Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 14

Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 Um tilvilj- anirnar og Macon Erlendar bækur Anna Bjarnadóttir Anne Tyler: The Accidental Tourist Útg. Chatto & Windus 1984 Bandaríski rithöfundurinn Anne Tyler skrifar oft um einstaklinga sem eru fjötraðir í fjölskyldubönd og eiga erfítt með að rífa sig iausa ellegar kæra sig ekki um það. The Accidental Tourist er tíunda bók Tyler og hefur verið á metsölulista í Bandaríkjunum undanfamar vik- ur. Um margt svipar sögunni til fyrri bóka höfundar. Hún gerist í Baltimore og uppátæki söguhetj- unnar ganga út í öfgar í byrjun. En sagan vinnur á og öðlast dýpt þegar á líður. Óhætt er að segja, að hún sé fyndin á köflum. Macon Leary er miðaldra maður. Hann flýtur viljalaus gegnum lífið og rankar varla við sér fyrr en undir lok sögunnar. „Hann sá, þegar hann hugsaði út í það, að hann hafði ekki oft tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Eiginlega aldrei. Hjóna- bandið. Starfið, tíminn með Muriel, flutningurinn aftur til Söru — þetta hafði allt gerzt sjálfkrafa. Hann mundi ekki eftir einu einasta atviki, sem hann hafði stuðlað að sjálfur. Var um seinan að byija nú?“ Macon er svo inn í sig í upphafi sögunnar, að það er ómögulegt að hafa samúð með honum. Þó svo að að Sara, eiginkona hans, tilkynni honum fyrirvaralaust að hún vilji skilnað. Þau eru á leið heim úr fríi á ströndinni. Það rignir. Og hún segir. „Þú getur haldið húsinu. Þér hefur alltaf leiðzt að flytja." Hann tekur þessu eins og hveiju öðru hundsbiti, hefur vanizt því að vera lítils metinn og sagt fyrir verkum. Starf Macons felst í að skrifa ferðabæklinga fyrir þá sem ferðast af illri nauðsyn. Hann veitir upplýs- ingar um McDonalds í Amsterdam, Taco Bell í Mexico, Chef Boyardee ravíólí í Róm og gerilsneydda mjólk um allan heim. Hann vinnur heima við og á sjaldan erindi út. Eftir að Sarah fer, aðhefst hann lítið annað en rangla um húsið og sakna henn- ar. Og hann hugsar til sonarins, sem Ennum Erlendar bœkur Jóhanna Kristjónsdóttir Preben Dich: Hundedagekongen Útg. Chr. Erichesens forlag 1985 Ekki þarf að Qölyrða um það: líf Jörundar hundadagakonungs hefur löngum verið mönnum hugstætt og uppspretta ýmissa bokmennta- verka. Hér er líklega það nýjasta sem útgefíð hefur verið Hundedage- kongen eftir danska höfundinn Preben Dich. Segir hér frá lífi Jör- undar allt frá fæðingu og til dauða- dags í Ástralíu. Lífsferill Jörundar er allur hinn skrautlegasti, til sjós fer hann komungur, seinna lendir hann í fangelsi í Englandi, sætir afleitri meðferð í Dan'mörku fyrir „drottinsvik" fer um hálfan heim- inn, verður hæstráðandi til sjós og lands á íslandi sumartíð, njósnari Breta á meginlandinu og sakamað- ur í Ástralíu. Preben Dich styðst við ýmsar heimildir um Jörund, en kveikjuna að bókinni segir hann vera heim- sókn að Bessastöðum, þar sem honum hafi verið bent á að í þeim stofum hafí Jörundur verið og stjómað þaðan „ríki“ sínu. Þetta er einhver undarleg missögn því að hvergi held ég að heimildir finnist Umhverfiseyðing í Ráðstjórnarríkjimum ^JMKETfLES —THE— AcoBewm Toömst var skotinn fyrir ári. Macon sefur mikið og finnur leið til að spara eigin orku og aðkeypta. Flókin aðferð til að fóðra hundinn Edward og hleypa kettinum inn og út, verð- ur honum loks að falli — í eiginleg- um skilningi. Hann fótbrotnar og fær góða afsökun til að flytja aftur f faðm systkinahópsins á gamla heimili fjölskyldunnar. Uppeldið á hundinum fer í handa- skolum; Edward verður grimmur og lítt viðráðanlegur. Muriel hjá Meow Bow, hundageymslunni, bjargar því sem bjargað verður og hefur jafnframt sín áhrif á Macon. Hún er ung og ólík þeim, sem Macon hefur fram að þessu haft samneyti við. Hún hefur þurft að spjara sig sjálf og fær það sem hún ætlar sér. Macon flytur til hennar og smátt og smátt fer hann að trúa því að hann sé ekki jafn þurr og léiðinleg manneskja og hann hefur talið — og aðrir raunar líka. Hann tekur eftir að San Francisco er falleg borg, en það er mikil breyting á hugsunarhætti hans. Hann er að losna úr viðjum íjölskyldunnar og gamla heimilisins. En hann er þó fljótur að fullvissa ferðafélaga og aðdáendur bæklinga sinna um að enginn staður jafnist á við Balti- more. Líf Macons ræðst allt af tilviljun- um. En hann tekur á sig rögg eftir veru í París. Og Anne Tyler tekst að láta sendanda halda að í Macon sé nægilegur töggur, þegar allt kemur til alls, til að hann fari eigin leiðir og beini lífinu inn á braut sem veitir ánægju. Jörund um að Jörundur hafi verið búsettur á Bessastöðum. Hann settist að þar sem hafði verið heimili Trampe greifa í Reykjavík og bjó þar. Vitað er um aðeins eina ferð hans til Bessastaða og virðist hann þá hafa orðið mjög undrandi og hneykslaður á því ástandi sem Bessastaðaskóli var í og hvatti til að úrbætur yrðu gerðar þar á. Þegar lesandi hefur nú fengið hugboð um að þama sé heldur betur hallað réttu máli verður nokkur tortryggni vakin á því hversu megi treysta bókinni að öðru leyti sem heimild. Því að það á hún væntan- lega að vera og höfundur vitnar einatt í bréf frá Jörundi máli sínu til stuðnings. Eftir að hafa lesið upp á nýtt einhveija skilmerkilegustu og læsilegustu frásögn um Jömnd sem ég man eftir í fljótu bragði, Sæfarinn, sem sigraði ísland eftir Sverri Kristjánsson í bókinni Minnisverðir menn, hallast ég að því að Preben Dich hafi gert ævi Jörundar allskikkanleg skil, en get ekki séð að hann hafi uppgötvað neinar nýjar frásögur eða komizt á snoðir um eitthvað varðandi ævi Jömndar sem ekki er margsinnis skjalfest áður. En það er sjálfsagt að taka fram að bókin er að sínu ieyti læsileg, en varla mikið umfram það. Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Boris Komarov: The Destruction of Nature in the Soviet Union. Pluto Press 1983. Bók þessi kom fyrst út hjá Possev-Verlag, V. Goracheck K.G. 1978, Frankfurt/Main á rússnesku. Höfundurinn Boris Komarov, sem er dulnefni, er stjómarráðs-starfs- maður í Ráðstjómarríkjunum, og handritinu var smyglað frá Moskvu til Vesturlanda. Þýðendumir em Michel Vale og Joe Hoilander. Harry Rothman ritar formála. Samkvæmt stjómarskrá Ráð- stjómarríkjanna er vemdun um- hverfisins tryggð ásamt friðhelgi einstaklingsins. í grein 18. segir að ríkisvaldið hljóti að vemda landið, plönturíkið og dýraríki með hagsmuni núverandi kynslóðar fyrir augum og ekki síður kynslóða fram- tíðarinnar. Hreint loft og hreint vatn er undirstaða bætts mannlífs... Komarov telur að viðkomandi grein- ar séu freklega brotnar af vald- höfum ríkisins og bók hans fjallar um þá eyðingu umhverfisins sem á sér stað innan Ráðstjómarríkjanna. Rafmagn og traktorar „Rafvæðing og tæknivæðing landbúnaðarins er sama og komm- únismi." Rafmagn og traktorar — jám og sement vom lykilhugtökin í þeirri stefnu valdhafanna á þriðja áratugnum að rafvæða landið, nýta náttúmauðlindir þess og umbylta umhverfinu til hagsbóta fyrir al- þýðu Ráðstjómarríkjanna, verka- menn og bændur. „Temjið hin trylltu fljót" er haft eftir Maxim Gorki. „Við umsköpum umhverfið, með sementi, rafmagni og jám- brautameti, sem tengir hin sístrit- andi iðjuver f eina framleiðslu og framleiðni heild." (Zazubrin á fyrsta rithöfundaþingi síberískra höftmda 1926.) Iðnvæðingarstefna Stalíns ein- kenndist af einfeldningslegu mati og hugmyndum um iðnvætt dýrðar- ríki framtíðarinnar. Orkunýtingar- stefnunni var hmndið í framkvæmd af hörku og algjöru tillitsleysi við menn og umhverfi. Óhemju land- svæði vom sett undir vatn, uppi- stöðulónin þöktu oft fijósömustu landbúnaðarsvasði. Hagkvæmni þessara stórvirkjana virtist ekki skipta máli, og sumar þessar stór- framkvæmdir höfðu enga þýðingu fyrir efnahag ríkisins, eins og skipa- skurðurinn frá Hvíta-hafí til Eystrasalts. Áróðursgildi þessara framkvæmda var þýðingarmikið fyrir hina nýju valdastétt, sem myndast í ráðstjómarríkjunum eftir að Stalín hafði fest sig í sessi, með því að fjarlægja hina gömlu bolsé- víka á ýmsan hátt. Samkvæmt skoðunum Héléne Carrere D’En- causse í „Stalin: Order Through Terror", London 1981, var þessi nýja stétt samansett af einstakling- um, sem áttu allt sitt undir náð skrifræðisins og Stalins, oftar en ekki valdir úr röðum „lumpen- próletara", en þaðan komu dyg- gustu leigu-þjónar kerfisins. Þunga- og efnaiðnaður í kjölfar rafvæðingar fylgdi stór- aukinn þunga- og efnaiðnaður. Komarov lýsir þeirri óhemju meng: un sem stafar af þessum iðnaði. í um 100 stórborgum Ráðstjómar- ríkjanna er andrúmsloftið hættulegt heilsu manna. Síðustu áratugina hefur lungnakrabbi tvöfaldast. Erfðagallar aukast stöðugt, 5—6% fleiri böm fæðast með erfðagalla en undanfarandi ár. Áætlað er, að sjötti hver einstaklingur muni hamlaður af líkamlegum eða and- legum vanþroska, þegar tugur lifir af núverandi öld. Þetta telur höf- undur stafa af mengun lofts og vatns og eitrun gróðurmoldarinnar, sem orsakast af iðnvæðingunni. Baikal-vatnið var fyirum hrein vatnaparadís, nú er þessi fyrmm tæri vatnaheimur orðinn ein sorp- vilpa, í raun, þó er allt gert til þess að fela ástandið og lofað hreinsun, sem muni takast innan tíðar. Olíu- mengunin í Svartahafi og Azov er óhugnanleg og fiskveiðar í Azov eru nú Vií þess sem var fyrir þijátíu ámm. Almenningur blekktur Lýsingar Komarovs á ástandinu minna ónotalega á ástandið í þess- um málum á Vesturlöndum. Sá er þó munurinn að á Vesturlöndum em samfélög ennþá opin. Gagnrýni á vafasamar framkvæmdir stjóm- valda og þeirra sem auka mengun og vinna náttúmspjöll í gróðaskyni, er tryggð, en í Ráðstjómarríkjunum er öll gagnrýni, sem stjómvöld telja aðstöðu sinni hættulega, útilokuð. Þó er fjöldi vísindamanna þar í landi, sem sér hættuna og ýmsir þeirra hafa lagt sitt af mörkum í rannsóknir I umhverfisvemdar- málum. Stjómvöld vita einnig um ástandið, en Komarov telur að þau geti hvorki né vilji hamla gegn hættunni, vegna þess að það ógni einkahagsmunum þeirra. Hann tel- ur að „nomenklatura" telji um 15% þjóðarinnar, 85% þjóðarinnar em aldir á fjasi um að mengun sé takmörkuð og að stjómvöld geri allt sem hægt sé til þess að bæta ástandið og að það muni takast. Það er mjög auðvelt að telja þjóð- inni trú um að allt sé í besta lagi, þar sem öll fjölmiðlun, uppeldi og skólakerfi og allt hagkerfið er í „góðum höndum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar". Veiðiþjófnaður Komarov fjallar um veiðar í Ráð- stjómarríkjunum, en þótt ýmsar dýrategundir séu friðaðar vissan hluta árs og veiðar sumra sjald- gæfra tegunda séu bannaðar þá er veiðiþjófnaður hvergi meiri. Það stafar einfaldlega af því að kjöt- skortur er ríkjandi. Komarov lýsir einnig veiðum hinnar nýju stéttar, en veiðar era virðingarmerki eins og víða annars staðar. Hríðskota- byssur og þyrlur em notaðar eink- um af æðstu foringjum í hemum og þótt um friðaðar tegundir sé að ræða, er séð í gegnum fingur við þá. Komaraov birtir tölur varðandi eyðingu náttúmnnar. Samkvæmt þeim em 10% alls ræktaniegs og nýtanlegs lands eydd, land sem farið hefur undir sorphauga, eitrað land og eyðimerkur, sem myndast hafa af mistökum við ræktun og undir uppistöðulón. Þetta samsvar- ar að stærð Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Vestur-Þýskalandi, Sviss, Belgíu, Lúxemborg og Hollandi. Umhverfisvemd og einstaklingnrinn Kenningar hafa verið um að iðnfyrirtækin skuli reikna sjúkra- hjálp og heilsuvemd, sem orsakast af mengun frá þeim, sem rekstrar- kostnað. Verði læknisþjónusta og heilsugæsla of dýr, þá hljóti fyrir- tækin að sjá hag sinum best borgið með því að takmarka mengun sem mest. Komarov bendir réttilega á að sé mengunarkostnaður (þ.e. sjúkrahjálp) í hófi, mengunin skaði t.d. einkum komaböm og ellilífeyr- isþega, sé óþarfí að koma upp dýr- um hreinsitækjum. Auk þess sé það hagur fyrir lífeyrissjóði og eftir- launakerfi ríksins, að fólki á eftir- launum fækki fremur en að því sé gert fært að halda áfram að njóta ellilífeyrisins. Þessar kenningar em reistar á nýtnisjónarmiðum, afrakstur og gróði skuli nú vera stefnumarkandi og allar kenningar um gildi hvers einstaklings séu bábilja. Hinn frægi skurðlæknir Amosov lét þá skoðun í ljós fyrir tíu ámm, að nauðsyn bæri til að endurskoða allar kenn- ingar um „helgi einstaklings og gildi". Annar vísindamaður, Iu Shreider að „hægt væri að reikna út verðgildi hvers einstaklings sem væri sambærilegt við verðgildi flók- innar og dýrmætrar vélar". Því væri eðlilegt að nota hluta úr líkama manns, sem virtur væri lágt, til þess að setja í stað bilaðs líffæris í manni sem hátt væri metinn. „Til þess að bjarga snjöllum vísinda- manni, væri sjálfsagt að fóma lífi miðlungs nemanda." Komarov afneitar nytsemis- hyggjunni og einnig trúarbrögðum sem gmndvelli að jafnvægi milli manns og náttúm. Hann segir að enn hafi ekki fundist sá gmndvöll- ur, sem tryggi þetta jafnvægi. Hann telur að nytsemishyggjan sé ómennsk og trúarbrögðin séu til- búningur og fantasíur. Lausn þessa vanda er ekki í sjónmáli, samkvæmt skoðun Komarovs. Komarov telur að umhverfis- vemd og friðhelgi einstaklingsins, pólitískt frelsi og persónuréttur séu samofin og án skilnings þessa, hljóti illa að fara. V' Miklar ollu- og gasleiðslur hafa nú verið lagðar um Sovétríkin þver og endilöng. Umhverfisvernd hefur ekki tafið fyrir þeim fram- kvæmdum svo vitað sé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.