Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 3

Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 B 3 Konurnar héldu myndarlega upp á daginn á Sauðárkróki Sauðárkróki, 24. október. KONUR á Sauðárkróki béldu myndarlega upp á kvennadaginn. í morg- un gengu þær fylktu lidi frá Fjölbrautaskólanum aö Hótel Mælifelli þar sem þær drukku morgunkaffi og réðu ráðum sínum. Verkakvennafélagið Aldan stóð fyrir samkomu í Bifröst, sem hófst kl. 14. Þar var fjöldi fólks — að sjálfsögðu aðallega konur — en þeim karlmönnum, sem létu sjá sig var tekið með miklum fögnuði og rausn. Veit- ingar voru á borðum, ræður fluttar, sungið af krafti og hóp- dans stiginn. Margar konur tóku sér frí frá störfum í dag og olli það nokkurri röskun hjá sumum stofnunum og fyrirtækjum. Karlmenn reyndu að bæta þar úr með misjöfnum árangri. Um kvöldið var svo mannfagn- aður í Miðgarði á vegum Sam- bands skagfirskra kvenna. Með- fylgjandi myndir eru frá sam- komunni í Bifröst. - Kári m MorgunblaSið/Sverrir Pálsson Konur a Akureyri KONUR á Akureyri tóku virkan þátt í dagskráratriöum kvennafrídagsins. Hér má sjá þéttskipaðan sal í Alþýðuhúsinu, en þar var opið bús allan daginn. Um 2.000 konur rituðu nöfn sín í gestabók hússins á kvennafrídaginn. 4 Ziirich er næsli alþjóðaflugvöllur við yfir 40 skíðastaði í Austurríki, Sviss og Liechtenstein - Við fljúgum þangað í skíðabók Peter Stuyvesant og Daily Mail segir meðal annars um nokkra þessara staða: AUSTURRÍKI Brand :? Stórgóður staður fyrir byrjendur og meðalgóða skíðamenn. Góður Qölskyldustaður. Barna- heimili. Góður skíðaskóli. • Göngubrautir. Tveir innanhúss tennisvellir. Óformlegt og Qör- ugt skemmtanalíf. Biirserberg 12.40) Rólegur og fallegur staður, lítill en vel skipulagður. Góður fyrir byrjendur og meðalgóða skíða- menn. Tilvalinn fyrir foreldra með ung börn. Góður barna- skíðaskóli. Löng sleðabraut og göngubraut. Diskótek og dans í nokkrum hótelanna. Gangellen o.ioj Fyrsta flokks lítiil skíöastaður. Vingjarnlegt andrúmsloft. Góð- ur fyrir byrjendur og meðalgóða skíðamenn. Tilvalinn fyrir Qöl- skyldur. Gott barnadagheimili. Fjölbreytt skemmtanalíf. Gurtís (2.30) Prýðilegur staður fyrir byrjendur og skíðafólk á öðru ári. Ef þið eruð á bíl geta reyndir skíða- menn fundið fjölbreyttari svæði á nærliggjandi stööum, svo sem Brand, Schruns, Tschagguns, Gargellen og Gaschuren. Frekar lítið skemmtanalíf. St Anton moi Alþjóðleg skíðamiðstöð. Reyndir og góðir skíðamenn njóta sín best þarna en það er líka ágæt- lega hugsað um byrjendur. Skíðaskóli með 300 kennurum. Mikið og Qölbreytt skemmtana- líf. Stuben o.soi Alltaf nógur snjór. Gott svæði fyrir meðalgóða og mjög góða skíðamenn. Þótt gert sé ráð fyrir byrjendum er þetta ekki heppi- legasti staðurinn fyrir þá, og ekki fyrir börn. í grenndinni eru St. Anton, Zúrs og Lech og mögu- leikarnir því ótæmandi fyrir þá sem eru á bíl. Fjörugt skemmt- analíf. SVISS Andermatt 13.201 Stórskemmtilegt þorp í fögru umhverfi. Hentugt fyrir fjöl- skyldur. Löng „vertíð" og nógur snjór. Hentar öllum en meðal- góðir og mjög góðir skíðamenn munu njóta sín best. Litlar bið- raðir nema um helgar. Skemmt- analíf óformlegt og Qörugt. Braunwald 12.10) Mjög hlýlegt og líflegt þorp. Fyrsta flokks fyrir börn. Hentar aðallega byrjendum og meðal- góðum skíðamönnum. Brekkur einkum mót suðri og mjög sól- ríkar. Góður skíðaskóli. Davos 14.551 Með bestu skíðastöðum í heimi. Löng „vertíð" og nógur snjór. Góð Qallaveitingahús. Barnaheimili og fínar barna- brekkur. Geysileg Qölbreytni fyrir góða skíðamenn. Sextán nætur- klúbbar og tugir smábara segja sitt um skemmtanalíf. Klosters <4.301 Klosters er hrífandi staður og góður fyrir þá sem vilja minna og hlýlegra þorp en Davos. Hentar öllum skíðamönnum. Eitt af bestu skíðasvæðum í heimi. Barnaheimili. Fjölbreytt skemmtanalíf. Pontresina 15.301 Hér um bil allar tegundir vetrar- íþrótta. Óvíða betri brekkur eða göngubrautir. Ágætt skemmt- analíf. Mikið af ungu fólki. Miirren (5.30 Dæmigert Alpaþorp. Hentugt fyrir Qölskyldur. Barnabrekkur og barnaheimili. Góðar göngu- brautir. Þétt lyftunet. Hentar öllum skíðamönnum. Óform- legt og létt skemmtanalíf. UECHTENSTEIN Malbun 12.301 Þetta einstaklega hrífandi land. milli Austurríkis og Sviss, höfðar til allra sem hafa í sér snefil af rómantík. Svona hlýtur Rúritanía að hafa verið. Þetta er lítill og frekar rólegur skíðastaður. Góð- ur fyrir byrjendur og Qölskyldur en annars takmarkaður. Skemmtanalíf ekki Qölbreytt en hlýja og gleðiyfiröllu mannlífi. 3fARNARFLUG Lágmúla 7. simi 84477

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.