Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986
LÖGREGLURlKIÐ |
Við dauðans
dyr þegar
þeir létu
hanalausa
tli þeir hafí ekki leyft mér
að fara heim til að deyja
sagði júgóslavneski rithöfundurinn
Melika Salibegovic lágri og hljóm-
lausri röddu. Erfitt var að ímynda
sér aðra skýringu á því, að henni
skyldi vera sleppt úr fangelsinu í
Bosníu hálfu ári áður en hún hafði
afplánað dóminn, þriggja ára fang-
elsisvist. Hann hlaut hún fyrir að
vera sjálfri sér trú og fara ekki í
felur með skoðanir sínar.
Melika er múhameðstrúar og
ásamt henni voru 12 aðrir múham-
eðstrúarmenn dæmdir í fangelsi
árið 1983 fyrir áróður fjandsamleg-
an ríkinu og gagnbyltingarstarf-
semi eins og það var orðað. Einn
þeirra hefur látist í fangelsinu.
Til að mótmæla dómnum og
meðferðinni fór Melika í hungur-
verkfall og á 73. degi þess var bróð-
ir hennar boðaður í fangelsið og
beðinn um að flytja hana burt.
Hann tók upp systur sína, Meliku,
sem er fertug að aldri, og bar hana
eins og bam að bílnum þar sem 14
ára gamall sonur hennar beið.
„Læknamir sögðu, að ég væri á
mörkum lífs og dauða," sagði Me-
lika hálfum mánuði eftir að hún
losnaði úr prísundinni. „Einn þeirra
sagði við mig, að ég félli brátt í
dá, og ég óttaðist að ég mundi
missa meðvitund."
í rúma tvo mánuði hafði henni
verið haldið á lífí með því að gefa
henni næringu um slöngu, sem
þrædd var ofan í maga, og meðan
hún hafði enn mátt til að streitast
á móti var hún bundin við fletið á
höndum og fótum. Hvaða ástæðu
hafði Melika til að hætta lífí sínu
þegar farið var að hilla undir, að
hún yrði látin laus?
„Mér fannst ég gera syni mínum
gott með því að deyja fyrir sannleik-
ann í stað þess að lifa með lyginni,"
sagði hún og átti þá við þann áróður
stjómvalda og leigupenna þeirra,
að hún og hinir múhameðstrúar-
mennimir hefðu verið undirróðurs-
menn og gagnbyltingarseggir.
„Réttarhöldin voru aðeins
skammarlegur farsi,“ sagði Melika
og kvaðst vita, að þetta viðtal gæti
orðið henni dýrkeypt. „Auðvitað var
ekki um nein samtök að ræða, það
var það fáránlegasta af öllu. Ég
þekkti aðeins þrjá mannanna vel,
fímm sá ég í fyrsta sinn við réttar-
höldin." Melika ber líka á móti því,
að hún sé aðskilnaðarsinni, að hún
vilji splundra júgóslavneska ríkinu
eftir þjóðum og héruðum. „Allah
kennir, að engan greinarmun skuli
gera á kynþáttum, hörundslit eða
þjóðemi," segir hún.
Margir hafa furðað sig á því
hvað fyrir yfirvöldunum vakti með
réttarhöldunum, sem stóðu í fimm
vikur og er ekki enn lokið fyrir
hæstarétti næstum þremur áram
síðar.
„Við voram leidd fyrir rétt vegna
trúarinnar. Ég hafði trúna að leiðar-
ljósi í lífí mínu og mér var fómað,
ég átti að verða öðram múhameðsk-
um konum víti til vamaðar," segir
Melika. Erfíðleikar hennar byijuðu
árið 1979 þegar hún sagði sig úr
kommúnistaflokknum í Bosníu.
Hún vann þá að menningarmálum
í héraðinu. Seinna fór hún að klæða
sig eins og múhameðstrúarkonur
hafa gert frá alda öðli og þá var
henni gert lífið svo leitt, að hún
neyddist til að segja starfí sínu
lausu.
Melika Salibegovic nefnir ýmis
dæmi um mannréttindabrot í máli
sínu.
Engin handtökuskipun var gefín
út og engin húsleitarheimild. Sonur
hennar var auk þess skilinn eftir
undrandi og hræddur án þess að
lögreglan hefði fyrir því að segja
honum, að hann ætti ekki eftir að
sjá móður sína í nokkur ár.
Meðan á rannsókn málsins stóð
reyndi lögreglan að kúga hana með
því að segja, að velferð sonar henn-
ar ylti á því, sem hún vitnaði gegn
öðram sakbomingum. Auk þess var
hún barin og höfð í einangran í
sérstakri deild í fangelsinu síðasta
fjóra og hálfa mánuðinn.
„Ég ýmist skalf úr kulda eða var
að stikna úr hita,“ segir Melika
þegar hún minnist vistarinnar þar.
Loks auðmýktu og hröktu óein-
kennisklæddir lögregluforingjar
hana á ýmsa lund þótt það eigi
raunar að heita bannað með lögum.
- PETER RISTIC
FORNARLOMB
Bera bara harm
sinn í hljóði
ikil brögð era að því að
Bandaríkjamenn sem verða
fyrir glæpum af ýmsu tagi, láti
undir höfuð leggjast að tilkynna þá
lögreglunni. Ástæðumar era meðal
annars þær að fólk hefur almennt
litla trú á að lögreglan geti rétt
hlut þess. Þetta kom fram í niður-
stöðum viðamikillar könnunar sem
dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjun-
um gekkst fyrir.
í könnuninni er meðal annars
reynt að fá rétta mynd af því hvem-
ig fólk bregst við afbrotum og þar
kemur fram að einungis var tilkynnt
um 35% af þeim 37.100.000 sem
talið er að hafí verið framin í
Bandaríkjunum árið 1983.
Þó er tiltölulega algengt að fólk
tilkynni lögreglunni um alvarleg
afbrot sem það verður fyrir, en
verði fólk fyrir „smáglæpum" eins
og heimsóknum innbrotsþjófa og
þess háttar eru lítil líkindi til að
það ómaki sig við að hafa samband
við löregluna. Samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar hafði aðeins
einn af hveijum Qóram fyrir því
að gera lögreglunni viðvart um slík
afbrot.
Niðurstöður dómsmálaráðuneyt-
(0Ú ,U^=S>
isins vora unnar úr viðtölum við
128.000 manns í alls 60.000 fjöl-
skyldum.
Steven Schlesinger fram-
kvæmdastjóri tölfræðideildar ráðu-
neytisins skýrði frá niðurstöðum
könnunarinnar. Hann sagði m.a.
að því tilefni: „Ef ekki er tilkynnt
um glæpi, getur kerfíð sem komið
var á fót til að vinna gegn mis-
gjörðum, ekkert aðhafzt." Og hann
bætti við: „Dulin glæpaverk era
ekki sízt skaðleg vegna þess að
ekki er unnt að vinna gegn þeim.“
I könnuninni kom í ljós að Banda-
ríkjamenn era fúsari til að gera
lögreglunni viðvart um bílastuld en
um nauðgun. Tilkynnt var um 70%
þeirra bílaþjófnaða sem framdir
vora á því tímabili, sem hér um
ræðir en aðeins 47% nauðgana.
Þegar fólk var spurt að því hvers
vegna það gerði lögreglunni ekki
viðvart um afbrot, svaraði um það
bil þriðjungur því til að þeir teldu
afbrotin ekki hafa verið nógu alvar-
legs eðlis. Margir kváðust og telja
að lögreglan gæti ekkert gert í
málinu og um það bil 11% bára
því við að lögreglan hirti ekki um
að aðhafast neitt, þannig að enginn
akkur væri í að tilkynna henni
hvemig komið væri.
Þeir sem orðið höfðu fyrir glæp-
um af einhveiju tagi höfðu helzt
samband við lögregluna ef þeir
töldu sig geta rétt hlut sinn fjár-
hagslega með því. Rúmlega þriðj-
ungur af fómarlömbum glæpa-
manna sagði að þeim hefði borið
siðferðileg skylda til að hafa sam-
band við lögreglu. Aðeins um 7%
sögðust hafa haft samband við
lögreglu vegna þess að þeir vildu
að glæpamönnunum yrði refsað.
- TONY ALLEN-MILLS
Hinsta kveðja - Einkennisklæddir unglingar úr sveitum Afríska
þjóðarráðsins standa við kistu Molly Blackbum. Fyrir aftan þá
er Gavin eiginmaður hennar.
SKARÐ FYRIR SKILDI
20.000 blakkir syrgðu
hvíta sómakonu
Hvitir menn í Suður-Afríku höfðu aldrei séð neitt þessu
líkt. 20.000 svertingja samankomna í einu hverfa hvítra
manna í borginni Port Elizabeth til að fylgja til grafar hvítri
konu, sem barist hafði fyrir málstað svartra manna í landinu.
Fjölmennar útfarir eins og þessi hafa oft orðið upphaf mik-
illa atburða siðasta árið og hin látna, Molly Blackburn, hafði
tekið þátt í þeim mörgum.
Það verður þó ekki sagt um
aðra hvíta Suður-Afríkumenn.
Aðskilnaðarstefnan veldur því, að
fólkið í landinu lifír í tveimur
aðskildum heimum. Það, sem
gerist í byggðum svarta fólksins,
gæti þess vegna gerst á tunglinu
hvað hvítu mennina varðar. Þeir
hafa ekki fundið fyrir þeirri
ástríðufullu blöndu sorgar, trúar
og uppreisnaranda, sem einkenna
þessar fjölmennu útfarir. Það er
að segja ekki fyrr en ein slík fór
fram í hvítu hverfí.
„Jafnvel í dauðanum gerir
Molly það, sem hún gerði allt sitt
líf — hún sameinar okkur,“ sagði
dr. Allan Boesak í minningarræðu
um Molly. Boesak er guðfræðing-
ur, menntaður í Hollandi, og fram-
arlega í flokki í Sameinuðu lýð-
ræðisfylkingunni, samtökum, sem
beijast gegn aðskilnaðarstefn-
unni.
Fyrir hvíta fólkið í Port Eliza-
beth, það, sem býr nálægt St.
John’s-kirkjunni, var útförin eftir-
minnileg lífsreynsla og raunar
dálítið skelfíleg. Margir virtust
hræddir þegar þeir sáu svartan
múginn flæða yfír hverfíð og
óeirðalögregluna álengdar með
hunda, táragas og byssur, og ótti
þeirra minnkaði ekki þegar þeir
sáu svarta unglinga i einkennis-
búningi Afríska þjóðarráðsins,
skæraliðasamtaka, sem era bönn-
uð í landinu.
Smám saman rénaði þó ótti
hvítu mannanna og þeir létu jafn-
vel hrífast með, fóra út á svalir
og garða og sumir bættust í hóp
göngumanna.
„Eg hef aldrei séð neitt þessu
líkt,“ sagði hvít kona í hverfinu.
„Hvaðan kemur allt þetta fólk? Ég
veit að það er verið að jarðsyngja
Molly Blackbum en hún var þó
hvít.“ Svarið fékk hún frá Mvume
Dandala, svörtum presti, sem var
fagnað vel þegar hann sagði:
„Molly Blackbum sýndi það og
sannaði, að sá, sem er hvítur,
þarf ekki þess vegna að vera óvin-
ur fólksins."
Molly Blackbum ávann sér
vinsældir meðal svertingja vegna
ósérhlífínnar baráttu fyrir rétt-
indamálum þeirra allt síðastliðið
ár, sem ólgan hefur verið mest.
Upphaflega virtust þó fáir vera
ólíklegri til þess en hún, afsprengi
hvíta kerfísins, fyrirmyndarhús-
móðir, dóttir eins auðugasta
mannsins í héraðinu, eiginkona
læknis og sjö bama móðir.
Molly var einnig mjög virk í
kvenréttindafélaginu „Svarta
lindanum‘, og það var vegna
starfsins þar að hún tók sér fyrir
hendur að beijast gegn hrotta-
skap lögreglunnar.
Molly safnaði saman eiðsvöm-
um yfirlýsingum svertingja, sem
séð höfðu lögreglumenn skjóta 20
manns í jarðarför í Uitenhage í
mars í fyira, og varð það til þess,
að sérstakur dómari var skipaður
til að rannsaka drápin. Hún
neyddi líka yfírvöld til að hafast
eitthvað að eftir að hún hafði
raðst inn á lögreglustöð og orðið
vitni að því, að lögreglumaður
húðstiýkti svartan ungling, sem
lá hlekkjaður á gólfínu.
Þegar kynþáttaátökin hörðn-
uðu leituðu svertingjar oft til
Molly og fengu hjá henni holl ráð
og aðstoð.
Molly Blackbum beið bana í
bílslysi 28. desember sl., 54 ára
gömul. Gerðist það síðla nætur
þegar hún var að koma frá þorpi
í 300 mflna fjarlægð en þangað
hafði hún verið kvödd til að bera
sáttarorð á milli tveggja fylkinga
svartra manna.
- ALLISTER SPARKS
OG JO-ANN BEKKER