Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MÁRZ 1986 Þurfum fleira fólk í Bessa- staðahrepp — segir Sigurður Valur Ás- bjarnarson sveitarstjóri ÞAÐ ERU margvíslegar fram- kvæmdir á döfinni hjá okkur og við þurfum fleira fólk f Bessa- staðahrepp,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri f Bessastaðahreppi, í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið var aug- lýsing sem hreppurinn birti í Morgunblaðinu nýlega, þess efn- is, að hreppurinn hefði níu lóðir til sölu á sérstökum vildarkjör- um. „Það er verið að ganga frá ijár- hagsáætlun hreppsins og þar er gert ráð fyrir ýmsum framkvæmd- um. Við erum með tiltölulega dýra hitaveitu og veitti ekki af fleiri notendum til að geta greitt hana niður sem fyrst. Þá erum við með skóla sem getur þjónað 1.200—1.400 manna byggðarlagi en íbúar í Bessastaðahreppi eru ekki nema 750,“ sagði Sigurður Valur. Hann sagði ennfremur, að í skýrslu, sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu gefíð út, væri gert ráð fyrir hægri mann- fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. „Við sjáum ekki betur en þessar tölur geti staðist og það þýðir samkeppni um fólk á þessu svæði. Við höfum til dæmis lagt út í mikla flárfestingu í gatnagerð og höfum um 40 lóðir óbyggðar og verðum að fá fólk. Það hefur mikið verið spurt um lóðir síðan auglýsingin birtist. Fólk virðist hafa vaknað af dvala eftir síðustu efnahagsráðstafanir og kjarasamningana. Við getum ekki annað en verið bjartsýnir hér í Bessastaðahreppi," sagði Sigurður Valur Ásbjamarson. Samband íslenskra sveitarfélaga: Sveitarfélög sitja uppi meÖ auða verka- mannabústaði Á FERTUGASTA fundi fulltrúa- ráðs Sambands íslenskra sveitar- félaga var fjallað um þann vanda sem reglur um verkamannabú- staði hafa skapað og leitt hafa til þess að verkamannabústaðir standa auðir víða um land. „Vandinn stafar fyrst og fremst af almennu verðfalli á fasteignum utan Reykjavíkur og nágrennis og síðan ákvæði um kaupskyldu sveit- arfélaga á bústöðunum," sagði Bjöm Friðfínnsson formaður sam- takanna. Sveitarfélögunum er skylt að kaupa bústaðina eftir að verð þeirra hefur verið fundið með ákveðinni útreikningsaðferð, sem leiðir til þess að verðið verður hærra en markaðsverð á hveijum stað. „Sveitarfélögin geta síðan ekki endurselt bústaðina þar sem kaup- endur eiga kost á íbúðum á mun lægra verði. Á Sauðárkróki standa af þessum sökum þrjú raðhús auð, svo að dæmi sé tekið,“ sagði Bjöm. Þá skoraði fundurinn á Alþingi að samþykkja nú þegar fmmvarp til sveitarstjómarlaga sem nú liggur fyrir þingi. ítrekað var að íbúðar- fyöldi í hveiju sveitarfélagi skuli vera 100 íbúðir. Síðan var Q'allað um drög til frumvarps að nýjum lögum um tekjustofn sveitarfélaga og lífeyrissjóð starfsmanna sveitar- félaga sem þarfnast endurskoðun- ar. 3 Við biðjumst velvirðingar! Allt kapp er nú lagt á að geta afgreitt uppí allar pantanir nú fyrir helgi. Einnig komum við til með að hafa aukabirgðir í takmörkuðu uppiagi þó. Starfsfólk okkar tekur á móti pöntunum. Við bjóðnm uppá ókeypis klæð- skeraþjónustu sem takmarkast eðlilega af afköstum hans. Vegna hinnar gífurlegu eftirspumar í fermingarfötin okkar höfum við eng- anveginn getað haft undan. Þetta hefur valdið mörgum viðskiptavinum okkar vandræðum og leiðindum og á því biðjumst við velvirðingar. Foreldrar fermingarbarna og aðrir sen þurfa að halda veizlu! Viltu Veitingahallarveizluna heim til bín á verði sem kemur á óvart? Þaðer sko minnsta mál Veitingahöllin Húsi verzlunarinnar 'ub'f'Wngg,!:*' rn Vegna mikiilar eftirspurn- ar er ráðlegt að panta sem allra fyrst fyrir tímabilið framyfir páska. Veizlusím- arnir okkar eru 33272 og 685018. Tkkar að velja, okkar að vanda og verðið kemur ykkur örugglega a óvart. 1. Dýrindis matarveizlur fyrir 20—100 manns. 2. Kaffiveizlur eða erfidrykkjur fyrir allt að 120 manns. 3. Okkar viðurkenndu síðdegisboð (kokkteilpartý). 4. Fermingarveizlur. 5. Sér þjónusta ísmurðu brauði og pinnamat. Við erum með sórþjálfað úrvalsfólk í að smyrja brauð og útbúa pinnamat, eins og hugurinn gimist. VERÐIYKKUR AÐ GÓÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.