Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 25

Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 25
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 25 Þrír skák- meistarar tefla fjöitefli ÞRÍR sovéskir skákmeistarar, Mikhail Tal fyrrum heimsmeist- ari i skák, Efím Geller stórmeist- ari og Valen Salov aiþjóðlegur meistari, verða gestir MIR, Menningartengsla íslands og Ráðstjómarríkjanna og tefla fjöltefli í Borgartúni 18, sam- komusal félagsmiðstöðvar Far- manna- og fiskimannasambands íslands, nk. mánudagskvöld 24. febrúar kl. 19. Skákmeistaramir hafa að undan- fömu tekið þátt í XII. Reykjavíkur- mótinu í skák. Fjölteflið í Borgartúni 18 er opið öllum áhugamönnum um skák, en skráning þátttakenda fer fram á sovésku bókasýningunni í húsa- kynnum MÍR, Vatnsstíg 10, laugar- daginn 22. og sunnudaginn 23. febrúar. Sýningin er opin báða daganaki. 14—19. (Úr fréttatUkynningu) Erindi um uppeldi barna á forskólaaldri I kennslumiðstöðinni, Lauga- vegp 166, flytur Gyða Jóhannes- dóttir skólastjóri Fósturskólans erindi 24. febrúar kl. 21.00 um uppeldi baraa á forskólaaldri. Erindið er á vegum Samtaka áhugafólks um uppeldis- og menntamál og verður flutt að lokn- um aðalfundi félagsins sem hefst kl. 20.00 á sama stað. (Úr fréttatilkynningu) Rannsóknarstofmm uppeldismála: Fyrirlestur um heimspeki- legar samræð- ur við börn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg flytur Hreinn Pálsson heimspekingur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 16.30. Fyrirlesturinn nefnist „Hvað ávinnst í skólastarfi með heimspeki- legum samræðum við 11 til 12 ára böm?“ Öllum er heimill aðgangur. (Úr fréttatilkynningu.) Myndlistar- nemar sýna á Café Gesti NÚ STENDUR yfir myndlistar- sýning á Café Gesti við Lauga- veginn. Það eru nemendur í þriðja bekk málaradeildar í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands sem sýna verk sín þar. Sýningin stendur fram á sunnu- daginn 2. mars næstkomandi. (Fréttatílkynning) 14 á atvinnu- leysisskrá í Garðinum Gardi, 21. febrúar. NOKKUÐ hefur dregið úr atvinnu- leysi í þorpinu að undanfömu. Þó munu 14 manns vera á atvinnuleys- isskrá og að sögn formanns verka- lýðsfélagsins, Jóns Hjálmarssonar, er ekki útlit fyrir að nein ný at- vinnutækifæri skapist á næstunni. Arnór VEGNA ÞARÍTU LYKILKORT ÞUÞEKKIRDÆMIN: • Tíminn runninn frá þér - bankarnir lokaðir • Fríúrvinnunni,tilþessaðkomastíbanka • Biðraðir • Kvöld eða helgi og þú manst ekki hvað er inni á reikningnum • Vilt ekki fara með ávísanaheftið á skemmtistað -vantarreiðufé • Gíróreikningarnir hlaðast upp - nærð ekki að greiða þá á vinnutíma Allt þetta hefur Iðnaðarbarikinn leyst fyrir þig með einu litlu lykilkorti sem þú getur notað á 9 stöðum hvenær sólarhringsins sem er. Líttu við á einhverjum afgreiðslustaða okkar og náðu þér í lykilkort, það er ókeýpis. - og njóttu þægindanna! 0 lönaðarbankínn -nútima banki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.