Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Bladburöarfólk óskast! Ingólfsstræti Leifsgata Hverfisgata 65—115 Barónstígur 4—33 Laugavegur 34—80 ‘ Kvennafrídagurinn: Vinnustaðir á Selfossi að mestu kvenmannslausir SelfosNÍ, 24. október. KONUR á Selfossi tóku virkan þátt í kvennafrídeginum í dag og tóku sér frí frá störfum þeim er þær vinna utan heimilis. Stærstu vinnustaóir kvenna voru lokaöir í dag og haldið gangandi af körl- um sem tóku á sig „neyðarvakt- ir“ í tilefni dagsins. Dagurinn rann upp með því að morgunhanarnir sem mæta í sundlaugarnar urðu frá að hverfa þar sem allt var lokað þegar að var komið, þó vinna þar líka karlar, en sú skýring var nefnd að líklega hefði eig- inkona karlsins tekið sér frí frá því að vekja hann. Dagvistarstofnanir voru lok- aðar í dag og einnig heilsu- gæslustöðin og sömu sögu var að segja um Vöruhús KÁ en þar starfa konur í miklum meirihluta. í bönkunum vinna margar konur og þar var sömu sögu að segja nema hvað karl- menn sátu þar í sætum kvenna til að bankarnir héldu andlit- inu. í skólunum var frí hjá velflestum kvenkennurum og stúlkur í Gagnfræðaskólanum og í Fjölbrautaskólanum tóku sér einnig frí frá námi allan daginn eða hluta úr degi svona til að minna á sig. Á sumum vinnustöðum s.s. í Mjólkurbú- inu og í Sláturfélaginu fór hluti kvennanna í frí en aðrar unnu sinn dag. Ekki var um neina dagskrá að ræða af hálfu kvenna í dag hér á staðnum en margar kon- ur fóru til Reykjavíkur á úti- fundinn sem þar var haldinn og til að líta inn í kvenna- smiðjuna í Seðlabankahúsinu. Líklegt verður þó að telja að margar konur hafi verið heima við og sinnt sínu húsmóður- starfi þennan dag án annarra launa en þeirra óbeinu sem fyrir slík störf er að hafa. Sig Jóns. KRISTALSTÆR Nýi myndlampinn í Nordmende sjónvarpstækjunum hefur 4 afgerandi nýjungar framyfir keppinautana. 1. Skjárinn er flatur og hornréttur og býður upp á bjartari mynd alveg út í hornin. 2. Dregið hefur verið úr endurspeglun ljósa úr umhverfinu, þannig að skerpan hefur aldrei verið betri. 3. Myndlampinn er þannig samsettur að lóðréttir, svartir borðar eru settir á ónotuðu svæðin á innra yfirborði skjásins og þeir gegna því hlutverki að afmarka fullkomlega jaðar fosfórsins. Ut- koman er svo hárfín litaupplausn, að annað eins hefur ekki sést áður. 4. Nýja rafeindakerfið skapar svo kristaltæra mynd á skjáinn, að það er eins og þulurinn sé kominn inn í stofu til þín. SÍMI 29800 V® TÖKUM VEL A MÓTI ÞÉR NORDMENDE HEFUR AFGERANDI YFIRBURÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.