Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 B 27 — um njósnir og spillingu í æðstu stöðum Bretland: Fyrsta myndin á árinu Fyrsta breska bíómyndin, sem frumsýnd hefur verið úti í Bretlandi á nýja árinu, heitir Defence of the Realm. Um er að ræða pólitískan „þriller" sem gerist í nútímanum en myndin er gerð að tilhlutan eins fremsta kvikmyndagerðarmanns Breta nú um stundir, David Putt- nam. Leikstjóri „Defence" heitir David Drury. Hann hefur ekkert komið nálægt gerð biómynda áður heldur aðeins fengist við gerð heimildarmynda og unnið við sjón- varpsmynd. Það var líka fyrir Putt- nam. „Defence" fjallar um þrjóskan blaðamann sem komst á snoðir um alvarlegt hneykslismál er teng- Leikstjórinn David Drury. Victoria Tennant tók mikilvæga ákvörðun fyrir tíu árum eða svo: annað hvort skyldi hún vera eigin- kona sem ekki léki í kvikmyndum eða vera laus og liðug til að helga sig leiklistinni. Hún valdi síðari kostinn og segir það mestu forn sem leikari getur staðiö frammi fyrir. Fimm ár liöu frá skilnaðinum þar til henni bauðst hlutverk. Það var í „Blikum á lofti" sem sjónvarpið er að sýna þessar vikurnar. Vic- toria var sú eina sem hlaut góða krítik meðal gagnrýnenda. Og það sem meira er: þá fyrst buðust henni hlutverk í kvikmyndum. Það fyrsta var í „The Holocroft Coven- ant" sem John Frankenheimer gerði eftir skáldsögu Roberts Ludlum. En áður gerði hún litla og ódýra mynd ásamt nokkrum vina sinna. „Strangers Kiss" heitir hún. Þau hugðust sanna að hægt væri að gera mynd án milljón dollara og samninga við stórfyrirtæki. Saman skrifuðu þau handritiö og tóku myndina síðan á átta vikum. Myndinni var vel tekið í Bretlandi og Victoria var borin saman við gömlu kvenhetjurnar úr myndum Hitchcocks (sór í lagi Janes Leigh). Bandaríkin: Ný hasarmynd með Tommy Lee Jones Bandaríski leikarinn Tommy Lee Jones hefur leikið í kvikmyndum í fjölda ára en þar til núna hefur hann verið þekktastur fyrir að leika á móti frægum leikkonum, (Back Roads með Sally Field, Dóttir kolanámumannsins með Sissy Spaceck) frekar en að standa í sviðsljósinu sjálfur. En í nýrri has- armynd, sem frumsýnd var nýlega vestur í Bandaríkjunum, sem heitir Black Moon Rising, er hann stjarnan og enginn annar. í myndinni leikur hann Quint nokkurn sem hefur lífsviðurværi sitt af því að stela. Hann er meist- araþjófur og vinnur stundum fyrir ríkisstjórnina. „Ég hélt að það gæti verið gaman að leika í léttri æfintýra- og hasarmynd," sagði hinn 39 ára gamli leikari í viðtali fyrir skömmu. „Ég hef mikið dálæti á hraðskreiðum bílum, fallegum stúlkum, Ijótum og vondum köll- um, stórum byssum og bílaeltinga- leikjum í bíómyndum," bætti hann við. Black Moon Rising ku flagga þessu öllu saman og meiru til. Já, einmitt. Hún er ein af þeim mynd- um. En Tommy Lee Jones bætir hana víst verulega upp. Kvik- myndagagnrýnandi The New York Times er a.m.k. yfir sig hrifinn. Það er löngu kominn tími til að menn fari að líta á Tommy Lee Jones sem hverja aðra kvikmyndastjörnu, segirhann. Söguþráðurinn í myndinni er eitthvað á þessa leið. í upphafi hennar fær FIB — alríkislögreglan í Bandaríkjunum — þjófinn Quint til að stela skýrslum í eigu einkafyr- irtækis, en þessar skýrslur þarf lögreglan að fá í sambandi við rannsókn á glæpamáli. Quint felur þessar stolnu skýrslur í frumgerð Cabriel Byrne og Denholm Elliot í Defence of the Realm. ist breskum þingmanni. Blaða- maðurjnn finnur það út um síðir að hann hefur aðeins verið notaður til að sverta æru mannsins og þegar kollega blaðamannsins, sem hjálpað hafði honum að komast til botns í málinu, er drepinn, kemst sá þrjóski að raun um að hann er flæktur í dularfullt málefni er snerta menn í æðstu stöðum ör- yggislögreglu ríkisins. KGB er eitt- hvað viðriðið málið og blaðamað- urinn fær að finna fyrir því að svoleiðis kallar hafa ráð til að þagga niðurforvitnum mönnum. Þetta er nú eitthvað fyrir Bret- ana að skemmta sér yfir eins mikið og þeir hafa gaman af hneykslis- og njósnamálum. Það er enda sí- fellt verið að koma upp um einhver slík í Bretlandi. Puttnam hefur aldeilis breytt um stíl frá því Char- iots of Fire lagði heiminn að fótum sér. Þar var á ferðinni mynd full af bjartsýnis- og samkeppnisanda, um vináttu, heiðarleika og fögur fyrirheit. Nú hefur þykknað í lofti, heimurinn er svo sannarlega ekki eins og hann var. Sá sem fer með aöalhlutverkið í „Defence" er óþekktur írskur leik- ari að nafni Gabríel Byrne. Hann leikur blaðamanninn og þykir vinna talsverðan leiksigur í þessari fyrstu kvikmyndarullu sinni. Sá góði gamli Denholm Elliott leikur kol- lega hans á blaðinu. Hann hefur fyrir löng síðan tryggt sig í sessi sem einn fremsti leikari þeirra Breta. Það var David Puttnam sem benti á nafna sinn Drury, sem gott efni í kvikmyndaleikstjóra. Putt- nam hreifst af einni heimildar- mynda hans og bað hann um að gera sjónvarpsmynd fyrir sig og „channel 4“ í Bretlandi. Drury vann verkið vel og vildi óður gera aðra leikna mynd. „Þegartil greina kom að gera Defence of the Realm var ég svo hungraður í bíómynd að ekkert hefði getað komið í veg fyrir að ég gerði hana," sagði hann í blaðaviðtali. „Ég vildi gera eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður en sú hugmynd að gera „þriller" hefur í rauninni alltaf höfðað til mín." Drury hafði óhemjugaman af að gera „Defence". Hann segir: „Ég man vel að á einhverjum af fyrstu dögum kvikmyndatökunnar urðum við að taka mynd af bíl á ferð um sveitaveg. Kvikmyndatökumaður- inn lagði fram ýmsar hugmyndir um hvernig best væri að fara að því. Ég samþykkti engar þeirra. Það sem ég vildi gera var að grafa stóra holu í miðjan veginn og kvik- mynda bílinn frá henni. Eg sá hvernig fólkið missti andiitið yfir hugmyndinni og það hugsaði með sér: Hverskonar frík er nú þetta?" VICTORIA TENNANT Victoria er síður en svo óánægð með þann samanburð. Victoria Tennant er ekki á allra vörum. Hún kærir sig heldur ekki um að verða fórnarlamb Gróu, eins og svo margt frægt fólk. En hún stefnir hátt og sækist eftir góðum hlutverkum. Ahrif Lawrence Olivi- ers, sem hélt henni undir skírn og gefst ekki upp á ráðleggingum henni til handa, eru sjálfsagt meiri en hún gerir sér grein fyrir. Annar frægur leikari, Robert Mitchum, er henni einnig innan handar. Þau hafa verið nánir vinir síðan þau léku saman í Blikum á lofti. HJÓ Tommy Lee Jones nýs sportbíls (sem kallaður er Black Moon), en bílnum er síöan stolið frá honum. Snýst svo af- gangurinn af myndinni um leit Quints að bílnum, skýrslunni og bílaþjófnum. Þess má geta að John Carpenter skrifar handritið að Black Moon Rislng. — al. Hér sjást þau sem stóðu að „Blóðpeningum" (The Holcroft Covenant) sem Regnboginn sýn- ir: leikkonan Victoria Tennant, leikstjórinn John Frankenheimer, framleiðandinn Edie Landau og ieikarinn Michael Caine. r Háskólabíó: Sjálfboðaliðarnir Háskólabíó frumsýnir í dag, sunnudag, eða 4 allra næstu dög- um gamanmyndina Sjálfboðaliðar. Myndin er tiltölulega ný, hún var sýnd síðastliðið sumar og naut vinsælda, enda njóta sín í henni hæfileikar ágætra manna: leik- stjórans Nicholas Meyer og gam- anleikaranna Tom Hanks og Hohn Candy. Fólk man eflaust eftir þeim íSplash. Söguþráðurinn er ólíkindalegur, eins og gjarnan vill verða í banda- rískum bíómyndum af léttgeggj- aðri sortinni. Hinn ríki og kærulausi Lawrence Bourne III (sem Tom Hanks leikur) vaknar einn morgun við vondan draum: spilafíkn hans hefur komið honum í klípu, hann skuldar stórfé og faðir hans neitar að greiða skuldirnar. Örlögin haga því þannig að hann lendir í flugvél sem flytur fólk sem boðið hefur sig fram til að reisa brú íTailandi! Lawrence er ekki ýkja hrifinn af hugmyndinni en gerir allt til að aðlagast kringumstæðum. Hann stofnar spilaklúbb og græðir fé, vingast við konung eiturlyfjasal- anna, hinn ruglaða Chung Mee, og gerir sér dælt við föngulega kvenmenn. En á meöan Lawrence nýtur lífsins undirbúa lífsglaðir kommúnistar, sem lesa rauða kverið öllum stundum, jarðveginn fyrir boðskap Maos formanns. Þeir hafa rænt einum sjálfboðalið- anum, Tom Tuttle (sem John Candy leikur), og heilaþvegið hann: Tom Tuttle óttast ekki leng- ur bleiku hættunal Þegar svo brúin hefur verið reist, horfir hinn ríki og kærulausi Lazrence Bourne þriðji í augu við mikinn vanda: ská- eygðir kommúnistar marsera yfir brúna til að frelsa heiminn. Leikstjórinn Nicholas Meyer hefur ekki áður gert gamanmynd. Sjálfboöaliöarnir er raunar þriða mynd hans. Hinar tvær eru Star Trek II, en öllu frægari er The Day After, sem Meyer gerði fyrir sjón- varp en var einnig sýnd í kvik- myndahúsum víða um heim, þar á meðal Bíóhöllinni hér um árið. HJÓ Lawrence Bourne III (Tom Hanks) lendlr í Thailandi og hefur ekki hugmynd um hvað biður hans ífrumskóginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.