Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986
Stéttarsamband bænda:
Stefnt er að aðal-
fundí í byrjunjúní
Drög að reglugerð fyrir næsta verðlagsár lögð þar fram
STJÓRN Stéttarsambands
bænda stefnir að því að færa
aðalfund sinn fram um þrjá mán-
uði til að geta lagt fyrir hann
drög að reglugerð um stjórnun
mjólkur- og kindakjötsfram-
leiðslunnar á næsta verðlagsári
(1. september 1986 til 31. ágúst
1987). Stjómin hefur ákveðið
áætlun um hvemig staðið skuli
að undirbúningi reglugerðarinn-
ar þannig að f ull virðisréttur
einstakra bænda geti legið fyrir
ekki seinna en í byrjun júlímán-
aðar.
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri hagdeildar Stéttar-
sambandsins sagði að stjómin sendi
núna ákveðnar spumingar til bún-
aðarsambandanna, búnaðarfélag-
anna og kjörmanna Stéttarsam-
bandsins með ósk um svar fyrir 15.
mars. Svæðabúmarksnefnd Stéttar-
sambandsins og Framleiðsluráðs
gerði síðan tillögur sínar og sendi
kjörmönnum. fyrir 10. apríl. Þær
yrðu lagðar fyrir kjörmannafundina
sem haldnir yrðu um 20. apríl og
síðan yrði gengið frá endanlegum
tillögum Stéttarsambandsins til
landbúnaðarráðherra. Þess yrði
óskað að drög að reglugerð yrðu
lögð fyrir aðalfund Stéttarsam-
bandsins, sem yrði flýtt til 9.—11.
júní. Reglugerðin ætti að geta legið
fyrir fljótlega eftir það svo og út-
reikningar í framhaldi af því, þann-
ig að tilkynningar geti borist bænd-
um í byijun júlí. Verðlagsárið hefst
1. september, þannig að ef þetta
gengur eftir geta þeir skipulagt
framleiðsluárið betur en þeim tókst
á yfirstandandi verðlagsári þegar
þeir fengu fullvirðisútreikninga sína
þegar nær fímm mánuðir voru liðnir
af verðlagsárinu.
Sú vinna sem nú hefur verið sett
í gang gengur út á það að skipta
búvörusamningi ríkisins og bænda
fyrir næsta verðlagsár. Samið var
um að ríkið tryggði bændum fullt
verð fyrir 106 milljónir lítra af mjólk
(1 milljón minna en í ár) og 11.800
tonn af kindakjöti og tilsvarandi
af öðrum sauðfjárafurðum (350
tonnum minna en {ár).
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefur falið svæðabúmarksnefndinni
að fjalla um tvö grundvallaratriði í
undirbúningi sínum. Annars vegar
að gera tillögu til ráðherra um
hvemig úrskurða skuli óafgreiddar
umsóknir um skiptingu á búmarki
manna í framhaldi af auglýsingu
Framleiðsluráðs þar um. Hins vegar
að óska eftir úrskurði ráðherra um
hvemig fara skuli með um eitt
hundrað umsóknir bænda um nýtt
búmark eða aukningu en frá því
búvömlögin tóku gildi 1. júlí hefur
ekki verið úthlutað nýju búmarki.
Áramótadansleikur
sjónvarpsins:
Greinargerð
um kostnað
send mennta-
málaráðherra
„Menntamálaráðherra hefur
fengið ýtarleg gögn um kostnað
vegna áramótadansleiks í sjón-
varpssal," sagði Markús Órn
Antonsson útvarpsstjóri, en
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra fór þess á leit að
kannaður yrði kostnaður við
dansleikinn þar sem hann fór
fram úr kostnaðaráætlun.
Að sögn Markúsar kom í ljós að
kostnaður við gerð myndbands hjá
fyrirtækinu Saga-film hefði verið
mun meiri en nokkum óraði fyrir.
Myndbandið var tekið upp fyrir
þáttinn og var það útfærsla á laginu
„Fegurðardrottning" sem Ragn-
hildur Gísladóttir söng.
Þegar í upphafi var gert ráð fyrir
ákveðinni greiðslu til Stuðmanna
en þær hækkuðu nokkuð vegna
endursýningar á þættinum. Stuð-
menn hafa lagt fram ýtarlega grein-
argerð um sína vinnu, sem engan
veginn er ofmetin og ekki sambæri-
leg við að leika fyrir dansi úti í bæ,
að sögn útvarpsstjóra.
Haf örn sést á
Suðurnesjum
Vogum 20. febrúar.
í GÆR urðu starfsmenn frá ís-
lenskum aðalverktökum er vinna
við framkvæmdir í Helguvík
varir við fugl er þeir höfðu ekki
séð þar áður. Var hér á ferðinni
haförn sem er sjaldséður fugl á
þessum slóðum. Var örninn hinn
rólegasti og hélt sig mjög nærri
mönnum.
Mikil sala
í sólarf erð-
ir hjá Útsýn
MORGUNBLAÐINU hef ur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Útsýn:
„Mörg hundrað manns hafa
pantað í sumarleyfisferðir Útsýnar
frá því að sumaráætlun kom út
fyrir 10 dögum. Sl. miðvikudag
bárast Útsýn t.d. 160 pantanir í
skipulagðar sumarleyfisferðir, auk
annarra farpantana, þannig að
pantanir vora samtals á þriðja
hundrað."
Rhodos-ferðimar fuku út í fyrra.
Misstu ekki af þeim í ár!
mai jún. júl. ág. sep.
Meðalhiti ............ 25 30 32 33 25
Sólarstundirádag ... 10 11 12 13 12
Rhodos sló ærlega í gegn í fyrra og fyrsta „íslenska sumarið"
á þessari eyju gríska sólguðsins var í meira iagi fjörugt og
sólríkt - þannig að jafnvel hörðustu nátthrafnar náðu því að
koma sólbrúnir og sællegir heim. Uppselt varð í allar ferðir
sumarsins og farþegar okkar, jafnt yngri sem eldri, fundu á
Rhodos það sem ávallt er verið að leita að, - fyrsta flokks
aðbúnað, endalausa veðursæld, rífandi fjör og glaðværan
félagsskap, rólegar stundir í gullfallegri náttúru og allt það
annað sem kryddar sumarleyfið og glæðir það fjölbreytileika.
.
Við bjóðum gistingu á þremur öndvegis-
góðum hótelum á Rhodos:
• Cairo Palace i hjarta Rhodos-borgar
• Blue Bay fast við góða baðströnd
skammt frá borginni
(góðar samgöngur)
• Doreta Beach fast við góða baðströnd
um 18 km. frá borginni. „íslensk rúta“
auk hóteirútu í stöðugum förum milli
hótels og borgar.
SKOÐUNARFERÐIR
Sólböð
Sjóböð
Tennis
Köfun
Sjóskíði
Seglbretti
Siglingar
Blak
Strandtennis
Svifskíði
Pedalabátar
Diskótek
Næturklúbbar
Sundlaugar
Útidiskó
Veiðar
Gamlargrískar
krár
Golf
Markaður
Strandveislur
Veitingastaðir
Vín festival
Jeppaferðir
Mótorhjóla-
ferðir
Fornminja-
safnið
Þjóðdansa-
kvöld
Skoðunarferðir
Bátsferðir
Minigolf
Zorbapartí
o.s.frv. o.s.frv.
Kaffi (grískt, franskt, amerískt .. 15-30
Vi I bjór (í verslun)........... 15
Léttvín (ein flaska) ...........30-70
Kjúklingur „með öllu“.......... 70
Souvlaki með kartöflum og salati . 60
Góð nautasteik „með öllu“..... 200
Fiskmáltíð.................... 450
Lambakjötsmáltíð.............. 110
Samloka/hamborgari ............... 50
Pizza.......................... 90
VERÐFRAKR. 27.800
Rhodosborg
Dagsferð til fjallaþorpsins Lindos
Sigling um Eyjahafið með viðkomu á
Symi
Fjallasafarí - ævintýraleg dagsferð um
Rhodos
Við minnum einnig á ódýr „flughopp" í
grísku innanlandsf lugi, (kr. 2.500 til
Aþenu, kr. 2.000 til Krítar o.s.frv.!) og
bílaleigubíla getum við útvegað á
sérstakiega hagstæðu verði Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
2javiknaferð, hótelgisting m/morgunverði, aöildarfélags-
afsláttur. Bamafsláttur: 2ja-5 ára kr. 10.000,6-11 ára
kr. 8.000,12-14árakr. 5.000. Böm yngri en 2ja ára
greiða kr. 2.700.15 ára og eldri greiða fullt. Ferðatilhög-
un: Leiguflug. Brottfarardagar: 2 vikur: 19. maí. 3 vikur:
2. og 23. júni, 14. júli, 4. og 25. ágúst. Verð miðast við
gengisskráningu 7. janúar 1986.
í