Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
Norræna listamið-
stöðin Sveaborg
Athugasemd frá stjórn Nýlistasafnsins
— eftir Níels
Hafstein
Hr. ritstj.
Bragi Ásgeirsson ritar í Mbl. 17.
september sl. grein undir fyrir-
■Stfgninni Norræna Listamiðstöðin
Sveaborg, og víkur þar að þátttöku
Nýlistasafnsins í sýningunni
1945—1980 List á Norðurlöndum.
Bragi Ásgeirsson eyðir miklum
hluta greinarinnar í að úthúða
Nýlistasafninu og finnur því allt
til foráttu. Nýkjörin stjórn safns-
ins hefur um tíma haft þetta mál
til umfjöllunar og leitað eftir
upplýsingum um það hvort ásak-
anir Braga eigi við rök að styðjast,
og hafði hún m.a. samband við
frú Maarettu Jaukkuri, umsjónar-
mann umræddrar sýningar, og
varð hún mjög undrandi og sár
yfir rangfærslum Braga Ásgeirs-
sonar. Hér á eftir verða felldar
«frýringar inn í umræddan grein-
arbút er fjallar um Nýlistasafnið.
Bragi Ásgeirsson skrifar:
„Aðalsýningin, „1945—1980 —
List á Norðurlöndum", er að sjálf-
sögðu veigamest og stendur hún
til 29. september. Hún er um margt
áhugaverð og vekur til umhugsun-
ar um norrænan myndlistarvett-
vang. Söfnin völdu mismunandi
leiðir um val verka, t.d. um fjölda
listamanna. Þó voru ýmsar
ákveðnar reglur um þátttöku. Þar
sem rými var mjög takmarkað, var
áígjörlega útilokað að bregða upp
trúverðugri mynd af þróuninni á
þessu tímaskeiði og einungis
mögulegt að kynna brotabrot af
henni. Þess var óskað af skipu-
leggjendum sýningarinnar, að
hvert safn veldi úrval myndverka
3—6 listamanna. Ekki virtu öll
söfnin þetta ákvæði, og þannig er
tala listamanna yfiríeitt í hámarki
og þar yfir, nema hvað íslandi
viðvíkur, en þar hafa menn valið
skynsamlega leið með þrjá lista-
menn frá Listasafni íslands, en
fjóra frá Nýlistasafninu. Þess var
einnig óskað, að innlend verk væru
ekki mjög stór og fyrirferðarmikil
né viðkvæm fyrir skemmdum eða
raski. Þetta ákvæði héldu allar
þjóðirnar nema ísland, þ.e. Ný-
íistasafnið, sem notar ekki einung-
is rými sitt, heldur ryðst inn á
vettvang Listasafns íslands með
tvö verk af viðkvæmara taginu."
Þáverandi stjórnarformaður
Nýlistasafnsins, Ólafur Lárusson,
kynnti fyrir sýningarnefndinni
hugmyndir um tímabil, fjölda
verka, gerð þeirra og stærðir, og
voru engar athugasemdir settar
fram né heldur óskað eftir breyt-
ingum af neinu tæi.
Sýningarsölunum var skipt nið-
ur þannig að hvert land fékk
ákveðið rými, það er því misskiln-
ingur að verk Nýlistasafnsins hafi
verið sett í einhvern sérstakan bás
Listasafns íslands, þvert á móti:
verkum beggja safnanna var þann-
ig komið fyrir að plássið nýttist
sem best og þau fengju að njóta
sín svo sem aðstæður leyfðu.
„Annars vegar var um að ræða
moldarferhyrning, sem var vægast
sagt illa staðsettur, enda hafði
fólkið gengið yfir hann þvers og
kruss á fyrsta degi, þannig að gólf-
ið allt í kring var eitt skítasvað.
Hins vegar var um að ræða mynda-
röð á aflöngum stalli úr gifsi og
hálmi, er var staðsettur skáhallt
þvert yfir gólfið og rýrði það
möguleika fólks til yfirsýnar yfir
verkin frá Listasafninu, en þau
voru eftir þá Jóhann Briem, Svav-
ar Guðnason og Þorvald Skúlason.
Var hlutur þeirra stórlega rýrður
með þessari uppákomu og skil ég
ekki, hvi Nýlistasafninu nægði
ekki sitt eigið rými.“
Nýlistasafnið axlar ekki ábyrgð
á umgengni gesta á sýningum er-
lendis, enda ber gestgjöfum skylda
til að hafa fullnægjandi gæslu á
verkunum.
„Þá ber og að geta, að Jón
Gunnar Árnason var mættur með
alltof fyrirferðarmikið skúlptúr-
verk og náðu vírarmar þess þvert
yfir gólfrýmið og lá vel við hugsan-
legum skemmdum — enda var búið
að brjóta dálítið úr því á fyrsta
degi.
Mér voru ekki kunnar reglur
sýningarinnar, er ég var þarna, en
þrátt fyrir það kom þetta mér
mjög spánskt fyrir sjónir með
hliðsjón af eigin reynslu við upp-
setningu alþjóðlegra sýninga."
Jón Gunnar Árnason mætti ekki
á staðinn með skúlptúr í fartesk-
inu, hann var að sjálfsögðu fluttur
milli landa með öðrum listaverk-
um. Það er aftur á móti rétt hjá
Braga Ásgeirssyni að umræddur
skúlptúr hentaði ekki vel í þetta
rými sem Islandi var úthlutað, en
þar er við sýningarnefndina að
sakast.
„Alvarlegra mál er, að fulltrúar
frá Nýlistasafninu voru mættir á
staðinn og annar þeirra a.m.k. á
styrk frá Menntamálaráðuneyt-
inu, en enginn frá Listasafni ís-
lands."
Það er erfitt að átta sig á því
hversu alvarlegt mál það er, að
menntamálaráöuneytið skuli veita
Svínin éta
afkvæmi sín
— eftir Sigrúnu
Þorsteinsdóttur
Undanfarið hefur FM staðið
fyrir söfnun liðs gegn svinræðinu.
Margir spyrja undrandi: „Svín-
ræði, hvað meinið þið?“ Með svín-
ræðinu meinum við að fáir ráðsk
ist með fjöldann og svini á fólki í
gegnum launastefnu, húsnæðis-
mál, vaxtastefnu o.fl.
Svínræöi þrífst
á ofbeldi
Til þess að svínræði blómstri
þjff fjöldinn að vera auðtrúa og
auðsveipur. Best er að sem flestir
þjóðfélagsþegnar trúi því að þeir
hafi ekki vit á neinu og geti ekkert
gert á eigin spýtur. Að það muni
ekkert um þá hvern og einn og
leita þurfi til „stóra mannsins"
með allt sem skiptir máli. Efna-
hagslegt ofbeldi kemur t.d. þannig
fram að laun eru höfð svo lág að
ekki nægir að vinna átta tima til
að hafa í sig og á. Fólk neyðist til
að vinna mjög langan vinnudag og
hefur þar af leiðandi ekki afgangs
orku til að breyta ástandinu. Fólk
‘e>rður sofandi og fylgist ekki
nægilega vel með því sem er aö
gerast. Þegar það svo skilur að það
sjálft verður að fara að gera
eitthvað er þrekið búið og fólk
get'st upp.
Blekkingin
„„PáleíðBla er áhrifaríkt meðal
svínræðisins.
Hér á landi búum við við svín-
ræði af mjög slæmri gerð vegna
þess að dáleiðslan er á svo háu
stigi að við trúum á eitthvað sem
er ekki til, nefnilega að hér ríki
lýðræði. Alltof margir telja sér
trú um að það sé nóg að setja X
fyrir framan einhvern bókstaf á
nokkurra ára fresti. Allir vita þá
að bókstafirnir tákna flokka sem
allir eru eins. Þ.e.a.s. þar ráðskast
fáir með fjöldann og blekkja fólk
og svína á því gegndarlaust. Sumir
myndu segja: Hér á landi er þetta
nú betra en víða annars staðar i
heiminum. Fólk hefur þó málfrelsi
hér og ferðafrelsi. Það er rétt að
ástandið er víða slæmt, en í þeim
löndum sem einræði ríkir er mjög
augljóst að gera þarf uppreisn.
Hér trúa hins vegar margir að
ekkert þurfi að gera því fólk er svo
vel dáleitt. Hvenær ætlum við að
hætta að trúa á lýðræði sem er ekk-
ert nema nafnió tómt?
Eins og svín ...
Þeir gráðugustu og grimmustu
verða bestu svínin.
Já, en af hverju er talað um
svínræði en ekki t.d. hrútræði eða
hestræði? Ætli það sé ekki vegna
þess að ímynd okkar af svininu er
að það er gráðugt og grimmt.
Reyndar ráðast þau meira að
segja á sín eigin afkvæmi og éta
þau. Síðan er það líka staðreynd
að fólk sem sleppir sér út í taum-
lausa græðgi verður eins og svín í
útliti og öthim háttum. Fólk verð-
ur afmyndað í framan, úttútnað
og píreygt. Jafnvel gengur þetta
Sigrún Þorsteinsdóttir
svo langt að á sama hátt og svínin
éta afkvæmi sín eyðileggja þeir
sem svína á öðrum ekki aðeins
sjálfa sig heldur börnin sin líka.
Börnin leiðast út í sjálfseyðingu,
t.d. drykkjuskap eða fara að svína
á oðrum af engu minni græðgi en
foreldrarnir og eyðileggjast þann-
ig sem manneskjur.
Uppreisn gegn
svínræðinu
Látum ekki svína á okkur leng-
ur. Myndum samstöðu og skiljum
að þetta er þjóðfélag allra, ekki
bara örfárra manna. Tökum málin
í okkar hendur. Þjálfum okkur til
að taka völdin á Alþingi, í sveitar-
stjórnum, í verkalýðshreyfingunni
og ekki síst Samvinnuhreyfing-
unni. Gerum uppreisn gegn svín-
ræðinu og kippum undan því stoð-
unum með virkri fjöldahreyfingu í
Flokki mannsins.
Httíundar er tJuJdkeri Flokks
mannsins.
10.000 króna styrk til að greiða
fargjald Jóns Gunnars Árnasonar
frá Svíþjóð til að aðstoða við
uppsetningu verkanna. Stjórn Ný-
listasafnsins hefur því miður eng-
ar skýringar á því hvers vegna
enginn fulltrúi mætti á staöinn
frá Listasafni fslands.
„Skildist mér, að þeir hefðu
verið með í ráðum um uppsetningu
sýningardeildarinnar, og er það
undarlegt því að þeir höfðu ekkert
umboð Listasafns íslands til að
ráðskast með rými þess og hvað
þá heldur rýra hlut safnsins. Hinn
mikli hlutur Nýlistasafnsins á sýn-
ingunum er og til umhugsunar."
Þegar fulltrúi Nýlistasafnsins
mætti til leiks hafði starfsfólk
Sveaborgar hengt upp málverk
Listasafns íslands. Nýlistasafnið
fór nákvæmlega eftir reglum um
innsend verk og var því hlutur
þess sá sami og annarra sýnenda.
„Það, að Nýlistasafnsmenn
kynna sérstaklega Diter Rot og þá
sjálfsagt sem íslenskan listamann
og telja hann hinn eina, er hafi
haft heilbrigð áhrif á íslenzka nú-
tímalist verður að teljast þeirra
einkamál. Þetta er gert með góðri
aðstoð listasagnfræðinga þeirra,
er rita í sýningarskrárnar.
Útlendir mega þó vita, að íslenzk
myndlist er miklu breiðari vett-
vangur en svo, að hann einskorðist
við afurðir frá Nýlistasafninu
ásamt hollenzkum og þýzkum við-
horfum."
í grein Halldórs B. Runólfssonar
sem hann ritar í sýningarbók
kemur fram skoðun hans á þeim
áhrifum sem Dieter Roth hefur
haft á íslenzka myndlist, stjórn
Nýlistasafnsins hefur ekkert við
þessa grein að athuga.
Hr. ritstjóri! Það er vissulega
harmsefni að jafn vel menntaður
maður og Bragi Ásgeirsson skuli
trekk í trekk sjá ástæðu til að
veitast að Nýlistasafninu í Morg-
unblaðinu, vitandi það að enginn
annar aðili á íslandi hefur lagt
jafn mikið af mörkum undanfarin
ár til að kynna góða. myndlist,
heima og erlendis. Það væri vissu-
lega fengur í því ef Bragi Ásgeirs-
son aflaði sér upplýsinga um víð-
tæka starfsemi Nýlistasafnsins og
styddi hana með ráðum og dáð í
framtíðinni, og yrði hans þá lengi
minnzt á spjöldum sögunnar.
Með þökk fyrir birtinguna,
með alúðarkveðjum.
Höfundur er ritari stjórnar Nýlista-
safnsins.
MorgunblaðiA/Ólafur
Gunnsteinn Stefánsson, yfirlæknir, Einar Rafn Haraldsson, framkvæmda-
stjórí, og Þórður Ólafsson, læknir, ræða notkun nýja hjartalínuritans.
Egilsstaðin
Heilsugæzlustöðinni
gefinn hjartalínuriti
Egilsstöóum, 12. október
Félagar í Kiwanisklúbbnum
Snæfelli afhentu í dag forráða-
mönnum Heilsugæslustöðvarinnar
á Egilsstöðum 3ja rása hjartalínu-
rita — en til þessa hafa læknar
heilsugæslustöðvarinnar notast við
ófullkominn og ónákvæman einnar
rásar hjartalínurita við störf sín.
Hinn nýi hjartalínuriti er því kær-
komið tæki sem brýn þörf var fyrir.
Magnús Gunnarsson, formað-
ur Kiwanisklúbbsins Snæfells,
gat þess við afhendinguna að
Kiwanismenn hefðu aflað fjár til
kaupa hjartalínuritans m.a. með
fisksölu á Egilsstöðum, sölu jóla-
korta og kerta svo og útgáfu
þjónustuskrár fyrir Egilsstaði og
nágrenni — sem er og verður
aðaltekjulind þeirra.
Að niðurfelldum aðflutnings-
gjöldum kostaði hjartalínuritinn
um 150.000,- kr.
Magnús Einarsson, stjórnar-
formaður, tók við gjöfinni af
hálfu heilsugæslustöðvarinanr
og þakkaði gefendum. Ennfrem-
ur tók Einar Rafn Haraldsson,
framkvæmdastjóri, til máls og
þakkaði gefendum — yfirlæknir
heilsugæslustöðvarinnar, Gunn-
steinn Stefánsson, lýsti notkun
hjartalínuritans fyrir viðstödd-
um.
Kiwanisklúbburinn Snæfell
var stofnaður 1981.
- Ólafur.
Nýi hjartalínuritinn reyndur á formanni Kiwanisklúbbsins Snæfells,
Magnúsi Guánarssyni.