Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
B 31
FYRIR 25 ARUM
Þetta var hið
mesta ævintýri
— sagði Birgir ísleifur Gunnarsson
„Hér er mynd af þremur ía-
lenskum laganemum, sem fóru
utan fyrir skemmstu í boði
bandarískra stjórnvalda er sjá
um stúdentaskipti og fræðslu-
ferðalög. Boðið var þremur bestu
námsmönnum lagadeildarinnar,
þ.e. þeim þremur stúdentum, sem
hæsta einkunn höfðu hlotið á
fyrrihluta prófi í lagadeild og
stunda nú nám í seinni hluta.
Þessir stúdentar voru Birgir
fsleifur Gunnarsson, Jóhannes
L. Helgason og Guðrún Erlends-
dóttir.“
(MorgunblaAiA 30. aept 1900.)
Prófessor Ármann Snævarr
hafði frumkvæðið að því að
tekin voru upp regluleg sam-
skipti við háskólann „Northern
Ohio University" í borginni Ada
í Ohio, sagði Birgir Isleifur
Gunnarsson þegar hann var
inntur eftir þessu ferðalagi fyrir
25 árum.
„Ármann hafði verið gistipró-
fessor þarna og prófessor hafði
einnig komið hingað til lands
frá þessum háskóla. Líklega
hefur þetta verið fyrsta ferðin
af þessu tagi sem við farin var
og síðan held ég að sú regla hafi
viðgengist að íslenskir laganem-
ar fari þarna og heimsæki skól-
ann.
Ef ég man rétt vorum við í
þrjár vikur í ferðinni, helmingi
ferðarinnar eyddum við í borg-
inni Ada og sátum í tímum hjá
hinum ýmsu prófessorum og tók-
um almennt þátt í háskólalífinu.
llér er mynd af þrei.iur ís-
lenzkum Iaganemum, sem
fóru utan fyrir skemmstu i
boði bandariskra stjórnvaida,
er sjá um stúdentaskipti og
fræðsluferðalög. Boðið var
þremur beztu námsmönnura
lagadeildarinnar, þ.e. þeim
þremur stúdentum, sem
hæsta einkunn höfðu hlotið á
fyrrihlula prófi í Lagadeild og
stunda nú nám í seinni hluta.
Þessir stúdentar voru Birgir
fsl. iunnarsson, Jóhannes L.
' Helgason og Guðrún Erlends-
dóttir.
Hér eru þau stödd í garði
við dónahús Hæstaréttar
Bandaríkjanna i Washington,
D.C. Á bekknum sitja þau
Guðrún og John M Harlan,
aðstoðarhæstaréttardómari, og
ræðast við. Fyrir aftan þau
standa (frá vinatri): Birgir,
Jóhannes og Rex Conrad, lög
fræðingur við lögfræðiskrif-
stofuna Cross, Murphy &
Smith i Washington, sem var
Ileiðsögumaður tslendinganna
i höfuðborginni.
Morgunblmðið/Bjami.
Birgir Isleifur Gunnarsson.
Við kynntumst nemendum og
öðru fólki og enn þann dag í dag
er ég að fá kveðjur frá þeim er
ég kynntist f þessari ferð.
Ég man að koma okkar til
bæjarins vakti athygli á sínum
tíma, enda borgin litil, fólk
stoppaði á götum úti og bauð
okkur far og það kepptist við að
bjóða okkur heim. Við nutum
semsagt mikillar gestrisni.
Greinin sem birtist fyrir 25 árum.
Á þessum tíma var það ævin-
týri að fá að fara í svona ferð,
svo ég tali nú ekki um alla leið
til Bandaríkjanna. Það var þá
ekki eins algengt og í dag að
ungt fólk ferðaðist mikið.
Hinum helmingnum af dvöl
okkar vestra eyddum við í Wash-
ington við að skoða merkilega
staði og síðan áttum við nokkra
daga í New York á eigin vegum."
— Þið hafið þannig ekkert
vitað af því fyrirfram að þeir
efstu hlytu þessa ferð?
„Nei, alls ekki, þetta kom mjög
óvænt. Ég held að Ármann
Snævarr hafi haft tiltölulega
frjálsar hendur hvernig hann
setti þessar reglur.“
— Finnst þér tíminn hafa
verið fljótur að líða síðan?
„Mér finnst örstutt síðan þetta
gerðist, svo mikið er víst.“
JUDO
Nýtt námskeið hefst
4. nóvember
Þjálfari er
Þóroddur Þórhallsson.
Innritun og upplýsingar í síma 83295,
alla virka daga kl. 13—22.
Júdódeijd Ármanns
Ármúla 32.
Öllum þeim sem glöddu mig á áttatíu og
fimmára afmæli mínu med heimsóknum,
gjöfum
og skeytum 5. október sl. fceri ég mínar hjart-
anlegustu þakkir og ámaöaróskir.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Gudjónsdóttir,
Skipasundi 26.
FYRSTA FLOKKS STURTUKLEFAR
FRA Kferalfe
Afgreiðum einnig sérpantanir
með stuttum fyrirvara
14.900,-
HORNKLEFI
2 hlutar
hver hlið.
16.500,-
HORNKLEFI
3 hlutar
hver hlið.
9.700,-
RENNIHURÐ
f. sturtubotn
3 hlutar
9.146-
V/€NGHURÐ
25.500,-
FULLBÚNIR
STURTUKLEFAR
(m/blöndunartœkjum)
VATNSVIRKINN/
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966