Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 B 9 „Jafnvel í dauöanum gerir Molly þaö sem hún geröi allt sitt líf ? hún sameinar okkur“ SJÁ: Skarö ffyrir skildi VANGAVELTUR Var Kristur sumarbarn? r Ymislegt bendir nú til, að Jesús Kristur hafi verið borinn í heiminn síðla sumars eða snemma hausts árið 12 f.Kr. og að stjaman, sem vísaði vitringunum veginn til Betlemhem, hafí verið Halley-hala- stjaman. Þessi kenning brýtur að vísu í bága við skoðun kristinna manna en höfundur hennar, Biblíufræðing- urinn Jim Fleming, segir, að það sé þó líklega rétt, að fæðing frelsar- ans hafí átt sér stað nokkum veginn þar sem nú stendur Fæðingarkirkj- an í Betlehem. Fleming er kennari í sögulegri landafræði og fomleifa- fræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem. Fræðimenn á flórðu öld eftir Krist þóttust ráða það af Nýja testamentinu, að frelsarinn hefði fæðst 25. desember árið 1 „en svo virðist sem getspekin hafí bmgðist þeirn", segir Fleming. Halastjama Halleys. — Svo virð- ist sem getspekin hafi brugðist fræðimönnunum. Fræðimenn nú á dögum hafa fundið vísbendingar um, að Kristur hafi fæðst fyrir árið 1, meðal annars það, sem segir f Matteusarguð- spjalli, að Heródes konungur mikli hafí verið uppi þegar Jesús fæddist, en talið er, að Heródes hafí látist árið 4. f.Kr. Auk þess þykir líklegt, að skrásetningin, sem Lúkasarguð- spjall segir frá og olli því, að Jósef og María fóm til Betlehem, hafí veirð gerð árið 12 f.Kr. Það, sem fyrst vakti grunsemdir um, að 24. desember væri ekki rétt- ur fæðingardagur frelsarans, er sú frásögn Biblíunnar, að hirðar, sem gættu hjarða sinna í haga við Betle- hem, hafí fyrstir vitað, að nýr konungur væri fæddur. Jim Fleming segir, að hirðunum hafí ekki verið leyft að beita fénu á akrana eftir að þeir vom plægðir í október og nóvember til að vetrar- regnið næði að vökva jörðina vel. Þeir fengu hins vegar að beita þá sfðla sumars og snemma hausts þegar uppskemstörfum var lokið ogtil að taðið nýttist sem áburður. Fleming segir, að Halley-hala- stjaman hafi sést árið 10 f.Kr., þegar Jesús var tveggja ára sam- kvæmt þessari kenningu, og vitr- ingamir sáu hana tvisvar sinnum, sem kemur heim og saman við hegðan stjömunnar. KARL í KRAPINU Bengt Lindqvist sem nú er aðstoðarráðherra Svía í heilbrigðis- og félagsmálum, hef- ur verið blindur frá 15 ára aldri. Hann segist hafa tekið sæti í ríkis- stjóminni til að sýna að fatlaðir menn geti gegnt háum stöðum. „Mér var einu sinni tjáð að það væri auðveldara fyrir blindan mann að gegna háu embætti en að vera vikapiltur á hóteli," segir Lindqvist. Hann notar rafeindabúnað sem breytir rituðu máli í hljóðgervinga eða í blindraletur. „Ég er lengur en aðrir að vinna sum verkefni, en starfið er mér ekki ofviða," segir hann. Olof Palme, forsætisráðherra Svía, skipaði Lindqvist í embætti í október síðastliðnum en þá vom gerðar ýmsar breytingar á ríkis- stjóm landsins í kjölfar þing- Blindur leiðir alsjáandi kosninganna sem færðu sósíal- demókrötum nauman sigur. Skipun Bengt Lindqvist í emb- ætti aðstoðarheilbrigðis- og fé- lagsmálaráðherra kom mjög á óvart, þar sem hann hafði verið talsmaður fatlaðra á sænska þing- inu og gagnrýnt stjómarstefnuna harkalega. „Ég varð furðu lostinn, þegar Palme bauð mér stöðuna," segir Lindqvist, og bætir við: „Samt leið ekki á löngu þar til ég ákvað að verða við áskomn hans. Fötl- uðu fólki er það mikil hvatning þegar einum úr þeirra hópi er auðsýnt þvílíkt traust.“ Bengt Lindqvist er 49 ára að aldri. Hann var fyrst kjörinn á sænska þingið árið 1982 en þar hafði enginn blindur maður átt sæti áður. Frá árinu 1977 hafði Lindqvist verið formaður lands- samtaka fatlaðra í Svíþjóð. „Fólki hættir til að einblfna um of á fötlun manns og gefa öðm í fari hans of lítinn gaum. Sænskur rithöfundur sagði einhveiju sinni að blinda væri aðeins lítið brot af persónuleika blinds manns," segir hann. Lindqvist notar ýmiss konar rafeindabúnað í daglegum störf- um sínum, einkum bandarískan og japanskan. Hann getur einnig skrifað hjá sér minnisgreinar með jafnmiklum hraða og sjáandi maður og notar til þess sérstakt málmspjald og penna. GEGNDARLAUST ÓHÓF — Michelle við arm eiginmannsins. ÓSKAMMFEILNI ■ Forsetafrúin skreppur í búð Michelle Duvalier, eiginkona Jean-Claude Duvalier, for- seta Haiti til lífstíðar, var fyrir skömmu í innkaupaferð í París og þótti þá eyðslusemi hennar keyra svo um þverbak, að jafnvel hörðustu andstæðingum ógnarstjomarinnar var orða vant. Aðeins flugfarið fyrir hana og fylgdarliðið kostaði hálfa þriðju milljón íslenskra króna. Erlendir sendimenn í Port au Prince, höfuðborg Haiti, segja, að Michelle hafí farið með „stjam- fræðilegar" upphæðir í tískuversl- animar í París en að sjálfsögðu er raunveruleg tala leyndarmál. „Mic- helle endumýjaði í klæðaskápnum fyrir árið, keypti jólagjafír fyrir vini og ættingja og málverk fyrir sjálfa sig,“ segir einn sendimannanna. Á Haiti, þar sem varla er til bensín á bflana vegna skorts á er- lendum gjaldeyri, var ekki sagt frá Parísarferð forsetafrúarinnar en frönsku biöðin gerðu henni góð skil og var hún því brátt á allra vitorði heima fyrir. Michelle hóf ferðina í nóvember þegar hún og allt að 18 manna fylgdarlið fóru með þotu til New York. Þaðan var svo farið með Concorde-þotu til Parísar og sami háttur á hafður í bakaleiðinni. Viku eftir að Michelle kom heim kostaði hún og skipulagði brúðkaup innan- hússarkitektsins síns og tískuráð- gjafa, en hann gekk að eiga stúlku frá Ecuador. Var veislan haldin í Port au Prince og er haft eftir sendimanni frá Ecuador, sem var viðstaddur, að bara blómin hefðu kostað nærri 800.000 krónur. Michelle leigði einnig hár- greiðslumann frá París og kom hann með Concorde-þotu um New York til að greiða brúðinni. Tj aldbúðaf ólkið situr sem fastast Rétt við breiðstræti i Mexíkóborg, þar sem ökutæki þjóta fram og aftur allan sólarhringinn, hefur verið tyllt niður tjaldi og þar fyrir framan stendur kona ein með ungbam í fanginu. Hún bendir á hálfhrunið sambýlishús rétt hjá og segir: „Þarna á ég heima og ég ætla mér ekki héðan. Ég fæddist þarna, maðurinn minn vinnur héma og allir vinir okkar era hérna. Við förum ekki í burt.' En ríkisstjóm Mexíkó segir að hún verði að fara ásamt 14 þúsund- öðrum sem misstu heimili sín eftir jarðskjálftana miklu í september síðastliðnum, en þetta fólk reynir að halda í sér lífínu í tjaldborgum sem það hefur hrúgað niður víðs vegar um Mexíkóborg og hefur litla sem enga hreinlætisaðstöðu. Yfirvöld hafa mælt svo fyrir að tjaldbúar flytjist þegar í stað í sér- stakar búðir sem ríkisstjómin rekur í úthverfum borgarinnar. En tjald- búar fara hvergi. Til að knýja þá til brottfarar hafa embættismenn skorið niður matarskammt og aðra þjónustu sem veitt hefur verið þeim sem illa urðu úti af völdum jarð- skjálftanna miklu. í þrjá mánuði hefur fólkið heldur viljað hírast við frumstæðar að- stæður á umferðareyjum og hring- torgum en í skólabyggingum og hermannabröggum sem útbúnir hafa verið fyrir það. Nætumar hafa verið nístandi kaldar og trúlega hefur verið lítill hátíðasvipur yfír híbýlum fólksins um jól og áramót. I jarðskjálftunum miklu í septem- ber urðu 50 þúsund manns heimilis- lausir og þar af eru tjaldbúamir fátækastir og verst settir. Yfírleitt er þar um millistéttarfjölskyldur að ræða sem glötuðu öllum eigum sín- um í jarðskjálftunum. Fólkið telur sig hafa æma ástæðu til að láta ekki undan kröfum stjómvalda um að hafa sig á brott. Það óttast nefnilega að þá glati það síðasta tækifærinu til þess að byggja yfír sig og hefja eðlilegt líf á nýjan leik í hverfum þar sem þúsundir þeirra hafa búið, starfað og eiga ættingja, vini og minningar. „Stjórnin ætlar sér bara að sópa okkur í burtu,“ segir Ricardo Tellez, „borgarstjóri“ í einni tjaldborginni, þar sem búa um 420 manns, þar af að minnsta kosti 200 böm undir 10 ára aldri. Hreinsunarstarf eftir jarðskjálft- ana, sem kostuðu að minnsta kosti sjö þúsund manns lífið og ollu tugmilljarða eignatjóni, heldur stöð- ugt áfram og hálfhrundir hús- skrokkar og leifamar af skrifstofu- byggingum, hótelum og íbúðar- húsum em fluttar á brott. En hvar- vetna getur að líta stálklumpa og hmnda veggi og þeir fáu ferðamenn sem að þessu sinni hafa lagt leið sína til Mexíkóborgar em áfjáðir í að taka myndir af þessu hráviði sem liggur út um alla borgina. Áður höfðu ferðamenn eftir öðm að slægjast í Mexíkóborg, og þessi hluti árs hefur yfírleitt verið helsta ferðamannatímabilið á þessum slóð- um. En nú bregður svo við að nætur- klúbbar og veitingastaðir standa hálftómir. Móttaka ferðamanna er þriðja helsta tekjulind þjóðarinnar í meðalári en nú virðist tapið í þeirri atvinnugrein geta numið milljörðum samkvæmt spám ríkis- stjómarinnar. Þau áhrif sem jarð- skjálftamir hafa haft á efnahag Mexíkóbúa og andlegt heilsufar þeirra munu og ugglaust koma fram næstu árin. Lögreglan segir að mikil alda gíæpaverka hafí komið í kjölfar jarðskjálftanna og telur hún orsakimar þær að borgar- búar hafí verið undir miklu sálrænu álagi og þar við bætist vonleysi og örvænting þeirra sem urðu heimilis- lausir í þessum náttúmhamfömm. Til dæmis um ástandið má nefna að á jóladag létust 20 manns fyrir eigin hendi eða annarra og 43 hlutu meiðsl í árásum, ránum og grip- deildum. Á meira en 200 stöðum í borginni vom framin ofbeldisverk af ýmsu tagi. Loft var lævi blandið og fólk brást harkalega við fyrir minnstu sakir. Maður nokkur skaut annan til bana vegna þess að sá hafði gerzt svo djarfur að styðja sig við bílinn hans. — WILLIAM SCOBIE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.