Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bifreiðastjórar Viljum ráöa nú þegar bifreiðastjóra, þurfa að hafa réttindi til aksturs strætisvagna. Upplýsingar á skrifstofu okkar aö Skógarhlíð 10, símar 20720 og 13792. Landleiðirhf. Óskum eftir starfsfólki í pökkun og dreifingu. Vinnutími frá kl. 4.00-12.00 og 5.00-15.00. Upplýsingar á staðnum, Skeifunni 11, til kl. 15.00ádaginn. Meðeigandi sem gæti lagt fram fjármagn og tekið að sér framkvæmdarstjórn óskast á auglýsingastofu sem hefur mikla möguleika, vegna frjós ímyndunarafls núverandi eiganda. Tilboö sendist Augl.deild Mbl. merkt: „Meðeigandi—383“ fyrir 25.10. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast á vistheimili aldr- aðra á Stokkseyri. Húsnæði fyrir hendi. Uppl. í síma 99-3213 milli kl. 8-16 virka daga og í síma99-3319e. kl. 16.00. Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar við Suðurgötu — Strand- götu. Upplýsingarísíma 51880. jHfltgiMiftfafttft Jarðvinnuverkstjóri Óskum að ráða verkstjóra vanan sprengju- vinnu til starfa erlendis. Upplýsingar í síma 81935. ístak hf. luiltóf SáWHSlHN MH EIDHIIS- 06 B0R9IÚNDD Oskum eftir fólki til afgreiðslustarfa í verslunina Búbót. Umsækjendur skili umsóknum til augld. Mbl. merktar: „B — 3425“fyrir25. októbernk. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Bókhald Óskum eftir að ráða starfsmann vanan bók- haldsstörfum. Uppl. veittar á staðnum hjá starfsmannastjóra. /MIKLIG4RÐUR MARKADUR ViÐ SUND Sími83811. Skrifstofustarf Fyrirtæki í miðborginni auglýsir starf í inn- flutningsdeild við bankaviöskipti, tollskjöl, verðútreikninga, vélritun o.fl. Umsóknir meö upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir föstu- daginn 25. október merkt: „Skrifstofustarf — 3247“. Atvinna í boði Starfsfólk óskst til almennra veitingastarfa. Uppl. ástaðnummiövikudagmillikl. 14og 17. POTTURINNi OG _ PRNB Vantar þig atvinnu? Viltu vinna í rólegu umhverfi? Vistheimili aldr- aðra á Stokkseyri óskar eftir reglusömu starfsfólki. Vaktavinna. Húsnæði og fæöi á staönum. Einnig vantar mann í viöhalds- og umsjónarstarf. Uppl. í síma 99-3213 milli kl. 8og 16 virka daga og í síma 99-3310 e.kl. 16.00. Bygginga- verkfræðingur Óskum aö ráöa til starfa erlendis verkfræðing vanan verkframkvæmdum. Upplýsingar í síma 81935. istak hf. raðauglýsingar — raöaugiýsingar — raöaugiýsingar j til sölu R-númer Til sölu mjög gott og lágt R-númer. Tilboð með upplýsingum sendist augld. Mbl. merkt: „ R -12 94 56 00“ sem fyrst. Ljósritunarvélar Höfum til sölu nokkrar vel með farnar Ijósrit- unarvélar á góðu verði og greiðslukjörum. Ekjaran ÁRMÚLA 22, SÍMI83022108 REYKJAVÍK Refahvolpar Til sölu verða refahvolpar flokkaðir í desem- ber. Blárefur skoskur, blárfur skoskur/norsk- ur, blárefshögnar norskir. Einnig skuggarefa- hvolpar af sama kyni. Uppl. í síma 99-1999. Blindingsleikur IVyndböncl Árni Þórarinsson Á árunum kringum 1970 lék Mia Farrow í nokkrum spennu- myndum sem allar gengu út á það að einhverjir vondir menn eða ill öfl gerðu sitt ýtrasta til að hræða líftóruna úr henni. Frægust var vitaskuld Rose- mary’s Baby þar sem Mia Farrow lék titilhlutverkið og var ofsótt af sjálfum djöflinum, en ég hef áður fjallað um hana í þessum dálkum. önnur slík æfing í terr- oríseringu á ungum sakleysingj- um í gervi Farrows sem hér er fáanleg á myndböndum er bre,ska myndin Blind Terror frá árinu 1971 sem í Bandaríkjunum var nefnd See No Evil. Titillinn segir sitt af hverju um eðli þessa þrillers. Blind Terror byggir á ekki ósvipaðri hugmynd og mynd Blake Ed- wards Wait Until Dark. Þar lék Audrey Hepburn blinda konu sem sætir ofsóknum brjálaðs morðingja í íbúð sinni. Hér er Mia Farrow ung stúlka sem í upphafi snýr aftur til raunveru- leikans eftir langa sjúkrahúsvist vegna slyss, en í þessu slysi hefur hún misst sjónina. Hún dvelst hjá auðugum ættingjum sínum á afskekktum herragarði í enskri sveit. Þegar fjölskyldan öll er myrt á hinn hroðalegasta hátt á heimilinu snýst myndin upp í ójafnt einvígi hinnar blindu stúlku og hins sjáandi morð- ingja. Hugmyndin að spennunni er í raun aðeins ein, þ.e. hvort Farrow sem er eins auðveld bráð og hugsast getur vegna blindu sinnar tekst að sigrast á fötlun- inni. Áhorfandinn er ævinlega nokkrum skrefum á undan henni; hann sér líkin í húsinu löngu áður en hún rekst á þau og hann fær að fylgjast með aðdraganda morðanna, — en þó aðeins til hálfs. Myndin leyfir áhorfanda ekki að sjá framan í morðingj- ann, heldur sýnir hann aðeins neðan mittis með sérstakri áherslu á kúrekastígvél hans. Þannig er leikurinn jafnaður örlítið í þágu söguhetjunnar. Blind Terror snýst fyrst og fremst um hvort Farrow sleppur lifandi frá hildarleiknum, en spurningin um hver morðinginn sé verður hálfgildings aukaat- riði. Og þótt það komi í ljós undir lokin fáum við engar haldgóðar skýringar á ástæðum morðanna. Mia Farrow — óskaplega hrædd rétt einu sinni. Eint.a helst mætti skilja Blind Terror sem áróður gegn svoköll- uðum „ofbeldismyndum" því það fyrsta sem sýnt er í myndinni er morðihginn í kúrekastígvélun- um að koma út úr bíói þar sem verið er að sýna myndir með þeim lystaukandi nöfnum „Morð- in í nunnuklaustrinu" og „Nauðg- arasöfnuðurinn". Auðvitað er Blind Terror vita marklaus sem slíkur áróður, því sjálf er myndin ansi nálægt ódýrum ofbeldis- formúlum. En hún er samt þokkalega grípandi skemmtun. Tveir þraut- reyndir jaxlar í faginu, Brian Clemens handritshöfundur og Richard Fleischer leikstjóri, klúðra fáu þótt vinnubrögðin séu dálítið klisjukennd og Mia Farrow er upplögð sem hið varn- arlitla fórnarlamb. Hún losnaði fyrir rest úr hlutverkum af þessu tagi og þegar síðast fréttist var hún helsta fórnarlamb hinna heillandi sálflækja Woody All- ens. Góð skipti það. Stjörnugjöf: Blind Terror trtr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.