Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 U2 vinnur nú að nýrri hljómplötu. I mars munu þeir taka þátt í stórum Amnesty Int ernational-hljómleikum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Simple Minds munu að öllum líkindum einnig vera með • • Það er væntanleg smáskífa frá Frankie Goes to Hollywood. Platan verður tekin upp í Hollandi og auðvitað stjórnar Trevor Horn upptökum. •• Billy Idol er að taka upp breiðskífu. Hann má nú vanda sig ansi mikið ef hann ætlar að gera betri plötu en Rebel Yell ekki satt? Keith Forsey er upp- tökustjóri. • • Lloyd Cole and the Commotions eru á leiðinni í hljómleikaferð um Evrópu sem hefst í lok þessa mánaðar. Þá munu þeir heimsækja Ameríku en plata þeirra Easy Pieces" er nýkomin á markað þar. •• Piltarnir í Level 42 eru nú að semja lög og texta á væntanlega breiðskífu. • • Daryl Hall er þessa dagana í hljóðveri við upptökur ásamt Dave Stewart (Eurythmics) og er væntanleg einfaraplata frá Hall (einfaraplata = sólóplata??). Ekki splundrar þetta þó tvíeykinu Hall and Oates. Nei, Nei, þeir eru alltof góðir vinirtil þess! •• Roll- ing Stones-platan kemur út í febrú- ar og gengur þessa dagana undir nafninu „Dirty Work“. Platan var hljóð- rituð í París og New York og meðal þeirra sem aðstoða Steinana eru Jimmy Page, Danny Kortchmar og einhverjar stúlkur úrGoGo’s. Mick Jagger og félagar í Rolling Stones senda frá sér plötu í febrú- ar. Hér er mynd af Jagger og Jerry Hall. Heitir þessi fagra stúlka ekki eitthvað í þá ver- una? Hver er að gera hvað og hvar og hvenær? Jú, að öllum líkindum mun Gaukur á Stöng standa fyrir nokkrum kvöld- um í febrúar til- elnkuðum John heitnum Lenn- on. Mun þá hljómsveit skip- uð valinkunnum hljóðfæraleikur- um og söngvur- um leika í einn og hálfan klukkutíma eða svo lög eftir John allt frá Bítlaárunum og fram til hans dauðadags. Lík- legt þykir að þessir verði í hljómsveitinni: Eyjólfur Krist- jánsson (áður í Hálft í hvoru), Haraldur Þor- steinsson (Eik, Brimkló, Grafík o.fl.), Jón Ólafs- son (Possibillies), Stefán Hjör- leifsson (Possi- billies), Rafn Jónsson (Graf- ík), Að lokum: Ef ekki verður af þessu mun Popparinn snæða 3 trefla, báða hattana sína og kerta- þræði úr VW ’74 með beinni innspýtingu og hana nú! ->S Hverjir eru bestir í ís- lensku poppi 1985? Spennan í algleymingi Fyrir viku birtist þessi huggulegi seðill hér é síðum Popparans. Stúikurnar sem taka við bréfum á ritstjórn Morgunblaðsins áttu sér einskis ills von þegar umslög merkt Popparanum tóku að streyma inn í vikunni. Bréfaflaumurinn hefur verið óstöðv- andi og þurfti til dæmis að leita að Auði á sfmanum í tvær klukkustundir á fimmtudaginn var. Fannst hún svo í ekki nema svona rétt þokkalegu ásig- komulagi undir bréfabunkanum. Lesendur Morgunblaðsins vilja greinilega fá að segja sína skoðun á íslensku poppi og rokki ársins 1985 og er það vel. Gróskan var mikil og á milli 60 og 70 íslenskar hljómplötur litu dagsins Ijós. Það er einnig gott að sjá hve skilmerkilega seðlar þessir eru fylltir út og sjaldan eða aldrei eru eyður. Þegar þetta er ritað er enginn búinn að taka afgerandi foyrstu hvort sem um er að ræöa besta söngvarann, bestu hljómplötuna eða til dæmis besta tónlistar- myndbandið. Örfáir atkvæöaseðlar hafa borist sem telja verður með öllu ómarktæka þar eða Madonna vartil dæmis sögð besta íslenska söngkonan og Nick Rhodes besti íslenski hljóðfæraleikarinn. Munið aö merkja seðlana skilmerkilega elskurnar mfnar og að skilafrestur er til 21. janúar. Merkið umslagið: Morgunblaðið, c/o Popparinn Aðalstræti 6 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.