Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986 Þrotabú Hafskips: Gengid frá kaupum Eimskips á mánudag? BÚIST er viö að forráöamenn þrota- bús Hafskips hf. og stjórnendur Eimskipafélags íslands gangi frá samningi um kaup Eimskips á eign- um þrotabúsins á mánudag, en til- boö Eimskips í eignirnar rennur út síödegis þann dag. Ekki bárust önnur tilboð í eignirnar áður en til- boðsfrestur rann út á hádegi í gær. Fulltrúar aðila hittust á fundi í gær til að ræða endanlegan frá- gang samnings þeirra og munu þeir hittast aftur í dag. Markús Sigurbjörnsson skiptaráðandi bjóst ekki við að gengið yrði frá samningnum fyrr en á mánudag. Gera þarf nokkrar breytingar á upphaflegu tilboði Eimskips, með- al annars vegna þess að Skaftá fylgir ekki með í kaupunum þar sem hún verður seld á nauðungar- uppboði í Antwerpen og fjöldi gáma sem Hafskip var með á kaupleigusamningi verða einnig teknir undan, þar sem ekki þykir borga sig að selja þá með eignun- um. Þrír hest- ar horfnir úr hesthús- um Fáks ÞRÍR hestar voru teknir úr hest- húsum Fáks viö Víðivelli í fyrrinótt. Tveir þeirra voru í sama húsi, en þó ekki í sömu stíu. Ekkert hafði spurst til hestanna í gærkvöldi. Einn hestanna er rauður með litla stjörnu, 16 vetra gamall, annar er rauð-tvístjörnóttur, fremur lítill, og þriðja hrossið er steingrá meri, 8 vetra gömul. Örn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Fáks sagði í samtali við Morgunblaðið að líklega hefðu hestarnir verið teknir úr húsunum seint í fyrrakvöld eða í fyrrinótt. Ef einhverjir geta gefið vís- bendingu um hvarf hrossanna eða hvár þau eru niðurkomin eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við Örn Ingólfsson eða lög- regluna. Yfirlýsing frá stjórn LÍN MORGUNBLAÐINU barst eftirfar- andi tilkynning í gær: Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna vill taka fram eftir- farandi vegna þess að fram- kvæmdastjóri Lánasjóðsins hefur verið leystur frá störfum: Menntamálaráðherra fer með stjórnarfarslega yfirstjórn á mál- efnum Lánasjóðsins. Það er því fullkomlega á hans valdi og alfarið á hans ábyrgð að leysa fram- kvæmdastjórann frá störfum. Stjórn Lánasjóðsins vonar að þau deilumál sem uppi eru milli ráðherra og framkvæmdastjóra verða sem fyrst til lykta leidd. Stjórn Lánasjóðsins mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að námsmenn skaðist ekki vegna þeirra breytinga sem nú eiga sér stað. Morgunblaöið/Árni Sæberg Svo sem sjá má af þessari loftmynd af Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þá barst eldur í sinu inn fyrir girðingu vcrksmiðjunnar og að húsum. Athugandi að Áburðarverksmiðj- an fái beina línu til slökkyistöðvar — segir Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri „ALLAR símalínur hingað á Slökkvistöðina voru rauðglóandi í sex klukku- stundir á gamlárskvöld og nýársnótt og því hafa starfsmenn Áburðarverk- smiðjunnar ekki náð sambandi við okkur,“ sagöi Rúnar Bjarnason, slökkvi- liösstjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaöiö vegna fréttar blaösins í gær um að Áburðarverksmiðjan hefði ekki náð símasambandi við slökkviliö þegar eldur komst í sinu á lóð verksmiðjunnar. Slökkvilið Áburðarverksmiðjunnar hefti útbreiðslu eldsins og slökkti, en vetnisframleiðslu var hætt um tíma. „Ég legg áherslu á, að það er slæmt þegar borgarar taka ekki greinilegum varnaðarorðum frá mér og fleirum um að hættuástand gæti skapast ef menn skytu flugeld- útn á loft vegna þess hve gróður var þurr. Mér finnst slæmt að ekki skuli vera hægt að breyta þeim ásetningi fólks að skjóta flugeldum á loft, því með því var augljóslega verið að skapa hættuástand. Ýmsir aðilar eru í beinu sambandi við slökkvilið og vil ég sérstaklega nefna lögreglu, sem alltaf kemur boðum til okkar ef tilkynning berst um eld. Einnig eru Rafmagnsveita, Vatnsveita, borgarvakt, Almanna- varnir, Flugturninn í beinu sam- bandi við okkur. Því má benda fólki á, að ef ekki næst samband við okkur, þá getur lögregla haft milli- göngu,“ sagði Rúnar. Hann sagði að slökkvilið Áburð- arverksmiðjunnar hefði staðið sig mjög vel enda viðbúnaður góður þar á bæ. „En það er athugandi og ekki úr vegi, að Áburðarverksmiðjan fái forgang, eins og til að mynda ráð- herrabústaðurinn og Stjórnarráð- ið,“ sagði Rúnar og bætti við að fyrstu viðbrögð fólks á gamlárs- kvöld og nýársnótt hefðu verið að hringja í slökkvilið, jafnvel þó að- eins hefði verið um smábruna að ræða, sem auðveldlega hefði verið hægt að slökkva án aðstoðar. Hann sagði, að ekkert símaborð hefði staðist þá skæðadrífu hringinga sem yfir hefði dunið. „Á meðan á þessu stóð hafði ég mestar áhyggjur af að stórbruni yrði,“ sagði Rúnar Bjarnason. Menntamálaráðherra leysir framkvæmdastjóra LÍN frá störfum: Þau skil sem mér voru gerð af hálfu þessa sjóðs á síðasta ári fylltu mig vantrausti — segir menntamálaráðherra — Er mjög undrandi á þessari uppsögn, segir Sigurjón Valdimarsson MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Sverrir Hermannsson, leysti Sigurjón Valdi- marsson framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna frá störfum í gær. Hrafn Sigurðsson viðskiptafræðingur var settur framkvæmdastjóri til bráðabirgða og honum til aðstoðar Reynir Kristinsson hjá Hagvangi. „Þetta er ekki skemmtiverk, en ég hlýt að fara eftir samvisku minni og þeim skyldum sem ég tel að á mér hvíli. Hér er á ferðinni milljarða sjóður og ég get ekki stundinni lengur horft á hann rekinn öðru vísi en undir stjórn þeirra sem ég hefi ástæðu til að treysta," sagði Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þau skil sem mér voru gerð af hálfu þessa sjóðs á síðasta ári fylltu mig van- trausti á að vel og skynsamlega væri á málum haldið og er ég þá ekkert að vitna til þeirra mýmörgu kvartana sem manni berast um afgreiðslumáta þessarar stofnun- ar. Ég vil gera breytingar og það er verið að athuga hvaða breyting- ar eru skynsamlegar. Nú stendur fyrir dyrum úttekt á starfsemi og stöðu sjóðsins og takmarkið er að hún taki 3—6 mánuði. Lögin um sjóðinn eru til endurskoðunar og koma til með- ferðar í þessum mánuði. Samhliða úttektinni og þegar niðurstöður hennar liggja fyrir verða teknar ákvarðanir og leitað lags um nýjar reglur fyrir starfsemi sjóðsins, en fyrr vil ég ekki tala um þær ávirð- ingar sem þarna kunna að vera í starfi. Ég hef þegar skýrt frá þeim vonbrigðum sem ég varð fyrir með starfsemi þessa sjóðs á síðasta ári og þeim áfellum sem ég taldi mig liggja undir vegna skila þessa sjóðs og starfsemi. Mér var ekki gerð grein fyrir stöðu mála sem skipti tugum milljóna króna. Við borð lá að ég yrði gerður að brigða- manni gagnvart þúsundum náms- manna. Þannig ætla ég ekki að láta mig bera upp á sker án þess að hafa í frammi einhver viðbrögð við að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur aftur ofan í,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. „Ég er mjög undrandi á þessari uppsögn," sagði Sigurjón Valdi- marsson í samtali við Morgun- blaðið. „Það hafa komið fram í blöðum ásakanir á hendur sjóðn- um og þær eru allar skýranlegar. Ég veit að ég hef sinnt mínu starfi af trúmennsku og axlað þá ábyrgð sem á þessum sjóði hvílir og er því afskaplega hissa á þessum aðgerðum menntamálaráðherra. I dag komu til mín Auðunn Svavar Sigurðsson formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Eiríkur Ingólfsson stjórnarmaður. Þeir báru mér til- mæli frá menntamálaráðherra um að ég segði þessu starfi lausu. Ég sagði þeim að ég gæti ekki orðið við þeim tilmælum. Ég sæi ekki að ég hafi brotið neitt af mér í mínu starfi. Ég hefði gegnt því af trúmennsku miðað við þær að- stæður sem sjóðnum eru búnar. Þá afhentu þeir mér bréf ráðherra. Ég mun svara því sem getið er um í uppsagnarbréfinu og að sjálf- sögðu mun ég leita mér lögfræði- legrar ráðgjafar varðandi þetta mál,“ sagði Sigurjón Valdimars- son. í gær sendu starfsmenn LÍN frá sér ályktanir þar sem m.a. er tilkynnt að þeir taki ekki í mál að vinna yfirvinnu um sinn vegna þess að menntamálaráðherra hef- ur vikið framkvæmdastjóra sjóðs- ins frá störfum. Þá er brottvikn- ingunni harðlega mótmælt. í lok ályktunarinnar segir: „Þar sem svo fautalega er að þessu staðið áskilj- um við okkur fullan rétt til að- gerða, svo framarlega sem ráð- herrann dregur ákvörðun sína ekki til baka fyrir hádegi mánudaginn 6.janúar nk.“ „Þeim starfsmönnum sem hafa haft þrek til að vinna allt að 170 klukkustundir á mánuði í yfir- vinnu er líklega ráðlegt að taka sér aðeins hlé frá slíkum þræl- dómi,“ sagði menntamálaráðherra er hann var spurður álits á þessum ályktunum. „Ég vona að þessar aðgerðir verði löglegar þar sem starfsmenn sjóðsins bera mér á brýn lögleysu. Það er fjarri lagi að ég beygi mig um hársbreidd fyrir slíkum hótunum." ö INNLENT ■sæ msBg VCunMúht • *'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.