Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Svavar A. Jónsson
Nú erum við orðnar
mjög óþolinmóðar
Rætt við Pirkko Lehtiö um
prestvígslu finnskra kvenna
Pirkko Lehtiö er finnsk kona, doktor í gnðfræði.
Doktorsritgerð hennar fjallaði um trúarlegt uppeldi.
Hún er meðal hinna fjögurra kvenna, sem fyrstar tóku
lektorsvígslu í finnsku kirkjunni árið 1965. Finnland
er eina Norðurlandið, sem ekki leyfir prestvígslu
kvenna og um það tók ég Pirkko tali þegar hún dvald-
ist hér á landi í febrúarbyrjun til að taka þátt í norður-
landafundi forystumanna í landssambandi KFUM og K.
Fyrsta konan lauk guðfræði-
prófí í Finnlandi árið 1913.
Fimmtíu árum síðar, árið 1963
fengu konur rétt til að verða
lektorar og tveimur árum eftir
það, árið 1965, vígðumst við
fjórar konur til þess starfs.
Það átti langan aðdraganda.
Slíkar ákvarðanir eru teknar á
kirkjuþingum, sem komu þá
saman fímmta hvert ár. Það
hlaut því að taka að minnsta
kosti tíu ár að verða að lögum
að fínnskar konur fengju lekt-
orsvígslu. Það var vissulega
erfíð bið fyrir fínnska kvenguð-
fræðinga.
— Karlar hljóta þá prest-
vígslu en konur Iektorsvígslu
í finnsku kirkjunni. Hver er
munurinn?
Lektorar hafa rétt til að vinna
safnaðarstörf en ekki til að
skíra, gifta eða jarðsyngja. Fyrir
tíu árum fengu lektorar leyfí til
að ferma og til að útdeila altaris-
sakramentinu á stofnunum.
Lektorar geta þó aðstoðað
presta við útdeilinguna í söfnuð-
unum ef prestamir óska þess.
Ef lektor fer til annarra starfa
missir hún starfsheitið, jafnvel
þótt hún starfí eftir sem áður
Pirkko Lehtiö
innan kirkjunnar. Prestar halda
starfsheitinu hins vegar þótt
þeir hætti preststörfum.
— Hafa lektorar rétt til að
prédika í kirkjunum?
Lektorar hafa rétt til að préd-
ika í söfnuði ef presturinn leyfir
það. Hann getur líka bannað
það. Ég fæ t.d. ekki að prédika
í kirkjunni, þar sem ég á kirkju-
sókn, vegna þess að presturinn
þar leyfir það ekki.
Pirkko starfar ekki lengur
sem lektor. Hún starfar nú í
Helsinki biskupsdæmi á sérsviði
sínu og tekur þátt í því að þjálfa
starfsfólk kirkjunnar. Ar hvert
heldur hún námskeið í tengslum
við guðfræðideildina, sem m.a.
er fólgið í því að þjálfa presta í
prédikunarstarfí. Hún má því
kenna prestum prédikun þótt
þeir megi banna henni að préd-
ika.
— Eru margir kvenguð-
fræðingar í Finnlandi?
Um 1550. Karlguðfræðingar
eru um 2000. Í Finnlandi eru
um 1500 preststörf. Kvenguð-
fræðingar í safnaðarstarfí eru
rúmlega 300, flestar þeirra
vinna að félagsstörfum og kenna
kristinfræði. Karlar vinna líka
að kristilegu félagsstarfi á
margvíslegum vettvangi innan
kirlq'unnar og þeir geta líka orðið
kennarar í kristinfræðum. En
flestir taka vígslu, byija sem
safnaðarprestar og fara eftir það
til annarra starfa í kirkjunni.
— Hafa kvenguðfræðingar
lengi verið margir í Finn-
landi?
Fyrir síðari heimsstyrjöldina
voru um 20 kvenguðfræðingar
í Finnlandi. Á stríðsárunum
störfuðu margir kvenguðfræð-
ingar með prestunum í söfnuð-
unum vegna manneklunnar á
þeim árum. Þá voru kirkjumar
eini staðurinn, þar sem leyft var
að halda samkomur. Kvenguð-
fræðingar stóðu oft fyrir þeim
samkomum og af því leiddi að
þær fóru að prédika. Þegar stríð-
inu lauk höfðu þær ekki lengur
leyfí til að prédika í kirkjunum.
Það er margt undarlegt. Kven-
guðfræðingar önnuðust æsku-
lýðsstarf í kirkjunni en fengu
þó ekki strax að kenna ferming-
arbömunum. Það þótti óhugs-
andi að sú kennsla væri í hönd-
um kvenna. Og eftir að þær
fengu rétt til að hafa fermingar-
undirbúninginn með höndum
náði það þó aðeins til stúlkn-
anna. Það var útlokað að þær
kenndu strákunum.
— Hafa kvenguðfræðing-
arnir í Finnlandi verið sam-
mála sín á milli um leiðir í
baráttunni?
Nei, því fer fjarri. Og það
gerir málin erfíð. Eftir 1950
hófst umræða um vígslu kven-
guðfræðinga í Svíþjóð. Sú um-
ræða hófst þá líka í Finnlandi.
En þróunin var hæg í Finnlandi.
Fæstir kvenguðfræðinganna
vildu óska eftir prestvígslu. Þær
vildu heldur sérstakt starf, sem
varð lektorsstarfíð, sem þær
fengu rétt til árið 1963. Það
þarf langan tíma til að breyta
um hugsun. En nú er barizt fyrir
prestvígslu kvenna í finnsku
kirkjunni.
— Hvenær verður næsta
atkvæðagreiðsla á kirkju-
þingi?
Hún verður í vor. Á kirkju-
þingi sitja 108 manns, flestir
leikmenn. Það þarf 3Ahluta at-
kvæða kirkjuþingsins til að
samþykkja prestvígslu kvenna.
Við höfum nú nærri 75% at-
kvæða með prestvígslu kvenna.
Á síðasta kirkjuþingi vantaði 8
atkvæði til að það tækist. En
það er erfítt að breyta skoðun
þeirra, sem setja okkur stólinn
fyrir dymar. I vor þegar kosið
verður verður annað fyrirkomu-
lag og því erfítt að vita hvað
verður. Við emm margar orðnar
mjög óþolinmóðar og raunar
margt kirkjufólk, konur og karl-
ar, vígt og óvígt. Fólk skilur
ekki hvers vegna konur geta
ekki fengið að vinna prestverk
annars staðar en á stofnunum.
En breytinginverður að koma
innan frá. Hjálp að utan kemur
okkur ekki að neinu gagni. En
nú emm við orðnar mjög óþolin-
móðar.
Starfsmenn í
finnsku kirkjunni
Finnska kirkjan gefur út ritið „Audult Education in Finland", skrifað á ensku þar
sem markmið þess er að kynna á alþjóðavettvangi fullorðinsfræðslu finnsku kirkjunn-
ar. Pirkko Lehtiö hefur skrifað þar um starfsmenntun innan lútersku kirkjunnar í
Finnlandi og hér fylgja nokkur atriði úr þeirri grein. Ritið er frá því í fyrra og tölur
því vitanlega líka.
Finnska kirkjan
í ársbyijun 1984 tilheyrðu
90,12% af íbúum Finnlands hinni
fínnsku evangelísku lútersku
kirkju. 1,12% tilheyrði fínnsku
orþódoxu kirkjunni. Onnur trú-
félög em smá. 7,85% þjóðarinn-
ar standa utan trúfélaga. í lút-
ersku kirkjunni em 8 biskups-
dæmi, í einu þeirra er notuð
sænska. 12 kirkjumiðstöðvar
starfa í kirkjunni og hafa mikil
áhrif á kirkjustarfíð. Þær hafa
hver sitt svið, sem em þessi:
Djáknastarf, tilbeiðslaogtónlist,
kennsla, sálusorgun, upplýsing-
ar, rannsóknir, erlend samskipti,
tengsl kirkju og samfélags.
Starfslið kirkjunnar er yfír-
leitt afar vel þjálfað. Þar er
margt fólk á fullum launum og
starfssviðið er viðáttumikið.
Annað einkenni kirkjunnar er
hin mismunandi stærð safnað-
anna. í hinum stærstu em yfir
50 þúsund manns en í hinum
smæstu aðeins nokkur hundmð.
Hinir stóm og meðalstóm söfn-
uðir hafa starfsfólk á margskon-
ar vettvangi svo að starfíð verð-
ur afar mikið og fjölbreytt. Allt
í allt er starfslið kirkjunnar um
17þúsund manns.
Starfsliðið
Guðfræðingar em menntaðir
í tveimur háskólum, guðfræði-;
deildinni í Helsinki og í Turku. í
Turku er aðeins töluð sænska en
í Helsinki er bæði kennt á fínnsku
og sænsku þar sem bæði málin
em opinber mál landsins. Nú em
um 1.200 guðfræðistúdentar í
Helsinki, um helmingur þeirra
konur. í Turku em um 140 guð-
fræðistúdentar, 40% þeirra em
konur.
Kantorar fínnsku kirkjunnar
em 624. Þeir menntast í Sibelius-
arakademíunni, fremsta tónlistar-
skóla landsins. Námið stendur
yfír í 5 til 5 og hálft ár.
Djáknastarfið er sérkenni
fínnsku kirkjunnar. Það er stofn-
sett með lögum og er eitt aðal-
starfíð í söfnuðunum. Aðeins hinir
minnstu söfnuðir em án þessa
starfs. Djáknar hafa menntast í
hjúkmnarfræðum eða félagsstörf-
um og hlotið til viðbótar þjálfun
í safnaðarstarfi. Um þessar mund-
ir vex fjöldi hjúkrunarmenntaðra
djákna en fjöldi félagsmenntaðra
djákna fer minnkandi. (Ég nota
orðið djákni bæði um deacon og
deaconess meðan mig skortir
hentugri orð, AEV.)
Æskulýðsleiðtogar em þjálf-
aðir á sjö stöðum í landinu, venju-
Iega í tengslum við lýðháskóla. Á
einum þessara staða er töluð
sænska. Um 90 æskulýðsleiðtogar
koma til starfa á hveiju ári.
Menntunin tekur nú 3 ár en verður
fjögurra ára nám eftir breytingar
í menntakerfínu.
Fjármálastjórar, stjórnendur
og ýmsir aðrir starfsmenn hafa
hlotið viðeigandi menntun til þess-
ara starfa og nú er verið að leggja
drög að námskeiðum, sem kenni
þeim sérstaklega um þau kirkju-
mál, sem þeir þurfa að kunna
skil á vegna starfa sinna í kirkj-
unni. Námskeiðin munu hefjast á
næsta ári og þar verður kennt um
stjórn kirkjunnar og eðli hennar,
um biblíuna og játningar og trú
kirkjunnar.
Forskólakennarar em sér-
staklega mikilvægur hópur meðal
kirkjustarfsfólksins. Forskólar
kirkjunnar em svipaðir öðmm
forskólum en mikil áherzla er þar
lögð á kristna fræðslu. Þetta starf
er fremur ungt í fínnsku kirkjunni
en verður æ útbreiddara í söfnuð-
unum enda þótt forskólastarf hins
opinbera aukist líka. Um 1.800
forskólakennarar kenna nú í fullu
starfi í kirkjunni.