Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 -56 Byggingaþjónusta arkitekta: Gluggasmiöjan kynn ir framleiðslu sína GLUGGASMIÐJAN heldur sýningu á framleidsluvörum sínum í Byggingar- þjónustu arkitekta í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg, dagana 21. til 25. október. Þar verða kynntar ýmsar nýjungar, m.a. frá sænska fyrirtækinu SAPA, Skandinaviska Aluminium Profiler AB, sem Gluggasmiðjan er umboösaðili fyrir. ____________________ HHI Frá vinstri Símon Gussurarson framleiðslustjóri í áldeild, Christer Engquvist yfirmaður tæknideildar Sapa og Gissur Símonarson forstjóri Gluggasmiðjunn- ar. SAPA hefur nýlega sett á mark- að nýtt álkerfi fyrir hallandi gluggaveggi, þakglugga og sólstof- ur og verður þetta kerfi kynnt á sýningunni. Þar verða einnig kynntar nýjar eldvarnarhurðir úr áli, þær fyrstu sinnar tegundar hérlendis, svo og sjálfvirkur opn- unar- og lokunarbúnaður, sem unnt er að tengja við þær. Glugga- smiðjan hefur þegar selt og sett upp yfir 70 hurðir með sjálfvirkum búnaði í verslanir, stórmarkaði, banka, sjúkrahús og endurhæfing- arstofnanir. Fyrirtækið býður við- skiptavinum sínum upp á eftirlits- og viðhaldsþjónustu og koma eftir- litsmenn á staðinn með reglulegu . —------------------------------------------------------------------ -f- .ft l ' STOKKVA! Við rýmunn fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun og mundu að: Ekki missir sá er vt ia^aki% fyrstur fœr! millibili til að yfirfara búnaðinn og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Þá verður gestum sýningarinnar gefinn kostur á að skoða ýmsar tegundir af trégluggum, allt frá hefðbundnum íslenskum tréglugg- um til álklæddra glugga með nýj- um opnunar- og þjófavarnarbún- aði. Þess ber einnig að geta að á þessari sýningu kynnir Glugga- smiðjan nýja tegund af tréglugga, veltiglugga, sem hlotið hefur nafn- ið G-glugginn. Sýningin í Byggingarþjón- ustunni er opin daglega frá kl. 10:00 til 18:00. (f’r rrétutilkjnningu) í nýja starfsmannaherberginii. Borgarspítalinn: Breytingar á húsnæði og stjórnskipu- lagi deilda Tilraun til að laða að starfsfólk UNDANFARNA mánuði hafa verið framkvæmdar miklar breytingar á skurð- og lyflækningadeildum Borg- arspítalans, sem miða að bættri vinnuaðstöðu. Er þetta tilraun af spítalans hálfu aö laöa til sí > hjúkr- unarfræðinga. Er hér um ; ð ræða tvíþættar breytingar, breytingar á húsnæði og stjórnskipulagi deild- anna. Breyting á húsnæöinu Vinnuaðstaða iijúkrunarfólks hefur verið bætt með því að endurskipuleggja herbergjaskipan deildanna. Samróma álit starfs- fólksins er að breytingarnar hafa tekist vel og gert deildirnar að betri og þægilegri vinnustað. Stjórnskipulag Fram að þessu hafa allar sjúkradeildir sjúkrahússins verið mjög stórar og dagleg stjóri í höndum eins deildarstjóra. Það f yfirgripsmikið starf og mikilvægt að hann hafi yfirsýn yfir sjúkl- inga, starfsfólk og allt er varðar starfsemina. Eftir skipulagsbreytinguna eru tvær sjálfstæðar deildir á hverj- um gangi og deildarstjóri með hverja deild. Hann hefur þá mun færri sjúklinga í sinni umsjá eða um 15—16 í stað 32ja sem áður var. Undanfarið hefur verið mikill skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og því ekki verið hægt aö reka allar deildir spítalans með fullum afköstum. I Borgarspítalanum er rúm fyrir 469 sjúklinga, þar af 69 á lyflækningadeild, 97 á skurðlækn- ingadeild, 20 á gjörgæslu- og gæsludeild, 103 á öldrunardeild, 91 á geðdeild og 89 á hjúkrunar- og endu rhæfi ngardei ld. (Krétucíikynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.