Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 23. FEBJRtjAR 1986
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Dr. Þórdis Kristmundsdóttir nýskipaður prófessor í lyfjagerðarfræði við Háskóla íslands: „Við viljum
gjarnan hafa góð tengsl við atvinnulífið og stuðla að eflingu innlendrar lyfjaf rarnleiðslu."
„Vil byggja upp
gott lyfjafræðinám“
segir dr. Þórdís Kristmundsdóttir nýskipaður prófessor
í lyfjagerðarfræði við Háskóla íslands. Þórdís er
önnur konan, sem veitt er prófessorsstaða við Háskólann
m áramótin
var dr. Þórdís
Kristmunds-
dóttir skipuð
prófessor í
lyfjagerðar-
fræði við Há-
skóla íslands. Þórdís er önnur
konan, sem hlýtur prófessorsstöðu
við háskólann, sú fyrsta er Margrét
Guðnadóttir prófessor í veirufræði.
Þórdís er 37 ára Reykvíkingur,
tveggja barna móðir, gift dr. Eiríki
Emi Amarsyni yfirsálfræðingi á
geðdeild Borgarspítalans. Hún varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1968. Fór þá í lyfja-
ffæði við HI og lauk þaðan fyrri-
hlutaprófí árið 1971. Eftir það vann
hún í Laugamesapóteki eða fram
til haustsins 1973 er hún settist í
Manchester-háskóla. Þaðan lauk
hún magisterprófi í desember 1974.
Sama ár hlaut hún styrk, sem há-
skólinn í Manchester veitir, kostað-
ur af Imperial Chemical Industries
(ICI), til að vinna að doktorsritgerð
um yfírborðsvirkni efna, þ.e. efna,
sem minnka yfírborðsspennu á milli
fastra efna og vökva eða tveggja
vökva. Yfírborðsvirk efni eru mikið
notuð, sem hjálparefni við lyfja-
framleiðslu, meðal annars til að
auka leysni lyfla.
Eftir að Þórdís lauk doktorsprófí
eða árið 1976 kom hún heim og
kenndi lyfjagerðarfræði við Háskóla
íslands. í apríl 1977 fór hún aftur
til Manchester og vann þar við
lyfjafræðideildina við kennslu og
rannsóknir, sem beindust að sam-
tengingu á yfírborðsvirkum efnum,
sem hefðu færri aukaverkanir en
þau sem vom til. „Okkur tókst að
búa til nokkur efni, sem höfðu eitt-
hvað af þeim eiginleikum, sem við
vorum að sækjast eftir.“Þessar
rannsókni voru unnar í tengslum
við og kostaðar af ICI, en við vorum
að leysa ákveðin vandamál, sem
þeir áttu við að glíma," sagði Þór-
dís er við ræddum við hana á dögun-
um í tilefni af embættisveitingu
hennar.
- Hve lengi varstu í Manchester
áður en þú fluttir alkomin heim?
„Ég var í Manchester til ársins
1979, þá fékk ég sérfræðingsstöðu
við Háskóla íslands auk þess sem
ég starfaði um tíma sem fram-
kvæmdastjóri Lyfjafræðifélags ís-
lands."
- Hélstu áfram rannsóknum þín-
um á yfirborðsvirkni efna er heim
kom?
„Já, ég hef haldið þeim áfram
og þá einkum athugað áhrif þessara
efna á leysni ýmissa lyfja við mis-
munandi aðstæður. Ég hef ekki
verið í samtengingu, því til þess
vantar mig betri aðstöðu, bæði hvað
varðar tæki og mannafla. Þessar
athuganir hafa verið hluti af stærra
verkefni, sem verið er að vinna við
lyfjafræðideildina í Manchester og
hef ég fengið þaðan sent efni og
svolítið af tækjum."
- Hvemig stóð á því að þú hófst
athuganir á yfírborðsvirkni efna?
„Það stafaði af því að mér bauðst
samvinna við Imperial Chemical
Industries. í Bretlandi er óalgengt
að útlendingur fái vísindastyrk og
fannst mér ég því mjög heppin,
þegar mér bauðst hann. Mér fannst
einnig gott að kynnast því hvemig
svo stórt fyrirtæki sem ICI vinnur,
en það er eitt af tíu stærstu fyrir-
tækjum Bretlands. Auk þess var
hér um hagnýtt verkefni að ræða,
en ég tel ágætt að tengja rannsókn-
ir við eitthvað sem er hagnýtt."
- Hvemig var samvinnu þinni og
ICI háttað?
„Ég skilaði reglulega til þeirra
skýrslu og um leið fékk ég viðbrögð
starfsmannanna. Þeir höfðu stund-
um aðrar hugmyndir en ég. Sem
dæmi um það var ég- eitt sinn að
segja þeim frá efni, sem ég hafði
verið að reyna að samtengja lengi,
og fór þá einn sölumannanna að
tala um hve mörg tonn af efninu
hægt væri að selja á ári. Meðan
við hugsuðum í tilraunaglösum og
milligrömmum voru þeir að hugsa
í tonnum."
- Þegar þú komst heim eftir
Manchester-dvölina fórstu að kenna
hér við háskólann, hvort kanntu
betur við kennsluna eða rannsókn-
arstörfín?
„Mér líkar vel við hvort tveggja.
Kennslan fer að mestu fram í fyrir-
lestrarformi, sem er í nokkuð föst-
um skorðum, hinsvegar getur rann-
sóknarvinnan verið afar spennandi
ef vel gengur. Hún getur þó líka
orðið vanabundin og reynir stund-
um mikið á þolinmæðina."
- Nú hefur Háskóli íslands verið
gagnrýndur fyrir hve lítið rann-
sóknarstarf fer fram á vegum hans,
hvað fínnst þér um þetta?
„Ég held að háskólinn hafí ekki
gert nægilega mikið til að kynna
þær rannsóknir, sem unnar hafa
verið innan hans dyra. Flestir há-
Reykjavíkurborq býöurtil sölu 18 íbúöir í parhúsum að Hjallaseli 19-23.
Athygli er vakin á því aö mögulegt er að taka íbúö upp í kaupverðið.
Söluskilmálar og greiðslukjör ásamt uppdráttum og lýsingu á
íbúðunum liggja frammi á skrifstofu Reykjavíkurborgar,
Austurstræti 16,2. hæð. íbúðirnar verða til sýnis kl. 13-15
sölu á kostnaðarverði þeirra kr. 3.223.000 og áætlaður _ alla virka daga frá 24. febrúar n.k.
afhendingartími þeirra er í apríl/maí 1986. Reykjavík, febrúar 1986
BORGARSTJÓRINN
í REYKJAVÍK
|S|
íbúðirnar eru um 69 fm. að stærð og fylgir hlutdeild í sameiginlegri lóð
og lóðarhluti til einkaafnota. Þeir einir geta keypt íbúðir og búið í þeim
sem eru orðnir 63 ára gamlir og hafa verið búsettir í Reykjavík a.m.k. 3
undanfarin ár. íbúðareigendur eiga rétt á að njóta þjónustu sem veitt
verður í dvalarheimili aldraðra að Hjallaseli 55. íbúðirnar eru boðnartil