Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 5

Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 B 5 Hildur Leifsdóttir yst til hægri ásamt systrum sinum fimm. Myndin er tekin árið 1959 og er sú eina sem til er af öllum systrunum saman. lamað að einhvetju leyti. Trygg- ingamál þyrftu einnig athugunar við. Við í félaginu höfum ekki getað náð til nema lítils hluta þess fólks sem annað hvort þjáist af þessum sjúkdómi eða á æftingja sem það gerir. Við teljum æskilegt að þetta fólk hafi sem fyrst sambandi við okkur, annað hvort beint í síma 53424 eða 76866 eða þá í gegnum sína lækna á Landspítalanum. Það er okkur mikið keppikefli að meira fé sé veitt til ýmiskonar rannsókna sem tengjast þessum sjúkdómi og þar sem fyrirsjáanlegt er talið að fleiri eigi eftir að veikjast teljum við brýnt að reynt verði að fínna lyf sem geti haldið honum í skeflum, jafnhliða því sem unnið er að því með rannsóknum að fínna ráð til að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Hildur Leifsdóttir átti móð- ur og systur sem dáið hafa úr arfgengri heilablæðingu Hildur Leifsdóttir er ein úr hópi þess fólks sem tilheyra fjöldskyldu þar sem arfgeng heilablæðing hefur verið algeng. Hún er þriðja í hópi i m- □- Chrdi S® 2 -o 1 a 2 O m-r-C 1 [1 -o 4-|7 8 9- lll 112 13- 16 ff- Hii Ím 21 22 6 o 10 Q 0 15 18 a o a öo-raiomiKi-o i-ra ®om Qt-ci a-r® □ 1879- 1867 1872- 1873-1 1862' 1065' 1866- 1868- 1964 1921 1933 1939 | 1960 1941 1956 1942 FTT 0iaoif«0 1870 1874 1878 láðl B 96090 1902-19 10 190 1937 1939 1911 «pOK 201923 19 39195 ámsm □ ' ÚÓ® 1865- 1941 1866- 1956 32 a 1 1941 1957 16 117 118 19 120 |2I ] II □ plZh#0TÍ' H 2 3 4 I5 6 7 8- 12- 14-117 I8|I9- 2I-& 26 28- 31 Isa II 13 16 20 23 25 27 30 • □ u Oiiou®uuol]© ©©ubdiOLi 33 Konur sem fengiA hafa sjúkdóminn 1 Karlar sem fengifi hafa 1 sjúkdóminn 33 Sennilegir arfberar 00 Heilbrigfi systkini Mynd af ættartré. Efst i ættlið 1. sést að foreldrar eru fæddir fyrir 200 árum. Ekki er vitað hvort þeirra var arfberi. stundað þessar rannsóknir eins og við teljum nauðsynlegt. Menn ættu að hugsa til þess að hér er um mikið nauðsynjamál að ræða.“ Guðfinnur Þórðarson formaður samtaka áhugamanna um arf- genga heilablæðingu Sl. haust voru stofnuð í Reykja- vík Samtök áhugamanna á arf- gengri heilablæðingu, skammstafað “Félag AHB“. Stofnfélagar voru 28. Formaður félagsins er Guð- fínnur Þórðarson. í samtaii við blaðamann Morgunblaðsins kvað hann markmið félagsins að styrkja rannsóknir á arfgengri heilablæð- ingu í þágu sjúklinga bæði með fjár- söfnun og á hvem þann hátt annan sem landslög leyfa. í öðru lagi að efla félagslega aðstöðu sjúklinga. Eins og komið hefur fram í við- tölunum við lækna hér að framan er sjukdómur þessi bundinn við fólk úr fáeinum fjöldskyldum. Guðfínnur var kvæntur konu sem dó úr þessum sjúkdómi þrítug að aldri. Að sögn Guðfínns kenndi hún sjúkdómsins 26 ára gömul. Fram að þeim tíma var hún fullkomlega heilbrigð og hafði alið manni sínum eitt bam án þess að nokkur sjuk- dómseinkenni kæmu fram. „Það byijaði með því að hún fékk heiftar- legan höfuðverk allt í einu,“ sagði Guðfínnur. „Hann hvarf ekki næstu daga þó hún lægi fyrir. Höfuð- verknum fylgdu uppköst. Þegar ljóst var að þetta lagaðist ekki ótt- uðust menn að eitthvað alvarlegt væri á seyði þar sem arfgeng heila- blæðing hafði áður komið fyrir meðal skyldmenna hennar. Rann- sókn leiddi í ljós að þessar gmn- semdir reyndust á rökum reistar. Hún jafnaði sig þó alveg eftir þetta fyrsta áfall en mikill ótti markaði líf hennar upp frá þessu. Annað áfall fékk hún nokkmm mánuðum seinna og þá fylgdi lítilsháttar lömun í kjölfarið. Hún jafnaði sig líka eftir það áfall. Ég reyndi að telja mér trú um að þetta væri ekki eins slæmt og það var í reynd. Neitaði í lengstu lög að trúa því. En eftir að hún fékk fjórða áfallið og lamaðist algerlega öðm megin og missti meðvitund var ljóst að hveiju stefndi. Þó var mikil óvissa um hvort hún næði sér að einhveiju leyti eða að endalokin væm skammt undan. Hún lá á spítala í nærri fjóra mánuði og lagaðist talsvert en þá fékk hún áfall á ný, lamaðist alger- lega og dó tveimur mánuðum seinna. Strax eftir að sjúkdómurinn gerði vart við sig tók að bera á ýmsum félagslegum erfíðleikum hjá konu minni, að ég held vegna ótta og öryggisleysis. Hún dró sig mikið í hlé og vildi ekki koma innan um ókunnugt fólk, varð að minnka við sig vinnu og varð á ýmsan hátt ekki söm manneskja. Ég hef kynnst öðmm einstaklingum sem hafa hlotið sömu örlög en þær skap- gerðarbreytingar sem heilablæð- ingin virðist leiða af sér vom oft töluvert á annan veg en hjá minni konu. Ég kynntist því af eigin raun að félagslegar aðstæður þessara sjúklinga má bæta mikið, t.d. með sálfræðilegri aðstoð og aðgangi að heppilegum stofnunum ef fólk er sex systra og missti móður sína á unga aldri úr heilablæðingu. Móður- amma hennar dó einnig úr sama sjúkdómi. Hún ólst því upp í skugga þessarar ættarfylgju. „Til að byrja með var þetta ósköp venjulegt fjöl- skyldulíf," sagði Hildur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ég man eftir mömmu heima en síðan veiktist hún og var lögð á spítala og okkur var sagt að það væri ekki vitað hvað væri að henni. Hún var fyrst látin liggja á Sól- heimum en kom svo heim aftur. Síðan ágerðist þetta. Hennar veik- indi lýstu sér í minnistapi, maður varð fyrst var við þetta þannig. Hún hafði ekki stjóm á þeim innri líffær- um sem eiga að stjómast ómeðvit- að. Þegar hún gat ekki lengur hugsað um sig sjálf þá var henni komið fyrir á Kleppi sem var neyð- arúrræði, en hún passaði ekki inn á neitt venjulegt sjúkrahús og ekki var hægt að hafa hana heima. Þá var ég um það bil sjö ára gömul. Yngsta systir mín var þá þriggja ára gömul en sú elsta ellefu ára. Á þeim tíma var það mikill álits- hnekkir að eiga mömmu á Kleppi og við gátum ekki útskýrt vem hennar þar á neinn hátt fyrir krökk- um sem við vomm með, svoleiðis að við minntumst sem minnst á hana. Til að byija með fékk mamma heimferðarleyfi um helgar og á hátíðisdögum en síðasta árið sem hún lifði var hún alveg lokuð inni. Við systumar, nema tvær elstu, sáum hana bara gegnum bílrúðuna þar sem hún var úti í glugga. Þegar mamma var alveg komin út af heimilinu kom til tals að koma okkur systrunum í fóstur og splundra heimilinu en föðuramma mín sem bjó í sama húsi, þá um 70 ára tók að sér heimilishaldið. Það tóku við þama erfíðleika ár. Elstu systur mínar komust á ungl- ingsár með þeim sviptingum sem þeim fylgja og amma var orðin gömul, þreytt og lasin. Við vorum sex systumar og heimilið þungt svo pabbi vann gífurlega mikið og við höfðum af þeim sökum lítið af honum að segja. Okkar mesta gæfa var þegar við fengum ráðskonu á heimilið og hefur sú kona staðið fyrir heimili pabba síðan. Mjög ung að árum fór elsta systir mín að heiman. Hún kom aftur til baka tveimur ámm seinna með litla dóttur sína með sér. Hún giftist stuttu eftir það, eignaðist með manni sínum tvö böm en við meðgöngu seinna bamsins veiktist hún af sama sjúkdómi og mamma og amma með þeim afleiðingum að hún lamaðist. Hún lifði í 7 ár þannig á sig komin en dó 1984. Næst elsta systir mín giftist frekar ung, eign- aðist eitt bam. Hún veiktist þannig að það byijaði vægar en með elstu systur mína. Hún fékk þannig nokkur áföll og dó i janúar 1983. Ég og sú næsta í röðinni á eftir mér emm taldar heilbrigðar. Næst yngsta systir mín giftist rúmlega tvítug og gekk með sitt fyrsta bam þegar hún veiktist 1979. Hún lifði í þrjá daga og dó svo. Hún komst aldrei til meðvitundar. Bam hennar lifði hins vegar. Yngsta systir mín er gift og á eitt bam. Hún er með þennan sjúkdóm. Hún er 27 ára gömul. Þegar elsta systir mín veiktist þá horfðumst við öll í augu við þá staðreynd að sagan ætlaði að end- urtaka sig. Þá vissi engin okkar hver yrði næst. Við vissum ekki þá að þetta væri ríkjandi erfðasjúk- dómur en við vissum hvað sjúk- dómurinn var alvarlegur. Þessi veikindi öllsömul vom aldrei rædd heima hjá okkur þannig að allir bám sinn kvíða í hljóði. Það er ekki fyrr en fyrir ári að ég fæ að vita að ég sé ekki með þennan sjúk- dóm. Mamma var einkabarn og deyr ung og missir sína móður á bams- aldri þannig að tengsl okkar við móðurættina rofnuðu algerlega. Þar sem ég þekki til að þessi sjúk- dómur hefur komið fram hefur þessu verið líkt farið, sambands- leysið hefur verið mikið og fjöl- skyldumar gjaman splundrast. Af því að þessi mál vom ekki rædd við okkur gerðum við systumar okkur enga grein fyrir því að við gætum hugsanlega borið þennan sjúkdóm áfram og það vom fædd í okkar fjölskyldu sex böm áður en staðfesting kom á því að þetta væri ríkjandi erfðasjúkdómur og bameignir þar með óréttlætanlegar að minu mati. Eitt bam fæddist eftir þennan úrskurð en móðirin lifði ekki. Það er það eina sem við hefð- um kannski getað haft áhrif á. Þeirri systur minni var af lækni gerð grein fyrir áhættunni sem bameign gæti fylgt en hún tók þá áhættu og það kostaði hana lífið.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.