Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 12
* ’Vi* ' —, Ju'.> -i- 'fri" MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1986 Grindavík Til sölu húseignin Höskuldarvellir 13 í Grindavík, sem er rúmgott 3ja herb. raöhús ásamt bílskúr. Upplýsingar veittar á Fasteignasölunni Hafnargötu 27, Keflavík, sími 92-1420. Húseignirnar 6-8-10 og 10A við Vesturgötu eru til sölu. Eignirnar seljast í einu lagi eöa hlutum. Eign- arlóö 1250 fm fylgir. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni (ekki í síma). EiGnflmiÐLunm ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SlMI 27711 Solustjón: Sverrir Kristinsson. Þorteifur Guðmundsson, sólum. Unnsteinn Beck hrl., sími 12320. Þórótfur Halldórsson, lögfr. Söluturnar Höfum til sölu tvo góöa söluturna á Stór-Reykjavfkur svæðinu. Miklirmöguleikar. Upplýsingar gefur: Húsafell íASmQHASUA LmghoHsng, m Aóalsieinn Pétursson ( Bmirrteibahusmu I smv stoee BergurGuönason hdl STOFNUD 1958 SVblNN SKULASON hdl. Vantar — vantar Vantar á söluskrá fyrir ákveöna kaupendur raöhús í Fossvogi, einbýlishús eöa raöhús í Háaleiti, sérhæö í Hlíðum, 2ja-3 herb. í Hlíðum t.d. ris, 3ja-4ra herb. í Háa- leiti, 2ja, 3ja og 4ra herb. í gamla bænum, 3ja herb. í Laugarneshverfi. Og nú erum við í Borgartúni 28 Rallakstur: Bretlandsmeistarabíll til keppni hérlendis Norðmennirnir John Haugland og Jan Olaf Bohlin hafa tryggt sér Bretlands- og heimsmeistaratitla í rallakstri í flokki bfla með 1300 cc vélar. Þeir óku Skoda. Þeir fé- lagar eru íslendingum góðkunnir, en þeir komu tvívegis til keppni í Ljómarallinu. Áætlanir voru um að Skoda 130 LR, eins og Haugland ekur, kæmi til íslands í ár, en keppnis- deild verksmiðjunnar hefur ekki getað annað eftirspurn eftir bíl- um. „Okkur hefur gengið svo vel í röllum heimsmeistarakeppn- innar að atvinnuökumenn okkar hafa verið á flakki um alla Evrópu. Því höfum við ekki haft tíma til að smíða aukabíla til einstaklinga, sem við hyggjumst aðstoða," sagði Jílí Kótek keppn- isstjóri Skoda í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum lofað nokkrum bílum og einn slíkur frá Haugland notaður í einni keppni ætti að geta orðið á ís- landi á næsta ári.“ Skoda 1300 LR er búinn 125 hestafla vél og þó helstu andstæðingarnir séu á mun kraftmeiri bílum hefur bíll- inn blandað sér í toppbaráttuna, sérstaklega í Bretlandi. IÐNAÐARMÆLAR í ÚRVALI ÞRÝSTIMÆLAR VACUMMÆLAR HITAMÆLAR G.J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63 - Reykjavik Sími 18560 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JtorgnmMðfrft Morgunblaöið/Martin Holmes Norðmennirnir Haugland og Bohlin sem tvívegis hafa ekið í Ljómarallinu hérlendis, tryggðu sér Bretlandsmeistaratitilinn í rallakstri, í flokki bfla með 1300 cc vélar. Bflarnir hafa einnig náð góðum árangri í heimsmeistara- keppninni. Refskák í Miami Kvikmyndlr Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Stick ★ ★ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Elmore Leonard, Joseph. C. Stin- son, eftir skáldsögu Leonards. Leikstjóri: Burt Reynolds. Aðal- hlutverk: Burt Reynolds, Candice Bergen, Chárles Durning, George Segal. Sumir hafa viljað krýna El- more Leonard sem hinn nýja konung amerísku glæpasögunn- ar. Sagan um Stick, sem Burt Reynolds hefur nú kvikmyndað, varð metsölubók vestra fyrir fáum árum og Leonard nýtur vaxandi hylli. Sjálfur hefur hann skrifað slatta af handrit- um fyrir Hollywood og honum verður svosem ekki skotaskuld úr því að sníða þessari sögu sinni kvikmyndalegan stakk. Hann hefur fækkað persónum í Stick og aukið við dæmigerðum amer- iskum hasaratriðum, einfaldað og heflað. Samt er eins og tals- verður safi hafi flotið út í skil- vindunni. Stick, fullu nafni Ernest Stickley, er nýsloppinn úr stein- inum, bílaþjófur og ræningi, og telur sig seinþreyttan til vand- ræða þegar hann kemur til Miami þar sem gamall félagi hans tekur á móti honum og hef- ur útvegað þeim báðum nýtt verkefni. Verkefnið er milli- ganga með ótilgreind verðmæti milli tveggja eiturlyfjakónga í Flórída. Þar eru brögð I tafli og félagi Sticks er drepinn. Stick uppgötvar að hann hefur sín eig- in siðalögmál og ákveður að koma fram hefndum sem hann og gerir með lunknum og lævís- um hætti. Sagan um Stick lifnar umfram allt í snörpum, hnyttnum sam- tölum og kyndugri persónusköp- un. Það er líka nóg sem gerist en það vantar einhvern drifkraft og mórallinn er æði hæpinn. I myndinni er helstu kostum sög- unnar haldið þokkalega til haga og hún býður upp á nokkra kostulega kóna, eins og hinn rauðhærða, akfeita dóphlunk sem Charles Durning skapar. Úr öðrum persónum verður mun minna, eins og bissnissuppanum sem Stick notar til að fá frítt spil gagnvart dópkóngum og George Seal leikur, og Candice Bergen sem sætri 'verðbréfa- drottningu. Spenna dettur ansi víða án þess að annað komi í staðinn. En Reynolds leikstjóri á nokkra fína spretti og nýtur þar ágætrar kvikmyndatöku og tón- listar. Reynolds leikari er ekki í jafn góðu formi. Hlutverk Sticks hefði átt að vera kærkomin út- leið fyrir hann úr gömlu, glað- beittu skelmistýpunni. En í stað- inn fyrir að aðlaga sig Stick læt- ur hann Stick aðlaga sig þessari gömlu týpu. Þar fyrir utan er Reynolds þreytulegur, ef ekki hreinlega veiklulegur. Dyggir aðdáendur hans fá í Stick sinn skammt af því sem þeir sækjast eftir í myndum Burt Reynolds, svolítinn húmor og hasar. En skammturinn er ekki eins fjör- efnaríkur og áður. Reynolds þjarmar að dópkóngunum Castulo Guerra og Charles Durning IStick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.