Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNfcUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Ásdís Emilsdóttir SvavarA. Jónsson Kirkjuþing og kirkjuráð vilja afnema prestkosningar Kristján Þorgeirason kirkjuráðs- maður. Rætt við Kristján Þorgeirsson Kirkjuþing stendur nú yfir. Það hófst hinn 22. októ- ber og stendur til 31. október. Það er nú haldið í safnað- arheimili Bústaðakirkju í Reykjavík. Hvað gerir Kirkjuþing? Við tókum Kristján Þorgeirsson kirkjuþingsmann tali um það, en Kristján situr einnig í Kirkju- ráði. Kirkjuþing á að eiga frum- kvæði að málum sem efla krístni f landinu og fjalla um mál, sem biskup, Kirkjuráð, Alþingi, ráð- herra eða aðrír vísa til þingsins. Kirkjuþingsmenn bera svo sjálf- ir upp mál, sem þeir hafa áhuga á innan þessa ramma. Hverjir sitja á kirkjuþingi? Á kirkjuþingi sitja kjörnir fulltrúar frá kjördæmunum 9, einn prestur og einn leikmaður úr hverju, nema tveir prestar og > tveir leikmenn úr Reykjavíkur- kjördæmi. Þá er þar fulltrúi guðfræðideildar og fulltrúi presta í sérþjónustu og fulltrúi kirkjumálaráðherra. Biskup á sjálfkrafa setu á þinginu og vígslubiskupar eiga þar líka sæti en hafa ekki atkvæðisrétt. Hvað situr þingið lengi? 110 daga. Það er haldið árlega að hausti. Hvað verður svo um málin, sem Kirkjuþing fjallar um? Því verður ekki neitað að sum mál eiga erfitt um frekari fram-: gang, sérstaklega þau, sem fara fyrir Alþingi. Tvö mál, sem fóru frá Kirkjuþingi fyrir síðasta Alþingi, voru þó afgreidd, lög um breytingu á sóknargjöldum og lög um sóknarnefndir og héraðs- fundi o.fl. Sóknargjöld verða nú ekki lengur nefskattur heldur ákveðinn hundraðshluti af út- svari. Hver rekur á eftir málum Kirkju- þings við Alþingi? Mál kirkjunnar eru rædd í samstarfsnefnd kirkju og Al- þingis, sem er skipuð Kirkjuráði, forseta sameinaðs þings og ein- um fulltrúa frá hverjum stjórn- málaflokki. Þar er sá vettvangur, sem rætt er við alþingismenn um þessi mál og þau útskýrð fyrir þeim. Eru oft fuudir í samstarfsnefnd- inni? Alltaf að afloknu Kirkjuþingi. Kirkjuráð leggur þá fram þau mál, sem Kirkjuþing sendir Alþingi og ætlazt er til að al- þingismennirnir i nefndinni kynni sér þau. Svo eru fundir haldnir eftir því sem mál verða til. Kirkjuráð óskar æði oft eftir fundi í sambandi við aðalfund Kirkjuráðs, sem er haldinn í febrúar. Hefur það gedzt vel að hafa þessa samstarfsnefnd kirkju og Alþingis? Það hefur verið afar þýðing- armikið og á eftir að reynast vel. Nefndin er vettvangur, þar sem kirkjan kemst í samband við Alþingi og þar eru mál kynnt og skipzt á skoðunum. Oft er þar ágreiningur um mál, t.d. um prestskosningar. Hvað líður nú tillögum um af- nám prestskosninga? Frumvarp um það hefur verið lagt fyrir Álþingi en það hefur sofnað í nefnd. Kirkjuþing og kirkjuráð vill afnema prests- kosningar enda algjör misskiln- ingur að nokkurt lýðræði sé í þvi að söfnuðir kjósi prest sinn einu sinni, sem situr svo í embætti í áratugi. Hvar er þá lýðræðið á meðan? Það væri jafn lýðræðis- legt að fá að kjósa héraðslækna og skólastjóra eins og að kjósa sóknarpresta. Hvert er svo verkefni kirkju- ráðs? Kirkjuráð fer með sameiginleg málefni þjóðkirkjunnar, það framkvæmir og fylgir eftir álykt- unum og samþykktum kirkju- þings og þeim erindum, sem bisk- up, Alþingi, ráðherra og stofnan- ir og starfsmenn kirkjunnar vísa til þess. Það er biskupi til ráðu- neytis um starfsmannahald kirkjunnar og undirbýr með honum Kirkjuþing. Kirkjuráð getur sjálft haft frumkvæði að lagafrumvörpum fyrir kirkjuna. Það fer með stjórn Kristnisjóðs og hefur forræði Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla samkvæmt lögum. Hvað kemur Kirkjuráð oft sam- an? Minnst 5 sinnum á ári. Fundir þess standa frá 2 dögum til viku og dag hvern er unnið frá morgni til kvölds. Á aðalfundi er út- hlutað fé úr Kristnisjóði. Hvað er Kristnisjóður? Kristnisjóður varð til árið 1970 samkvæmt samþykki þáverandi kirkjumálaráðherra og kirkju- stjórnarinnar. I hana renna prestslaun niðurlagðra presta- kalla og hálf laun ósetinna prestakalla. Prestaköllum hefur verið fækkað og kirkjan á ekki að skaðast af því fjárhagslega heldur geta ráðstafað þessu fé. í Kristnisjóð renna líka framlög fólks og áheit. Verkefni Kristni- sjóðs er að efla kirkju og kristni í landinu, til þess er margt gert og peningar sjóðsins fara til þeirra starfa. Er fjárhagur kirkjunnar góður? Kirkjan er hornreka í þjóð- félaginu hvað fjármál snertir, því miður. Það gengur sannast sagna mjög erfiðlega að fá fjár- magn til hennar. Ég er ekki ánægður með þá hlið málsins. 1 rauninni finnst mér ríkið ráðsk- ast of mikið með málefni kirkj- unnar. Fjárveitinganefnd og Alþingi búta niður það fé, sem kirkjunni er veitt á fjárlögum. Kirkjuráð ætti hins vegar að ráðstafa þessu fé því það hefur betri yfirsýn yfir fjárþarfir kirkjunnar. Ég er þó ekki að vé- fengja það að alþingismenn hafi vit á þessum málum. Launamál presta eru heldur ekki sem skyldi. Og það er afar erfitt að fá fé til að viðhalda embættis- bústöðum presta. Bústaðirnir eru eign ríkisins, sem skaðast sjálft mikið ef þeim er ekki haldið við. Svo er líka afar erfitt að fá fé til að sinna erlendum samskipt- um þjóðkirkjunnar þótt þau séu mjög mikilvæg. Gengur betur að fá innri málefn- um kirkjunnar framgengt? Það er miklu auðveldara að annast það, sem við megum sjálf framkvæma. Sumt er þó lengi á leiðinni. Hugmyndir um Kirkju- hús eru t.d. 40 ára gamlar, en það var ekki fyrr en í sumar að þær urðu að veruleika. Þá tók Kirkjuhúsið í Suðurgötu til starfa. Það er líka mikið mál og áhugavert að skipuleggja Skál- holtsstað og vinna að bókhlöð- unni þar. Og svona mætti mörg mál upp telja. Hefur þér þótt það skemmtilegt verkefni að sitja á Kirkjuþingi og í Kirkjuráöi? Já, ég hef virkilega notið þessa starfs. Það má segja að verkefni Kirkjuráðs séu ekki alltaf gleði- leg en ég hef notið þess í marga veru að sinna þeim. Vandamál eru til þess að takast á við þau og snúa sér að því að leysa þau. Það hefur verið gaman að vinna með þeim mönnum, sem starfa saman í Kirkjuráði. Það er sam- stæður hópur, sem hefur alltaf leitazt við að finna jákvæðar lausnir. Hverjir sitja nú í Kirkjuráði? Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, er sjálfskipaður formaður Kirkjuráðs. Þar sitja nú líka séra Jónas Gíslason, dós- ent, Gunnlaugur Finnson, fyrr- verandi alþingismaður, séra Sig- urður Guðmundsson, víglsubisk- upogég. Og þá kveðjum við Kristján Þorgeirsson, þökkum fyrir grein- argóðar upplýsingar, sem hann lætur i té með ljúfmennsku og festu, og óskum Kirkjuþingi ár- angursríkra starfa okkur öllum til heilla. Við minnumst þess að Biblían áminnir okkur um að hafa þau í heiðri, sem erfiða fyrir okkur. Fólk er svo værukært — segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir Eftir samtalið við Kristján um kerfi kirkjustjórnar- innar datt mér í hug að fá að taka einhvern tali um viðlitið til kirkjunnar, sem að einhverju leyti er bundin í ákveðið kerfi en að öðru leyti lifir lífi sínu eins og það væri ekki til. Eða hvað? Eg fékk séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur til að spjalla við mig. Hún hefur tekið mikinn þátt í starfi KFUK og Kristilegu skólahreyfing- arinnar og starfar sem aðstoðarprestur í Fella- og Hólasókn. „Það kemur ýmislegt í ljós þegar ég kynnist kirkjunni sem starfsmaður hennar. Hún er annars vegar stofnun, hins vegar kirkja, sem er að boða eitthvað sérstakt. Sem stofnun er hún bygging, með presti, sóknar- nefnd, organista, kór o.s.frv. Hins vegar er hún samfélag fólks, sem trúir á boöskap henn- ar.“ Og hvað um tengslin milli stofn- unarinnar og samfélagsins? „Fólk setur jafnaðarmerki miUi kirkjunnar sem stofnunar og þess, sem hún er að boða. Mér finnst það slæmt þegar ég verð vör við það hjá safnaðarfólki mínu að það telur að boðskapur kirkjunnar og presturinn sé það sama. Og ef því finnst presturinn fúll og leiðinlegur segir það að boðskapur kirkjunnar sé leiðin- legur. Én boðskapur kirkjunnar, trúin, sem hún boðar, er aðalat- riðið.“ Telurðu að fólk hugsi lítið um aðalatriðið? „Mér verður það æ ljósara hvað kirkjusókn er léleg. Það er sjálfsagt svo að stundum kemur allur söfnuðurinn í kirkju til sveita, þar sem guðsþjónusta er haldin einu sinni í mánuði. En hérna í þéttbýlinu er kirkjusókn léleg. allir láta skira börnin sín en sinna svo ekki dagiegri guð- rækni. Þetta er tvískinnungur. Hvers vegna lætur fólk skíra börnin sín ef það kemur svo ekki íkirkju?” Hefurðu hugmyndir um ástæð- urnar? „Ég held að sumra skýring- anna sé að leita hjá kirkjunni sem stofnunar, hjá þjónum henn- ar. Ég veit ekki hvort prédikun okkar er sífellt ný, fersk og vakandi. En skýringanna er líka að leita hjá fólkinu sjálfu. Það lætur kirkjuna svo afskiptalausa að presturinn hlýtur oft að ein- angrast og starfa í dauðu um- hverfi þótt hann sé mitt í söfnuði sínum." Hvernig finnst þér sjálfri að takast á við prédikunarstarfið í söfnuðinum? Séra Helga Soffía Konráðsdóttir. „Ég er í þessu starfi á vegum kirkjunnar vegna þess að ég vil boða Jesúm Krist, sem er lffs- hamingja mín og sannfæring. Ég finn mig vanmáttugu til að préd- ika út frá þessum gömlu textum, sem handbókin leggur upp í hendurnar á mér. Ég finn að ég þarf að vera vel að mér í guðfræði og vera í sambandi við fólk. Préd- ikunin er þáttur í starfi mínu og krefst mikils. Það Það er mér knýjandi spurning hvernig ég tala um Jesúm.“ Hvernig talarðu um hann? „Ég vil tala um hann svo að fólk skilji, vera persónuleg, höfða til einstaklingsins sem persónu, til innstu tilfinninga. Það er svo hættuleg yfirborðsmennska rikj- andi í þjóðfélaginu og efnis- hyggjan er gífurleg. Ég heyri úr mörgum áttum að boðskapurinn um Krist sé gamall og úreltur og hafi ekkert að segja. En fólk þarf jafn mikið á frelsun að halda núna og alltaf. Fólk er óöruggt og hrætt, óttast jafnvel sjálft sig. Vilji menn sjá vit í tilveru alls og hvers og eins þá skynja menn það vit í Jesú Kristi. í honum finna þeir háan og mikinn Guð, sem varð barn og manneskja alveg eins og við og þekkti ótta og öryggisleysi. Ég get sagt það af sjálfri mér að það er mikil lífsfylling að geta sagzt þekkja Guð og eiga samfélag við hann. Ég vil hvetja fólk til að lesa Ritninguna, heyra hvað aðrir segja um hana, koma þang- að, sem hún er útskýrð. Fólk er svo værukært. Ég væri þakklát ef prédikun mín gæti vakið fólk til þess að hugsa um sjálft sig í ljósi Guðs.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.