Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
fl
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ir
Auglýsingar á
íþróttasíðunum
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Stakanhöfði skrifar:
Morgunblaðið býður lesendum
sinum fjölmarga fasta liði á hverj-
um degi og er þægilegt að geta
flett upp þar ákveðnum upplýsing-
um sem varða daglegt líf.
Brids- skákþættir blaðsins eru
með því besta sem birt er en þó
er stundum sá ljóður á, í brids-
dálkinum, að birt er sama spilið
oftar en einu sinni og er það miður
vegna hinna fjölmörgu sem
ánægju hafa af bridsinu.
Það má segja að langflestir,
jafnvel þorri þeirra, sem lesa blað-
ið á hverjum degi, fylgist af áhuga
með því sem er á íþróttasíðunum.
Mörg undanfarin ár hafa skrif
blaðsins um íþróttir verið í háum
gæðaflokki, ferskar fréttir og frá-
sagnir af íþróttaviðburðum innan-
og utanlands. Morgunblaðið sendir
sína menn þangað sem heimsvið-
burðir gerast og birt eru viðtöl við
fræga kappa um allan heim. Vönd-
uð umfjöllun og gott íslenskt mál
hafa prýtt íþróttasíðurnar um
langa hríð.
Eitt er þó ótalið og það er hve
mikils er um vert að uppsetning
efnisins og fyrirsagnir sé vel unn-
ið. Þessi atriði hafa öll verið í góðu
lagi gegnum árin. Þá kem ég að
því sem öðrum þræði er tilefni
þessa pistils.
Nú á síðustu og verstu tímum
er að verða breyting á íþróttasíð-
um, öllum til ama. Farið er að
setja auglýsingar innan um
íþróttafréttirnar. Þetta er í hæsta
máta ósmekklegt og óviðeigandi.
Það er mín ósk að íþróttasíðurn-
ar megi halda reisn sinni og vera
í fararbroddi eins og áður. En til
að svo megi verða verður áfram
að vanda allan frágang og uppsetn-
ingu fréttanna, ekki síður en að
vanda íslenskt mál og halda al-
þjóðlegu yfirbragði í fréttaöflun.
Nú hefur aftur verið tekinn upp
sá háttur að gefa lesendum Morgun-
blaðsins kost á að spyrjast fyrir um
ýmislegt er varðar daglegt líf. Vel-
vakandi leggur áherslu á að spurn-
ingarnar séu stuttar og hnitmiðaðar,
þeir sem vilja spyrjast fyrir um ákv.
efni skulu hafa samband við Velvak-
anda á símatíma milli kl. 10.00 og
11.30 árdegis eða skrifi til Velvak-
anda c/o Morgunblaðið, Aðalstræti
6, Rvík.
Spurt:
Flugfarþegi hringdi til að spyrj-
ast fyrir um hvers vegna reykjandi
farþegar sitja hinum megin við
ganginn við þá sem ekki reyktu.
„Áður sátu hinir reykjandi í aftur-
hluta en þeir sem ekki reyktu
frammi í flugvélum."
Svar:
„f fyrstu var reyklaust svæði í
framhluta vélarinnar en þeir sem
vildu reykja sátu aftar,“ sagði
Ásdís Alexandersdóttir fulltrúi
viðskiptaþjónustu Flugleiða. „Þeg-
ar SAS-flugfélagið tók að sér inn-
ritun farþega fyrir Flugleiðir bauð
skráningarkerfi SAS ekki upp á
sömu skiptingu í reyklausa hluta
og verið hafði í okkar flugvélum
og því var skipt eftir endilangri
vélinni.
Þetta mál er nú í athugun og ég
reikna með að aftur verði tekin
upp fyrri skipting áður en langt
um líður. Þó vil ég taka fram að
á Atlantshafs- og Norður-Atlants-
hafsleiðinni sitja reykjandi far-
þegar saman aftar í vélinni sem
fyrr, farþegar sem ekki reykja eru
í framhluta vélarinnar. Þá hefur
einnig verið ákveðið að taka upp
þá skiptingu í leiguflugi til sólar-
landa.“
Þessir hringdu . . .
Áskorun til kvenna
Guðrún Jónsdóttir hringdi til
að koma á framfæri áskorun til
kvenna. „Ég skora á konur að
taka sér frí á kvennadaginn, 24.
október, hvort sem þær eru
heimavinnandi eða úti á vinnu-
markaðnum. Með þessu eiga
konur að mótmæla þeirri stað-
reynd að laun okkar eru í engu
samræmi við það að nú er
kvennaáratugnum að ljúka.
Á þessum degi ættu konur að
hittast og ræða saman um væn-
legar leiðir til að leiðrétta launa-
misrétti kynjanna og einnig ættu
allir sem vettlingi geta valdið að
mæta á útfund ’85-nefndarinnar
á Lækjartorgi þennan dag klukk-
an tvö síðdegis.
Ekki skattleggja
sparifé
Ágæti Velvakandi.
Nú er rætt og ritað um fjár-
mál. Eitt af þeim atriðum sem
fram hafa komið í þessari um-
ræðu er hvort skattleggja eigi
sparifé almennings.
Að mínu mati er þessi tillaga
mjög ósanngjörn. Sparifjáreig-
endur eru menn og konur sem
hafa safnað saman ögn I varasjóð
með því að lifa reglusömu og
ágætu lífi. Auk þess hafa bankar
fengið fé til rekstrar með þessu
móti sem skapað hefur svigrúm
til aukinna framkvæmda.
Af því sem ég hef heyrt fleygt
um þessi mál er Sjálfstæðis-
flokkurinn mótfallinn þessari
skattlagningu og ég efast ekki
um að sú stefna skilar sér í auknu
lýðhylli. Vonandi tekst flokknum
að stöðva þessa hugmynd áður
en hún kemst til framkvæmda.
Gestnr
55s
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000.
FLISAR
LEIR — MARMARI — GRANÍT
A GÓLF — VEGGI — ÚTI — INNI
HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR
VERULEGUR MAGNAFSLÁTTUR
_________MIKIÐÚRVALÁ LAGER______
TEIKNUM og veitum RÁÐLEGGINGAR
komiö og skoðið úrvalið
VÍKURBRAUT SF.
KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S: 46044
Léttur, Ijúfur og þéttur
Þú eyðir u.þ.b. I/3 hluta œvi þinnar f svefn og hvfld.
Þvf skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda
sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning.
Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu
kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjðlmörgum
kostum:
• Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmfi, - sérstaklega
hreinlegu efni sem hrindirfrá sér ryki og óhreinindum og
þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá
sem þjást af ofnœmi, asma og heymceði.
0 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann
að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir
jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur
og fjaðurmagnaður.
Haltu þér fast! - Verðið kemur á óvart!
Við erum með tvœr gerðir af Latex koddum:
Mýkri gerð á kr. 576 - Stífari gerð á kr. 686.
LWADUn
Dugguvogi 8-10
Sfmi 84655
(”> Dunlopíllo