Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
B 9
Starfsmönnum heilbrigöisyfirvalda ... og öörum
sérfræöingum ber saman um aö óhæfir læknar
kosti heilsugæsluna í Bandaríkjunum miUjaröa
dollara á ári
SJÁ: DÝRT SPAUG
DYRTSPAUGl
Stundum
ættu læknar
ekki aö
ganga lausir
Eftir áratuga aðgerðarleysi
ætlar Bandaríkjastjórn, iðn-
aðurinn í landinu og heilbrigðis-
yfirvöld loksins að ráðast til atlögu
við læknastéttina og það ófremd-
arástand sem ríkir hjá hluta henn-
ar.
Læknishjálp í Bandaríkjunum
er yfirleitt mjög góð en samt sem
áður má finna innan um lækna,
sem eru drykkjumenn, eiturlyfja-
sjúklingar, elliærir, illa menntað-
ir, óheiðarlegir, óákveðnir, truflað-
ir á geði eða á einhvern annan hátt
ófærir um að vinna sitt verk. Þetta
á að sjálfsögðu við um flestar
starfsstéttir en munurinn á lækn-
um og öðrum er sá, að mistökin
þeirra geta haft dauðann í för með
sér. Ýmis samtök lækna áætla t.d.
sjálf, að á hverjum tíma séu
5—10% læknanna óvinnufærir og
ættu ekki að koma nálægt sjúkl-
ingi.
Áhyggjur af sívaxandi útgjöld-
um til heilbrigðismálanna, sem nú
eru talin rúmur milljarður dollara
á dag, hafa neytt menn til að gera
eitthvað í málinu enda er það dýrt
að hafa menn í vinnu, sem ekki
geta skilað sínu verki. Af þessum
sökum er nú unnið skipulega að
því að fá fólk til að leita ekki til
lélegra lækna og sumir læknar
hafa verið sviptir lækningaleyfi
og aðrir settir í endurhæfingu.
Starfsmönnum heilbrigðisyfir-
valda, talsmönnum læknafélaga
og öðrum sérfræðingum ber saman
um, að óhæfir læknar kosti heilsu-
gæsluna í Bandaríkjunum millj-
arða dollara á ári hverju. Mistökin
valda því, að sjúkralegan verður
lengri, fólk þarf að leggjast oftar
en ella, gera verður fleiri dýrar
aðgerðir og loks eru það lögsóknir,
sem kosta milljónir dollara.
Nýlegar upplýsingar um lélega
læknisþjónustu á bandarískum
herspítölum og efasemdir um
læknisaðgerðina, sem gerð var á
Ronald Reagan í júli sl., hafa orðið
til að vekja enn meiri athygli á
þessu máli en ella. Meginvandinn
er það sundurlausa kerfi aga-
nefnda, sem þróast hefur á þessari
öld. Sjúkrahús, læknafélög, leyfis-
nefndir ríkjanna og landssamtök
fjalla öll um mál þeirra lækna, sem
lögsaga þeirra nær til, og hvert
um sig reynir að verja sinn skika
án tillits til nokkurs annars. óhæf-
ur læknir hrökklast þess vegna
frá einu sjúkrahúsinu til annars
og úr einu ríkinu í annað en enginn
einn hefur yfirsýn yfir allt sviðið.
„Það eru aðeins ríkin sjálf, sem
veita lækningaleyfi," segir Donald
Foster, aðstoðaryfirmaður svika-
máladeildar dómsmálaráðuneytis-
ins, „og ætlast er til þess, að
læknafélögin fylgist með sínum
mönnum. Mistökin í þessum mál-
um eru hins vegar svo mikil, að
augljóslega verður eitthvað að
gera og líklega neyðist ríkið til að
grípa í taumana."
Foster og aðrir benda á máli
sínu til stuðnings, að í fyrra komst
það upp, að nokkur þúsund manns,
sem aldrei höfðu stundað læknis-
HORMUNGARI
Iborginni Bhopal á Indlandi er
fólkið enn að deyja, sem varð
fyrir eiturgufum frá verksmiðju
Union Carbide-fyrirtækisins.
Þúsundir annarra fórnarlamba
berjast við að ná andanum þar sem
þau veslast upp í hreysunum í
grennd við verksmiðjuna, sem hef-
ur nú verið yfirgefin og er að verða
ryði að bráð.
Það eru meira en níu mánuðir
liðnir frá því gaslekinn varð og ail-
ar þær konur sem voru barnshaf-
andi, þegar ósköpin dundu yfir
þann 3. desember 1984, hafa ann-
aðhvort fætt börnin sín eða misst
fóstrin. Læknar halda þvi fram, að
eitrunin hafi valdið því að fjölmörg
fóstur hafi látist í móðurkviði
langt fram eftir marzmnauði síð-
astliðnum.
„Enn þann dag í dag sjáum við
eitt eða tvö lík á hverri viku þar
sem gasið hefur verið banameinið,"
segir Heersh Chandra læknir, sem
er yfirmaður réttarlækninga- og
eiturefnadeildar hins virta
Gandhi-læknaskóla í Bhopal.
„Og hér er aðeins um þau lík að
ræða, sem mér eru send til krufn-
ingar. Deyi fórnarlömbin í heima-
húsum eða annars staðar utan
sjúkrahúsa, þá fréttum við ekki af
því. Fólki hér er ekkert um krufn-
ingar gefið. Af hverjum 100 íbúum
hér í Bhopal sem látast eru að
minnasta kosti 98 brenndir án
krufningar. Þess vegna tel ég mjög
líklegt að mun fleiri látist ennþá af
völdum eiturgufunnar en við fáum
sannanir fyrir hér,“ segir Chandra
ennfremur.
Opinberir embættismenn í Bhop-
al áaetla, að um 2.500 manns hafi
ltiast strax og slysið varð, en menn
gera sér samt grein fyrir því, að
aldrei verði vitað með fullri vissu
um tölu látinna, því heilu fjölskyld-
urnar týndu lífinu og enginn varð
eftir til þess að veita yfirvöldunum
upplýsingar. Ekki bætir það heldur
úr skák að lík fjölda fólks voru
brennd samtímis og skortur er á
áreiðanlegum manntalsskýrslum.
Sumir embættismenn fullyrða,
að um fjórar þúsundur hafi farizt,
þegar hvítt eiturský lagðist yfir
kofana í grennd við verksmiðju-
byggingunna, þar sem fólk var í
fasta svefni. Langmestur hluti
mál, höfðu keypt sér fölsk skírteini
og störfuðu sem læknar.
Það mat, að fimm til fimmtán
læknar af hverjum hundrað ættu
að hætta störfum alveg eða um
stundarsakir, er byggt á tölum um
áfengissýki, eiturlyfjanautn, geð-
veiki, glæpi og önnur vandamál
meðal Bandaríkjamanna almennt.
Ýmis atvik úr daglega lífinu sýna
vel hvað við er að fást.
Læknir nokkur í Indiana var
fyrir ekki löngu dæmdur í fangelsi
en meðal annars, sem honum var
gefið að sök, var að hann hafði
kastað eldsprengju inn í járn-
vörubúð, lagt á ráðin um að
sprengja upp aðra verslun, fengið
tvo sjúklinga með eiturlyfjum,
peningum og ókeypis læknishjálp,
til að reyna að dreþa tvo lækna
og reynt að fá tvo aðra sjúklinga
til að brenna heilsugæslustöð.
Hann var seinna sviptur lækninga-
leyfi.
í Illinois var læknir, sem hafði
verið lögsóttur a.m.k. 13 sinnum
fyrir mistök í starfi, dæmdur til
að greiða konu nokkurri, fyrrum
sjúklingi sínum, 9 milljónir doll-
ara. Hún er jafnvel ófær um að
tala, eftir að hann hafði gert að-
gerð á nefi hennar. Læknirinn
hefur ekki enn verið sviptur leyfi.
Sjaldgæft er, að læknaráðin í
ríkjunum svipti menn leyfi og það
er jafnvel fátítt líka, að beitt sé
minniháttar refsingum. I Banda-
ríkjunum var á síðasta ári aðeins
fundið að verkum eins læknis af
hverjum 318. Var þá oftast um að
ræða áminningar eða aðrar að-
gerðir, sem ekkert komu starfs-
leyfi læknisins við.
- JOEL BRINKLEY
Og enn fjölgar fórnar-
lömbum eiturgassins
FJÖLDAGRÖF: stundum var eng-
inn af fjölskyldunni eftir til frásagn-
ar.
þessa fólks bjó við sárustu fátækt.
Um 200 þúsund manns til viðbótar
urðu fyrir eituráhrifum og um 60
þúsund þeirra eiga enn við alvar-
lega sjúkdóma að stríða.
Chandra læknir, sem stjórnar
rannsókninni á afleiðingum gaslek-
ans, segir, að þeir sem látizt hafi
undanfarna mánuði hafi verið með
margs konar skemmdir á liffærum.
„Krufningar okkar leiða i ljós
skemmdir á lungum, heila, nýrum
og lifur,“ segir hann.
Læknar og embættismenn eru
einnig að kanna óvenju mörg fóst-
urlát og andvana fæðingar hjá
mæðrum sem urðu fyrir eituráhrif-
um.
„Eiturgufurnar höfðu mikil áhrif
Ofsóknir skólasystk-
ina enda með ósköpum
Fyrir skömmu fannst 14 ára
gamall japanskur unglingur
sem hafði hengt sig á hlöðulofti.
Hann hét Seiji Sato og var búsett-
ur i Fukushima. 1 skólatöskunni
hans fannst miði þar sem á stóð:
„Láttu okkur fá 15 þúsund jen og
vélhljólið þitt. Að öðrum kosti
verður þú tekinn í gegn.“ Lögregl-
an kvað upp úr um að Seiji hefði
fyrirfarið sér vegna ofsókna skóla-
félaga sinna. Yfirheyrslur leiddu i
ljós að hann hafði mánuðum
saman orðið fyrir áreitni og fjár-
kúgun af hálfu bekkjarsystkina
sinna. Yfirleitt er litið um ofbeld-
isverk i Japan og þjóðin er lög-
hlýðin og siðavönd. Eigi að síður
líður varla sú vika að skólabörn
verði ekki fyrir aðkasti og ofsókn-
um af hálfu félaga sinna.
Á fyrri helmingi þessa árs var
vitað um 251 tilvik, þar sem lög-
reglan hafði afskipti af ofbeldi og
þvingunum af þessu tagi. Á þessu
tímabili sviptu þrir unglingar sig
lífi, tvær 13 ára gamlar stúlkur
og 14 ára drengur, vegna þess að
þau gátu ekki afborið ofsóknirnar,
kom fram í rannsókn lögreglunnar
á fóstrin. Þau hafi skort súrefni
vegna þess að gasið olli öndunar-
erfiðleikum hjá mæðrunum, oft um
margra mánaða skeið og í sumum
tilvikum verða öndunarerfiðleik-
arnir varanlegir," að sögn
Chandra.
í sjúkrahúsi, sem ríkið hefur
komið upp í grennd við slysstaðinn,
er stöðugur straumur fólks sem
leitar aðstoðar. Læknarnir segja,
að flestir sjúklinganna sem þangað
komi til meðferðar, kvarti um önd-
unarerfiðleika og ókennilega verki
í kviðarholi, svo og magnleysi og
lystarleysi.
„Við höfum meðhöndlað um 60
þúsund manns fram að þessu. Um
40% þeirra þjást af sjúkdómsein-
kennum í lungum og um 45% af
sjúkdómseinkennum í maga,“ segir
dr. N.R. Bhandari, sem er formaður
læknanefndar þeirra sem ríkis-
stjórnin skipaði til að hafa eftirlit
með aðstoðinni við fórnarlömbin.
Umhverfis verksmiðju Union
Carbide í Bhopal sprettur nú hátt
gras og fáeinir verðir hafa eftirlit
með henni. „Niður með heimsvald-
astefnuna” hefur verið málað með
hvítri málningu rétt við aðalhliðið.
Að öðru leyti er þar ekkert um að
vera, nema hvað sjúk fórnarlömbin
safnast þangað öðru hvoru til að
mótmæla og krefjast hjálpar.
- RICHARD S. EHRLICH
á málsatvikum. í skýrslunni segir
að ofbeldisverk á veikburða og
varnarlausum skólabörnum eða
svokölluðum „kennarasleikjum"
væru algengust.
Fyrr á þessu ári var ráðizt á 14
ára heyrnarskerta stúlku. Logandi
sígarettum var stungið í hörund
hennar og hún var afklædd og
barin. í ljós kom að bekkjarfélagar
hennar höfðu verið þar að verki,
stúlkur jafnt sem piltar.
Oft ráðast ofbeldishneigðir
unglingar aö börnum Japana sem
lengi hafa búið og starfað erlendis
og skera sig því að ýmsu leyti úr.
Margir líta þannig á að ofbeldis-
verkin endurspegli ákveðna þætti
í japönsku samfélagi, þ.e. skort á
umburðarlyndi gagnvart þeim sem
eru frábrugðnir öðrum á einhvern
hátt, eru til dæmis af öðrum kyn-
þætti, óframfærin, minni máttar
eða hafa öðruvísi reynsluheim en
allur fjöldinn.
Þetta skýrir á hinn bóginn ekki
hvers vegna ofbeldisverk og áreitni
hafa á tiltölulega skömmum tíma
orðið eins konar þjóðarböl, sem
nauðsynlegt hefur reynst að ráðast
gegn. Hafa menn í því sambandi
nefnt nauðsyn þess að reisa eins-
konar leiðbeiningastöðvar þar sem
foreldrar og börn geti fengið sér-
fræðilega aðstoð.
Sú skoðun nýtur og stöðugt
meira fylgis að ofbeldisverkin eigi
ekki rætur að rekja til þess aga-
leysis og frjálslyndis, sem smám
saman hafa rutt sér til rúms í
japönsku samfélagi, heldur jafnvel
hins gagnstæða. Það er krafan um
undirgefni, löghlýðni og refsing-
arnar fyrir smávægilegustu frávik
sem veldur því að upp úr sýður.
þetta var staðfest fyrir nokkrum
árum þegar nemendur í ýmsum
skólum gerðu uppreisn gegn kenn-
urum sínum og kemur enn fram,
þegar þeir nú láta til skarar skríða
gegn skólasystkinum sínum.
„Með því að grípa til ofbeldis eru
börnin í rauninni að hefna sín fyrir
kúgun og harðstjórn,“ segir
Masayuki Hayashi, japanskur
fræðimaður sem hefur skrifað
mikið um menntamál.
I apríl síðastliðnum birtist grein
í hinu frjálslynda blaði Asahi
Shimbun. Þar var komist svo að
orði að japönsk börn væru flokkuð
eins og gallaðar agúrkur, sem
kaupmenn fleygðu ef þær væru
óseljanlegar. Skólinn hafnaði þeim
sem ekki stæðust ítrustu kröfur
og á sama hátt höfnuðu nemendur
þeim félögum sínum sem væru á
einhvern hátt öðruvísi en fjöldinn.
ROBERT WHYMANT