrvalsbill. Verö 390 þús.
Audi Coupé GT1983
Vinrauöur, ekinn 55 þús. km. 5 gíra. Útvarp,
segulband, álfelgur, sóllúga. Verö 650 þús.
Toyota Hi-lux langur 1981
Yfirbyggöur. ekinnt41 þús. km. Utvarp, ný
dekk. Fallegur bíll. Verö 600 þús.
Vestmannaeyjar —
bær uppbyggingar
Myndin hér að ofan er tekin úr Fylki, málgagni
sjálfstæðismanna í Eyjum. Mennirnir, sem
myndin sýnir, halda á rígaþorski á milli sín,
tákni þeirra verðmæta, sem sótt eru í sjó en
bera uppi velmegun á landi. Staksteinar
sækja efni sitt í dag til forystugreinar Fylkis,
en þar er fjallað um framvindu bæjarmála í
Eyjum þar sem sjálfstæöismenn hafa hreinan
meirihluta í bæjarstjórn.
Ferðaiðnaður
— slitlag á
allt gatnakerfið
Fylkir, málgagn sjálf-
stæðismanna í Eyjum, segir
í nýlegri forystugrein:
„Verulegur Ijöldi bæði
innlendra og erlendra gesta
heimsækir okkur Vest-
mannaeyinga á ári hverju.
Sl. sumar var gifurlega
mikill straumur af gestum
til okkar Eyjamanna.
Glöggt er gests augað,
stendur skrifað og það er
því verulega ánægjulegt
fyrir bæjaryfirvöld að heyra
á þeim er heimsækja Vest-
mannaeyjar er fólk talar
um þá gífurlegu breytingu
sem orðið hefur á bænum
á síðustu árum. Nú eni
Vestmannaeyjar komnar f
röð snyrtilegustu bæjarfé-
laga á landinu. llmhverfis-
málin hafa tekið stakka-
skiptum á síðustu árum.
Bæjaryfirvöld eiga hér stór-
an hhit að máli ásamt ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Á þessu kjörtímabili sem
nú er senn á enda hefur
verið unnið að verulega
stóru átaki i varanlegri
gatnagerð. T.d. má nefna
að slitlag í sumar var lagt
á um 10%af öllu gatnakerf-
inu. Nú er stutt í það að
varanlegt slitlag hafi verið
lagt á allt gatnakerfi bæjar-
ins. í framhaldi af þessu
verða bæjaryfirvöld á
næsta kjörtímabili að
stefna að stórátaki i lagn-
ingu gangstétta.
Stórt átak hefur verið
gert í umhverfísmálum,
bæði hvað varðar upp-
greiðslu og í því að fjar-
lægja gömul ónýt hús.
Framkvæmd við að
koma skolpinu út fyrir Eiði
með byggingu fullkominnar
dæhistöðvar var stórátak.
Nú er höfnin orðin hrein á
ný.“
Skólamál
íEyjum
Fylkir kemst svo að orði
um skólamál í Eyjum:
,,A þessu kjörtímabili
hefur verið unnið mjög fast
og markvisst að uppbygg-
ingu skólamála í Vest-
mannaeyjum. Byggður hef-
ur verið upp nýr grunnskóli
fyrir byggðina í vestur-
bænum, Hamarsskóli,
þannig að allar deildir
grunnskólans verða þar frá
og með næsta skólaári.
Framhaldsskólinn flutti
sína starfsemi í sitt varan-
lega húsnæði nú í haust
Öldungadeild hóf starfsemi
við skólann í haust Bæjar-
yfirvöld hafa veitt verulegu
fjármagni til uppbyggingar
skólamála á þessu kjör-
tímabili. En áfram skal
haldið og næsta skref er
að byggja stjórnunarálmu
við Hamarsskóla og fulF
komið eldhús vegna
kennslu í heimilisfræðum.
Hafinn er undirbúningur
að byggingu verknámshúss
á lóð framhaldsskólans.
Unnið er að því að hægt
verði að fá framtíðarlausn
á heimavist fyrir Stýri-
mannaskólann og fram-
haldsmenntun í Vest-
mannaeyjum. Bæjaryfir-
völd hafa á síðustu árum
lagt sitt af mörkum til að
hægt væri að fá hingað til
Eyja kennara með full
kennsluréttindi, enda bú-
um við nú óvenjuvel í þeim
efnum.“
Málefni aldr-
aðra — rekstur
sjúkrahúss
Enn segir Fylkir:
„Málefni aldraðra hafa
verið mjög til umræðu á
þessu kjörtímabili. Unnið
er að því að byggja upp
íbúðir fyrir aldraða. Bæjar-
yfirvöld hafa samþykkt að
gera verulegt átak á næst-
unni í frekari byggingum
íbúða aldraðra. Varðandi
þetta atríði hefur bæjar-
stjórn samþykkt að leita
eftir samstarfi við stéttarfé-
lög hér í Eyjum. Fundahöld
eru í gangi og hafa stéttar-
félögin sýnt þessu máli
mikinn og jákvæðan skiln-
ing.
Uppbygging íbúða fyrír
aldraða á mikinn hljóm-
grunn og verður að hakla
markvisst áfram á þeirrí
braut, sem þegar hefur
veríð mörkuð af bæjar-
stjórn.
Virkilega vel hefur verið
staðið að uppbyggingu á
félagsstarfi aldraðra á
undanfornum árum og eiga
félagasamtök í bænum
aNeg sérstakar þakkir
skildar fyrir mikið og gott
starf í þeim efnum.
Bæjarstjórn Vestmanna-
eyja hefur samþykkt að
hefja undirbúning að bygg-
ingu starfsmannaíbúða í
tengslum við Sjúkrahúsið.
Undirbúningur er nú að
hefjast, en gifurlegt atríði
er íyrir okkur Eyjamenn
að hægt sé að halda uppi
öfiugu sjúkrahúsi, en það
tekst ekki öðruvísi en háegt
sé að fá hæft starfsfólk."
íbúðar-
byggingar
„Samþykkt hefur veríð í
bæjarstjórn að leita eftir
heimild til að fá að kaupa
og byggja 18 íbúðir eftir
lögum um verkamannabú-
staðL
Þá eru einnig umræður
í gangi um frekari upp-
byggingu á íbúðarhúsnæði
hér, en hér hefur vantað
litlar og heppilegar íbúðir.
Hér hefur aðeins fátt eitt
verið upptalið af því sem
bæjaryfirvöld hafa verið að
fást við og það sem fram-
undan er á verkefnalistan-
um.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur farið með meirihluta-
völd á þessu kjörtímabili
og fagnar því að hafa átt
frumkvæði að þvf að koma
þessum og öðrum máhim í
framkvæmd.
Sigurður Jónsson."
Lánsíjármagn í boði!
Frá 6 mánuðum til 10 ára
eítir aðstceðum og óskum
hvers og eins.
VF býður nú fyrirtœkjum,
stoínunum og einstaklingum
upp á nýja leið til útvegunar
á íjármagni í gegnum
verðbréfaviðskipti.
Verúbréfania rkaúu r
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.