Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bifreiðastjórar
Viljum ráöa nú þegar bifreiðastjóra, þurfa að
hafa réttindi til aksturs strætisvagna.
Upplýsingar á skrifstofu okkar aö Skógarhlíð
10, símar 20720 og 13792.
Landleiðirhf.
Óskum eftir starfsfólki í pökkun og dreifingu.
Vinnutími frá kl. 4.00-12.00 og 5.00-15.00.
Upplýsingar á staðnum, Skeifunni 11, til kl.
15.00ádaginn.
Meðeigandi
sem gæti lagt fram fjármagn og tekið að sér
framkvæmdarstjórn óskast á auglýsingastofu
sem hefur mikla möguleika, vegna frjós
ímyndunarafls núverandi eiganda.
Tilboö sendist Augl.deild Mbl. merkt:
„Meðeigandi—383“ fyrir 25.10.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast á vistheimili aldr-
aðra á Stokkseyri. Húsnæði fyrir hendi. Uppl.
í síma 99-3213 milli kl. 8-16 virka daga og í
síma99-3319e. kl. 16.00.
Hafnarfjörður
— blaðberar
Blaðbera vantar við Suðurgötu — Strand-
götu. Upplýsingarísíma 51880.
jHfltgiMiftfafttft
Jarðvinnuverkstjóri
Óskum að ráða verkstjóra vanan sprengju-
vinnu til starfa erlendis.
Upplýsingar í síma 81935.
ístak hf.
luiltóf
SáWHSlHN MH EIDHIIS- 06 B0R9IÚNDD
Oskum eftir fólki til afgreiðslustarfa í verslunina
Búbót. Umsækjendur skili umsóknum til augld.
Mbl. merktar: „B — 3425“fyrir25. októbernk.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Bókhald
Óskum eftir að ráða starfsmann vanan bók-
haldsstörfum. Uppl. veittar á staðnum hjá
starfsmannastjóra.
/MIKLIG4RÐUR
MARKADUR ViÐ SUND
Sími83811.
Skrifstofustarf
Fyrirtæki í miðborginni auglýsir starf í inn-
flutningsdeild við bankaviöskipti, tollskjöl,
verðútreikninga, vélritun o.fl.
Umsóknir meö upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir föstu-
daginn 25. október merkt:
„Skrifstofustarf — 3247“.
Atvinna í boði
Starfsfólk óskst til almennra veitingastarfa.
Uppl. ástaðnummiövikudagmillikl. 14og 17.
POTTURINNi
OG _
PRNB
Vantar þig atvinnu?
Viltu vinna í rólegu umhverfi? Vistheimili aldr-
aðra á Stokkseyri óskar eftir reglusömu
starfsfólki. Vaktavinna. Húsnæði og fæöi á
staönum. Einnig vantar mann í viöhalds- og
umsjónarstarf. Uppl. í síma 99-3213 milli kl.
8og 16 virka daga og í síma 99-3310 e.kl. 16.00.
Bygginga-
verkfræðingur
Óskum aö ráöa til starfa erlendis verkfræðing
vanan verkframkvæmdum.
Upplýsingar í síma 81935.
istak hf.
raðauglýsingar — raöaugiýsingar — raöaugiýsingar j
til sölu
R-númer
Til sölu mjög gott og lágt R-númer.
Tilboð með upplýsingum sendist augld. Mbl.
merkt: „ R -12 94 56 00“ sem fyrst.
Ljósritunarvélar
Höfum til sölu nokkrar vel með farnar Ijósrit-
unarvélar á góðu verði og greiðslukjörum.
Ekjaran
ÁRMÚLA 22, SÍMI83022108 REYKJAVÍK
Refahvolpar
Til sölu verða refahvolpar flokkaðir í desem-
ber. Blárefur skoskur, blárfur skoskur/norsk-
ur, blárefshögnar norskir. Einnig skuggarefa-
hvolpar af sama kyni. Uppl. í síma 99-1999.
Blindingsleikur
IVyndböncl
Árni Þórarinsson
Á árunum kringum 1970 lék
Mia Farrow í nokkrum spennu-
myndum sem allar gengu út á
það að einhverjir vondir menn
eða ill öfl gerðu sitt ýtrasta til
að hræða líftóruna úr henni.
Frægust var vitaskuld Rose-
mary’s Baby þar sem Mia Farrow
lék titilhlutverkið og var ofsótt
af sjálfum djöflinum, en ég hef
áður fjallað um hana í þessum
dálkum. önnur slík æfing í terr-
oríseringu á ungum sakleysingj-
um í gervi Farrows sem hér er
fáanleg á myndböndum er bre,ska
myndin Blind Terror frá árinu
1971 sem í Bandaríkjunum var
nefnd See No Evil.
Titillinn segir sitt af hverju
um eðli þessa þrillers. Blind
Terror byggir á ekki ósvipaðri
hugmynd og mynd Blake Ed-
wards Wait Until Dark. Þar lék
Audrey Hepburn blinda konu
sem sætir ofsóknum brjálaðs
morðingja í íbúð sinni. Hér er
Mia Farrow ung stúlka sem í
upphafi snýr aftur til raunveru-
leikans eftir langa sjúkrahúsvist
vegna slyss, en í þessu slysi hefur
hún misst sjónina. Hún dvelst
hjá auðugum ættingjum sínum á
afskekktum herragarði í enskri
sveit. Þegar fjölskyldan öll er
myrt á hinn hroðalegasta hátt á
heimilinu snýst myndin upp í
ójafnt einvígi hinnar blindu
stúlku og hins sjáandi morð-
ingja.
Hugmyndin að spennunni er í
raun aðeins ein, þ.e. hvort
Farrow sem er eins auðveld bráð
og hugsast getur vegna blindu
sinnar tekst að sigrast á fötlun-
inni. Áhorfandinn er ævinlega
nokkrum skrefum á undan henni;
hann sér líkin í húsinu löngu
áður en hún rekst á þau og hann
fær að fylgjast með aðdraganda
morðanna, — en þó aðeins til
hálfs. Myndin leyfir áhorfanda
ekki að sjá framan í morðingj-
ann, heldur sýnir hann aðeins
neðan mittis með sérstakri
áherslu á kúrekastígvél hans.
Þannig er leikurinn jafnaður
örlítið í þágu söguhetjunnar.
Blind Terror snýst fyrst og
fremst um hvort Farrow sleppur
lifandi frá hildarleiknum, en
spurningin um hver morðinginn
sé verður hálfgildings aukaat-
riði. Og þótt það komi í ljós undir
lokin fáum við engar haldgóðar
skýringar á ástæðum morðanna.
Mia Farrow — óskaplega hrædd
rétt einu sinni.
Eint.a helst mætti skilja Blind
Terror sem áróður gegn svoköll-
uðum „ofbeldismyndum" því það
fyrsta sem sýnt er í myndinni
er morðihginn í kúrekastígvélun-
um að koma út úr bíói þar sem
verið er að sýna myndir með
þeim lystaukandi nöfnum „Morð-
in í nunnuklaustrinu" og „Nauðg-
arasöfnuðurinn". Auðvitað er
Blind Terror vita marklaus sem
slíkur áróður, því sjálf er myndin
ansi nálægt ódýrum ofbeldis-
formúlum.
En hún er samt þokkalega
grípandi skemmtun. Tveir þraut-
reyndir jaxlar í faginu, Brian
Clemens handritshöfundur og
Richard Fleischer leikstjóri,
klúðra fáu þótt vinnubrögðin séu
dálítið klisjukennd og Mia
Farrow er upplögð sem hið varn-
arlitla fórnarlamb. Hún losnaði
fyrir rest úr hlutverkum af þessu
tagi og þegar síðast fréttist var
hún helsta fórnarlamb hinna
heillandi sálflækja Woody All-
ens. Góð skipti það.
Stjörnugjöf: Blind Terror trtr