Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986
fclk f
fréttum
LISTAHÁTÍÐ
UNGA FÓLKSINS
Listahátíð unga fólksins hefur staðið yfír á
Kjarvalsstöðum undanfama viku. Hátíðin er
haldin á vegum íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og flöldi ungmenna á aldrinum 15 til 22
ára sýnir þar verk sín. Sitthvað hefur svo verið á
seyði flesta dagana á hátíðinni, nemendur úr
Qölmörgum skólum hafa komið ogýmist dansað,
spilað, fluttgamanmál, hreyfilist eða leikrit, svo
eitthvað sé nefnt. Við náðum í vikunni tali af nokkrum
þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn, eiga ýmist verk
,á hátíðinni eða hafa skemmt gestum á einn eða annan
Ihátt. Hátíðinni lýkur í kvöld klukkan 22.
m.
„Held áfram svo lengi
sem ég finn framför“
Morgunblaðið/Bjarni
Margrét Kristjánsdóttir, Ásgeir Thoroddsen, Auðný Vilhjálmsdóttir
og Esther Ágústa Berg í hlutverkum sinum.
„Eins gott að standa sig“
að var líf og fjör í vestursal
Kjarvalsstaða einn eftirmið-
daginn í vikunni. Þar stóð þá yfir
æfing á einþáttungnum „Partý“
eftir Odd Bjömsson og voru það
nemendur úr Æfingaskóla KHI sem
voru þar á fullri ferð, sumir jafnvel
á hjólaskautum. Leikendur eru ell-
efu talsins, átta stelpur úr 9. bekk
og þrír strákar úr 8. bekk, sem þær
fengu til liðs við sig. Halla Margrét
Ámadóttir æfði verkið með þeim,
en hún er einnig kennari þeirra í
leiklist. Einþáttungurinn var svo
frumsýndur á föstudagskvöldið.
„Við emm flest í leiklist sem
valfagi og fáum hana þar með
metna til einkunna í vor. Það er
því eins gott að standa sig á sýning-
unni,“ segir Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, einn leikendanna, og
nokkrar stöllur hennar úr hópnum
taka undir. „Það er gaman að taka
þátt í svona sýningu, en tímafrekt.
Við byijuðum heldur ekki að æfa á
fullu fyrr en núna í janúar, þannig
að þetta hefur allt gerst hratt. Þetta
hefur verið feikileg vinna — en
mjög skemmtileg," segir hún.
„Þetta er fremur erfið sýning á
þann hátt að það eru eiginlega allir
á sviðinu allan tímann. Einþáttung-
urinn gerist allur í einni veislu og
við fylgjumst þar með framvindu
mála. Hjónin sem búa í íbúðinni
fara um á hjólaskautum og þetta
er mikið fjör,“ segir Ragnheiður.
Hún bætir við að það sé kostur við
einþáttunginn að hlutverkin eru
eiginlega öll jafnstór, þannig að
allir fá að spreyta sig. „Nú, svo
erum við jafnvel að hugsa um að
fara í leikferð út á land með vor-
inu,“ segir hún en er ekki tílbúin
að fjölyrða um frekara framhald á
leikferlinum.
„Við erum vonandi
feikilega fyndnir“
við: „Þetta eru mjúkir og fallegir
dansar."
Eftir að skólatíma í MH lýkur
á daginn og flestir halda heim á
leið, þá má segja að dagurinn sé
rétt að byija hjá Þóru Kristínu.
Fimm sinnum í viku æfir hún
ballett í Listdansskólanum og
þrisvar í viku jassballett. „Þetta
er mjög skemmtilegt og ég finn
að mér er enn að fara fram. Hins
vegar er ekki nóg að æfa bara
og æfa. Maður þarf líka að hafa
tíma til að hugsa um það sem
maður er að gera. Einbeitingin
skiptir miklu máli í svona námi
og hana þarf að þjálfa," segir Þóra
Kristín.
„Maður lærir mikið á því að
koma svona fram eins og við
gerum á sunnudaginn á iistahátíð-
inni. Hér á landi eru ekki svo
mörg tækifæri og um að gera að
grípa þau sem gefast," segir hún.
því að semja handrit og læra það
utan að. Svo bættist smám saman
við þetta allt saman — vonandi til
góðs. En það fer mikil vinna í að
æfa svona atriði ef vel á að vera,“
segjaþeir.
„Fötin sem við erum í á
tískusýningfunni eru óneitanlega
fallegustu föt sem sést hafa síðan
1932,“ segja þeir glettnislega og
bæta við að þeir séu ekki að gera
grín að neinni ákveðinni
Þóra Kristín Gucjohnsen heit-
ir hún og er átján ára gamall
nemandi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, Listdansskóla Þjóð-
leikhússins og Jazzballettskóla
Báru. Hún kemur fram með
nemendum úr Listdansskólanum
sem sýna síðdegis í dag tvo dansa
á listahátíðinni. „Fyrst dönsum
við dans sem Guðrún Pálsdóttir
samdi fyrir okkur við tónlist eftir
Þóri Baldursson. Við dönsum
fimm saman og það má segja að
þetta sé nokkuð klassískur dans,
þó við verðum ekki í táskóm. I
hinum dansinum sem Katrín Hall
hefur æft, eru einungis tveir
dansarar. Þetta er meiri nútíma-
dans með jassívafi og er þannig
að annar dansarinn er eins og
skugginn af hinum. Báðir eru
dansamir mjög skemmtilegir,"
segir Þóra Kristin fyrst og bætir
mm
Þóra Krístfn Guðjohnsen
Morgunblaðið/Bjami
Þóra Kristín hefur verið á ballett-
námskeiðum erlendis á sumrin og
segir að það hafi reynst sér feiki-
lega lærdómsríkt. „Ég vonast til
að komast á námskeið í Dresden
í sumar,“ segir hún og kveðst
ætla að halda áfram á þessari
braut svo lengi sem hún finnur
framför.
Dans Guðrúnar Pálsdóttur æfð-
ur. Aftari röð frá vinstri: Soffía
Marteinsdóttir, Jóhanna Krístín
Jónsdóttir, Margrét Gisladóttir.
Fremri röð: Þóra Kristín Guð-
johnsen og Lilja ívarsdóttir.
ið erum vonandi feikilega
fyndnir... sögðu þeir Einar
Gunnar Guðmundsson, Orri
Hauksson og Guðmundur
Amarsson úr 8. bekk í Hagaskóla
þegar við litum inn á æfingu hjá
þeim í vikunni. Þeir komu fram á
fimmtudagskvöldið með tvö
skemmtiatriði, spumingaleikinn
Veistu svarið, fíflið þitt? og
tískusýningu. Bæði atriðin eru
frumsamin af þeim félögum og voru
sýnd á síðustu jólagleði í skólanum.
Þá kölluðu þeir sig Þijár
hormónaflækjur í ham.
Um spumingaleikinn segja þeir
að hann fjalli um tvo menn sem eru
að taka þátt í spumingakeppni.
„ Annar veit allt, er hámenntaður
málfræðingur, en hinn er
landsþekktur grínisti sem er vel
undir meðallagi fróður. Spyrillinn á
svo sinn þátt í að rugla þessu sem
mest hann má. Við byijuðum á