Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 15

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 B 15 Lítill vafi leikur á því að svínarækt var mikið stunduð á íslandi til forna. Síðar lagðist svinaræktin algjörlega af hérlendis, og allt fram til síðustu aldamóta voru svín varla til í landinu. Fornmenn munu hafa haft annan svínastofn en þann, sem nú er. Svínin gengu úti að nokkru sjálfala eins og sauðfé. I Vatnsdælasögu segir: „Þar var fámennt heima, en starf mikið fyrir höndum, bæði að reka á fjall sauði og svín.“ Danir eru frægir fyrir svínarækt, enda mikill útf Iutningur til annarra landa. Bretar flylja til dæmis mikið inn af dönsku fleski. Hafa Danir varið miklum fjármunum í að kynbæta svínin, jafnvel svo að manni finnstþað ómannúðlegt. Hefur þetta ekki að öllu leyti verið til bóta. Ekki er danskt svínakjöt eins mikil hágæðavara og það var fyrir nokkrum árum. Islensk svín eru með óþarflega þykkt spiklag og þótt menn hafi áður fyrr viljað borða feitt kjöt er sú tíð liðin. Nú er hinn æskilegi svínastofn með lítinn haus, grönn dýr með þykka vöðva og lítið spiklag. Islendingar hafa ekki verið miklar svínakjötsætur, enda hefur verð á svínakjöti hér verið mjög hátt. Er það helst á hátíðum sem svínakjöt er á borðum okkar og þá einkum hamborgarhryggur, sem Islendingar hafa miklar mætur á. Þó er þetta að breytast og nú hefur svínakjöt lækkað mikið í verði og því sjálfsagt að grípa tækifærið og kaupa það. Svínakjöt hefur mildan keim og er ekki eins bragðsterkt og nauta- og lambakjöt. Bókstaflega er hægt að nýta allt svínið til matar, jafnvel grísatærnar, sem Islendingar hafa þó ekki verið duglegir við að matreiða. Lifrina notum við helst í lifrarkæfu, en þó er hún góð steikt á sama hátt og lambslifur. Við reykjum allt beikon, en víða erlendis er hægt að fá saltað beikon. Beikon er mjög gott með alls konar réttum hvort sem eru úr kjöti, fiski, grænmeti eða baunum, og epli og beikon eiga mjög vel saman. Yfirleitt er hægt að fá keypt mjög góð ódýr svínabein, sem talsvert kjöt er á. Þau bein eru mjög góð þegar búið er að rjóða á þau kryddblöndu og glóðarsteikja, en þau verður að naga. Saltað svínakjöt sést sjaldan hér í búðum, en þó er það mjög Ijúffengt. I þessum þætti verður gefin uppskrift af söltun á svínakjöti. Hér er notaður saltpétur við söltunina, en þeir sem vilja það síður geta sleppt honum alveg. Betra er að salta ekki mjög stór stykki og gott er að setja krydd saman við saltið. Þegar þið saltið stór stykki þurfa þau að vera beinlaus. Söltun svínakjöts í bitum í plastpoka 3 kg svínalqöt í bitum, ekki mjög litlum 1 dl fínt salt saltpétur á hnífsoddi 1 tsk. sykur V2 tsk. negull 1. Blandið saman salti, salt- pétri, sykri og negul. 2. Bleytið kjötbitana undir kalda krananum, veltið þeim síð- an upp úr saltblöndunni og raðið þétt í plastpoka. 3. Setjið pokann á fat inn i kæliskápinn, snúið pokanum á hveijum degi. 4. Kjötið er tilbúið eftir eina viku, en má liggja lengur í salt- inu. 5. Skerið síðan kjötið og sjóðið í litlu vatni í 2 klst. Söltun svínakjöts í stórum bitum, t.d. af læri 3 kg biti af svínakjöti l'/2dl salt >/8 tsk. saltpétur 1 tsk. sykur 1 tsk. negull 6 piparkom 1 lárviðarlauf 5 negulnaglar 1 lítri vatn 1. Blandið saman salti, salt- pétri, sykri og negul. 2. Bleytið bitann undir kalda krananum, nuddið síðan helm- ing saltblöndunnar vel inn í bitann. 3. Leggið bitann í skál, sem rétt rúmar hann, setjið skálina í kæliskápinn, snúið bitanum eftir 12 klst. 4. Sjóðið saman það sem eftir er af saltblöndunni ásamt piparkomum, lárviðarlaufí, negulnöglum og vatni. Látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Kælið. 6. Látið kjötið liggja í pæklinum í minnst 1 viku. Saltað soðið svínakjöt Handa 3. 1 kg saltað svínakjöt í bitum 1 lítri vatn 1 meðalstór gulrót 1 lárviðarlauf 5 piparkom 5 negulnaglar 1. Setjið vatn í pott ásamt gulrótinni í sneiðum, lárvið- arlaufi, piparkornum og negulnöglum. Látið sjóða. 2. Setjið kjötbitana í vatnið, notið lítinn pott og látið fljóta yfir kjötið. Sjóðið við hægan hita í 2 klst. Meðlæti: Kartöflur í jafningi og soðið grænmeti. Saltað svínakjöt Saltað svínakjöt með kartöflum o.fl. Handa 6. 2 kg saltað svínakjöt í bitum 1 kg kartöflur 1 tsk. salt 2 súr epli 2—3 sellerístönglar (má sleppa) 1 stór græn papríka 2 msk. matarolía 1 lítil fema kaffujómi 'A tsk. nýmalaður pipar 1 dl sweetn’sour sauce (fæst víða) 1. Sjóðið kjötið í vatni í 1 klst. Hafið lítinn pott og látið fljóta yfir kjötið. Takið úr soðinu og fjarlægið bein. 2. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og leggið á botninn á djúpu eldföstu fati eða skál. Stráið salti milli laga á kartöflunum. 3. Afhýðið eplin, skerið úr þeim kjamann og skerið í báta, skerið sellerístönglana í bita, takið steinana úr papríkunni og skerið í ræmur. 4. Hitið matarolíuna, sjóðið eplin, selleríið og papríkuna í olíunni í 10—15 mínútur. Hafið hægan hita og gætið þess að þetta brúnist ekki. Setjið yfír kartöflumar í skál- inni. 5. Hellið kaffiijóma yfír grænmetið í skálina. 6. Raðið kjötbitunum ofan á skálina, malið pipar yfír, smyijið síðan með sweeth’sour sause. Setjið lok á skálina. 7. Hitið ofninn í 190°C, setjið skálina neðarlega í ofninn ogbakið í 45—60 mínútur. Innbakað saltað svínakjöt Handa 6. U/2 kg saltað svínakjöt (eitt stykki) 2 lítrar vatn 1 lárviðarlauf 5 piparkom 4 negulnaglar 1 meðalstór gulrót 1 stöngull sellerí (má sleppa) 3 msk. milt sinnep 1 hálfdós aspas í bitum 1 kg smjördeig (butterdeig) fæst tilbúið hjá bakara 1 eggjarauða + 1 tsk. vatn soðið úr aspasdósinni 1 kjúklingasúputeningur V2 tsk. aromat 2 msk. ijómaostur án bragðefna 1. Setjið vatn í pott ásamt lárviðarlaufi, piparkomum, negulnöglum, gulrót í sneiðum og sellerii í bitum. Látið sjóða upp. 2. Skolið kjötið, leggið í vatnið og sjóðið við hægan hita í IV2 klst. Hafíð lítinn pott og látið fljóta yfír kjötið. 3. Fletjið deigið út þannig að það nái vel utan um kjötið. 4. Setjið bitaaspasinn á deigið og smyijið þvi örlítið um það. 5. Smyijið sinnepi á kjötstykkið. 6. Leggið kjötstykkið á deigplötuna, bijótið saman utan um kjötið. Skerið smágöt á deigið, helst með smámót- um, nota má sogrör. 7. Hrærið eggjarauðuna sundur með vatninu og smyrj- ið deigið að ofan. Leggið síðan á skúffuna úr eldavélinni. 8. Hitið ofninn í 180°C og bakið þetta í miðjum ofni í 30—40 mínútur. 9. Hitið aspassoðið með súputeningnum og aromat. Hrærið ijómaostinn út í. Berið með kjötinu. Meðlæti: Kartöflustappa og soðið grænmeti, jafnvel rauðkál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.