Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 Tökum upplestur á sögu til dæmis. Fyrsta spurningin, sem lesarinn verður að svara er þá: Hvers konar saga er þetta? Er þetta kímnisaga, sorgarsaga eða er þetta venjulega saga úr hvers- dagslífinu, þar sem skiptast á skin og skúrir? Það er miklu fremur hægt að gera sér grein fyrir fyrstu spurningunni, þegar um smásögur er að ræða, því þær má oft flokka niður eftir því, sem hér að framan hefur verið talið. Hins vegar er því oft svo farið um meiriháttar skáldsögur góðra höfunda, að þar er um miklu fleiri skiptingar að ræða á blæbrigðum. Slíkar sögur lýsa oft hinum margvíslegustu hliðum mannlegs lífs, og gera því að sama skapi meiri kröfur til lesandans. Það er nefnilega hans hlutverk að láta þessi blæbrigði njóta sín til fullnustu. Það er ekki nóg að hann skilji þau. hann verð- ur að láta þau koma fram í lestrin- um. Hann verður að kunna þá íþrótt, að geta látið hlustendur ekki einungis heyra orð skáldsins, heldur verður hann að geta vakið tilfinningar hlustanda til andlegr- ar þátttöku í því, sem er að gerast. Það fer nú að verða ljóst, að skýr og eðlilegur lestur er aðeins undirstöðuatriði góðs upplesturs. Það var rifjað upp hér að framan hvernig tónskáldin segja fyrir um það með hverjum hætti tónverk þeirra skuli leikin eða sungin. Þegar rithöfundar fara að gera sér grein fyrir mikilvægi upplesturs á ritverkum þeirra, munu þeir taka að kynna sér þá möguleika, sem þau gefa til opnberrar túlkunar. Þá er vel hægt að ímynda sér, að sumir þeirra læri sjálfir að lesa þau upp með frábærum árangri, eins og sum tónskáldin geta flutt sín verk. Það yrði öllum til mikillar ánægju, því vitanlega hlýtur öllum að vera ljóst, að enginn þekkir verk betur en sá sem hefur skapað það. En til þess að geta þetta þarf þekkingu, tækni og listræna æð, sem því miður er ekki öllum rit- höfundum gefin (og reyndar ekki öllum tónskáldum heldur). ímyndum okkur nú til dæmis kafla úr sögu. f þessum þætti hennar er höfundurinn að lýsa fögru síðkvöldi í íslenskri sveit. Það er logn, milt og yndislegt veður. Fólkið hefur lokið heyvinnu þennan dag og er farið heim af engjum. Kvöldsólin skín yfir fagra sveitina. Frammeð lygnri á eru ungir elskendur á gangi í síðsum- arblíðunni. Það er þögn í náttúr- unni, nema kvak eða söngur í stök- um fugli. Hér þarf fyrst og fremst að hafa í huga, að það er hlutverk lesandans að undirstrika blæbrigði og stemn- ingu sögunnar. Það gerir hann með rödd sinni og tilfinningum. Lesturinn verðu fyrst og fremst að vera í fullu samræmi við efnið, geta aukið áhrif þess. Fjalli þessi sögukafli því um efni á þá lund, sem lýst var hér að framan til dæmis, þá ber iesara umfram allt að rjúfa ekki með lestrarmáta sínum þá kyrrð, sem höfundur hefur skapað, heldur undirstrika hana. það þýðir, að þennan kafla verður að lesa mjúkri rödd og mildri, því það eitt er í samræmi við myndina, sem höf- undur hefur brugðið upp. Af sömu ástæðu ber að lesa þennan kafla hægt, til þess að trufla ekki kyrrð- ina. Hér á því hvorki við hraði né raddstyrkur. Hér skal beita mjúkri rödd. Gerum nú ráð fyrir öðrum kafla í sömu sögu, sem gerist á allt h öðrum árstíma. Sá kafli gerist um hávetur í stórhríð og stormi. Þar er söguhetjan að brjótast áfram til byggða. Hann gengur meðfram fljóti þar sem isjakar þeytast áfram með straumnum. það hvín í storminum og jakarnir nístast saman á fleygiferð sinni. Hér er um að ræða andstæðu lýsingarinnar að framan á kyrr- láta síðsumarkvöldinu í góðviðr- inu. í þeirri mynd var kyrrð og logn. Þessi ber með sér lýsingu á hraða og hávaða. Hér gildir enn hið sama og áður hefur verið bent á, að lesturinn verður að vera í sem fullkomnustu Karl H. Bridde og Björn Birgisson I hinni nýju verslun sinni, Veiðihúsinu. Ný verzlun - NÝLEGA var opnuð sérverslun fyrir skotveiði- og stangaveiðimenn. Verslunin er til húsa að Nóatúni 17 í Reykjavík, og ber nafnið „Veiði- húsið“. Stofnendur og eigendur hinnar nýju verslunar eru Karl H. Bridde og Björn Birgisson. Veiðihúsið mun kappkosta að hafa sem mest og best vöruúrval, bæði af stangaveiðivörum og skot- veiðivörum. A boðstólum verða öll - Veiðihúsið þau merki sem þekkt eru í veiði- vörum hérlendis. Auk þess mun verslunin bjóða upp á ýmsar nýj- ungar og vörur, sem hingað til hafa verið ófáanlegar hérlendis, sérstaklega fyrir skotveiðimenn. Einnig er ætlunin að bjóða í framtíðinni ýmsar hundavörur, t.d. hjálpartæki til þjálfunar, tösk- ur, dráttarbeisli o.fl (FrétUtilkynning). Skóli Andreu starfræktur á ný SKÓLI Andreu Oddsteinsdóttur er nú starfræktur á ný eftir nokkurra ára hlé. Skólinn er til húsa á sama stað og áður, Miðstræti 7. Starfsemin er með nokkuð breyttu sniði frá því sem áður var. Nú er boðið upp á þriggja vikna námskeið og er megináhersla lögð á að leiðbeina konum um allt varðandi limaburð, fataval, and- litssnyrtingu, almenna háttvísi og umgengnisvenjur. í einkatímum er nemanda bent á sitthvað sm betur kynni að fara í framkomu hans, mannlegum samskiptum o.fl. Það skal tekið fram að skóli Andreu er ekki undirbúningsskóli fyrir væntanlegar sýningarstúlk- ur. FrétUtilkynning samræmi við það, sem höfundur- inn er að lýsa. Hér ber lesaranum að forðast það, sem einkenndi lest- urinn á fyrri lýsingunni: mýkt í raddbeitingu og hæga ferð. Hér verður hann hins vegar að vera í samræmi við hraða loftsins (storminn) og vatnsins (fljóts- ruðninginn). Við þessa síðari lýsingu ber því að beita þveröfugri tækni í radd- beitingu og ferð. Hér krefst efnið seinmitt hraða og raddstyrks, því ekki má stöðva storminn og hávað- ann, heldur ber að undirstrika hann. Við sjáum á þessum einföldu dæmum betur og betur, hve góður upplestur er náskyldur því til dæmis að leika vel á hljóðfæri eða syngja. Mismunurinn er einungis sá, að hljóðfæraleikarinn eða söngvarinn fær upplýsingar frá tónskáldinu um aðalstefnuna í túlkuninni, en lesarinn verður að finna hana sjálfur í efninu sem hann les. í næstu grein mun ég snúa mér að bundnu máli. Spielbera NYTT FRA MITSUBISHI TREDIA FOLKSBILL MED TORFÆRUEIGINLEIKA /afnvígur í snjó, hálku ogaurbleytu — á malarvegum og malbiki A Verð Irá kr. 597.000. $ Þú kemst til áður ókunnra staða á MITSUBISHI TREDIA með ALDRIFI, 85% læsinsu á afturdrifi, 19 cm veghæð og aflstýri. ~~ Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Dæmi um staðlaðan búnað: ► Rafstýrðir útíspeglar ► Miðstýrðar hurðalæsingar ►' Rúliu bílbelti í öllum sætum ;A; K HEKLAHF Laiigavegi 170 -172 Sími 212 40 R29009 SSásÞ* •**
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.