Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 26
Flugvél Ricky Nelson: Kviknaði eldur við fíkniefna- neyzlu? Waðhington, 17. janúar. AP. GRUNUR leikur á að flugvél söngvarans Ricky Nelson hafi ^ farizt eftir að eldur kviknaði um borð við fíkniefnaneyzlu. Við krufningu fannst ómelt kóka- ín í líki Nelsons, sem bendir til þess að flugvélin hafí farizt rétt eftir neyzlu þess, að því er blaðið Wash- ington Post skýrir frá. Fimm menn fórust með flugvélinni, auk Nelsons. Rannsókn slyssins er ólokið en athyglin beinist nú að eldsvoða um borð af völdum fíkniefnanotkunar. Lokið er fullnaðarkrufningu á líkum flugmannanna og fullyrt er að hvorugur þeirra hafí neytt áfengis eða fíkniefna. í fyrstu var talið að eldur hafí kviknað í flugvélinni eftir að eldsneytisrör sprakk, en nú er í ijós komið að rörið brotnaði í sundur •«, í brotlendingunni. ' Fjölskylda og ættingjar Nelsons hafa neitað því að hann hafí neytt fíknieftia, en þess má geta að í skilnaðarmáli hans og fyrrverandi konu hans, bar konan að hann hefði sífellt neytt fíkniefna. Selfoss — ' Samvinnuferðir: 10% en ekki 9 Selfosdi, 16.janúar. 1 SAMNINGI Selfosskaupstaðar og Samvinnuferða Landsýnar um hótelrekstur í félagsheimil- inu hér er ákvæði um leigu og er leigan 10% af brúttóveltu að t frádregnum söluskatti en ekki 9% eins og ranghermt var í Morgunblaðinu 15. janúar. í frétt um þennan samning 15. jan. sl. urðu einnig orðabrengl í orðum sem höfð voru eftir bæjar- stjóranum á Selfossi varðandi þenn- an samning. Rétt eftir höfð voru orð bæjarstjóra eftirfarandi. „Mat okkar er það að til að svona rekstur gangi þurfí að standa á bak við hann aðili, sem hefur þekkingu á markaðnum og er í tengslum við innlenda og erlenda ferðamenn, ásamt því að hafa reynslu af hótel- og veitingarekstri." Sig. Jóns. ----♦ ♦ » Frístundaklúbburinn Hana-nú: Náttúruskoð- unar- og gönguferðir -- í tilefni af ári heilsuræktar og heilbrigðra lífshátta hefúr frí- stundahópurinn Hana-nú í Kópa- vogi sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem Kópavogsbúum er bent á, að nýjasti klúbbur Hana-nú er gönguklúbbur. Gönguferðimar hefjast ætíð kl. 10.00 á laugardögum og er farið frá Digranesvegi 12. Gengið er um bæinn í u.þ.b. klukkutíma. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 LJE tiEIMI rVIEMyNEANNA Það verður vart annað sagt en að Sylvester Stallone hafi dottið ofan í langlífa og gróðavænlega hugmynd er hann skrifaði söguna um Rocky Balboa, fátæka hnefa- leikakappann sem fékk tækifæri til að keppa við heimsmeistarann. Það var fyrir áratug og að honum liðnum er Stallone einn vinsælasti en jafnframt umdeildasti leikari og leikstjóri í vesturheimi. Þegar Rocky III, sem sló út fyrri myndirnar tvær hvað vinsældar varðar, var frumsýnd spurði blaða- maður Stallone hvort búast mætti við fleiri myndum um Rocky. „Það borgar sig ekki að vera með fullyrð- ingar,“ svaraði kappinn og er víst orð að sönnu. Hann gat ekki hafn- að tilboðinu sem Irwin Winkler og Robert Chartoff hjá United Artists gerðu honum — hann fær helming af tekjum myndarinnar. Þessi samningur markar tímamót í bandarískri kvikmyndagerð. Rocky IV var frumsýnd í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum og vin- sældir myndarinnar hafa verið slík- ar að Stallone hlýtur að vera búinn að skrifa handritið að fimmtu myndinni. Bíóhöilin mun hefja sýningar á Rocky IV miðvikudaginn 22. jan- úar. Bíóhöllin verður því fyrsta kvikmyndahúsið utan Bandaríkj- anna til að sýna þessa mynd. Danir og Svíar fá ekki að sjá hana fyrr en að tveimur mánuðum liðnum. Stallone hefur aldrei verið talinn ýkja frumlegur handritshöfundur. En eitt kann hann þó, og það er að skrifa um frumstæðustu hvatir mannsins. Rocky III var hávært slagsmálasvall og Rocky IV er sögð enn háværari. í henni eru sömu persónurnar sem við þekkj- um úr I, II og III: heimsmeistarinn góði Rocky, kona hans, Adrian, bróðir hennar, vandræðagemling- urinn Paulie, fyrrverandi heims- meistarinn og góövinur Rockys, Appollo Creed. En í fjórðu mynd- inni birtast einnig nýjar persónur Rocky og andstæðingur hans, félagi Ivan Drago, á fróttamannafundi fyrir bardagann mikla . . . og þeirra fremster eru félagi Ivan Drago, heimsmeistari áhuga- manna í hnefaleikum, og kona hans, Ludmilla. Hinn ógnvænlega Rússa leikur sænskur rumur, Dolph Lundgren að nafni. Hann hefur ekki leikið áður, enda eiga hreyfingar hans meira skylt við slagsmál en leiklist. Ludmillu leikur hin danska Brigitte Nielsen, sem Stallone gekk að eiga skömmu fyrir jól. Rock Balboa, fulltrúi vestursins, segir: „Kannski get ég ekki sigrað Drago, en til að sigra verður Drago að drepa mig.“ Ivan Drago, fulltrúi austursins, segir: „Enginn sigrar mig íhringnum." Bandarískir gagnrýnendur voru lítt hrifnir af Rocky IV, en almenn- ingur hyllir hana. Hópur sovéskra menningarfrömuða hefur fordæmt myndina. Segja þeir hana vera hluta af áróðursherferð á hendur Sovétmönnum, þar sem þeim sé lýst sem grimmum og svikulum fjandmönnum. Það kemur engum á óvart að flestar vestrænar kvik- myndir eru bannaðar í Sovétríkjun- um. Sylvester Stallone hefur ekki lesið bók svo vitað sé. Engu að síöur gæti hann ómeðvitað, er hann setti saman handritið að fyrstu myndinni, — haft í huga klambrið sem Halldór Laxness lét flakka í Guðsgjafaþulu sinni: Heims í boxi hart fram sté við heimsmeistara góðan: fjórum sinnum féll á kné. I fimmtu lotu stóð hann. HJÓ Evrópusyning í Bíóhöllinni 22. janúar: Austrið og vestrið berast á banaspjótum í ROCKYIV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.