Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 45

Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 rekstrarform er heppilegt fyrir rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna. Það „tryggir betri og mark- vissari starfsemi ef eigendur eru úr atvinnugreininni sjálfri". Pétur Bjamason, fískeldisfræð- ingur, ritar grein í Morgunblaðið 5. maí 1984 í tilefni af frumvarpi til laga um ræktun, eldi og veiði vatnafíska, sem fram kom á þinginu 1983-1984. Þar segir hann: * „í fyrsta lagi þarf að stunda markvissar rannsóknir svo að eldis- vandamál séu leyst á kerfísbundinn hátt í tilraunaeldisstöð en ekki á þann hátt, eins og nú er, að hver eldisstöð sé að eyða dýrmætum tíma og íjármunum til þess að komast að hlutum sem hægt væri að komast að með einu símtali við virka tilraunaeldisstöð. * Í öðru lagi þarf að koma upp leiðbeiningarkerfí til þess að fyrir- byggja óþarfa mistök og koma nýrri þekkingu sem fyrst á framfæri. * í þriðja lagi þarf að búa svo að físksjúkdómayfírvöldum að þau geti annast eftirlits- og þjónustuhlut- verk sitt af þeim myndugleik, sem þarf, til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar og smit valdi meira tjóni en óhjákvæmilegt er og svo til hins að erlendir kaupendur fram- leiðslunnar geti treyst því að vel sé á málum haldið og útflutningur þurfi því ekki að stranda á vottorða- leysi.“ Þessi orð fískeldisfræðingsins fela í sér fyllstu rök fyrir tillögu Bjöms Dagbjartssonar. Framleiðsla á fiskfóðri Framleiðsla á fiskfóðri er þegar hafín hér á landi. Fiskfóður er að drýgstum hluta unnið úr íslenzkum hráefnum. Sama máli gegnir um fóður fyrir loðdýr, sem að stærstum hluta er unnið úr fískúrgangi. Talið er að um 120 þús. til 180 þús. tonnum af fískúrgangi sé fleygt hér árlega. Þar fara verðmæti, sem jafgilda nokkrum milljónahundruð- um, til spillis. Nauðsyn þess að fóður af þessu tagi sé unnið úr íslenzkum hráefn- um er öllum ljós. En það má ekki gleymast, sem skiptir meginmáli, að rannsóknir og fagþekking á þessu sviði séu stórefldar. Tillaga Bjöms Dagbjartssonar um sameign ríkis og fyrírtækja í fískeldi á Kollafjarðarstöðinni sem miðstöð rannsókna og tilrauna á þessum vettvangi er meir en tíma- bær. En það er ekki síður tímabært að feta í fótspor frænda okkar, Norðmanna, um rannsóknir og undirbúning þorskeldis hér á landi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, segir gamall málsháttur. kirkjunnar sálmanúmerin á síðustu stundu frá prestunum svo ekki vinnst tími til að raða upp númemn- um tímanlega fyrir athöfti. Ef séra Bemharður getur fengið kollega sína til að tilkynna útfarar- stjóra tímanlega hvaða sálma á að syngja í viðkomandi athöfn, þá skal ekki standa á okkur að birta númer- in jafnvel þótt stundum sé svo stutt á milli athafna að varla vinnist tími til að skipta um sálmanúmer. Þá langar mig í tilefni af því sem Bryndís Schram sagði nýlega í sjón- varpsþætti Ómars Ragnarssonar að hún hefði villst inn í ranga jarðar- för, að slíkt ætti ekki að þurfa að henda hana eða aðra lengur. Á síð- astliðnu hausti var sá háttur tekinn upp að setja upp spjald með nafni hins látna við innganginn þar sem athöfnin fer fram. Gildir einu hvort um er að ræða jarðarför eða kistulagningu og sama hvort athöfnin fer fram í Fossvogskirkju, Fossvogskapellu eða svokölluðu Bænhúsi. Algengt er að athafnir fari fram á sama tima á fleiri en einum stað og til að fyrirbyggja hugsanlegan mgling á borð við þann er Bryndís lýsti, var á síðasta ári tekinn upp sá háttur að merkja greinilega hverja athöfn sem áður segir. yinsamlegast Ásbjörn Björnsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis. 45 Slys sem þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi: Þriðja hvert barn á aldrinum eins til þriggja fer á Slysadeildina á ári hverju MEIRA en þriðjungur eins til þriggja ára barna og um fimmt- ungur barna undir fjögurra ára aldri leitar til Slysadeildarinnar á ári hverju. Þar af koma um ellefu af hundraði vegna eitrana eða rúmlega tvö böm af hundr- aði allra baraa undir fjögurra ára aldri sem búa á höfuðborgar- svæðinu, en það er mun hærri tala en þekkist hjá nágranna- þjóðum okkar. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðismálaráð- herra boðaði til vegna útkomu bæklings um varnir gegn slysum í heimahúsum. Samkvæmt skýrslum Slysadeild- ar Borgarspítalans eru slys í heima- húsum önnur algengasta ástæða komu íbúa höfuðborgarsvæðisins á Slysadeildina. Slys eru óvenjumörg hér á landi miðað við nágrannaþjóð- irnar, en slys eru þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi, aðeins hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein leggja fleiri að velli. í ræðu ráðherra kom fram að þrátt fyrir að fjölmörg lög og reglu- gerðir hafí verið sett á undanföm- um árum til að tryggja öryggi landsmanna gegn eitrunum og slys- um hefur ekki tekist að fækka þeim að ráði. Reynsla nágrannaland- anna, t.d. Svíþjóðar, hefur sýnt að með aukinni fræðslu til almennings er hægt að draga verulega úr slysa- tíðninni. í bæklingnum sem Slysa- vamafélagið hefur gefíð út og mun dreifa til allra heimila á landinu nú á næstunni er að fínna upplýsingar um á fjórða hundruð efna og lyfja sem höfð em um hönd á heimilum. I bæklingnum er að fínna upplýs- ingar um hvaða efni séu hættuleg, helstu viðbrögð við eitrunum, helstu viðbrögð við slysum og hvemig æskilegast er að geyma þessi efni í heimahúsum. Þá er kafli _ um meðferð við bmna eftir Áma Bjömsson yfirlækni. Að auki var vakin athygli á tveim ráðstefnum um slys á bömum og unglingum sem haldnar verða 24.-26. febrúar á Hótel Loftleiðum og í Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar, en að þeim standa heil- brigðis- og menntamálayfírvöld í samvinnu við áhugafólk. Sumarhús strönd Fyrst íslenskra ferðaskrifstofa kynnir ATLANTIK sumarfrí fyrir alla fjölskylduna í sumarhúsum eða íbúðum viö strönd. WEISSENHÁUSER STRAND er glæsilegur sumar- dvalarstaður um 100 km. norður af Hamborg í Vestur- Þýskalandi. Hér er m.a. að finna lengstu yfirbyggðu vatnsrennibraut Evrópu, fjölda tennis- og leikvalla, frábærar gönguleiðir, sundlaugetr, gufuböð o.fl. Og ekki má gleyma rúsínunni í pylsuendanum, ströndinni sem er vettvangur leikja og útiveru fyrir alla aldurshópa. Boðið verður upp á margvíslegar skoðunarferðir m.a. til Legolands og Kaupmannahafnar í Danmörku. Og ekki má gleyma nærliggjandi stöð- um, svo sem Hamboitj þar sem einn stærsta og frægasta dýragarð Evr- ópu er að finna. Staður sem er ógleymanlegur fyrir börn á öllum aldrei. Brottfarir alla sunnudaga frá lok maí VÍQ Beint dagflug Umboó a Islandi fynr DINERS CLUB INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.