Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 „Sjáumst i Jerúsalem . . .“ Endurfundir Avital og Anatoli Shcharansky eftir hetjulega baráttu hennar í 9 ár Anatoli Shcharansky, sem hefur verið sleppt úr nauðungarvinnu- búðum í Úralfjöllum, er frægastur margra hugrakkra and- ófsmanna í Sovétríkjunum, sem hafa fómað frelsi sínu til að beijast fyrir mannréttindum — að einum manni undanskildum: dr. Andrei Sakharov. Shcharansky hefur verið tákn tíu þúsund pólitískra fanga í Sovétríkj- unum og miskunnarlausrar kúgun- ar stjómvalda. Þangað til hann var handtekinn í marz 1977 var hann helzti forsprakki nefndar, sem dr. Yuri Orlov kom á fót í Moskvu til þess að fylgjast með brotum á mannréttindaákvæðum Helsinki- sáttmálans (1975) og talsmaður samtaka gyðinga, sem vildu flytjast úr landi. Hann hefur margoft neitað ásökunum um að hann hafí njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Hann hefur orðið að þola margt fyrir andóf gegn sovézka kerfinu, en sýnt mikið æðruleysi og áunnið sér virðingu vestrænna frétta- manna fyrir hugdirfsku. ísraelskt blað sagði eftir heimkomu hans til Israels: „Ekkert ísraelskt hemaðar- afrek hefur verið eins mikilfenglegt og þessi sigur eins manns með vilja- styrk sinn einan að vopni.“ Við heimkomuna var Shcharan- sky fagnað sem þjóðhetju og tákni vonar ísraelsku þjóðarinnar um að fleiri gyðingum verði leyft að fara frá Sovétríkjunum. Shimon Peres forsætisráðherra sagði að koma hans væri “mikil og söguleg stund, þegar hjörtu okkar slá í takt.“ Hann kallaði þrekraun Shcharanskys „hetjudáð einangrunar" og sagði hann hafa sýnt „óbugandi einurð". Ung eiginkona Shcharanskys, Avital, barðist ötullega fyrir því í Evrópu og Bandaríkjunum að hann yrði látinn laus, sýndi mikla reisn og bauð af sér góðan þokka. Bar- átta hennar átti stóran þátt í því að nafn hans gleymdist ekki og hvarf aldrei af síðum heimsblað- anna. HANDTEKINN Anatoli B. Shcharansky, sem er maður mjög lágvaxinn og sköllótt- ur, er 38 ára og tölvufræðingur að mennt. Hann fæddist í Donetsk í Úkraínu og að loknu framhalds- skólanámi fór hann til Moskvu til náms við Eðlisfræði- og tæknistofn- unina. Hann útskrifaðist 1972, á þeim tíma þegar niðurbældar vonir um frelsi og réttlæti komu upp á yfirborðið. Síðan starfaði hann við tölvuforritun í rannsóknarstofnun olíu- og gasiðnaðarins. Shcharansky sótti um vega- bréfsáritun til þess að geta flutzt til ísraels 1973, þá 25 ára gamall. Umsókninni var hafnað „af örygg- isástæðum", en án frekari útskýr- inga. Hann mótmælti og var sviptur starfi 1975. Eftir það sá hann sér farborða með því að taka nemendur í einkatíma í ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Seinna varð hann ritari vísindamanns. Hann talaði ensku reiprennandi, var þægilegur í framkomu og sýni- lega hugrakkur. Því var eðlilegt að hann væri valinn tengiliður baráttu- manna mannréttinda og vestrænna fréttaritara. Hann varð fljótlega einn skorinorðasti leiðtogi þeirra gyðinga, sem vildu flytjast úr landi. í júní 1974 handtók KGB Shchar- ansky og fleiri andófsmenn, rétt áður en Richard Nixon forseti kom í heimsókn. Hann var látinn laus tveimur vikum síðar, 4. júlí. Sama dag fékk unnusta hans, Avital Stig- litz, vegabréfsáritun, sem hún hafði barizt ákaft fyrir að fá og gerði henni kleift að flytjast úr landi. KGB sagði henni að áritunin rynni út daginn eftir og hún fengi ekki aftur slíkt tækifæri. Anatoli hvatti hana til að fara til ísraels og þau ákváðu að gifta sig. Shcharansky hafði kynnzt Avital í kennslutíma í hebresku. Hún var 23 ára og lagði stund á nám í list- um. Avital var hebreskt nafn, sem hún hafði tekið sér. Natalia var hennar rétta nafn. Avital uppgötvaði aðeins þremur árum áður en hún ákvað að gifta sig að hún væri gyðingur að ætt. Hún var uppalin í Síberíu og faðir hennar, sem var tryggur kommún- isti og ofursti í KGB, hafði haldið uppruna fjelskyldunnar leyndum. Sannleikurinn kom í ljós þegar gyðingahreinsun var gerð og faðir hennar missti atvinnuna. Anatoli og Avital létu gefa sig saman í hjónaband kvöldið áður en vegabréfsáritun hennar rann út. Hann sannfærði hana um að það væri þeim báðum fyrir beztu að hún Shcharansky fagnað við komuna til ísrasel. Shimon Peros forsœtisráðherra til hmgri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.