Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 29

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 B 29 Þe8si „*fing“ er nauðsynleg fyrir hárið, hvort sem það er sítt eða stutt, segir Joan Bennet. ast og í bók sinni um handlækningar ráðleggur hann ýmist handlækn- ingaaðgerðir við líkamslýtum, eða smyrsl við þeim. Sumir lyfseðla hans eru notaðir enn í dag. Á miðri 16. öld var Frakkland miðstöð fegrunarlistarinnar. Á dög- um Lúðvíks 15. voru fegrunarlyf not- uð í flestum stéttum þjóðfélagsins. Andlitsmálun tíðkaðist mjög, ýmis blæbrigði af rauðum lit voru notuð í andlitsfarða og mátti ráða þjóðfé- lagsstöðu viðkomandi af litnum. Á nóttunni sváfu menn með grímu fyrir andlitinu og voru ýmis fegrun- arlyf látin í grímuna. Það var tíska þess tíma aö vera sem veiklulegastur ásýndum. Skömmu fyrir frönsku stjórnar- byltinguna fór að bóla á vélmenn- ingu og þá fóru þarfir almennings að breytast. Þá varð einnig bylting á sviði fegrunarlistarinnar. Árið 1779 lagði enska þingið bann við allri notkun andlitsfaröa og um þaö leyti voru reist baðhús fyrir almenning og baðtækjum komið fyrir í einkaíbúð- um. Um aldamótin 1800 fóru menn aftur að gera sér ljóst hið nána sam- band milli líkamssnyrtingar og feg- urðar. Fegrunarlist á þessari öld Á þessari öld hefur fegrunarlistin náð meiri fullkomnun en nokkru sinni fyrr. Hún hefur tekið í sína þjónustu rafmagn, Ijósböð og röntg- engeisla, svo eitthvað sé nefnt, og fegrunarlyfjaiðnaðurinn er orðinn stórveldi. Allt byggist þetta á frum- stæðri þörf mannsins til að greina sig frá fjöldanum og þörf fólks til að tryggja sig eftir föngum í óvissu hins daglega lífs. Eftirsóknin eftir að auka „mann- gildi“ sitt er öllum eðlileg og þrátt fyrir spakmælið góða, „fegurð kemur innan að“, virðast menn ekki meira en svo leggja trúnað á það, eða þá telja þetta torsótta leið, því fangaráð flestra virðist vera að kaupa sér liti og smyrsl og vígbúast þannig fyrir slaginn í samkeppnisþjóðfélaginu, innri fegurðin er svo svona eftir at- vikum hjá hverjum og einum. Menn hafa líka í mörgu að snúast, flestir vinna mikið og eiga við annríki að búa á heimavígstöðvunum. Svo eiga menn ofan í kaupið fullt í fangi með að fylgjast með núna þegar hálfur fslenskir kvenbúningar á 19. öld. heimurinn með öllu sínu amstri er kominn inn á gafl í gegnum fjöl- miðla ýmiss konar. Það er því ekki að kynja að innri ró og friður eigi heldur undir högg að sækja. Flestir báru við að þvo sér í framan áður en þeir fóru í kirkju íslendingar hafa alla jafna reynt að klóra í bakkann, nú eins og á þeim tímum þegar fátt var um fína drætti á sviði fegrunarlyfja. Hér fyrr meir voru börn stundum þvegin nokkrum sinnum eftir fæðingu, en eftir það kom varla nokkurn tíma vatn á lík- ama manna að sjálfráðu. Flestir báru þó við að þvo sér í framan þeg- ar þeir fóru til kirkju, en síður um hendur. Menn þvoðu sér á ullarlepp eða strigatusku og þurrkuðu sér á sama. Hárið var sjaldan greitt. Kvenfólk var þó tilhaldsamara og þvoði sér og greiddi á helgum og ein- staka daglega. Eini hárþvottalögurinn var hland, helst kúahland, ekki stækt þó. Ann- ars var oftast notað vatn og þær sem verulega vildu halda sér til þvoðu sér upp úr mjólk, mysu eða skyrblöndu. Sápa varð ekki almenn fyrr en á síð- ari hluta 19. aldar. Eitthvað reyndu menn að nota jurtir til fegrunar t.d. voru búin til fegrunarlyf úr fíflum með því að sjóða þá og notuðu konur seyðið til að þvo andlit sitt með því til húðfegrunar. Sóldögg suðu konur í mjólk og slíkt seyði þótti fólki gott til að eyða freknum. Reyrgresi var notað í fatakistur til að fá góða lykt í föt og þurrkuð burnirót gaf frá sér þægilegan rósailm. íslenskar yngismeyjar ekki síður fagur- brjósta en þær ensku Árið 1856 var á ferð hér á landi Dufferin lávarður með fylgdarliði og skrifaði hann bók um ferðalagið. Síðasta kvöld ferðalanganna í Reykjavik efndu þeir til dansleiks og buðu heldri meyjum í Reykjavík. Áð- ur en gleðin hófst áttu menn fjörug- ar umræður um það hvernig íslensku blómarósirnar yrðu búnar á dans- leikinn. Þau boð höfðu verið látin út ganga að ætlast væri til að frúr og yngismeyjar kæmu í flegnum kjólum. Þær áttu úr vöndu að ráða því bæði var það að það þótti hneykslanlegt hér að sýna berar axtir og svo hitt að í bænum var ekki til nein sauma- kona sem dregið gat markalínuna milli hins teprulega og ósæmilega. Allt fór þetta þó betur en á horfðist og Dufferin lávarður gat afskrifað gamla kenningu sem hann hafði les- ið þess efnis að íslenskar konur gerðu allt til að vera eins flatbrjósta og unnt væri. Segir hann að eftir því sem hann best hafi getað séð án þess að sýna ókurteisi, þá hafi hinar ís- lensku meyjar ekki verið síður fag- urbrjósta en hraustlegar enskar meyjar. Flétturnar, skotthúfan og peysufótin létu undan síga Eftir siðustu aldamót fóru að ber- ast hingað til lands dönsk heimilis- blöð þar sem með flutu alls kyns ráð- leggingar um tísku. Flétturnar, skotthúfan og peysufötin fóru þá að láta undan síga og við tók tískufatn- aður að erlendri fyrirmynd og notk- un allra handa fegrunarlyfja fór að verða almenn. Enn átti þó landið eft- ir að rísa töluvert í þeim efnum. Á stríðsárunum hélt enski heim- urinn innreið sína í landið. í kjölfar- ið fylgdu m.a. þýddar bækur eftir heimsfrægar amerískar kvikmynda- stjörnur um tísku og fegrun svo að nú gat enginn haft fáfræðina að af- sökun fyrir því að vera púkó. Aðlaðandi er konan ánægð? Það er ekki heiglum hent að vera aðlaðandi. Um það sannfærist hver og einn sem les bókina Aðlaðandi er konan ánægð eftir Joan Bennet. Sú hefur ekki átt marga frístundina frá fegrunaraðgerðum, andlitsnuddi, andlitsgrímum, alls konar óteljandi hárstrokum, kinnalitun, varalitun með pensli, púðrun, augnháralitun, augnháraplokkun, handnuddi og naglalökkun, að ekki sé minnst á fjöldamargar leikfimiæfingar. Allt þetta hefur tekið tímann sinn og þurft að gera daglega. í bókinni er líka að finna rækilegar ráðleggingar um hvernig á að geðjast karlmann- inum best á þann hátt að vera kven- leg og eins aðlaðandi og tími og geta leyfir. I formáta segir svo: „Hin hóflausa skartkona er horfin. í hennar stað kom konan sem er fús til að taka þátt í viðreisnarstarfsemi, nútíma- konan, róleg ásýndum, með skær og tindrandi augu, litbjört í klæðaburði og með hraustlegt yfirbragð. Þinn líkami er fagur sem laufguð björk ... Það er ugglaust nokkuð til í því að stríðsárin breyttu lífi og hugsunar- hætti kvenna mikið. En það virðist síður en svo að fegrun, fegrunarlyf og aðgerðir séu á undanhaldi. Enn keppast blöð og tímarit við að vísa konum leiðina eftir hinum hálu krákustigum tískunnar, búðarhillur svigna undan alls kyns smyrslum og fegrunarlyfjum, hárið er klippt, lit- að, skrýft og vafflað, allt eftir „smag og behag“ og sólbaðstofur og heilsu- ræktarstöðvar eru yfirfullar af fólki sem þyrstir í þá sælu sem glæsilegt útlit er aðgöngumiði að í augum alls þorra fólks. Tæpast hefur þó gamla spakmælið „fegurð kemur innan að“ misst gildi sitt og ekki væri gott eft- ir allan hamaganginn að fá einkunn upp á kvenlýsingu Davíðs Stefáns- sonar: „Þinn líkami er fagur sem laufguð björk, en sálin er ægileg eyðimörk“. TEXTI/GUÐRÚN GUÐ- LAUGSDÓTTIR Nútíma tízkudama. Miðaldaþokki. Tískanum 1700. Gyðingar lœrðu fegrun hjá Egyptum. Olíu- smurning var fyrst helgiathöfn, en var smátt og smátt tekin í þjónustu fegrunarinnar. Gyðingar til forna kunnu einnig að búa til gervitennur úr fíla- beini og gulli. «

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.