Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBMÐIÐ, SUNNUDAGUR 23: PEBRÚAR1986 B 13 Fátækrabústaður í sveit á Filippseyjum. geta þau helst fengið góð störf, þess vegna eru háskólar geysistórir og fjölmennir. í Manila er mjög gamall háskóli, ívið eldri en Harvard háskóli. Nemendurnir skipta tugum þúsunda. Miðað við núverandi at- vinnuástand er alltof mikið af menntafólki. Maður hitti fyrir leigu- bílstjóra sem voru verkfræðingar aðmennto.þ.h. Fólksf lótti mikill úr landinu Það er gífurlegur fólksflótti út úr landinu. Allir vilja komast til Bandaríkjanna en það er takmark- aður hópur sem þangað kemst. Margir fara því til arabalandanna í kring. Þangað fara verkfræðingar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar og fleiri. Að sögn hrekjast konur á Filippseyjum oft út í vændi og ég heyrði talað um að þær réðu sig oft til Japan undir því yfirskini að þær ættu að starfa sem þjónustu- stúlkur en raunverulega færu þær til að starfa í vændishúsum. í mínu starfi hafði ég mest skipti við meinatækna og yngri lækna sem unnu við krabbameinsdeildina. Meðal þessa fólks var oft íjörugt og menn buðu hveijir öðrum heim til sín í átveislur (kamayan). I slík- um veislum borða menn kjöt og hrisgrjón. í stað diska nota menn bananablöð og í stað áhalda eru guðsgafflarnir brúkaðir. Drykkjuskapur er lítill Vatnið er ágætt á Filippseyjum og mikið drukkið, a.m.k í Manila. Vín er lítið notað, hins vegar er bjór drukkinn og er góður. Bjórinn heitir cervweza sem er spánskt heiti, eitt af fáum sem eftir lifir. Opinbera tungumálið er byggt á einni af ótal mállýskum eyjanna, Tagalog, en enskan er mjög mikið töluð. Nokkrar útvarps- og sjón- varpsstöðvar senda út á ríkismálinu en enskan er aðal viðskiptamálið. Helstu dagblöð eru á ensku, það er einnig sent út efni á ensku í útvarpi og sjónvarpi. Sjálfsagt er til drykkjuskapur á Filippseyjum en ég sá lítið af slíku þó engin höft séu á vínsölu þarna. í Manila eru næturklúbbar og er þar leikin mjög hávær diskótónlist. Fólk á Filipps- eyjum hlustar nær eingöngu á poppmúsik. Ég fór sárasjaldan á skemmtistaði. Fólk hefur yfirleitt ekki efni á að stunda að ráði slíka staði, helst að karlmenn fari út og fái sér bjór og spili billjard. Kvik- myndahús eru mörg og fólk fer talsvert í bíó. Mikið er um myndir gerðar á Filippseyjum, mest hasar og ástarmyndir. Ég fór aldrei á bíó en ég sá auglýsingar um myndirnar og heyrði fólk tala um þær. Fátæklegt menningarlíf í Manila, á svæðinu meðfram ströndinni er mikill fjöldi stórra hótela sem eru mjög vannýtt um þessar mundir, því lítið er af túrist- um þarna. Á þessu svæði hefur verið töluverð viðleitni til að koma upp menningarkjarna, tónlistar- og sýningahöll. Slík starfsemi nær þó til fárra, deyfð er yfir menningarlíf- inu og það nær ekki til Ijöldans. Leikhúslíf var dræmt þegar ég var á Filippseyjum. Dauðhræddur við að hreyfa hendurnar Ég sótti flestar skemmtanir lítið enda bjó ég í úthverfí. Einni skemmtun kynntist ég þó sem er Einn ótalmargra ávaxtamarkaða í Manila. vinsæl á Filippseyjum. Það er hana- at. Mér fannst dálítið rosalegt að sjá menn binda spora á hanana, oddhvassa og langa spora. Hanarnir sjálfir eru mjóslegnir og hreint ekki eins pattarlegir og ég bjóst við. Hanaat er þjóðaríþrótt á Filippseyj- um og er aðallega fólgin í veðmál- um. Áður en slagurinn hefst er komið með hanana inn til áhorfenda og þeim sýndir þeir svo þeir geti gert upp við sig hvaða hana þeir eigi að veðja á. Menn gefa síðan umboðsmönnum merki um hversu hátt þeir ætli að veðja og það gera þeir með því að beina fimm fingrum annað hvort niður, það þýðir 50 peso, upp, sem þýðir 5000 peso eða til hliðar sem merkir 500 peso. Ég var alltaf dauðhræddur við að hreyfa hendurnar á meðan á þessu stóð, hræddur við að gefa vitlaus merki. Ég var á Filippseyjum á regntím- anum, þá er veðurfarið þægilegt fýrir Evrópubúa, mátulega hlýtt fyrir minn smekk , fyrst þegar ég kom voru flóð en ég varð lítið var við þau. Þægilegasti tíminn á Filippseyjum er þó, að því að mér skildist, frá nóvember og fram í janúar, úr því fer að hitna og þorna og gróður að skrælna. Marcos og fólkið Marcos og fjöldskylda hans birt- ist lítt meðal fólks á Filippseyjum. Imelda hafði sig þó meira í frammi. Flestir báru heldur þungan hug til Marcosar og töldu hann bera ábyrgð á slæmu efnahagsástandi og fjármálaóreiðu. Allir sögðu að eftir morðið á Benito Aquino hefði allt versnað að miklum mun. Þá urðu greinilega að allra áliti þátta- skil í landinu. Stóru fyrirtækin hættu að fjárfesta á Filippseyjum og drógu starfsemi sína út úr landinu. Höll Marcosar er í Manila, þar vissu menn að hann hafði opin- berar móttökur en almenningur vissi ekki hvar hann bjó í raun og veru. Mér virtist fólk bera einna mesta virðingu fyrir prestum og prelátum. Fróm ósk Mig langar til að fara til Filipps- eyja aftur einhvemtíma og hafa þá meiri tíma fyrir sjálfan mig. Ég ber í bijósti þá frómu ósk að þessum málum, sem nú eru í deiglunni á Filippseyjum, Ijúki á þann veg að Filippseyingar beri gæfu til að fá traustan og góðan stjórnanda sem rétti við efnahagslíf þeirra svo allur almenningur njóti betri kjara en hann gerir nú. Gunnlaugur við kennslu á Filippseyjum. Textl: Guðrún Guðlaugsdóttir Útgerðarmenn - skipstjórar Höfum til afgreiðslu strax, afar vandaðar amerískar CAT Pumps háþrýstiþvotta- dælur til hreinsunar á lestum skipa o.fl. Vinnuþrýstingur 170 bar. Tækin þola mikinn vatnshita og eru með sápublönd- un. Dælurnar eru ryðfríar og þola sjó. Tækin eru fáanleg án vagns til uppsetn- ingar á vegg. Góð viðgerða og varahluta- þjónusta. STALTAK Borgartúni 25. 105 Reykjavík. Símar 28933 og 28870. Við höldum áfram með prjóna- námskeiðin okkar vinsælu og að þessu sinni verður tekið fyrir peysuprjón úr spánnýju bandi sem við nefnum „Flos“. Álafossbúðin, Vesturgötu 2, sími 13404. Flosið okkar er silkimjúk blanda af ull og mohair í 12 frábærum tískulitum. Kristín Jónsdóttir Schmidhauser hand- menntakennari leiðbeinir. Skráning og upplýsingar í Álafoss- búðinni. Námskeið Akveðni-þjálfun og mannleg samskipti fyrir þá sem vilja læra á markvissan hátt að vera ákveðnari í framkomu, bæta samskipti sín við aðra og auka sjálfstraust sitt. í hópvinnu mun þátttakandi læra: • Hverjir veikleikar hans og hverjir styrkleikar hans eru í mannlegum samskiptum. • Áhrif sjálfsmats hans á framkomu. • Ákveðnari tjáningarmáta. Leiðbeinandi: Baldvin H. Steindórsson sálfræðingur. Lengd: Sjö skipti frá kl. 18.00-20.30. Námskeið I á þriðjudagskvöldum byijar 4. marz. Námskeið II á fimmtudagskvöldum byijar 6. marz. Uppl. og innritun í dag kl. 16.00—19.00 og á kvöldin í s. 671509 og virka daga frá 8.30—12.00 í s. 622442. Sálfræðistofa Eg hef nú hætt störfum við geðdeild Landspítalans og starfa nú við sálfræðistofu mína í fullu starfi. Baldvin H. Steindórsson, sálfræðiþjónusta, Austurstræti 10 A, 3. hæð. Símaviðtalstími kl. 11.00—12.00 í s. 622442, heimasími: 671509.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.