Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 j/ þú qleymdir pía»v5bekkr>um! " ást er... ... að láta klukk- una ekki hringja á laugardags- morgni kitliö— Þetta er það nýjasta fyrir þá sem sjálfir vilja smíða sér bfl ... HÖGNI HREKKVtSI H4ETTU AP HUÖSA UM SAMSTÆ£> FÖT/" Gott ára- mótaskaup Jóhanna hringdi og - lýsti ánægju sinni með áramótaskaup sjónvarpsins. „Þetta var í alla staði mjög vel heppnað áramóta- skaup, bæði fjölbreytt og flest atriðin bráðskemmtileg. Eg held að sjaldan eða aldrei hafi eins vel tekist til með áramótaskaup sjónvarpsins eins og núna. Þetta áramótaskaup hefði gjarnan mátt vera lengra. Þá fannst okkur á mínu heimili áramóta- ballið sem sjónvarpið bauð upp á alveg sérstaklega sniðug hug- mynd og er ég viss um að margir hafa skemmt sér vel fyrir framan sjónvarpið á nýársnótt." Fleiri höfðu samband við Vel- vakanda og lýstu ánægju sinni með áramótaskaupið. Björgunarsveit- ir ættu að taka björgunarlaun Gunnar hringdi: „Nú um ára- mót erum við ákaft hvött til að styrkja björgunarsveitir með flugeldakaupum. Það er að sjálf- sögðu vel og vonandi gengur sveitunum vel að ná inn fjár- magni til að standa straum af starfsemi sinni. Hitt er annað að oft finnst manni illa farið með verðmæti þegar hjálpar- og björgunarsveitir eru annars veg- ar. Þar á ég við þegar björgunar- menn leggja í leiðangra upp um fjöll og firnindi til að leita manna sem ekkert brýnt erindi áttu á fjöll og gera sér hálfpartinn að leik að stefna sjálfum sér og öðrum í hættu. Almenningur sem styrkir björgunarsveitirnar svo og björgunarsveitamenn sjálfir þurfa svo að bera kostnað og erfiði af framferði þessara manna sem virðast aldrei læra að sjá fótum sínum forráð. Mér skilst að þeir sem leitað er að þurfi ekki að borga krónu þó fjöldi manna ásamt farartækjum og tilheyrandi standi í leit að þeim dögum saman, og það þó algjört fyrirhyggjuleysi hafi orðið þess valdandi að þeir týnd- ust. Þetta finnst mér hæpin regla. Þeir sem þannig fara að ráði sínu ættu að borga brúsann að einhverju leyti, það stendur þeim næst.“ Öndvegissúl- urnar og „Gamli miðbærinn“ Reykvíkingur hringdi og sagði mikið um nöldur og aðfinnslur, en hins væri sjaldnar getið sem vel væri gert. „Ég vil lýsa sér- stakri ánægju með öndvegissúl- urnar sem nú hefur verið kveikt á til að minna á hið merka afmæli Reykjavíkur. Það var vel til fundið að reisa þessar öndveg- issúlur og leiðir hugann til sögu- legrar fortíðar okkar. Þá vil ég líka nefna samtökin sem nefna sig „Gamla bæinn" og eru tíma- bær félagsskapur. Okkur er allt- of tamt að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir okkur, hugsi fyrir okkur og framkvæmi í stað þess að taka virkan þátt í mótun eigin umhverfis." Oánægðir með íslenska mark- vörðinn Tvær báireiðar hringdu: „Við horfðum á leik íslendinga og Dana sem fram fór í Laugardals- höll, sunnudaginn 29. desember, og virtist okkur sem íslenski markvörðurinn væri Dönum hjálplegur við að sigra leikinn, enda sigruðu Danir. Við erum mjög óánægðar með hve íslenski markvörðurinn stóð sig illa og vonum að hann standi sig betur í þeim leikjum sem framundan eru. Víkverji skrifar Beinar útsendingar í sjónvarpi hérlendis af öðru en stjórn- mála- eða íþróttamönnum eru sjaldgæfar. Á gamlárskvöld bar hins vegar svo við, að tvö sjón- varpsatriði voru sýnd í beinni út- sendingu — álfabrenna á Kársnesi í Kópavogi og dansleikur fyrir- fólks, starfsfólks og vina sjón- varpsins í sal þess eftir miðnætti. Með því að veita þessa beinu þjón- ustu gerir sjónvarpið þeim sem heima sitja óþarft að yfirgefa stofustólana til að taka þátt í því, sem nýtur mestra vinsælda þetta kvöld. Hætt er við, að ýmsum, sem ekki hafa átt þess kost áður, að fylgjast með því, sem gerist við áramótabrennu, hafi brugðið í brún, þegar þeir sáu það, sem gerðist í sjónvarpinu. Eldgleypar hafa ekki til þessa verið í hópi þeirra, sem íslendingar telja, að séu á ferli á nýársnótt. Þeim mun síður höfum við átt því að venjast, að menn gangi berir að ofan utan dyra á þessum árstíma, þótt þeir hafi blys til að ylja sér við. Til- burði af því tagi, sem við sáum hjá eldgleypunum á Kársnesi, má sjá á torgum í sumarblíðu í útlönd- um. Lögin, sem harmoníkuunnend- ur léku, virtust líka tengd öðrum árstíma en nýársnótt. Annars átti sjónvarpið í svo miklum vanda með að koma þessu efni til áhorfenda, að engu var likara en álfar og huldufólk væru á sveimi við brennuna á Kársnesi og vildu fá að vera í friði fyrir myndavélum og hljóðnemum. Markús Örn Antonsson breytti tilhögun á lokaþættinum í dagskrá ársins í Ríkisútvarpinu, þegar útvarpsstjóri ávarpar þjóð- ina. Nú hét þessi dagrskrárliður kveðja frá Ríkisútvarpinu. Út- varpsstjóri flutti þessa kveðju undir þeim merkjum ársins 1985, að það var helgað æsku og tónlist. Auk Markúsar Arnar komu ungir tónlistarmenn fram í þættinum. Eðlilegt er, að sérhver útvarps- stjóri setji persónulegan stíl sinn á þennan dagskrárlið. Var þetta gert af smekkvísi hjá hinum nýja útvarpsstjóra. Vafalaust sakna margir þess, sem áður tíðkaðist. En í þessu efni sem öðrum sætta menn sig við breytingar, sé vel að þeim staðið. Að vísu á Víkverji erfitt með að sætta sig við, að hætt sé að leika þjóðsönginn í út- varp á fyrstu mínútum nýs árs. Hann heyrði þjóðsönginn ekki eins og venjulega í upphafi þessa árs — móttökuskilyrði voru þó í góðu lagi. Kannski viðtækið hafi verið bilað? Athugun á auglýstri dag- skrá útvarps nú og samanburði við það, sem áður hefur birst um það, sem þar gerist um miðnætti á ný- ársnótt bendir til, að nú hafi þjóð- söngnum verið sleppt. xxx Skaupið var skemmtilegt!" hrópaði einn vina sjónvarps- ins á áramótadansleik þess og. viðstaddir tóku undir með lófa- klappi. Þetta gerðist um klukkan tvö á nýársnótt og staðfesti vafa- laust þá skoðun, sem þá var al- menn, á ágæti skaupsins. Víkverji ætlar ekki að blanda sér í umræður um það, hvort skaupið hafi verið skemmtilegt eða ekki, hvað hafi verið skemmtilegast og hvað hafi farið út fyrir þau mörk, sem hæfi- legt er, að höfundar setji sér, þegar þeir hugsa til þess prúðbúna fólks, barna og fullorðinna, sem safnast saman í hátíðarskapi til að horfa á herlegheitin. Eins og þeir bentu á fulltrúar „fyndnu kynslóðarinnar" í hópi íslenskra rithöfunda í Glugganum á dögunum, er almennt talin meiri kúnst að vera fyndinn en leiðinleg- ur á prenti. Þetta á auðvitað miklu frekar við um gerð skemmtiþátta. Þeir, sem fram komu í skaupinu, sýndu og sönnuðu enn einu sinni, að við eigum harðsnúinn hóp leik- ara, sem hefur náð góðum tökum á þeirri tækni, er sjónvarp krefst. Þetta var væntanlega í síðasta sinn, sem Ríkisútvarpið sat eitt að því að kveðja gamalt ár og fagna nýju á öldum ljósvakans. Eins og mál horfa við er þó ekki líklegt, að sjónvarpsstöð einkaaðila verði eftir eitt ár orðin svo öflug, að hún geti keppt við Ríkissjónvarpið með beinum og kostnaðarsömum út- sendingum á nýársnótt og hefðin í kringum áramótaskaupið er orðin rík í huga landsmanna. En í þessu efni eins og öðru ræður það að lokum, hvar neytendur telja sig fá bestu vöruna. Þangað leita þeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.