Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1986 B 15 hann steypti hinum gerspillta Idris, konungi, af stóli 1969 fognuðu Líbýumenn. Líbýumenn eru aðeins þijár miiljónir og þá virtust olíu- brunnamir gefa ótakmarkaðan arð. Khadafy lét reisa skóla, íbúðarhús og sjúkrahús og leggja vegi. En þegar á leið breyttist Líbýa í lög- regluríki. Rjóminn af menntafóik- inu hefur flúið land. Undanfarin ár hefur olíugróðinn minnkað og þjóð- in fer ekki varhluta af afleiðingum þess. Khadafy er ekki lengur elsk- aður og dáður af undirsátum sínum. Sameinaðir arabar Æðsta takmark Khadafys er að sameina alla araba og fá þá til að beijast gegn „ógninni, sem stendur af síonistum og heimsvaldasinn- um“. Það er trúa Khadafys að þeim sem stefni að þessu marki í krafti trúarlegrar sannfæringar geti ekki mistekist. Og svo háleit markmið helga öll þau vafasömu meðul, sem hann og fýlgisveinar hans nota. Khadafy þolir ekki að bandamað- ur snúi við sér baki. Þá brýtur reiði ofurstans af sér allar viðjar og hann hótar gereyðingu og tortímingu - að sjálfsögðu í skjóli sannfæringar sinnar: „Mér skjátlast ekki.“ Sé Khadafý þess ekki umkominn að svara fýrir sig með gjörðum grípur hann til orða. Hann hefur sína skoðun á Bandaríkjamönnum: „Fyrir utan George Washington og „Ibrahim" Lincoln hafa þeir ekkert markvert látið af sér leiða." Og Khadafý virðist þekkja tak- mörk sín, þótt takmarkalaus virðist. Hann hefur aldrei ráðist gegn Bandaríkjamönnum. Hann hefur reyndar gert innrás í smáríkið Tsjad og 1979 gerði hann tilraun, sem jaðraði við fáránleikann, til að bjarga Idi Amin. En Khadafy er slægur sem slanga og hefur vit á að draga saman seglin þegar öflugri ríki sigla þöndum seglum þrátt fyrir hótanir hans. Einnig kann hann að afla sér samúðar arabaríkjanna og ríkja þriðja heimsins, þótt aldrei fái hann alla til liðs við sig i einu. Viðskiptabann Bandaríkjamenn ákváðu að grípa ekki ti! hemaðarlegrar íhlutunar og létu nægja að setja á viðskiptabann, sem ekki er vænlegt til árangUrs nema önnur ríki geri slíkt hið sama. Evrópuríki em treg til. Bretar segja að viðskiptabönn séu gagnslaus og ríkisstjómir annarra ríkja Vestur- Evrópu vilja órækar sannanir. Haldí fram sem horfir eiga fingraför Khadafys án efa eftir að finnast á blóði drifnu líki svo að ekki verði um villst. Og þá má búast við öðmm viðbrögðum en nú. Heimildir. Der Spiegel, Tbe Economiet, Newsweek, TimeogkP. KB tók saman Banatilræði við Líbýumann í útlegð í Bonn: „Innanríkismál Libýu- manna". Thatcher hvorki fyrr né síðar mátt þola. En „Jámfrúin" átti ekki ann- ars kost en að vægja af ótta við hefndaraðgerðir gegn þeim 5.000 Bretum, sem einkum starfa við olíu- iðnað í Líbýu. Morð innanríkismál! í mars 1985 tilkynnti Kadhafy opinberlega að þjóð sín mætti með fúllum réttí taka flendur Líbýu- manna úr umferð, bæði innanlands og utan. Hann telur morð á and- stæðingum sínum vera innanríkis- mál Líbýumanna, Það er því engin furða að túlkun hans á innanríkis- málum annarra ríkja sé fijálsleg. Bandaríska tímaritinu News- week telst til að Kadhafy hafi styrkt frelsissveitir og hryðjuverkasamtök í rúmlega Qörutíu löndum með fjár- framlögum og vopnasendingum. Hann hefur stutt byltingarsinnaða múhameðstrúarmenn á Filippseyj- um, írska býltingarherinn og skæruliða í Mið-Ameríku. Nýverið Libýu-m&lið í bandarískum sjónvarpsfréttum: „Hemaðaraðgerðir eru til athugunar." hvatti Khadafy innfædda á Nýju- Kaledóníu og eynni Martinique til uppreÍBnar gegn drottnurum sínum, Frökkum, og krafðist þess af svert- ingjum i Bandaríkjunum að þeir „legðu landið í eyði“. I Bandaríkjunum jukust kröfur um hans kemur, Og einnig kemur á óvart að hann stefnir markvisst að takmörkum sínum. Bedú(na8onurinn frá Líbýu hefur kennisetningar múhameðstrúar að leiðarljósi. Einnig gramdist honum yfirráðasemi Evrópubúa og þegar um að jafna um þennan háværa, valdalitla mann með hverri yfírlýs- ingu hans og hverri aðgerð, sem skrifuð var á hans reikning. Fyrsta tilraunin til þess var gerð 1981. Reynt á Khadafy Nokkur bandarísk herskip héldu þá eldflaugaskotæfíngu í Stóru Syrtu, sem gengur inn í Lábýu, á nákvæmlega 32 gráðum og tíu mín- útum suðurbreiddar. Khadafy hafði lýst yfir því að þetta svæði tilheyrði líbýskri landhelgi. Tvær líbýskar orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum F-14-þotum fyrir þá sök eina að þær flugu full nærri herskipunum við æfíngamar. Lík- ast til vildu Bandaríkjamenn láta skerast í odda. Eftir hótanir Khadafys var við- búið að nú myndi draga til tíðinda og allt færi í bál og brand í Miðaust- urlöndum. Sovétmenn hefðu getað tekið upp hanskánn fyrir vini sína Líbýumenn og stefnt heimsfriðinum í hættu. Bandaríkjamönnum var ekki grunlaust um að ekki bæri að taka orð Khadafys of hátíðlega. Enda ættu þeir að hafa lært af reynslu ársins 1981: Fullyrðingar og orða- skak líbýska byltingarleiðtogans eru síður en svo i samræmi við athafnir hans og gjörðir. Margir eiga bágt með að trúa því að maður á borð við Khadafy, sem slær um sig með tortímingar- hótunum, skuli vera samkvæmur sjálfum sér þegar að stjómarhátt- og andstæðing Khadafys, Bakusch, með því að sýna þeim mynd af líki, sem þeir héldu fram að væri Bak- usch allur. Leigumorðingjum þess- um hafði verið stefnt til höfuðs Bakusch á kostnað fulltrúa þjóðar- ráðs Líbýu (aðrar þjóðir kalla slíka fulltrúa sína sendiherra) á Möltu. Þegar tókst að fá einn tilræðis- manninn, Englending, til að falla frá því að bera kennsl á líkið var tilkynnt á Möltu að framkvæmdin hefði heppnast, en málið dró ekki dilk á eftir sér. Skömmu áður hafði Khadafy krafist þess á fundi líbýska þjóðar- ráðsins að gert yrði út af við „flökkuhundinn" Bakusch. Margir andstæðingar Khadafys hafa verið myrtir í útlegð erlendis: Á Ítalíu, Englandi, Grikklandi, í Vestur-Þýskalandi og Frakklandi. Leiðtogi Líbýu lætur sig engu varða þótt þessi banatilræði hafi slæm áhrif á stjómmálasambandið við umrædd ríki. Vorið 1984 kom berlega í ljós hversu hjálparvana vestræn ríki eru gegn hinum æsingagjama vildar- manni hryðjuverkasamtaka og fengu Bretar að kenna á þvi í hildar- leiknum við skrifstofu þjóðarráðs Líbýu í London. Blóðbað í London Skyndilega var rifinn upp gluggi í sendiráðinu meðan á mótmæla- göngu útlægra Líbýumanna stóð þar fyrir utan og hafín vélbyssu- skothríð: Stjómarerindrekar í víga- hug. Þegar skothríðinni lauk lá tugur særðra í götunni og breski lögreglumaðurinn Yvonne Fletscher hafði verið skotin til bana. Breska stjómin sleit samstundis stjómmálasambandi við Líbýu og krafðist þess að skyttan yrði fram- seld. Khadafy svaraði með því að láta „byltingarvarðliða" og her- sveitir umkringja breska sendiráðið í Líbýu og tók stjómarerindreka Breta í gíslingu. Umsátrinu um sendiráðin lauk ellefu dögum eftir blóðbaðið í Lon- don með samkomulagi um að erind- rekar beggja sendiráða yrðu látnir lausir samtímis ásamt fjölskyldum sínum. Bretum til mikillar reiði komst morðinginn undan í skjóli friðhelgi sendifulltrúa ásamt 30 öðmm stjómarerindrekum. Slíka niðurlægingu hefur Líbýskar loftvarnaeldflaugar: Undir stjórn Sovétmanna? Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, og Khadafy i Damask- us 1981. Nú myndi ekki fara svona vel á með þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.