Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR27. OKTÓBER1985
AÐALFUNDUR
Landsmálafélagsins VarÖar veröur haldinn
29. október n.k. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu
Valhöll Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Vörn fyrir velferöarríkiö,
ræöa Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra.
Stjórnin.
HLUTABRÉFA
MARKAÐURINN
TILKYNNIR:
HAMPIÐIAN HF
HEFUR FAUD OKKUR
ADANNAST SÖUJ
NÝRRA HLUTABRÉFA
í FÉLAGINU
Þau bréfsem seld verða aðþessu sinni eru að nafnverði kr. 5,5 milljónir.
Bréfin verða seld á genginu 110.
Lágmarkssala til hvers kaupanda verður kr. 100.000 á nafnverði.
Sala hefst 7. nóvember næstkomandi og henni lýkur 15. nóvember.
Á þessu ári verður ekki um frekari útgáfu hlutabréfa að ræða, en skv.
ákvörðun félagsins verða á árinu 1986 seld bréf að nafnverði
kr. 6 milljónir.
í dag er hlutafé að nafnvirði 78,5 milljónir króna.
Hampiðjan er eitt fárra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði laga nr. 9 frá 1984
og vísast til ákvæða þeirra um skattfríðindi við kaup á hlutabréfum.
Viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni eru frjáls á sama hátt og með
almenn viðskiptabréf.
FRÁ OG MEÐ MÁNUDEGINUM 28. OKTÓBER LIGGJA
UPPL ÝSINGAR FRAMMIÁ SKRIFSTOFU OKKAR.
Revkiavík. 27. október 1985.
Hlutabréíamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12,3. h. Reykjavík. Sími 21677
Góóu gæjarnir — Robert llrich og Timothy Hutton sem bræóurnir í
Turk 182.
Góðir gæjar gegn
vondum köLlum
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Bíóhöllin: Einn á móti öllum —
Turk 182 ★ ★
Bandmrísk. Árgerð 1985. Handrit:
James Gregory Kingston, Denis
Hamill, John Hamill. Leikstjóri:
Bob Clark. Aðalhlutverk: Timothy
Hutton, Robert Urich, Robert Culp,
Kim Cattrall, Peter Boyle, Darren
McGavin.
Ofvaxið barnabíó, er það
skásta sem mér dettur í hug að
segja um Turk 182. Gamla
bandaríska klisjan um góða
gæjann sem segir vondu köllun-
um stríð á hendur er hér þrykkt
rétt eina ferðina enn á alein-
faldasta hátt en með miklum
viðbúnaði.
Aumingja Timothy Hutton,
einn efnilegasti leikari Banda-
ríkjanna af yngri kynslóð, hefur
látið plata sig til að leika ungan
New York—búa sem ákveður að
hefna harma fyrir bróður sinn,
fyrrum brunavörð sem sviptur
er örorkulífeyri eftir slys við
björgunaraðgerðir úr eldsvoða
utan vinnutíma. Hutton leitar
réttar hans með því að grafa
undan spilltum borgarstjóra
New York sem gerir hann að
hálfgildings þjóðhetju — að
sjálfsögðu.
öll undirbygging þessarar
sögu, reyndar yfirbyggingin líka,
er með eindæmum illa unnin og
meira og minna út í hött. Stund-
um er eins og höfundar taki efnið
alvariega, þeir þykist vera að
skjóta á kerfiskallana sem fjar-
lægst hafa litla manninn sem
kerfið á að þjóna. Slík ádeila er
ekki marktæk. Stundum nálgast
myndin fjölskylduharmleik
þeirra bræðra. Það verður heldur
ekki marktækt. En þegar Turk
182 leyfir sér að vera sú della sem
hún er, þá getur verið dálítið
gaman að henni. í henni er slæð-
ingur af fyndnum smáatriðum
og Robert Culp, sem ekki hefur
sést á tjaldinu í mörg ár, er svo
skemmtilega kvikindislegur í
hlutverki borgarstjórans að
unun er að fylgjast með niður-
lægingu hans. Og þótt Bob Clark
leikstjóri kláms sé fremur kænn
kvikmyndagerðarmaður eins og
sannast á syrpu hans sem kennd
er við Porky’s, má hann eiga það
að hann heldur uppi sæmilegum
hraða í Turk 182. Af því leiðir
að þessi annars ómerkilega mynd
er gjaldgengt þrjúbíó.
Tootsie
fyrir táningana
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Ein af strákunum —
One of the Guys
Leikstjóri Lisa Gottlieb. Handrit
Dennis Feldman og Jeff Franklin.
Tónlist Tom Scott. Aðalleikendur
Joyce Heyser, Clayton Rohmer,
Billy Jacoby, Tony Hudson, Will-
iam Zabka. Bandarisk frá Tri
Star/Columbia, gerð 1985.
Léttasótt unglingamynda-
framleiðenda linnir ekki, af-
raksturinn flæðir látlaust inná
tjðld kvikmyndahúsanna. Þess-
um gagnrýnanda frekar til skelf-
ingar en hitt, því þegar maður
er búinn að hesthúsa á annan tug
slíkra mynda á nokkrum mánuð-
um, þá er orðaforðinn hartnær
þurrausinn, svo nauðalikar eru
þær hver annarri.
öllum til guðsblessunar kveð-
ur þó við örlítið breyttan tón
hjá framleiðendum Einnar af
strákunum, því hér er á ferðinni
táningaútsetning Yentls, Tootsie
og Victors, Victoriu. Fjallar um
stúlku sem skiptir um skóla
íklædd karlmannsgerfi. Þannig
útlítandi telur hún sig eiga öllu
betri möguleika á að blaða-
mannahæfileikar hennar fái að
njóta sannmælis á komandi
námskeiði.
En sæt og barmfögur stúlka
hlýtur fljótlega að lenda í vand-
ræðum i karlmannsham, og svo
fer líka hér. Það koma upp
margar, broslegar aðstæður sem
kvikmyndagerðarmenn afgreiða
oftast með þokkalegum árangri.
Handritshöfundur er greinilega
(þjófóttur) húmoristi og ófeim-
inn við að leita uppi aðhláturs-
efni innan klæða, á þeim svæðum
sem oftast eru vel hulin mann-
legu auga. Þá er farið, af veikum
mætti, inná stöðu kvenna, en öll
fara þau kvenréttindamál fyrir
ofan garð og neðan.
Þessi margþvælda formúla er
því nokkuð frábrugðin þeim
fyrri, umgerðin sjálf, skólalífið,
samdráttur unglinganna skoðað-
ur frá nýju sjónarhorni og það
lukkast á köflum. Frambærilegir
leikarar hjálpa talsvert uppá
sakirnar.