Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 ■+ Hagfrædirannsókir og dragbítar íslenzks efnahagslífs VIÐTAL VIÐPORVALD GYLFASONPRÓFESSOR Hvar leita hagfrœðingar fanga í rannsóknir sínar? Og hvernig lítur íslenzkt efnahagslíf út á skrifborði hagfrœðings, sem stundar rannsóknir íþjóðhagfrœði, en tekur ekkiþátt í að stjórna íslenzka efnahagsspilinu? Þessar spurningar ogfleiri voru lagðar fyrir Þorvald Gylfason, prófessor við Háskóla íslands, ogsem stundar aukþess rannsóknir við alþjóÖlega hagfrœÖistofnun í Stokkhólmi. Ljósmynd: Björg Sveinsdóttir Rannsóknir í hagfræði SD: Hveijar eru forsendur rann- sókna þijma? Við hvað fæstu? ÞG: Ég hef reynt að koma víða við. Þó hef ég einkum átt við tvennt síðustu árin, orsakir og afleiðingar verðbólgu og áhrif gengisbreytinga. Arabíska olíuverðhækkunin 197374 kveikti í mér eins og mörgum öðrum. í kjölfar hennar fóru margir hagfræðingar einnig að velta fyrir sér áhrifum innlendra kostnaðarhækkana, einkum kaup hækkana, á samband verðbólgu og atvinnuleysi. Ahuginn var sérlega mikill í Evrópu, því að í mörgum löndum þar eru 8090% vinnandi fólks í verkalýðsfélögum, meðan aðeins fímmti hver launþegi í Bandaríkjunum er í verkalýðsfélagi. í Bandaríkjunum er kauplag nálægt því að ráðast á fijálsum markaði eins og vöruverð og vextir. í Evrópu er kauplag hins vegar að miklu leyti ákveðið í samningum verkalýðs- samtaka og vinnuveitenda. Enn er sú skoðun algeng í Ameríku, að verkalýðsfélög séu of veikburða tii að geta haft áhrif á verðbólgu eða atvinnuleysi. Oðru máli gegnir um Evrópu. Allir vita að verkalýðsfélög og vinnuveitendur hafa lengi togazt á um þjóðartekjur, bæði hér og ann- ars staðar. Þegar talað er um „víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags", er átt við þessa togstreitu. Fyrir- tækin hækka vöruverð til að auka sinn hlut í þjóðartekjum, þá knýja launþegar á um kauphækkun til að rétta sinn hlut og svo áfram. Á undanfömum árum hefur at- hygli manna beinzt að öðrum og kannski ekki eins augljósum elt- ingaleik, þ.e. togstreitu einstakra launþegahópa. Allir þekkja hvemig velferð manna ræðst ekki aðeins af því, sem þeir bera úr býtum sjálf- ir, heldur líka af hlutskipti náung- ans. Til dæmis getur einum liðið illa vegna þess að annar fékk kaup- hækkun. Verkalýðsfélögin virðast keppa hvert við annað í vaxandi mæli. Það er algengt, að laun- þegaforingjar segi blákalt, að þeirra félagar verði að fá kauphækkun, af því aðrir hafí farið fram úr eða dregið á þá. Þannig getur hagkerfíð hafnað í vitahring keðjuverkandi kauphækkana, sem eiga sér enga stoð í aukinni framleiðni fyrirtækja. Ég held, að í þessu sé að nokkm leyti að fínna hvatann að þeim miklu kauphækkunum umfram framleiðniaukningu, sem hafa orðið víða í Vestur-Evrópu síðustu 1015 árin. Þannig hefur innbyrðis keppni verkalýðsfélaga virzt stuðla að bæði verðbólgu og atvinnuleysi, auk annars. En þetta er ekki allt, því ríkis- valdið dregst iðulega inn í þetta stríð með einhveijum hætti. Setjum, svo, að kauplag hækki einhliða eins og gerðist í mörgum Evrópulöndum á síðasta áratug. Ef annað gerist ekki, neyðast fyrirtækin til að fækka fólki og hækka verð, því vinnukraftur er orðinn dýrari. Hvað á ríkisvaldið að gera? Halda að sér höndum og leyfa þeim fyrirtækj- um, sem ráða ekki við kauphækkun, að leggja upp laupana? Eða á ríkis- valdið að rýra kaupmáttinn aftur til að halda fyrirtækjum á floti með peningaprentun og gengisfellingu? Og hvemig eiga verkalýðsfélögin þá að bregðast við? Gefast upp eða knýja fram nýja kauphækkun, sem kallar á nýjar verðbólguráð- stafanir ríkisstjómarinnar? Svona togstreita verður auðveldlega að taugastríði, þar sem hver reynir að sjá við öðrum. Hegðun hvers og eins fer eftir því, hvemig hann heldur að hinir bregðist við. Nýfengin reynsla Breta er dæmi um þetta. Þegar ríkisstjóm Thatch- ers kom til valda 1979, var verð- bólgan á Bretlandi yfír 20% á ári og atvinnuleysingjar voru um millj- ón, sem þótti ærið. Stjómin ákvað að ráðast á verðbólguna með því fyrst og fremst að hægja á seðla- prentun, enda gerði Thatcher ráð fyrir að lækkandi verðbólga drægi úr kaupkröfum verkalýðsfélaganna, þannig að raunverulegur launa- kostnaður fyrirtækja stæði nokkum veginn í stað. En það fór á annan veg. Kaupið hélt áfram að hækka eins og ekkert hefði gerzt líklega vegna þess að verkalýðsfélögin trúðu ekki öðru en ríkisstjómin gæfíst upp á aðhaldinu. Sumpart vegna þessara óvæntu viðbragða verkalýðshreyfíngarinnar rauk at- vinnuleysi upp úr öllu valdi. Nú, meira en 6 árum seinna, er verð- bólgan komin niður í 5% en atvinnu- leysi hefur meira en þrefaldazt. Tökum annað dæmi. I Svíþjóð er áberandi, hvemig kauphækkanir hafa kallað á skattahækkanir og öfugt, undanfarin ár. Almenn kaup- hækkun eykur náttúrlega útgjöld ríkissjóðs, þvi þriðjungur vinnandi fólks þar vinnur hjá ríkinu. Ef stjómin vill ekki prenta peninga eða taka lán fyrir útgjaldaaukningunni á íslenzka vísu, verður hún að hækka skatta og þeir eru lagðir á vinnandi fólk fyrst og fremst. Þá lækka ráðstöfunartekjur launþega og til að rétta hlut sinn heimta þeir hærra kaup, sem kallar á nýja skattheimtu og þannig áfram. Sænski ríkisgeirinn hefur belgzt út, meðal annars vegna þess, að rikis- stjómin hefur verið ófús að veita kauphækkunum út i verðlagið að íslenzkum hætti. Við Assar Lindbeck prófessor í Stokkhólmi höfum ásamt öðmm verið að reyna að kortleggja þessa vítahringi síðustu ár, sumpart með aðferðum svonefndrar spilafræði („Game theory" á ensku), en þeim aðferðum beita til dæmis hemaðar- fræðingar við athuganir á víg- búnaðarkapphlaupi stórveldanna. Eins og næstum alltaf í hagfræði, nálgumst við þetta með því að reyna að búa til á blaði einföld stærð- fræðilíkön af samhengi þeirra fyrir- bæra, sem um er að tefla, þ.e. kaupkröfum verkalýðsfélaga og efnahagsstefnu stjómvalda í okkar dæmi. Svo reynum við að rekja samspil t.d. kauplagsþróunar og ríkisfjármálastefnu innan þess ramma, sem við setjum okkur, m.a. til að skoða, hvaða áhrif togstreita verkalýðsfélaga og ríkisvalds hefur á verðbólgu, atvinnuleysi og stærð ríkisgeirans. Ég hef líka haft gaman af að velta fyrir mér áhrifum gengisfell- inga. Gengi er viðkvæmt hagstjóm- artæki eins og kunnugt er. Orðið eitt segir sitt, það hljómar ekki gæfulega. Til skamms tíma vora gengisfellingar algengari undanfari stjómarskipta í þriéja heiminum en kosningar. Tortryggni i garð geng- isfellinga hefur aukizt á síðustu áram í kjölfar olíuverðhækkana, því þegar gengið fellur, hækkar kostnaður þeirra fyrirtækja, sem nota innflutt aðföng, eins og t.d. olíu, við framleiðslu sína. Þá er hugsanlegt, að fyrirtækin bregðist við gengisfellingu með niðurskurði í spamaðarskyni, nema eitthvað annað gerist um leið. Þess vegna hafa menn óttazt, að gengisfelling sé ekki bara verðbólguráðstöfun eins og oft vill verða, heldur sam- dráttarráðstöfun í þokkabót. En hvers vegna er gengið fellt? Venjulega vegna þess að við flytjum meira inn en út og eyðum þannig meira en við öflum. Viðskiptahall- inn, sem af þessu hlýzt, ervenjulega jafnaður með erlendum lánum. Það er yfírleitt óheppilegt til lengdar, því lánin þarf að endurgreiða með vöxtum, áður en lýkur. Gengisfell- ing getur þá verið skynsamleg ráð- stöfun, því hún drýgir útflutnings- tekjur, og hækkar verð innflutn- ings, svo hann dregst saman. Við- skiptahallinn minnkar venjulega við gengisfellingu eins og er ætlast til. En hún hefur margs konar önnur áhrif, sem einnig þarf að athuga áður en gengisfelling er ákveðin. Hún getur valdið samdrætti, þyngir erlendu skuldabyrðina í íslenzkum krónum og færir tekjur frá laun- þegum til fyrirtækja. Nú vaknar mikilvæg spuming: Era þessi hlið- aráhrif svo mikil, að lækningin sé verri en sjúkdómurinn eða eru þau hégómi? Ásamt öðram hef ég reynt að fínna svör við spumingum af þessu tagi að undanfömu, með því að búa til einfalt reiknilíkan, sem er ætlað að líkja eftir öllum helzt þáttum efnahagslífsins, sem gengisfelling snertir. Svo fellum við gengið í lík- aninu og skoðum áhrifín, ekki bara á viðskiptajöfnuðinn, heldur líka á tekjur heimila, atvinnustig, verðlag, kauplag, hagnað fyrirtækjanna o.fl. Við höftim beitt þessari einföldu aðferð við fjölmörg iðnríki og þró- unarlönd. Yfírleitt hefur niðurstað- an orðið sú, að hliðaráhrifín virðast minni háttar, en þó er það svolítið breytilegt eftir löndum. Þessi niður- staða hefur komið á óvart, því margir áttu von á meiri samdráttar- áhrifum. Ef margir aðrir komast að sömu niðurstöðu, er kannski eitthvað til í þessu! Hvar þrengir að í íslenzku efnahagslífi? SD: Það hefur gengið örðuglega að koma á stöðugleika í eftiahags- lífí hér, þó það hafí verið gerðar ýmsar fálmkenndar, en endingalitl- ar tilraunir. Geturðu gert grein fyrir hættulegum fyrirbæram í íslenzku efnaghagslífí? ÞG: Það er auðvelt að fetta fíng- ur út í þá efnaghagsstefnu, sem hver ríkisstjómin eftir aðra hefur fylgt undanfarin ár. En það verður að skyggnast undir yfirborðið. Það er til dæmis ekki nóg að skella skuldinni á almennt aðhaldsleysi í peningamálum án þess að hugleiða, hvort það væri yfírhöfuð vinnandi vegur að veita öflugt aðhald $ bankakerfínu, sem við búum við. Það virðist augljóst að með því að halda fastar um peningaprentun og gengisskráningu undanfarin ár, hefði verið hægt að hafa betra taumhald á verðbólgunni. Stefnan, sem fylgt hefur verið, hefur verið varin með því að meiri festa bitnaði á atvinnuástandinu. Þessi ótti hefur að mínum dómi verið of mikill. Mér fínnst ákafíega ólíklegt, að meiri aðhaldsviðleitni hefði bitnað á athafnalffínu og öll þessi verðbólga hafí verið nauðsyn- leg til að tryggja fulla atvinnu. En hitt er líka rétt, að barátta við verðbólgu, rétt eins og offítu, getur verið erfíð, því hún veldur óþægind- um löngu áður en árangurinn kemur í ljós. En jafnvel þó stjómvöld hefðu reynt að fylgja aðhaldssamri stefnu í peninga- og efnahagsmálum yfír- leitt, virðist óvíst, hversu vel það hefði getað tekizt, því sumir innviðir efnahagslífs hér standa skynsam- legri hagstjóm fyrir þrifum að mín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.