Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Ljósmynd
af Reykjavík
frá 1870.
99*
aj igw*
Bannað um aldir að fjárfesta í
öðru en landbúnaði og lærdómi
Síðastliðið haust
kom út á dönsku á
vegum Politikens
Forlag yfirlitsrit
um sögu Islands
frá landnámi til
okkar tíma. Ritið
er að mestu eftir
dr. Björn Þor-
steinsson, en hann
veiktist þegar
hann var langt
kominnmeð 19.
öldina og þá héldu
þeir Bergsteinn
Jónsson og Helgi
Skúli Kjartansson
sagnfrœðingar
áfram samningu
bókarinnar og
bjuggu hana til
prentunar. Bkk-
ert yfirlitsrit um
íslandssöguna er
til á íslensku, og
síðasta yfirlitsrit
sem kom út er-
lendis var bók
Norðmannsins
Knud Gjersets,
History of Iceland,
sem er frá árinu
1924.
Morgunblaðið átti sam-
tal við dr. Bjöm Þor-
steinsson um þetta
verk, áður en hann veiktist aftur
skyndilega í janúar. Það blasti við
að spytja hann fyrst þeirrar
spumingar hvemig á því stæði
að ritið kæmi fyrst út á dönsku,
en ekki íslensku?
„Já, það mun ýmsum þykja
nokkuð sérkennileg tilviljun.
Auðvitað hefði íslenski textinn
komið út samhliða þeim danska
ef ég hefði ekki lyppast niður í
ágúst 1984 og orðið óstarfhæfur
í marga mánuði. En það er skýr-
ing á því hvers vegna Politikens
Forlag bað mig að skrifa verkið.
Árið 1957 sendi Þorkell Jóhannes-
Rætt við dr. Björn Þorsteinsson sagnfræðing, höfund
bókarinnar ISLAND. sem út kom i Danmörku sl. haust
son, sem þá var háskólarektor,
mig á sagnfræðingamót í Arósum
í Danmörku. Þar átti að halda
ráðstefnu um samband Norður-
landa við Hansaborgina. Margir
lærðir fræðimenn fluttu þama
framsöguræður, sem vom síðar
gefnar út í einni bók. Þjóðveijum
var ekki boðið á ráðstefnuna og
þótti mikið hallað á sig í málflutn-
ingi ræðumanna. Nema í minni
ræðu, en ég hafði verið á sama
máli og Bjami Borgfirðingaskáld:
„Þegar Hansastaðimir héldu
landið, hörfaði ekki tíðin grandið."
Þetta varð til þess að ég fékk
seinna boð um að koma til Þýska-
lands á vegum Alexanders von
Humbolt-stofnunarinnar. Þar
dvaldist ég við rannsóknir á annað
ár, aðallega í Hamborg. Þetta
held ég að hafí verið höfuðástæð-
an til þess að ég var kallaður á
fund útgáfuráðs Politikens Forlag
í Kaupmannahöfn 1977 og beðinn
um að skrifa íslandssögu fyrir
Dani. Þeir könnuðust við mig frá
Hansaráðstefnunni og þekktu
einnig ýmsar greinar sem ég hefði
skrifað í Kulturhistoriens Lex-
ikon.“
- Er það ekki einkennilegt að
engum skuli hafa dottið í hug að
skrifa yfírlitsrit um íslandssöguna
fýrir íslendinga?
„Það má segja það. Ritið ísland
er fyrsta yfirlitsritið um íslenska
sögu sem fullnægir nokkum veg-
inn samtíma kröfum um sjónar-
mið í sagnfræði, enda ekki við
mikið að keppa í því efni. Hér
heima hefur ástandið í sögu verið
heldur dapurlegt; það var lítið
fengist við kennslu og rannsóknir
á íslandi fyrr en 1943, er dr. Jón
Jóhannesson var settur prófessor
í sagnfræði við Háskóla íslands.
Við íslendingar höfum lengstum
lifað í goðsöguheimi sjáifstæðis-
baráttunnar og enn er hann líf-
seigur hjá mörgum."
Kúguð þjóð í ríku landi
- Goðsöguheimur sjálfstæðis-
baráttunnar? Hvað áttu við með
því?
„Á 19. öld mótaðist sá sögu-
skilningur íslendinga að landið
væri fagurt og ríkt, en þjóðin
hefði ratað í þær raunir að lúta
Dr. Björn
Þorsteinsson
sagnfræðingur.
um aldir annarra stjóm. Goðsögn-
in hljóðar einhvem veginn þannig:
í árdaga landsbyggðar flýðu
menn Noreg og sigldu á opnum
bátum yfir lægðum troðið At-
landshafíð og settust að á íslandi.
Þar undu sjálfseignarbændur
glaðir við eins konar þingræði,
uns þeir tóku að beijast um völdin
á 13. öld og játuðust undir Nor-
egskonung. Þá varð „syndafallið"
sem leiddi til allt að því babýl-
ónskrar herleiðingar 1783, þegar
flytja átti þá sem verst vom settir
til Danmerkur. Eftir Móðuharð-
indin tóku íslendingar að safna
kröftum og urðu loks sjálfstæðir
og sælir að nýju. Þessi helgisögn
var Islendingum allkær og enn
er hún ekki með öllu útlæg úr
íslenskum kennslubókum."
Hver er sinnar gæfu smiður
- Og þessa helgisögn kveður
þú í kútinn í ritinu ísland?
„Þessi bók á að sýna íslending-
um og Dönum að hver er sinnar
gæfu smiður. Á íslandi réðu stór-
bændur gangi mála fram um 1800
og fiskveiðar voru aukabúgrein
bænda, sem trúðu á sauði, þótt
umhverfís landið liggi einhver
fijósömustu höf jarðar. Land-
búnaður hefur hér verið rekinn á
kostnað sjávarútvegs öldum sam-
an og var höfuðatvinnugrein ís-
lendinga í 9 aldir. Útgerðarstöðv-
ar á Islandi hefðu líklega orðið
erlendar ef einhveijar hefðu risið
fyrir 1800. Það er loks þegar ís-
lendingar komust af árabátastigi
yfír á skútuöld um 1880 að sjávar-
útvegur verður sjálfstæður og
samkeppnisfær atvinnuvegur við
landbúnaðinn.
íslenska stórbændaveldið og
konungsvaldið sameinuðust um
að flæma erlenda þegna frá ís-
landi. Á þann hátt varð allur
verslunargróði einnig útlægur. Á
íslandi var um aldir bannað að
fjárfesta í öðru en landbúnaði og
lærdómi og því gat fólki ekki
fjölgað í meira en rúm 50 þúsund.
Það var ekki fyrr en um 1800 að
íslendingar tóku fyrst að tileinka
sér borgaralegan lífsmáta og til
varð vísir að borgarastétt og sjálf-
stæðum fískiþorpum. Þá var
Kaupmannahöfn vagga íslensks
þjóðlífs og þjóðfrelsishetjan Jón
Sigurðsson varð að búa þar allan
starfstíma sinn eins og kóngur-
inn.“
- Þú ert með öðrum orðum að
segja að tilhneiging okkar til að
kenna Dönum um örbirgð okkar
og ósjálfstæði sé ekki á rökum
reist?
„Öll ríki eiga sér sögu og í
henni er einhver kjami, misjafn-
lega skýr og sannfærandi eftir
stærð og mikilleika atburðanna,
sem um ræðir. Dvergríki eins og
ísland er furðufyrirbæri, og goð-
saga sjálfstæðisbaráttunnar, sem
þeir Jón Sigurðsson og Konrad
von Maurer skópu að verulegu
leyti seint á 19. öld, stenst ekki
lengur. Um það er enginn ágrein-
ingur. Þeir Jón og Konrad höfðu
einfaldlega ekki lesið nema brot
af þeim miðaldaheimildum, sem
nú eru útgefnar og aðgengilegar
öllum, sem vilja. En blessuð sé
minning þeirra beggja, ævinlega.
Ég reyni að draga fram í bók-
inni ísland ný sjónarmið í kjama
íslenskrar sögu. Við erum sjálf-
stæð og sérstæð menningarþjóð,
af því að við losnuðum við að
verða ensk nýlenda í lok miðalda,
en Danir réðu þá yfír innsigling-
unni á Eystrasalt, og Eystrasalts-
siglingar voru Englendingum
mikilvægari en ísland, því að
miðin hér gátu þeir nýtt að tals-
verðu leyti, þótt þeir réðu ekki
yfír landinu. Það var Eyrarsunds-
lásinn, sem var grundvöllur undir
veldi Dana, bæði hér og annars
staðar.
Við nýskipan ríkja og ríkja-
bandalaga í lok Napóleonsstyij-
aldanna snemma á 19. öld létu
Englendingar ísland, Færeyjar og
Grænland fylgja Danmörku (í Kiel
1814). Þá gerðu Englendingar
danska ríkið að vemdarsvæði
sínu, treystu engum öðrum fyrir
því, vegna þess að það var mjög
mikilvægt hemaðarlega. Um og
eftir 1900 töldu Engilsaxar hins
vegar að hagsmunir sínir væru
best tryggðir á íslandi með sjálf-
stæði landsins. Smáríki voru hluti
af valdakerfí stórvelda fyrir daga
kjamorkunnar, eins og mönnum
á að vera ljóst."
- Bókin ísland er 312 blaðsíð-
ur að stærð í nokkuð stóru broti.
Hlutur þeirra Bergsteins og Helga
Skúla hefst á blaðsíðu 229, eða
frá árinu 1873. Eru þeirra skrif
í samræmi við þína túlkun á ís-
landssögunni, Bjöm?
„Það túlkar enginn höfundur
hlutina á sama hátt. En mér fínnst
þeim hafa tekist nokkuð vel að
draga upp skýra mynd af þróun
efnahagsmála. Þeir hafa auðvitað
þurft að stikla á stóru, og þvf er
persónusagan kannski í lág-
marki.“
- Ertu ánægður með bókina í
heild?
„Danir hafa tekið henni vel og
Qallað talsvert um hana í blöðum.
Þeir telja hana óhlutdræga. Sjálf-
ur er ég ánægður með margt þótt
verkið sé auðvitað ekki gallalaust.
Einna óánægðastur er ég með
myndefni bókarinnar, en það er
magurt og sýnir fátt af störfum
og striti fólksins í landinu. Á
dönskum söfnum hljóta að fínnast
mikil auðæfí menningarsögulegra
mynda frá íslandi, einkum frá 19.
öld. Ég sakna að ekki skuli birt
ein einasta mynd eftir Daniel
Bruun, sem vann á vegum danska
herforingjaráðsins að landmæl-
ingum á Islandi um og eftir 1900,
og teiknaði hundruð mynda af
bæjum og fólki við margvíslega
störf. Þá hafa nokkur mistök átt
sér stað við gerð myndatexta, sem
óþarfí er að fjölyrða um á þessum
vettvangi," sagði Bjöm Þorsteins-
son að lokum.